LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 10. febrúar 2023 . Mál nr. 425/2021 : A ( Einar Gautur Steingrímsson lögmaður ) gegn TM trygging um hf. ( Valgeir Pálsson lögmaður, Gestur Óskar Magnússon lögmaður, 2. prófmál ) Lykilorð Bifreið. Líkamstjón. Örorka. Skaðabótalög. Stjórnarskrá. Útdráttur A varð fyrir líkamstjóni vegna umferðarslyss í bifreið sem tryggð var ábyrgðartryggingu hjá TM hf. Í málinu deildu aðilar um fjárhæð þeirra bóta sem TM hf. bar að greiða A fyrir varanlega örorku vegna slyssins. Í fyrs ta lagi var deilt um þann grundvöll árslauna sem bæri að nota við útreikning bótanna samkvæmt 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í annan stað deildu aðilar um fjárhæð viðmiðunarlauna sem nota bæri við útreikning bótanna samkvæmt 3. mgr. 7. gr. laganna. Þá d eildu aðilar loks um þann margfeldisstuðul sem útreikningur bóta skyldi byggja á. Að því er varðar grundvöll árslauna var niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest með vísan til forsendna hans um að A hafi ekki tekist að sýna fram á að aðstæður hennar hafi ve rið óvenjulegar þannig að árslaun hennar yrðu ákveðin sérstaklega, sbr. 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Var grundvöllur árslauna því ákveðinn eftir 3. mgr. 7. gr. laganna. Niðurstaða héraðsdóms var jafnframt staðfest um að fjárhæð viðmiðunarlauna samkvæmt fy rrgreindu ákvæði yrði ekki fundin með öðrum hætti en þeirri lögbundnu aðferð sem TM hf. notaði við bótauppgjör við A, en sú niðurstaða byggði á dómaframkvæmd Hæstaréttar og skýrum fyrirmælum skaðabótalaga. Loks var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að A ha fi ekki sýnt fram á að sá margfeldisstuðull sem mælt væri fyrir um í 1. mgr. 6. gr. skaðabótalaga og notkun hans stangaðist á við fyrirmæli sem leidd yrðu af ákvæðum stjórnarskrár um fullar bætur. Var kröfum A um frekari bætur úr hendi TM hf. en þegar höfð u verið greiddar því hafnað. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson og Hersir Sigurgeirsson, dósent í fjármálum. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 28. júní 2021 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 31. maí 2021 í málinu nr. E - [...] /2019 . 2 2 Áfrýjandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða henni 29.728.233 krónur með 4,5% vöxtum frá 28. ágúst 2012 til 28. apríl 2018 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum að fjárhæð 300.000 krónur 9. maí 2012, 300.000 krónur 6. desember sama ár, 100.000 krónur 16. ágúst 2013, 1.000.000 króna 9. maí 2014, 50 0.000 krónur 1. apríl 2015, 1.000.000 króna 15. maí 2015 og 7.767.863 krónur 16. júní 2015. vaxta til upphafsdags dráttar , allt að frádregnum sömu innborgunum og greinir í aða lkröfu . Til þrautavara krefst áfrýjandi þess að viðurkennd verði með dómi bótaskylda stefnda vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir í umferðarslysi 2011 og að við ákvörðun fjárhæðar skaðabóta skuli miða við 5.359.200 krónur sem viðmiðunarlaun en til vara lægri fjárhæð og margfeldisstuðulinn 24,118 en til vara lægri tölu, sbr. 6. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þá krefst áfrýjandi hækkunar á gjafsóknarkostnaði hennar í héraði og málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmá l. 3 Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur, þar með talið um gjafsóknarkostnað áfrýjanda. 5 Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður milli aðila fyrir Landsrétti falli niður. 6 Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A , fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Einars Gauts Steingrímssonar, 1.215.000 krónur. Dómur Héraðsdó ms Reykjavíkur 31. maí 2021 Mál þetta, sem dómtekið var 11. maí 2021, var höfðað 1. ágúst 2019 af A , [...] , Reykjavík, á hendur TM tryggingum hf., (áður Tryggingamiðstöðin hf. og TM hf.), [...] , Reykjavík, til greiðslu skaðabóta. Við dómtöku málsins hafð i stefnandi fallið frá upphaflegri kröfugerð að hluta og krefst stefnandi þess endanlega aðallega að stefnda verði gert að greiða stefnanda 29.728.233 krónur með 4,5% vöxtum frá 28. ágúst 2012 til 28. apríl 2018 en með dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr ., laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi lægri höfuðstóls og 4,5% vaxta til upphafsdags dráttarvaxta, verði hann færður fram. Allt að frádregnum innborgunum samtals á 10.967.836 krónum, á 3 300.000 krónum þann 9. maí 201 2, 300.000 krónum þann 6. desember 2012, 100.000 krónum þann 16. ágúst 2013, 1.000.000 króna þann 9. maí 2014, 500.000 krónum þann 1. apríl 2015, 1.000.000 króna þann 15. maí 2015 og 7.767.863 krónum þann 16. júní 2015. Í annarri varakröfu stefnanda er þes s krafist að viðurkennt verði að stefndi sé bótaskyldur gagnvart stefnanda vegna tjóns af völdum umferðarslyss þann [...] 2011 í bifreiðinni [...] og að við ákvörðun fjárhæðar skaðabóta vegna þess skuli í fyrsta lagi notast við 5.359.200 krónur sem viðmiðu narlaun, en til vara lægri fjárhæð, og í öðru lagi skuli miða stuðulinn sem greindur er í 6. gr. laga nr. 50/1993 við 24,118 stig, en til vara við lægri tölu. Loks krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál o g þess er krafist að allur gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar verði greiddur úr ríkissjóði. Stefndi gerir þær dómkröfur aðallega að verða sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða s tefnda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins. Til vara krefst stefndi verulegrar lækkunar á stefnufjárhæð og þess að málskostnaður verði látinn niður falla. Verði bætur að einhverju leyti tildæmdar krefst stefndi þess að þær beri 4,5% ársvexti frá 28. mars 2014 til endanlegs dómsuppsögudags, en beri dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna Síðdegis þann [...] 2011 ók stefnandi bifreiðinni [...] , sem tryggð var ábyrgðartryggingu hjá stefnda, vestur Reykjanesbraut. Á Strandarheiði missti stefnandi stjórn á bifreiðinni í hálku með þeim afleiðingum að bifreiðin valt og hafnaði utan vegar. Stefnandi, sem þá var á 22. aldursári , varð við bílveltuna fy rir meiðslum sem upphaflega voru metin af lækni og lögfræðingi 27. mars 2014. Stefnandi taldi þá vanmeta afleiðingar slyssins og voru þær metnar að nýju í matsgerð tveggja dómkvaddra matsmanna, lögmanns og bæklunarskurðlæknis, dags. 16. mars 2015. Í matsge rðinni kemur fram að eftir 28. ágúst 2012 hafi ekki verið að vænta frekari bata af völdum afleiðinga slyssins og að varanlegur miski af völdum þess væri 23 stig og varanleg örorka 23%. Um þessi atvik, niðurstöðu matsgerðarinnar og bótaábyrgð stefnda er ekk i ágreiningur í málinu. Með bréfi til stefnda 1. apríl 2015 var af hálfu stefnanda krafist bóta fyrir varanlega örorku að fjárhæð 20.152.029 krónur, auk annarra bótaliða, vaxta og kostnaðar og nam bótakrafan alls 29.433.171 krónu. Með bréfi stefnda 16. jún í 2015 til lögmanns stefnanda voru stefnanda boðnar bætur á grundvelli skaðabótalaga og matsgerðarinnar, að fjárhæð 14.048.823 krónur til viðbótar áður greiddum 3.200.000 krónum. Tekið var við þessum bótum af hálfu stefnanda með fyrirvara um réttmæti tjóns útreiknings, viðmiðunarlauna og örorkumats. Af bótafjárhæðinni voru bætur fyrir varanlega örorku að fjárhæð 10.967.836 krónur. Snýst ágreiningur aðila í málinu um fjárhæð þessa bótaþáttar og þá um það hvort stefnda beri að greiða stefnanda frekari bætur en greiddar hafa verið. Stefndi mun í tvígang hafa fallið frá því að bera fyrir sig fyrningu kröfunnar, í síðara skiptið með lokadag 31. mars 2018. Með málshöfðun stefnanda 28. mars 2018 var fyrningu slitið, en því máli var vísað frá dómi 6. febrúar 2019. Er þetta mál höfðað innan sex mánaða frá þeim degi, sbr. 22. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Stefnandi telur að ákveða skuli bætur fyrir varanlega örorku samkvæmt 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga og meta árslaun sérstaklega og þá þannig að ársl aun miðist við meðaltekjur verkamanna, þar sem stefnandi hafi verið á vinnumarkaði þegar slysið varð. Í stefnu segir að stefnandi hafi tvítug farið á vinnumarkað haustið 2010 og hafi verið í fullu starfi og rúmlega það. Hún hafi unnið á hóteli sem þjónn og næturvörður og bætt við sig aukavinnu í verslun. Hún hafi sagt upp starfi sínu á hótelinu og lokið þar störfum 31. júlí 2011 til þess að hefja dagvinnu og taka áfanga í Fjölbrautarskóla með vinnu. Eftir atvinnuleit hafi hún fengið um það bil 70% starf við afgreiðslustörf, en hafi hætt því starfi meðal annars vegna lágs starfshlutfalls. Þá segir í stefnu að ný atvinnuleit, hjá B ehf., hafi skilað árangri en vegna slyssins hafi stefnandi ekki getað unnið það starf sem henni hafi boðist. 4 Stefndi vill reikna b ætur á grundvelli lágmarkslauna samkvæmt 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, þar sem stefnandi hafi fyrir slysið ekki haslað sér völl á vinnumarkaði heldur aðeins sinnt hlutastörfum með námi og haft lægri tekjur en ákvæðið greinir. Miðar stefndi árslaun samkvæmt ákvæðinu við fjárhæðina 2.888.500 krónur. Stefnandi fellst ekki á að sú fjárhæð sé nothæf við útreikning bóta fyrir varanlega örorku á þessum grundvelli og telur að lágmarkslaun skaðabótalaga skuli uppreikna með launavísitölu, í stað lánskjaravísitölu sam kvæmt 15. gr. laganna, áður en bætur eru reiknaðar út. Þá telur stefnandi í báðum tilvikum, hvort sem árslaun verði fundin á grundvelli 2. mgr. eða 3. mgr., að við útreikning bóta fyrir varanlega örorku stefnanda skuli margfalda árslaun með 23% örorkustigi og stuðlinum 24,118. Við útreikning greiddra bóta notaði stefndi stuðulinn 16,509 samkvæmt 6. gr. skaðabótalaga og miðast sá stuðull við aldur stefnanda við upphaf varanlegrar örorku 28. ágúst 2012. Stefnandi telur að beita þurfi annarri aðferð til þess a ð tjónþola séu tryggðar fullar bætur þar sem fyrirmæli gildandi skaðabótalaga samrýmist ekki ákvæðum stjórnarskrár að þessu leyti. Þessu er stefndi ekki sammála og telur bótarétt tjónþola ekki hafa skerst frá gildistöku skaðabótalaganna þannig að fari í bá ga við stjórnarskrá. Stefnandi styður kröfugerð sína um aðferð við útreikning bóta við útreikninga frá C hf., um endurreikning á margfeldisstuðlum skaðabótalaga með breyttu vaxtaviðmiði, og við matsgerðir D tryggingastærðfræðings, sem var í tvígang dómkvad dur matsmaður við meðferð málsins að kröfu stefnanda. Í fyrri matsgerð hans eru m.a. veitt svör við spurningum um raunhæfa ávöxtunarprósentu á tilteknum dagsetningum og um fjárhæð lágmarkslauna skaðabótalaga, uppreiknaða á sömu dagsetningum samkvæmt launav ísitölu, og í þeirri síðari eru margfeldisstuðlar skaðabótalaga uppreiknaðir miðað við tilteknar forsendur vaxta og fjármagnstekjuskatts. Matsgerðirnar, þá fyrri, dags. 2. mars 2020 með leiðréttingu frá 9. mars 2021, og hina síðari, dags. 21. apríl 2021, s taðfesti dómkvaddi matsmaðurinn fyrir dómi við aðalmeðferð málsins. Stefnandi gaf einnig skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferðina. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi skýrir höfuðstól aðalkröfu sinnar, að fjárhæð 29.728.233 krónur, þannig að miðað sé við meðaltekjur verkamanna að viðbættum töpuðum lífeyrisréttindum og samkvæmt því beri að nota fjárhæðina 5.359.200 krónur sem viðmiðunartekjur við útreikning bót a fyrir varanlega örorku og margfalda þá fjárhæð með örorkustiginu 23% og stuðlinum 24,118. Um þann stuðul vísar stefnandi til matsgerða og kveður hann fundinn miðað við þær forsendur að raunvextir séu 2,5% og fjármagnstekjuskattur 20%. Við ákvörðun bóta beri að tryggja stefnanda fullar bætur. Skyldur löggjafans til að mæla fyrir um fullar bætur vegna ákvæða 65. gr. og 72. gr. stjórnarskrárinnar megi ráða af dómi Hæstaréttar frá 22. maí 1998 í máli nr. 311/1997. Löggjafinn hafi ekki frjálsar hendur í þeim efnum, hann hafi svigrúm til að velja aðferðir til að ná fram slíkum markmiðum, sé raunhæft að ætla að þau muni nást, og hafi innan þeirra marka nokkurt svigrúm til þess að leggja til grundvallar þau sjónarmið sem hann telji réttast að hafa að leiðarljósi. Veruleikann hafi rekið frá þeim sjónarmiðum sem löggjafinn hafi lagt til grundvallar með þeim hætti að nú mæli lögin í reynd fyrir um lægri bætur en löggjafinn sjálfur hafi metið forsvaranlegt á sínum tíma, að því er varði ávöxtunarprósentu og áhrif fjárm agnstekjuskatts, og einnig við ákvörðun lágmarkslauna. Á grundvelli stjórnaskrár geri stefnandi aðeins kröfu um að fá fullar bætur, ekki lægri en þær sem löggjafinn hafi talið þurfa til 1. maí 1999, þegar lög nr. 37/1999 hafi tekið gildi. Í millitíðinni ha fi almennir vextir lækkað í landinu og fjármagnstekjuskattur hækkað. Afleiðingin sé sú að tjónþoli geti ekki ávaxtað eingreiddar bætur með sama árangri og löggjafinn hafi metið nauðsynlegan til að fullar bætur fengjust og þurfi að greiða stærri hluta vaxta nna í fjármagnstekjuskatt en löggjafinn hafi þá gert ráð fyrir. Launaviðmið Stefnandi telji að ákvarða skuli viðmiðunarlaun í málinu samkvæmt 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, en ekki samkvæmt 3. mgr. 7. gr. laganna, eins og stefndi haldi fram. Fyrst þurfi að leggja mat á það hvort stefnandi falli undir 8. gr. skaðabótalaga, en við þær aðstæður hafi dómstólar almennt ákvarðað bætur eftir 3. mgr. 7. gr. Leggja þurfi mat á það hvort óvenjulegar aðstæður séu fyrir hendi sem leiði til þess að 2. mgr. 7. gr. verði beitt í stað þeirrar fyrstu. Verði það niðurstaðan þurfi að finna eins réttmætan mælikvarða og unnt sé 5 á framtíðartekjur stefnanda, ef slysið hefði ekki borið að höndum. Engu breyti hvort tjónþoli hafi verið í vinnu á slysdegi heldur hvort hún hafi verið á vinnumarkaði og því þurfi að svara því hvernig hún hafi nýtt vinnukrafta sína í raun. Skráning í skóla og skólaganga breyti engu í þessu sambandi, aðeins þurfi að svara því hvort 8. gr. skaðabótalaga eigi við um tjónþola. Eigi hún við gætu bætur miðast vi ð 3. mgr. 7. gr., en ella við 1. eða eftir atvikum 2. mgr. 7. gr. Loks skipti ekki máli hvernig vinnugeta hafi verið nýtt áður en slys bar að höndum, heldur það hvernig staðan hafi verið á slysdegi. Stefnandi hafi þá verið á vinnumarkaði og breyti möguleg t hlutanám í skóla í örfáa mánuði þar engu um. Algengt sé að fólk í fullu starfi, eða meira en 50% starfi, sé einnig að bæta við sig í námi. Ákvæði 8. gr. skaðabótalaga nái aðeins til þeirra sem að verulegu leyti nýti vinnugetu sína þannig að þeir hafa eng ar eða takmarkaðar vinnutekjur. Bæði atriðin þurfi að eiga við að verulegu leyti og e ngar eða takmarkaðar vinnutekjur . Hvorugt eigi við um stefnanda, sem hafi verið á vinnumarkaði, milli starfa og í atvinnuleit, sem árangri hafði skilað þegar slysið hafi orðið. Eftir slysið hafi hún orðið óvinnufær og notað tímann til að harka af sér og klára námið. Slysið hafi valdið því að næstu mánuðir á eftir hafi tekið þessa ste fnu, ella hefði stefnandi haldið áfram á vinnumarkaði eins og ekkert hefði í skorist. Miðað við starfsferil stefnanda verði að ákvarða viðmiðunarlaun eftir 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Síðustu þrjú almanaksár fyrir slys hafi stefnandi verið ung og stundum í námi og engin viðmiðunarhæf laun myndast. Við þessar aðstæður hafi skapast sú venja í marga áratugi að miða við meðaltekjur. Hóflegt sé að miða við meðaltekjur verkamanna, 406.000 krónur á mánuði, umreiknað í árslaun 4.872.000 krónur. Töpuð lífeyrisréttindi séu annars vegar 8% skyldubundin og hins vegar 2% viðbótarframlag atvinnurekanda sem launþegar nýti almennt. Árslaunin að viðbættum 10% töpuðum lífeyrisréttindum, 487.200 krónum, sé fjárhæð viðmiðunarlauna, alls 5.359.200 krónur. Bætur fyrir varanlega örorku séu því margfeldi þeirrar fjárhæðar viðmiðunarlauna, 23% örorkustigs og stuðul sins 24,118, samtals 29.728.233 krónur. Uppfærsla lágmarkslauna samkvæmt launavísitölu. Lágmarkslaun í skilningi 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga eigi að miða við hærra tekjumark en gert sé í lögum vegna ákvæða 72. gr. og 65. gr. stjórnarskrárinnar. Miða eig i við að lágmarkslaun hækki samkvæmt launavísitölu frá því lögin voru sett til stöðugleikadags heilsufars og miða við fjárhæðina 3.213.395 krónur. Það sé fjárhæð skaðabótalaga hækkuð með launavísitölu en ekki lánskjaravísitölu eins og lög nr. 50/1993 geri ráð fyrir með breytingarlögum nr. 37/1999. Við ákvörðun á fjárhæð lágmarkslauna samkvæmt 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga hafi verið miðað við tiltekna hópa og launataxta og ákveðið að lágmarkslaun skyldu verðbætt með lánskjaravísitölu. Kaupmáttur í landinu ha fi vaxið og miði lágmarkslaunin við taxta sem væri lögbrot að bjóða nokkrum vinnandi manni upp á í skilningi 1. gr. laga nr. 55/1980. Það sé fjarri lagi að miða við svo lág laun að ólöglegt sé að ráða menn til vinnu á þeim. Án hækkunar lágmarkslauna með la unavísitölu náist ekki fullar bætur í skilningi 72. gr. og 65. gr. stjórnarskrár, en við ákvörðun þeirra verði að styðjast við æðri réttarheimild þegar þær rekist á. Hæstiréttur hafi talið að löggjafinn hafi svigrúm til að meta hvað þurfi til að fullar bæt ur fáist. Í 5. mgr. 6. gr. frumvarpsins sem varð að lögum nr. 37/1999 hafi verið lagt til að í 3. mgr. 7. gr. laganna verði tekin upp lágmarkslaunaviðmiðun, sem miðist við 1.200.000 krónur á ári eða 100.000 krónur á mánuði allt að 67 ára aldri miðað við v erðlag 1. júlí 1993. Um nánari skýringar hafi verið vísað til umfjöllunar um 8. gr. þar sem fjallað sé um tölulegar forsendur og tengsl 8. gr. og 6. gr. Í 7. gr. frumvarpsins sé því lýst að lágmarkslaunaviðmið sem tæki mið af meðaltekjum þætti of hátt og að miðað væri við lægri tekjur en það. Frá þeim tíma hafi allar tekjur í landinu hækkað miðað við verðlag og því væri það brot á 65. gr. stjórnarskrár að m ismuna tjónþolum eftir því hvort þeir hefðu tekjureynslu eða ekki. Tekjureynslan miði við tekjur í nútíðinni en viðmiðunartekjur miði við stöðu í fortíðinni þegar kaupmáttur hafi verið lægri. Þetta fari einnig gegn 72. gr. stjórnarskrár sem í reynd mæli fy rir um fullar bætur. Það gangi ekki að miða tjón við kaupmátt þjóðarinnar í fortíðinni. Stefnandi styðjist að fullu og öllu leyti við mat löggjafans, en taki tillit til þess að verðlag og almenn laun hafi hækkað með mismunandi hætti þannig að þróun launa h afi verið langt umfram verðlag. Markmiði löggjafans um fullar bætur verði náð með því að hækka 6 lágmarkslaun með launavísitölu og þá verði bætur ákveðnar á sömu forsendum og löggjafinn hafi lagt til grundvallar á sínum tíma. Lágmarkslaun séu því fundin þan nig að notuð sé fjárhæð lágmarkslauna 1. maí 1999, við gildistöku laga nr. 37/1999, sem uppreiknuð samkvæmt 15. gr. skaðabótalaga sé 1.345.521 króna, til að reikna út misgengi verðlags og launa frá þeim degi og miðað sé við breytingar á launavísitölu. Þann ig reiknuð væru lágmarkslaunin 28. ágúst 2012, þegar heilsufar stefnanda varð stöðugt, 3.213.395 krónur og þá sé miðað við forsendur löggjafans sjálfs. Nú hafi enn gliðnað á milli og væru lágmarkslaun, ef þau hefðu fylgt launaþróun frá 1. maí 1999, þannig reiknuð og miðað við þær forsendur sem löggjafinn hafi gefið sér í upphafi, 5.107.201 króna í júní 2019. Það sé af og frá að löggjafinn hafi, við mat á því hvað þyrfti til að fullar bætur fengjust, hugsað sér að smám saman bæru þeir tjónþolar sem verst haf i verið settir fyrir, skarðan hlut frá borði miðað við fullvinnandi fólk. Væri það eitt brot á 65. gr. stjórnarskrár þótt ekki kæmi fleira til. Margfeldisstuðull við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku. Stuðull samkvæmt 6. gr. skaðabótalaga, eins og han n sé ákvarðaður nú, samrýmist ekki 65. gr. og 72. gr. stjórnarskrár og því þurfi að ákvarða hann að nýju með hliðsjón af þeim ákvæðum. Aðalástæða þessa sé sú að frá því að lög nr. 37/1999 hafi verið sett hafi þær forsendur sem löggjafinn hafi þá lagt til g rundvallar breyst. Afleiðingarnar séu þær að tjónþolar fái ekki lengur fullar bætur fyrir missi aflahæfis síns. Hæstiréttur Íslands hafi í dómum sínum talið að slík aðstaða fari gegn framangreindum ákvæðum stjórnarskrár. Hæstiréttur hafi lagt áherslu á að það sé löggjafinn sem hafi ákveðið svigrúm til að meta hvernig markmiðinu um fullar bætur verði náð og hafi talið að við slíkt mat þurfi að una innan skynsamlegra marka. Því sé mat löggjafans, eins og það hafi verið við setningu laga nr. 37/1999 um breytin gar á skaðabótalögum, lagt til grundvallar, en tekið tillit til þess að frá þeim tíma hafi margt breyst. F ram komi í frumvarpi til laganna að stuðullinn miði við 10% fjármagnstekjuskatt og 4,5% vexti til afvöxtunar. Löggjafinn hafi þá lagt mat á það eftir hvaða sjónarmiðum skyldi ákveða bætur og væri sömu sjónarmiðum beitt nú yrði að hækka stuðulinn til þess að markmið löggjafans næðist. Aflahæfi manna sé varið af stjórnarskránni, þar með talið 72. gr. og 65. gr., s amkvæmt nokkrum dómum Hæstaréttar. Löggja fanum beri að útlista þetta nánar en svigrúm hans takmarkist af þessum sjónarmiðum. Lögin falli ekki lengur að þeim sjónarmiðum og markmiðum sem löggjafinn sjálfur hafi sett sér. Hugsun löggjafans sé sú að stuðull 6. gr. núvirðisreikni framtíðartjón tjónþo la vegna missis aflahæfis þannig að hann verði jafn vel settur fjárhagslega og hann væri ef hann hefði ekki orðið fyrir tjóni. Sá núvirðisreikningur sem stuðullinn endurspegli sé óraunsær með öllu og í andstöðu við 65. gr., 72. gr. og 77. gr. stjórnarskrár innar. Stuðul samkvæmt skaðabótalögum skuli því endurreikna þannig að miðað sé við raunverulegan fjármagnstekjuskatt og raunverulega ávöxtunarmöguleika tjónþola, ella fáist ekki fullar bætur. Við ákvörðun á stuðli samkvæmt 6. gr. skaðabótalaga hafi löggjaf inn miðað við að tjónþolar greiddu 10% fjármagnstekjuskatt af vöxtum sem þeir fengju. Nú sé sá skattur 22% og f yrir liggi að fjármagnstekjuskattur hafi verið 20% á stöðugleikadegi . Því leiði stuðullinn nú til lægri bóta en löggjafinn hafi metið eðlilegar á sínum tíma. Þá hafi verið gert ráð fyrir að tjónþoli gæti áhættulaust ávaxtað eingreiðsluverðmætið um 4,5% verðtryggt á ári en það sé ekki hægt lengur og sé útilokað með öllu sé áhættu haldið innan hæfilegra marka. F yrir liggi að þann 28. ágúst 2012 hafi raunávöxtun ríkisskuldabréfa verið innan við 3% og að lífeyrissjóðir nái ekki slíkri ávöxtun með fasteignaveðlánum. Ei ngreiddar skaðabætur séu víðs fjarri því að leiða til fullra bóta fyrir missi aflahæfis og víki s tuðull skaðabótalaga því í tveimur atriðum frá ákvæðum stjórnarskrár, sem skyldi löggjafann til að mæla fyrir um fullar bætur. Annars vegar gæti þar ekki þeirra breytinga á fjármagnstekjuskatti sem átt hafi sér stað efti r ákvörðun stuðulsins og hins vegar gæti ekki áhrifa breytinga á vaxtaumhverfi. Hvoru tveggja valdi því að stuðullinn sé ákvarðaður of lágur sem leiði til þess að tjónþoli fái ekki fullar bætur. Með því að stuðull skaðabótalaga geri aðeins ráð fyrir 10% f jármagnstekjuskatti, en ekki 20%, sé jafnræði raskað milli þeirra sem verði fyrir tjóni og þeirra sem haldi áfram að vinna. Í reynd muni 10 prósentustigum og renni sá mismunur í vasa tjónvalds og fari það gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Með því að tjónvaldur fái þennan mismun í sinn vasa sé brotið gegn eignarréttarákvæði 7 72. gr. stjórnarskrárinnar. Aflahæfi tjónþola sé eign í skilningi stjórnarskrár og óheimilt að raska því með þessum hætti, óbættu að hluta. Einnig verði í þessu sambandi að horfa til 77. gr. stjórnarskrárinnar. Við mat á framtíðartjóni sé almenna reglan sú að horfa til mögulegrar framtíðar frá tjónsdegi, eða þegar tjón sé komið fram, og því sé miðað við 20% fjármagnstekjuskatt. Hæstiréttur hafi með dómi 30. mars 1995 í máli n r. 429/1992 ákveðið vaxtafótinn 4,5%. Með sjónarmið réttarins í huga þyki hóflegt að miða raunávöxtunarprósentuna við 2,5%, en í raun megi auðveldlega rökstyðja að hún skuli vera lægri. Með 2,5% séu notuð viðmið sem gangi örugglega ekki lengra en þau ættu að gera miðað við forsendur Hæstaréttar. Þá sé haft í huga að ávöxtun verðtryggðra ríkisskuldabréfa hafi verið innan við 3% á stöðugleikadegi og að raunávöxtun lífeyrissjóða í fasteignaveðbréfum sé nú innan við 3%, a.m.k. miðað við breytilega vexti. Gert s é ráð fyrir því að kostir einstaklinga til ávöxtunar séu þrengri en lífeyrissjóða. Nægileg reynsla virðist komin á vaxtaþróun þannig að ætla megi að þessi lækkun sé komin til að vera og meira til. Það styrki þessar hóflegu kröfur enn frekar að kaupmáttur h afi tilhneigingu til að aukast jafnt og þétt og litið sé til þess að laun hækki að jafnaði meira en verðlag til lengri tíma litið. Það færi gegn 65. gr. stjórnarskrár að einstaklingur á vinnumarkaði, sem ekki lendi í bótaskyldu slysi, njóti kaupmáttaraukni ngar, en ekki sá sem missi heilsuna að hluta eða öllu leyti. Það færi gegn 72. gr. stjórnarskrár að sá síðarnefndi þyrfti að þola missi kaupmáttaraukningar bótalaust. Tjónþoli sé ung að árum og hefði að líkindum átt eftir næstum hálfa öld á vinnumarkaði þe gar hún lendi í slysi. Kaupmáttaraukning síðustu 50 ára þar á undan hafi verið gríðarleg og hafi orðið mikil frá setningu skaðabótalaga og ekki sjái fyrir endann á þeirri þróun. Væri sjónarmiðum löggjafans sjálfs beitt, eins og þau komi fram í fyrrgreindu frumvarpi, yrði raunafvöxtun ákveðin 2,5% vextir eða lægri. Stefnandi byggi á útreiknuðum stuðli og miði við þau talnagildi að raunvextir séu 2,5% og fjármagnstekjuskattur 20%. Við 22 ára aldur sé stuðullinn þar 24,318 og við 23 ára aldur 23,470. S tuðulli nn sem stefnandi noti sé fundinn út með línulegri nálgun út frá framangreindum gildum, og aldri tjónþola á stöðugleikadegi í samræmi við ákvæði 1. mgr. 6. gr. laga nr. 50/1993. Samkvæmt því sé stuðullinn 24,118 . Útreikningarnir séu gagnsæir og því ljóst að unnt væri að fallast á varakröfur um lækkun telji dómurinn að miða eigi við aðra ávöxtunarkröfu eða aðra fjárhæð fjármagnstekjuskatts. Vextir og málskostnaður. Vaxtakrafan byggist á vöxtum skaðabótalaga og dráttarvaxtakrafa sé krafist frá því mánuði eftir birtingu stefnu í fyrra máli aðila 28. mars 2018, sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001. Um málskostnað vísist til XXI. kafla laga nr. 91/1991, sérstaklega 129. gr. og 130. gr. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi kveður bifreiðina [...] , sem stefnandi ók á s lysdegi, hafa verið vátryggða samkvæmt lögmæltum ökutækjatryggingum hjá stefnda og ekki sé um það deilt að stefnandi eigi rétt á að fá líkamstjón sitt bætt úr slysatryggingu ökumanns og eiganda. Eins og dómkröfum stefnanda og málatilbúnaði sé háttað snúist ágreiningur aðila um það hvaða árslaun beri að leggja til grundvallar við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku, hvort heimilt sé að uppfæra árslaunin samkvæmt launavísitölu í stað lánskjaravísitölu og loks hvort heimilt sé að víkja frá þeim aldurstengdu s tuðlum sem mælt sé fyrir um í 1. mgr. 6. gr. skaðabótalaga við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku. Launaviðmið Í 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga sé mælt fyrir um það hvað skuli að meginreglu teljast til árslauna við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku. Samkvæmt 2. málsgrein sé á hinn bóginn veitt heimild til að víkja frá meginreglunni og skulu árslaun þá metin sérstaklega þegar óvenjulegar aðstæður eru fyrir hendi og ætla má að annar mælikvarði sé réttari á líklegar framtíðartekjur tjónþola. Til þess að ákvæði þessu verði beitt þurfi tjónþoli að sýna fram á að skilyrðum þess sé fullnægt, þ.e. að óvenjulegar aðstæður hafi verið fyrir hendi, að annar mælikvarði á líklegar framtíðartekjur tjónþola sé réttari en sá sem mælt sé fyrir um í 1. mgr. og loks í þri ðja lagi hver sá mælikvarði skuli vera. Stefnandi hafi stundað nám í [...] frá árinu 2006 til 2010. Frá [...] september til [...] desember 2010, hafi hún stundað þjálfun við [...] til að starfa sem [...] . Árið 2011 hafi hún gert tímabundið hlé á 8 námi, en s ótt um skólavist að nýju við [...] [...] nóvember 2011. Hún hafi hafið þar nám aftur á vorönn 2012 og lokið stúdentsprófi þá um vorið. Tekjur stefnanda samkvæmt skattframtölum frá árinu 2006 til ársins 2011 hafi verið sem hér segir: 2006 [...] ehf. kr. 592 .020 [...] ehf. kr. 194.522 kr. 786.542 2007 [...] ehf. kr. 651.262 2008 [...] ehf. kr. 1.003.561 2009 [...] ehf. kr. 1.072.648 [...] hf. kr. 229.048 kr. 1.301.696 2010 [...] ehf. kr. 696.456 [...] ehf. kr. 865.650 kr. 1.562.106 2011 [...] ehf. kr. 252.000 [...] ehf. kr. 6.498 [...] hf. kr. 207.799 [...] hf. kr. 153.075 [...] ehf. kr. 8.994 kr. 628.366 Þegar litið sé til árslauna stefnanda framangreind ár, og eftir atvikum eftir dreifingu þeirra á einstaka launagreiðendur innan hvers árs, megi vera ljóst að árslaun hennar hafi verið langt undir því lágmarksárslaunaviðmiði sem kveðið sé á um í 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaganna. Engum vafa sé því undirorpið að öll þessi ár, allt frá 16 ára aldri, hafi stefnandi verið í hlutastarfi samhliða námi sínu í framhaldsskóla, eins og títt sé með nemendur á því skólastigi. Alls engin breyting hafi orðið á tekjuöflun þa nn tíma sem hún hafi gert hlé á námi sínu nema síður sé. Öllum staðhæfingum stefnanda um að hún hafi á einhverju tímabili verið í fullu starfi sé mótmælt sem röngum og ósönnuðum og eigi þær sér ekki stoð í gögnum málsins. Fráleitt sé að hún hafi á einhvern hátt haslað sér völl á vinnumarkaði þegar hún hafi lent í slysinu, þannig að óvenjulegar aðstæður hafi verið fyrir hendi í skilningi 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Stefnandi hafi nýtt vinnugetu sína að verulegu leyti þannig að hún hafi haft takmarkaðar v innutekjur, sbr. 8. gr. skaðabótalaganna, samhliða framhaldsskólanámi. Því beri í samræmi við dómafordæmi að miða árslaun hennar við þau lágmarkslaun sem tilgreind séu í 3. mgr. 7. gr. laganna, eða 1.200.000 krónur. Árslaun þessi nemi 2.888.500 krónum efti r að hafa verið leiðrétt samkvæmt lánskjaravísitölu frá gildistöku laganna til þess tímamarks er heilsufar stefnanda var orðið stöðugt, eða til ágúst 2012, sbr. 15. gr. laganna. Því hafi ekki verið mótmælt sérstaklega af hálfu stefnanda að stuðull við útre ikning bótanna samkvæmt 6. gr. laganna sé 16,509. Tjón stefnanda vegna varanlegrar örorku nemi því 10.967.836 krónum og þá fjárhæð hafi stefndi innt af hendi til stefnanda, auk bóta fyrir tímabundið atvinnutjón, þjáningabóta, bóta fyrir varanlegan miska, v axta og innheimtuþóknunar að meðtöldum virðisaukaskatti. Með þessum bótum hafi stefnandi fengið tjón sitt fyrir varanlega örorku að fullu bætt lögum samkvæmt. Með því að ósannað sé að stefnandi eigi rétt til frekari bóta fyrir varanlega örorku en hún hafi þegar fengið greiddar, verði ekki hjá því komist að sýkna stefnda af kröfum hennar. Uppfærsla lágmarkslauna samkvæmt launavísitölu. Þeim sjónarmiðum stefnanda sé eindregið mótmælt að það fyrirkomulag sem mælt sé fyrir um í 15. gr. skaðabótalaganna, að sú fjárhæð sem greinir í 3. mgr. 7. gr. skuli breytast mánaðarlega í hlutfalli við breytingar á lánskjaravísitölu frá gildistöku laganna, þ.e. 1. júlí 1993 (3282 stig), sbr. 29. gr., fari í bága við jafnréttis - og eignarréttarákvæði 65 gr. og 72. gr. stjórnar skrárinnar. Skaðabótalög séu skýr um að það lágmarksárslaunaviðmið, sem getið sé í 3. mgr. 7. gr. laganna, skuli uppfært samkvæmt lánskjaravísitölu og verði því viðmiði ekki breytt nema með lögum. Engin haldbær rök hafi verið færð fram fyrir því að það fel i í sér mismunun sem varði við 65. gr. stjórnarskrárinnar þótt umrætt launaviðmið taki breytingum samkvæmt lánskjaravísitölu í stað launavísitölu. Þótt mismunandi reglur kunni að gilda varðandi mismunandi hópa tjónþola við ákvörðun bóta fyrir líkamstjón, þ . á m. fyrir varanlega örorku, feli það ekki í sér brot á stjórnarskrárvörðum jafnræðisreglum. 9 Löggjafinn hafi valið tiltekna aðferð, þ.e. lánskjaravísitölu, til að tryggja að fyrrgreint launaviðmið haldi verðgildi sínu. Þó að sú aðferð feli í sér annars k onar þróun á verðgildi launaviðmiðsins en væri ef annarri aðferð væri beitt, svo sem launavísitölu, geti það ekki haft í för með sér að stjórnarskrárvarinn eignarréttur tjónþola sé fyrir borð borinn. Í umræddum verðbótaviðmiðum geti heldur ekki falist eign arréttindi sem njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Ekkert hafi gerst í efnahags - eða verðlagsmálum hér á landi frá því að núgildandi lagafyrirmæli um ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku hafi verið sett með lögum nr. 37/1999, um breyting á skaðabótal ögum, þannig að stjórnskipulegar forsendur lagafyrirmælanna hafi brostið. Því geti ekki komið til álita að hróflað verði við hinu lögmælta verðbótaviðmiði af þeirri ástæðu að það brjóti gegn 65. gr. eða 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. m.a. dóm Hæstaréttar 21. janúar 2010 í máli nr. 230/2009. Margfeldisstuðull við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. skaðabótalaga, sbr. 5. gr. laga nr. 37/1999 um breytingu á þeim, skulu bætur fyrir varanlega örorku metnar til fjárhæðar á grundvelli örorkustigs tjónþola samkvæmt 5. gr. laganna, árslauna hans samkvæmt 7. gr. og töflu sem nánar er tilgreind í málsgreininni, þannig að margfölduð séu saman örorkustig, árslaun og stuðull töflunnar í samræmi við aldur tjónþola á þeim tíma sem upphaf varanl egrar örorku miðast við. Þessari lögmæltu aðferð við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku verði ekki breytt nema með lögum. Án lagabreytinga sé það ekki á færi dómstóla að hlutast til um endurskoðun á þessum reglum um ákvörðun bótanna. Af regluverki 1. mgr . 6. gr. skaðabótalaganna sé ljóst að við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku sé miðað við margvíslegar matskenndar breytur. Þannig sé í sérhverju tilviki byggt á mati við ákvörðun örorkustigs og í ýmsum tilvikum geti ákvörðun um árslaunaviðmið verið háð mati, svo sem þegar árslaunin séu metin sérstaklega á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laganna. Við lögfestingu framangreinds stuðuls hafi verið lagt ákveðið mat á það hvernig stuðullinn skyldi byggður upp, auk þess sem hann skyldi taka breytingum með hliðsjón af aldri tjónþola á því tímamarki þegar bæturnar skyldu ákveðnar. Í því sambandi hafi verið horft til ýmissa þátta, svo sem skattfrelsis bótanna, eingreiðsluhagræðis að teknu tilliti til möguleika á ávöxtun bótanna til framtíðar, dánar - örorku - og starfslíki nda, svo og óvissu varðandi framtíðartekjur ungra tjónþola. Að þessu leyti hafi verið horft til ýmissa matskenndra þátta af hálfu löggjafans við lögleiðingu stuðulsins. Jafnvel þó að einhverjir þættir sem horft hafi verið til við uppbyggingu stuðulsins haf i breyst frá lögfestingu hans sé fjarri lagi að unnt sé að líta svo á að bótaréttur stefnanda hafi skerst svo að fari í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar. Skipti í því sambandi ekki máli hvort litið sé til breytinga á fjármagnstekjuskatti eða til mögulei ka á ávöxtun bótanna í framtíðinni. Hér dugi alls ekki að taka tvo tiltekna þætti út úr heildarmatinu og ætlast til að þeim verði breytt án tillits til annarra þátta sem stuðullinn byggi á. Stuðullinn gildi um alla sem rétt eigi til bóta fyrir varanlega ör orku og verði með engu móti séð að hann mismuni tjónþolum, hvorki innbyrðis né gagnvart öðrum borgurum, þannig að brotið sé gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Harðlega sé mótmælt, og vísað á bug sem röngum, óviðeigandi og ósönnuðum, dylgjum um að mismunur myndist við ákvörðun bóta sem tjónvaldur fái í sinn vasa. Engin gögn liggi fyrir um að tjónþoli geti almennt ekki ávaxtað bætur með sama hætti og ráð hafi verið fyrir gert þegar núgildandi stuðull hafi verið leiddur í lög með lögum nr. 37/199 9, enda vart gerlegt að slíkra gagna sé aflað nema fyrir tilstilli framkvæmdar - eða löggjafarvaldsins í því skyni að leggja mat á hvort og með hvaða hætti sé rétt að breyta núgildandi löggjöf. Stuðulsins, sem stefnandi krefjist að lagður verði til grundval lar við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku í hennar tilviki, hafi verið aflað einhliða og liggi ekkert fyrir um það að sérstök athugun hafi farið fram á því að sá stuðull sem hún vilji miða við varðandi framtíðarávöxtun sé hinn eini og rétti. Ekki heldur aðrir stuðlar þar sem miðað sé við aðra ávöxtunarmöguleika sem stefnandi tilgreini og geti þeir stuðlar þegar af þeirri ástæðu ekki komið að neinu haldi við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku í tilviki stefnanda. Varakrakrafa stefnanda Í varakröfu stef nanda felist fyrst og fremst krafa um að viðurkennt verði að við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku verði miðað við sömu tekjuviðmiðun (5.359.200 krónur) og sama margfeldisstuðul 10 (24,118) og stefnandi byggi á í aðalkröfu sinni. Varakrafan feli að þessu l eyti í reynd í sér sömu kröfu og aðalkrafan gangi út á. Einnig sé í varakröfunni gerð krafa um aðra og lægri viðmiðunarfjárhæð og lægri stuðul en byggt sé á í aðalkröfunni, en þessi hluti varakröfunnar sé ekki á neinn hátt útlistaður í stefnu eða gögnum má lsins. Varakrafa stefnda Verði ekki fallist á aðalkröfu stefnda um sýknu sé þess krafist til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Aðalkrafa stefnanda um bætur fyrir varanlega örorku sé of há og í einu og öllu ósönnuð sem og viðurkenningarkröfur hennar í varakröfu. Í þessu sambandi sé því sérstaklega mótmælt sem röngu og ólögmætu að við ákvörðun viðmiðunarlauna til ákvörðunar bóta fyrir varanlega örorku sé miðað við að töpuð lífeyrisréttindi nemi 10% en ekki 8%. Vextir og málskostnaður. Engin haldbær sönnunargögn ha fi verið lögð fram með stefnu svo unnt sé að taka kröfur stefnanda til greina og við svo búið sé það ekki unnt. Ekki séu því skilyrði til að dæma dráttarvexti fyrr en frá dómsuppsögudegi ellegar einum mánuði eftir að fullnægjandi sönnunargögn hafi verið lö gð fram, sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Vextir eldri en fjögurra ára við fyrri málshöfðun, þann 28. mars 2018, teljist fyrndir með vísan til 3. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Málskostnaðarkröfur stefnda, bæði í að alkröfu og varakröfu, séu reistar á 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða Í máli þessu deila aðilar um fjárhæð þeirra bóta sem stefnda ber að greiða stefnanda fyrir 23% varanlega örorku af völdum umferðarslyss sem varð þann 2011. Málsatvikum og helstu ágreiningsefnum aðila er lýst í sérstökum kafla hér að framan og vísast til þess sem þar kemur fram. Aðilar deila í fyrsta lagi um það við hvaða grundvöll árslauna samkvæmt 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 skuli miða við útreikning bótanna. Stefnandi krefst þess að árslaun verði metin sérstaklega samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. og taki mið af meðaltekjum verkamanna. Skilyrði þess að ákvæðinu verði beitt er að óvenjulegar aðstæður séu fyrir hendi og að ætla megi að an nar mælikvarði sé réttari á líklegar framtíðartekjur tjónþola. Þá er átt við annan mælikvarða en þann sem leiðir af 1. mgr., um meðaltekjur síðustu þrjú almanaksár, og af 3. og 4. mgr. um lágmark og hámark árslauna. Fyrir liggur að meðaltekjur stefnanda sí ðustu þrjú ár fyrir slysið, sbr. 1. mgr. lagaákvæðisins, ná ekki þeirri fjárhæð sem lægst má miða árslaun við samkvæmt 3. mgr. þess, og greiddi stefndi stefnanda því bætur samkvæmt lágmarksfjárhæð ákvæðisins, uppreiknaðri samkvæmt fyrirmælum 15. gr. lagann a. Í 8. gr. skaðabótalaga segir að bætur til þeirra tjónþola sem að verulegu leyti nýta vinnugetu sína þannig að þeir hafa engar eða takmarkaðar vinnutekjur, skuli ákveðnar samkvæmt reglum 5. gr. til 7. gr. Í því felst að fjárhæðin ráðist af örorkustigi sa mkvæmt 5. gr., viðeigandi stuðli samkvæmt 6. gr. og viðeigandi árslaunum samkvæmt 7. gr. Í dómaframkvæmd hafa bætur til þeirra tjónþola sem svo er ástatt um verið ákveðnar á grundvelli lágmarkslauna samkvæmt 3. mgr. 7. gr. laganna, sbr. t.d. dóm Hæstarétta r frá 11. mars 2004 í máli nr. 393/2003, auk dóma sem þá höfðu gengið og vísað er til í héraðsdómi sem staðfestur var með vísun til forsendna. Af fyrirliggjandi upplýsingum um tekjur og námsframvindu stefnanda árin fyrir slysið verður ráðið að takmarkaða r vinnutekjur hennar þá eiga sér þær eðlilegu skýringar að hún var þá ungur námsmaður. Stefnandi byggir á því að hún hafi þrátt fyrir það verið á vinnumarkaði þegar slysið varð og styður þá málsástæðu einkum við það að henni hafi þá staðið til boða atvinna hjá B ehf. Samkvæmt því sem greinir í gögnum málsins, og fram kom hjá stefnanda í skýrslu fyrir dómi, mun þar hafa verið um að ræða vinnu fjögur kvöld í viku, um fjórar klukkustundir í senn. Stefnandi kvaðst hafa sóst eftir kvöldvinnu með því námi sem hún hafði þá skráð sig í á vorönn og var 24 tímar á viku. Þá kvaðst stefnandi hafa unnið eina slíka vakt hjá B ehf. áður en hún afþakkaði starfið og hafa fengið greitt fyrir hana. Samkvæmt staðgreiðsluskrá voru tekjur stefnanda í desember 2011 frá B ehf. 6.49 8 krónur. Þó að stefnandi hefði getað 11 unnið umræddar kvöldvaktir með námi sínu verður ekki fallist á að það hefði breytt því að stefnandi nýtti áfram vinnugetu sína að verulegu leyti þannig að hún hefði aðeins takmarkaðar vinnutekjur í skilningi 8. gr. ska ðabótalaga. Af tekjusögu stefnanda verður ráðið að tekjur hennar voru einna hæstar af vinnu á hóteli haustið 2010. Byggir stefnandi á því að þá hafi hún verið í fullri vinnu og rúmlega það, hún hefði þar með hafið þátttöku á vinnumarkaði og eigi þær aðstæð ur sem lýst er í 8. gr. skaðabótalaga því ekki við um hana. Þessi uppgrip stóðu aðeins í skamman tíma og á sama tímabili sótti stefnandi þriggja mánaða [...] hjá [...] . Sveiflur í tekjum ungs fólks sem sinnir hlutastarfi með námi eru algengar og verður ekk i fallist á að þetta tímabil geti talist til marks um það að stefnandi hefði þegar haslað sér völl á vinnumarkaði með fullri atvinnuþátttöku, hvort sem litið er til starfsvettvangs eða framtíðartekna, þegar hún varð fyrir slysi einu ári eftir að þessu tíma bili lauk. Stefnanda hefur að mati dómsins ekki tekist að sýna fram á að aðstæður hennar hafi verið óvenjulegar með þeim hætti að fyrrgreindum skilyrðum 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga til að árslaun hennar verði ákveðin sérstaklega sé fullnægt. Verður ekki fallist á að önnur sjónarmið eigi við um stefnanda en þau sem lögð hafa verið til grundvallar í fyrrnefndri dómaframkvæmd Hæstaréttar og varða námsfólk í svipuðum aðstæðum. Ber samkvæmt því að ákveða bætur til stefnanda á grundvelli 3. mgr. 7. gr. laganna. Aðalkröfu stefnanda um útreikning bóta miðað við meðaltekjur verkamanna og samsvarandi viðurkenningarkröfu verður því hafnað. Í annan stað deila aðilar um fjárhæð þeirra viðmiðunarlauna sem nota beri við útreikning bóta til stefnanda samkvæmt 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, enda þótt fjárhæðin sé lögbundin. Snýst ágreiningurinn um það með hvaða hætti hin lögbundna fjárhæð skuli ver ðbætt frá gildistöku laga nr. 37/1999, þegar hún var 1.345.521 króna, til upphafsdags varanlegrar örorku þann 28. ágúst 2012. Í 15. gr. skaðabótalaga er mælt fyrir um það að fjárhæðir bóta, sem greindar eru í 3. mgr. 7. gr. laganna, skuli breytast mánaðarl ega í hlutfalli við breytingar sem verða á lánskjaravísitölu. Stefndi hefur greitt stefnanda bætur til samræmis við þá reiknireglu sem þar er mælt fyrir um og er ágreiningslaust að árslaun samkvæmt henni nemi 2.888.500 krónum. Ste fnandi telur að miða eigi við hærri árslaun við útreikning bóta, eða fjárhæðina 3.213.395 krónur, sem fundin er með því að verðbæta fjárhæðina samkvæmt launavísitölu í stað lánskjaravísitölu samkvæmt matsgerð sem stefnandi hefur aflað. Byggir stefnandi á því að lagafyrirmælin trygg i ekki tjónþolum fullar bætur og gangi því gegn ákvæðum 65. gr. og 72. gr. stjórnarskrárinnar. Stafi það einkum af því að verðlag og almenn laun hafi hækkað með mismunandi hætti frá því að lögin tóku gildi þannig að þróun launa hafi verið langt umfram verð lag og verði markmiði löggjafans um fullar bætur því ekki náð með verðbótum samkvæmt lánskjaravísitölu. Til þess er að líta í þessu sambandi að þeir tjónþolar sem fá greiddar bætur á þessum grundvelli hafa haft lægri tekjur en þessa lögbundnu fjárhæð að u ndanförnu, sbr. 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, og hafa ekki sýnt fram á að annar mælikvarði en tekjureynsla sé réttari á líklegar framtíðartekjur sínar og þá hver hann sé, sbr. 2. mgr. 7. gr. laganna. Með almennri reglu um lágmarksfjárhæð árslauna er ekki t ekið einstaklingsbundið mið af því hvernig framtíðartekjur hvers og eins tjónþola skerðist við missi aflahæfis við metna varanlega örorku. Á þetta álitaefni hefur áður reynt fyrir dómstólum, svo sem í dómi Hæstaréttar frá 21. janúar 2010 í máli nr. 230/200 9, sem stefndi vísar til, þar sem árslaun höfðu verið uppreiknuð með lánskjaravísitölu við uppgjör bóta. Í dómi héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti með vísun til forsendna hans, var ekki fallist á þau rök að sú aðferð sem notuð var við uppgjör aðil a við ákvörðun bóta vegna varanlegrar örorku teldist brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar eða friðhelgi eignarréttarins, sbr. 65. og 72. gr. stjórnarskrárinnar. Fjárhæðir samkvæmt 1. og 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga taki til hópa, sem ekki standi eins á um og þótt mismunandi reglur gildi um þá þegar bætur vegna varanlegrar örorku séu ákvarðaðar sé ekki um brot á jafnræðisreglum að ræða. Þá tók dómurinn fram að umrædd verðbótaviðmið væru ekki eignarréttindi í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar. Með hli ðsjón af þeim forsendum og niðurstöðu framangreinds dóms Hæstaréttar, dómum réttarins í málum nr. 35/2009 og 449/2009, og með vísun til skýrra og ótvíræðra fyrirmæla skaðabótalaga að þessu leyti, verður ekki fallist á það með stefnanda að árslaun samkvæmt 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga til útreiknings bóta verði fundin með öðrum hætti en þeirri lögbundnu aðferð sem stefndi notaði við 12 bótauppgjör til stefnanda. Samkvæmt þessu ber að leggja árslaunin 2.888.500 krónur til grundvallar við útreikning bóta til stef nanda fyrir varanlega örorku sem ágreiningslaust er að sé 23%. Þriðja ágreiningsefni aðila málsins lýtur að þriðju breytunni við útreikning bótanna. Sú breyta er margföldunarstuðull sem tekur mið af aldri tjónþola við upphaf varanlegrar örorku og ákveðinn er í 1. mgr. 6. gr. skaðabótalaga, en bótafjárhæðin skal samkvæmt 3. mgr. 6. gr. greidd í einu lagi. Byggir stefnandi á því að þær forsendur sem stuðullinn byggi á hafi breyst með þeim hætti að tjónþolar fái ekki lengur fullar bætur fyrir missi aflahæfis síns, svo sem stefnt hafi verið að þegar stuðullinn tók gildi 1. maí 1999, vegna þess að vextir hafi lækkað og fjármagnstekjuskattur hækkað frá þeim tíma. Þar sem í aflahæfi manna sé fólgin eign í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar felist í því brot gegn ákvæðinu að fullar bætur fyrir missi þess séu ekki tryggðar. Einnig sé raskað jafnræði milli þeirra sem verði fyrir tjóni og þeirra sem haldi aflahæfi sínu og með því sé brotið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar. Krefst stefnandi þess að í stað stuðuls samkv æmt 6. gr. skaðabótalaga verði við útreikning bóta til hennar stuðst við nýjan stuðul sem stefnandi hefur látið reikna. Stefndi hafnar því að notkun hins lögbundna stuðuls brjóti gegn stjórnarskrárvörðum réttindum tjónþola og bendir á að við lögfestingu st uðulsins hafi verið horft til ýmissa matskenndra þátta, auk þeirra tveggja þátta sem nýir útreikningar stefnanda taki til. Í þeim útreikningum sem stefnandi byggir á, og styðjast við matsgerðir sem hann hefur aflað, eru sömu forsendur lagðar til grundvall ar og þær sem notaðar voru við ákvörðun stuðla samkvæmt 6. gr. skaðabótalaga að því er varðar lífslíkur, örorkulíkur og lækkun stuðla vegna skattfrelsis bóta, tekjufalls og fleira, samkvæmt því sem greinir í matsgerð frá 21. apríl 2021. Þar kemur jafnframt fram að matsmaður hafi stuðst við lögskýringargögn um þessi atriði. Að ósk matsbeiðanda hafi hann reiknað stuðla sambærilega við stuðul skaðabótalaga miðað við mismunandi prósentur raunávöxtunar, frá 2,0 til 3,5%. Þá hafi hann endurreiknað niðurstöður mið að við sömu forsendur og 20% og 22% fjármagnstekjuskatt, en í skaðabótalögum hafi verið reiknað með 4,5% raunávöxtun og 10% fjármagnstekjuskatti. Matsgerðir sínar staðfesti hinn dómkvaddi matsmaður fyrir dómi og vísaði um aðferðafræði, gögn og forsendur ti l þess sem þar kemur fram og að framan greinir. Kvaðst hann þá aðspurður ekkert vilja fullyrða um það hvaða áhrif það hefði haft á niðurstöður hans, til hækkunar eða lækkunar, ef hann hefði reiknað lífslíkur miðað við nútíma í stað þeirra forsendna sem mið að hafi verið við þegar stuðull skaðabótalaga hafi verið reiknaður árið 1999. Svör hans í matsgerð afmarkist af matsspurningum, sem aðeins væru um áhrif breytinga á tveimur þáttum sem áhrif hefðu á stuðulinn, vöxtum og fjármagnstekjuskatti. Þær matsgerðir sem stefnandi aflaði eru almennt skýrar og vel fram settar. Í matsgerð frá 21. apríl 2021 er svarað spurningum um áhrif ákveðinna breyta á stuðul samkvæmt skaðabótalögum. Telur dómurinn eðlilegt að leggja vexti af verðtryggðum skuldabréfum, útgefnum af rík issjóði, til grundvallar mats á þeim vöxtum sem einstaklingur geti áhættulítið ávaxtað fjármuni sína með, svo sem gert er. Önnur gögn sem matsmaður hefur aflað sér, svo sem vísitölur, skatthlutföll, lífslíkutöflur og fleiri, eru fastar. Í matsgerðinni er e kki rökstutt hvers vegna þær lífslíku - og örorkutöflur sem notaðar voru urðu fyrir valinu, svo sem þær lífslíkutöflur sem voru í gildi við setningu laganna, og ekki er þar fjallað um hver áhrif þess yrðu á útreiknaðan stuðul að nota nýrri töflur. Sem fyrr greinir vildi matsmaður ekki fullyrða um afleiðingar þess fyrir dómi. Málatilbúnaður stefnanda er á því byggður að þar sem tilteknar forsendur, vextir og fjármagnstekjuskattur, hafi breyst frá árinu 1999 verði markmiði löggjafans um fullar bætur, í samræmi við fyrirmæli stjórnarskrár, ekki náð með því að nota stuðul samkvæmt 1. mgr. 6. gr. skaðabótalaga við útreikning bóta til stefnanda, heldur þurfi að byggja á þeim margföldunarstuðli sem stefnandi hefur látið reikna. Samkvæmt framangreindu er sá stuðull, sem stefnandi gerir kröfu um að notaður verði, byggður á sömu forsendu m og lögbundni stuðullinn að öðru leyti en hvað varðar þessa tvo þætti, en engar upplýsingar liggja fyrir um það hvort og þá hvernig aðrar þær forsendur sem lágu til grundvallar þegar sá stuðull var ákveðinn hafi breyst eða hvaða áhrif slíkar breytingar he fðu á útreikninga matsmanns. Að mati dómsins er óvarlegt að breyta ákveðnum forsendum sem notaðar eru til útreiknings, en ekki öðrum, og verður f allist á það með stefnda að ekki dugi að taka tvo tiltekna þætti út úr heildarmatinu. Stefnandi hefur þegar af þessari ástæðu ekki sýnt fram á réttmæti þess að nota þann stuðul sem krafa hennar byggist á. 13 Svo sem stefnandi vísar til er í dómi Hæstaréttar frá 22. maí 1998 í máli nr. 311/1997 fallist á að í aflahæfi manna séu fólgin eignarréttindi sem njóti verndar 7 2. gr. stjórnarskrárinnar. Þar kemur jafnframt fram að löggjafinn hafi heimild til að setja reglur um það hvernig ákvarða skuli bætur þegar aflahæfi manna er skert, enda sé það markmið slíkra reglna að fullar bætur komi fyrir. Þar segir að staðlaðar reglur leiði til samræmis í bótaákvörðunum og stuðli að jafnræði og að ætla verði löggjafanum nokkurt svigrúm í þessum efnum, enda sé það hans hlutverk að setja almennar reglur um forsendur bótaákvarðana þegar þess sé þörf. Í dóminum kemur fram að nýjum margfeld isstuðli, sem feli í sér breytt mat löggjafans, verði ekki beitt um mál sem rætur eigi að rekja til fyrri tíma og að lögin hafi fyrir þá breytingu falið í sér skýrt og ótvírætt mat löggjafans, sem ekki verði haggað af dómstólum. Þó að atvik þessa máls og þau lagafyrirmæli sem hér er ágreiningur um séu síðar til komin, þá eiga þau sjónarmið enn við sem fram koma í nefndum dómi og hér hafa verið rakin, um að það sé hlutverk löggjafans að setja almennar reglur, um þau mörk sem ákvæði stjórnarskrár um jafnræði og eignarréttindi marka heimildum löggjafans í þeim efnum, og loks um það að séu þau mörk virt verði slíkum lagareglum ekki haggað af dómstólum. Af dómaframkvæmd verður ekki annað ráðið en að gildandi löggjöf hafi verið talin standast þessa prófraun og ve rður hún lögð til grundvallar við úrlausn málsins. Stefnandi hefur samkvæmt öllu framangreindu ekki sýnt fram á að sá stuðull, sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 6. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, og notkun hans, stangist á við fyrirmæli sem leidd verða af stjó rnarskrá um fullar bætur. Þann lögbundna stuðul notaði stefndi við bótauppgjör til stefnanda fyrir varanlega örorku af völdum slyss 2011 og er það uppgjör tölulega óumdeilt. Að öllu framangreindu virtu verður hafnað kröfum stefnanda um frekari bætur úr hendi stefnda en þegar hafa verið greiddar, svo og viðurkenningarkröfum hennar um annan grundvöll fyrir útreikning þeirra skaðabóta, og verður stefndi samkvæmt því sýknaður af öllum kröfum hennar. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður mi lli aðila. Stefnanda hefur verið veitt gjafsókn í málinu og verður allur gjafsóknarkostnaður stefnanda því greiddur úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Einars Gauts Steingrímssonar, sem ákveðin er 1.500.000 krónur. Kristrún Kri stinsdóttir, héraðsdómari og dómsformaður, kveður upp dóm þennan. Meðdómendur eru Hólmfríður Grímsdóttir héraðsdómari og Hreggviður Ingason fjármálastærðfræðingur. Dómsorð: Stefndi, TM tryggingar hf., er sýkn af öllum dómkröfum stefnanda, A , í málinu. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun Einars Gauts Steingrímssonar lögmanns, 1.500.000 krónur.