LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 10. nóvember 2023. . Mál nr. 255/2022 : Ásgeir Núpan Ágústsson ( Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður, Hlynur Jónsson lögmaður, 1. prófmál) gegn Vegagerðinni ( Reynir Karlsson lögmaður) Lykilorð Eignarnám. Fasteign. Stjórnarskrá. Friðhelgi eignarréttar. Stjórnsýsla. Meðalhóf. Sveitarfélög. Útdráttur Í málinu krafðist Á þess að ógilt yrði ákvörðun V frá árinu 2019 um að taka eignarnámi land úr jörð hans undir hringveg um Hornafjörð. Byggði Á á því að honum yrði ekki gert að þola að umrædd eignarréttindi yrðu tekin af honum í ljósi þess að önnur leið, l eið 1, hafi verið tæk sem skerti eignarréttindi landeigenda í Hornafirði minna en sú leið sem V valdi, leið 3b. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að samkvæmt 37. gr. vegalaga nr. 80/2007 hafi V heimild til að taka land úr eigu landeigenda sem þurfi til þjóðvegagerðar og hvers kyns veghalds. Ákvörðun V um að taka land Á eignarnámi hafi verið stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Meðalhófsregla 12. gr. stjórnsýslulaga hefði sérstaka þýðingu við töku ákvarðana um eigna rnám í ljósi þess að eignarrétturinn væri friðhelgur samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 og eignarnám því aðeins mögulegt að almenningsþörf krefði. Rétturinn benti á að við vegalagningu kæmu jafnan fleiri leiðir en ein til greina til að ná markmiðum viðkomandi framkvæmdar. Bæði við ákvörðun um hvaða kostir séu til þess fallnir að ná því markmiði og við endanlegt val á þeirri leið sem fara eigi hafi verið gengið út frá því að málefnalegt væri að líta meðal annars til kostnaðar, umferðarör yggis, vegalengda og áhrifa framkvæmda á umhverfið. Ólíkt vægi þessara sjónarmiða kunni þó að leiða til mismunandi niðurstöðu og við þær aðstæður hafi viðkomandi stjórnvald nokkurt svigrúm til að ákveða vægi sjónarmiðanna innbyrðis við endanlegt leiðarval. Við þessar aðstæður gæti skyldan til að gæta meðalhófs við skerðingu eignarréttinda gert útslagið við þetta mat. Landsréttur sló því föstu að bæði leið 1 og leið 3b hafi verið tækar með tilliti til þeirra almennu sjónarmiða sem geti legið til grundvallar vali á leið til vegalagningar. Þá ályktaði rétturinn að með vali á leið 1 hefði eignarréttindum landeigenda verið síður raskað en með leiðarvali V. Þar sem þessi munur væri ekki óverulegur yrði í ljósi 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og meðalhófsreglu a ð leggja til grundvallar að V bæri að sýna fram á að gildar ástæður hafi legið til grundvallar 2 leiðarvalinu. Féllst rétturinn á það með V að gildar ástæður hafi verið fyrir leiðarvali V sem réttlættu þann mun á umfangi eignaskerðingar sem hlytist af því að fara þá leið í samanburði við leið 1. Var því ekki fallist á það með Á að brotið hafi verið á meðalhófsreglu við mat á almannahagsmunum samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þá var öðrum málsástæðum Á fyrir ógildingu ákvörðunarinnar hafnað. Var hin n áfrýjaði dómur því staðfestur um sýknu V af kröfum Á. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Jóhannes Sigurðsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 27. apríl 2022 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 1. apríl 2022 í málinu nr. E - 5065/2020 . 2 Áfrýjandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun stefndu frá 6. júní 2019 um að taka úr hans hendi eignarnámi land sem í ákvörðuninni er lýst svo: ,,Hlutdeild Árnaness 4 ( [...] ) í Hornafirði, í 112.286 m² landi milli vegstöðva 9390 og 12200, en landið er talið í óskiptri sameign jarðanna Árnaness 1, 2, 3, og 4 auk Hríseyjar og hlutdeild Árnaness 4 í 28.599 m² landi milli vegstöðva 12820 og 13527, en landið er talið í óskiptri sameign Árnaness 1, 2, 3, og 4, sbr. það sem nánar greinir Þá er krafist málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefnd a krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Áfrýjandi er eigandi 20% hluta jarðarinnar Árnaness 4 í Hornafirði á móti Eiríki Egilssyni og Hjalta Egilssyni, sem hvor um sig eiga 20% hlut, og Akurne sbúinu ehf., sem á 40% hlut. 5 Með bréfi 6. júlí 2006 mun stefnda hafa kynnt tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum vegalagningar á þjóðvegi nr. 1 (Hringvegi) um Hornafjörð, sbr. 8. gr. þágildandi laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Þar voru kynntir þrír kostir um nýlagningu vegar um svæðið, leiðir 1, 2 og 3. Áfrýjandi ásamt öðrum landeigendum á svæðinu munu hafa skilað skriflegum athugasemdum við matsáætlunina og vildu meðal annars að fleiri vegleiðir yrðu skoðaðar. Skipulagsstofnun tók undir með landeigendum og taldi í ákvörðun sinni um matsáætlun 5. desember 2006 rétt að skoða tiltekna valkosti til viðbótar við leiðir 1, 2 og 3. Stefnda kærði ákvörðun Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra sem felldi úr gildi breytingu Skipulagsstofn unar á matsáætlun með úrskurði 11. maí 2007. Með dómi Hæstaréttar 22. október 2009 í máli nr. 22/2009 voru stefnda og íslenska ríkið sýknuð af kröfu áfrýjanda og annarra landeigenda á svæðinu um að ógilda úrskurð 3 ráðherra. Þar var fallist á að stefnda hefð i forræði á því hvaða framkvæmdakostir uppfylltu markmið framkvæmdar, enda væri það mat reist á hlutlægum og málefnalegum grunni. 6 Í samræmi við 9. gr. laga nr. 106/2000 vann stefnda frummatsskýrslu um umhverfisáhrif leiða 1, 2 og 3. Við meðferð á þeirri s kýrslu komu fram athugasemdir við val á leið 3 þar sem hún fór yfir Flóa í Skarðsfirði og um Skógey austan Hornafjarðarfljóts. Leiddu þær til þess að stefnda gerði tillögu um nýja útfærslu á leið 3 sem fól einkum í sér að hún var færð norður fyrir Flóa og sunnar á Skógey. Þessi nýja leið var kölluð leið 3b. Að ráði Skipulagsstofnunar var sú leið kynnt sérstaklega á fundi um breytingar á aðalskipulagi Hornafjarðar og leitað umsagna Fornleifaverndar ríkisins og Umhverfisstofnunar um hana. 7 Skýrsla stefnda um u mhverfisáhrif framangreindra fjögurra leiða lá fyrir í apríl 2009. Þar er framkvæmdinni lýst þannig að um vegalagningu sé að ræða, 11 til 18 kílómetra langa, sem nái frá bænum Lambleiksstöðum, yfir Hornafjarðarfljót á nýju brúarstæði og að Hringvegi við bæ inn Haga skammt austan Hafnarvegar er liggi að Höfn. Tilgangur framkvæmdarinnar væri að bæta samgöngur á Suðausturlandi og styrkja byggðarlög þar og á Austurlandi með bættu vegasambandi á Hringvegi. Kæmu vegalengdir milli Austurlands og Suðurlands til með að styttast um að minnsta kosti 11 kílómetra með nýjum vegi. Markmiðið með gerð vegarins væri fyrst og fremst að auka umferðaröryggi, draga úr slysahættu, stytta vegalengdir og tryggja góðar samgöngur á svæðinu. 8 Leið 1 er í matsskýrslu lýst þannig að hún s veigi frá núverandi Hringvegi vestan Hornafjarðarfljóts til suðurs á milli bæjanna Holts og Tjarnar og þveri síðan Hornafjarðarfljót á móts við Skógey. Þaðan liggi leiðin norður fyrir Hornafjarðarflugvöll og sameinist Hringvegi milli bæjanna Seljavalla og Dýhóls. Þessi leið er sögð vera 11,1 kílómetra löng og að hún stytti Hringveg um 11 kílómetra. Nánari lýsingu á aðstæðum á leiðinni milli tilgreindra vegstöðva er að finna í skýrslunni. Heildarkostnaður leiðar 1 var áætlaður 3.422 milljónir króna og arðsem i hennar talin nema 17%. 9 Fram kemur í matsskýrslu að leið 3b sé útfærsla á leið 3 og að í vestri fylgi hún þeirri leið í fyrstu. Samkvæmt því liggur hún til austurs frá núverandi Hringvegi um 2,5 kílómetrum austan við Hólmsá og þaðan suður fyrir bæinn Stór aból. Af lýsingu í matsskýrslu má ráða að leiðin þveri síðan Hornafjarðarfljót lítið eitt sunnar en aðrar vegleiðir. Þaðan liggi leiðin um sunnanverða Skógey að Hrísey og þaðan eins og upphafleg leið 3 í sunnanvert Árnanes, síðan norðan við Hrafnsey og suð ur fyrir Hafnarnes. Leiðin fylgi síðan línu sem liggi norður fyrir Flóa að Hringvegi norðan við bæinn Haga. Fram kemur að nýr vegur á þessari leið kæmi til með að verða 18 kílómetra langur og stytta Hringveginn um 11,8 kílómetra. Heildarkostnaður við leiði na var áætlaður 4.209 milljónir króna og arðsemi hennar talin nema 11%. 4 10 Í lýsingu í matsskýrslu á framkvæmdinni er ekki að finna umfjöllun um áhrif mismunandi leiða á atvinnu og efnisleg verðmæti, þar á meðal eignarréttindi fasteignaeigenda á svæðinu. Í sv ari stefnda við athugasemd einstaklings við fyrirhugaða framkvæmd er þó vikið að áhrifum leiðanna á hefðbundin landbúnaðarafnot. Þar kemur fram að af framangreindum leiðum hafi leið 1 mest áhrif að því leyti. Í töflu sem fylgir svarinu segir að áætluð rösk un á landbúnaðarlandi séu 2,7 kílómetrar ef leið 1 yrði fyrir valinu, en 0,7 kílómetrar yrði leið 3 farin, en leið 3b fellur þar undir. 11 Í matsskýrslunni er lagt mat á umhverfisáhrif framangreindra leiða, en í einstökum köflum var því lýst hvaða áhrif talið væri að þær hefðu á gróðurfar, fuglalíf, smádýr, vatnafar, fiskistofna, fornminjar, landslag, jarðmyndanir, ferðaþjónustu og útivist, umferðaröryggi, hljóðvist og samfélag. Í kaflanum um samfélag er að finna samantekt á umfjöllun um áhrif leiðanna á stytt ingu vegalengda, umferðaröryggi, ferðaþjónustu, útivist og hljóðvist. Í niðurstöðum segir að það sé mat stefnda að heildaráhrif Hringvegar um Hornafjörð samkvæmt leið 1 geti talist óveruleg til talsverð neikvæð, en samkvæmt leið 3b séu þau talsvert neikvæð . Matið er misjafnt milli leiða eftir því hvaða þættir eru skoðaðir. Þannig er leið 3b talin hafa talsvert til verulega neikvæð áhrif á landslag, talsvert neikvæð áhrif á gróðurfar, fuglalíf og útilíf, en óveruleg áhrif á aðra þætti. Áhrif leiðarvalsins á umferðaröryggi er aftur á móti talið verulega jákvætt. Leið 1 er talin hafa talsvert neikvæð áhrif á fornminjar, óveruleg til talsverð áhrif á gróðurfar sem og á ferðaþjónustu og útivist, en óveruleg áhrif á aðra þætti. Leiðin er aftur á móti talin hafa ta lsvert jákvæð áhrif á umferðaröryggi, en ekki verulega jákvæð eins og leið 3b. Um það atriði er vísað til þess að fjöldi vegtenginga að leið 1 verði meiri en að öðrum valkostum, en það dragi úr öryggi. 12 Munur á áhrifum leiða 1 og 3b á umhverfið skýrist samk væmt matsskýrslunni einkum af því að leið 3b liggi um meira um votlendi, sem samanstandi að mestu leyti af deiglendi, mýrum og sjávarfitjum. Í umfjöllun í skýrslunni um áhrif á gróðurfar er þó bent á að leið 3b raski sjávarfitjum mun minna en leið 3, en sj ávarfitjar teljast fágætar á landsvísu og nutu á þessum tíma sérstakrar verndar samkvæmt 37. gr. laga nr. 44/1999 um náttúrvernd, sbr. nú 61. gr. laga nr. 60/2013 um sama efni. Þá kemur þar fram að auk þess að hnika veglínunni til úr Flóa yrði þess jafnfra mt gætt að tryggja full vatnsskipti brúa og ræsa til að draga úr áhrifum vegalagningarinnar á votlendi. 13 Tekið var fram í matsskýrslunni að votlendi á viðmiðunarsvæði leiðar 3b væri búsvæði og fæðuöflunarsvæði fugla. Mikill fjöldi farfugla safnaðist saman á leirunum í fæðuöflun og fjölbreyttar tegundir væru á svæðinu. Að teknu tilliti til mótvægisaðgerða er talið að framkvæmdin brjóti ekki í bága við Ramsarsamninginn um votlendi. Aftur á móti séu leiðir 2, 3 og 3b ekki í samræmi við Bernarsamninginn um vern dun villtra plantna og dýra og náttúrulegra búsvæða þeirra. Varðandi leið 3b virðist ástæða þess vera sú að brandönd sé á áhrifasvæði leiðarinnar, en sú tegund teljist vera í bráðri hættu. Tekið er fram að áhrifa framkvæmda á svæðinu á fuglalíf 5 kæmi sennil ega aðeins til með að gæta í skamman tíma þar sem fuglar myndu aðlaga sig breyttum aðstæðum eftir að framkvæmdum lyki. Þá væri landið á þessu svæði í stöðugri mótun vegna tilfærslu á seti og landriss og því væru áhrifin talin afturkræf. 14 Um áhrif leiðanna á landslag er í matsskýrslunni bent á að leið 1 hafi óveruleg áhrif vestan Hornafjarðarfljóts meðan leið 3, og þar með leið 3b, kæmu til með að hafa talsverð áhrif á einkenni landslags á því svæði. Þar vegi þyngst að leiðin færi um órofna landslagsheild se m einkennist af votlendisflákum. Austan fljótsins er leið 1 talin hafa talsverð áhrif á einkenni landslags, einkum vegna legu vegarins við bakka Laxár og nálægð við heimagrafreit. Leið 3b er aftur á móti talin hafa veruleg áhrif á einkenni landslags austan Hornafjarðarfljóts. Ástæða þess er sú að þar fari leiðin um órofið landslag votlendisfláka, vatnalandslag og hóla. Áhrif framkvæmdarinnar á landslag væru þó í flestum tilvikum staðbundin og landslagsgerðir sem yrðu fyrir áhrifum nytu ekki sérstöðu. Þó vær u sjávarfitjar sérstakar á landsvísu, eins og áður greinir. Umfang áhrifa leiða sem kæmu til með að raska þeim, þar á meðal leið 3b, teldist þess vegna verulegt. 15 Skipulagsstofnun gaf út álit á matsskýrslu stefnda 7. ágúst 2009. Þar er komist að þeirri niðu rstöðu að áhrif leiða 2, 3 og 3b á landslag, ásýnd, jarðmyndanir og gróður, yrði óhjákvæmilega verulega neikvæð. Þá hefðu þessar leiðir talsverð neikvæð áhrif á fugla, auk þess sem fram kemur að áhrifin á landslag, ásýnd og jarðmyndanir yrðu varanleg og óa fturkræf. Áhrif leiðar 1 á landslag, ásýnd, jarðmyndanir, gróður og útivist yrðu talsvert neikvæð. Þá yrðu áhrif leiðar 1 á landslag, ásýnd og jarðmyndanir varanleg og óafturkræf. Tók stofnunin fram að neikvæð umhverfisáhrif leiðar 1 væru minni en annarra kynntra kosta. Þá fæli vegalagning samkvæmt leið 1 í sér minnsta efnistöku úr nærliggjandi námum og skapaði þar með bestu möguleika á að komast hjá efnistöku úr námunni Friðsæld við Dynjanda. Með vali á leið 1 væri dregið eins og kostur er úr neikvæðum umh verfisáhrifum framkvæmdarinnar og samræmdist sú leið því best markmiðum laga um mat á umhverfisáhrifum. 16 Eins og rakið er í héraðsdómi ritaði stefnda Sveitarfélaginu Hornafirði bréf 6. júní 2011. Í því kemur fram að stefnda hafi talið rétt að leggja veginn um Hornfjörð eftir leið 3b inn á aðalskipulag. Fram kemur að stefnda hafi skilning á því sjónarmiði að sú vað varðar stöðunni og endurmeta afstöðu sína. 17 Ekki er ljóst af skriflegum gögnum hvað gerðist í málinu allt til ársins 2015 og upphafs ársins 2016 þegar skriður virðist h afa komist á það að nýju. Með bréfi til áfrýjanda 29. febrúar 2016 tilkynnti stefnda að fyrirhugað væri að leggja veginn samkvæmt leið 3b og að leiðin færi annars vegar um land milli stöðva 9390 og 12200 og hins vegar milli stöðva 12820 og 13527, sem talið var að væru í óskiptri sameign jarðanna Akurness, Árnaness, Árnaness 2, Árnaness 3, Árnaness 4, Seljavalla, Seljavalla 2 6 lóð og Seljavalla III. Gert væri ráð fyrir að flatarmál vegsvæðis á þessum tveimur stöðum yrði annars vegar 112.286,25 m² og hins v egar 28.586,31 m². Jafnframt lægi leiðin um land sem talið var að væri í óskiptri sameign Árnaness, Árnaness 2, Árnaness 3 og Árnaness 4 milli stöðva 12200 og 12820, en gert væri ráð fyrir því að flatarmál vegsvæðisins yrði 23.878,85 m². Í bréfinu óskaði s tefnda sérstaklega eftir athugasemdum við framangreinda lýsingu á eignarhaldi landsins. Þar sagði einnig að fyrirhugaðar framkvæmdir væru í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins, enda skyldu vegir lagðir í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir, sbr. 1 . mgr. 28. gr. vegalaga nr. 80/2007. Fram kemur að hönnun verksins stæði yfir og miðaði hún að því að lágmarka umhverfisáhrif og uppfylla loforð og skilyrði úr matsvinnu. Þá var upplýst að gert væri ráð fyrir því að eignarhald á þessu landi yrði fært yfir á stefnda með þinglýsingu samnings og afsals þegar þar að kæmi. Framkvæmdin væri framkvæmdaleyfisskyld og myndu framkvæmdir hefjast þegar fjárveitingar og tilskilin leyfi lægju fyrir. Áfrýjanda var gefið færi á að gera athugasemdir við hina fyrirhuguðu fra mkvæmd innan fjögurra vikna. 18 Með bréfi 25. apríl 2016 gerði lögmaður áfrýjanda og annarra landeigenda athugasemdir við framkvæmdina. Þar kom fram að áfrýjandi legðist alfarið gegn vegalagningunni og að óskað hefði verið eftir mati Skipulagsstofnunar á því hvort endurskoða þyrfti matsskýrslu stefndu, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 106/2000. Fram kom að nauðsynlegt væri að rannsaka sérstaklega hvaða áhrif framkvæmdin hefði á landbúnað á svæðinu, einkum á kartöflurækt, en þar var vísað til álits Ráðgjafarmiðstö ðvar landbúnaðarins um það atriði. Enn fremur er í bréfinu vísað til framangreindrar niðurstöðu Skipulagsstofnunar um áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið og kostnað við leið 3b samanborið við leið 1. Ef til greina kæmi að taka landið eignarnámi bæri stefnda að gæta meðalhófs, en í því sambandi þyrfti að leitast við að velja þá leið sem skerti eignarréttindi landeigenda sem minnst. Yrði ekki fallist á að endurskoða matsskýrslu var talið að endurskoða ætti val á veglínu. Í tengslum við það kom fram að áfrýjand i hefði ávallt verið reiðubúinn að ganga til samninga um lagningu á leið 1. Í bréfinu var ekki vikið að umfjöllun stefnda um eignarhald á því landi þar sem stefnda hugðist leggja veginn. 19 Með tölvupósti 6. júní 2016 bar starfsmaður stefndu undir lögmann áfr ýjanda lýsingu Ragnars Jónssonar, eiganda Akurness og Árnaness 3, á eignarhaldi þess landssvæðis sem um væri að tefla. Í tölvupóstinum segir að Ragnar haldi því fram að land á milli stöðva 9390 og 13527 væri í óskiptri sameign eigenda Árnaness 1, 2, 3 og 4 . Land á eða Seljavalla. Lögmaður áfrýjanda leitaði afstöðu Eiríks Egilssonar og Hjalta Egilssonar, áfrýjenda í landsréttarmálinu nr. 256/2022, til þessarar lýsingar, en eins og fyrr greinir eru þeir meðal annars eigendur að 40% hlut í Árnanesi 4, á móti áfrýjanda . Eiríkur og Hjalti svöruðu á þann veg að athugasemd Ragnars væri rétt. Kom fram að eign þeirra 7 5%. Þessum athugasemdum Eiríks og Hjalta var komið á framfæri við stefndu. 20 Með ákvörðun 4. júlí 2016 vísaði Skipulagsstofnun frá erindi áfrýjanda og annarra landeigenda á svæðinu um endurskoðun á matsskýrslu stefndu frá apríl 2009. Ákvörðunin var kærð til umhverfis - og auðlindaráðuneytisins með bréfi 3. október 2016, en kæran var framsend til úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála 7. júlí 2017. Með úrskurði nefndarinnar 13. nóvember sama ár var hafnað kröfu kærenda um að ógilda framangreinda ákvörðun Skipulagsstofnunar. 21 Með bréfi stefndu 6. júlí 2016 var athugasemdum í bréfi lögmanns áfrýjanda 25. apríl 2016 svarað. Í bréfinu kemur meðal annars fram að stefnda líti svo á að þeim þætti í undirbúningi framkvæmda er lyti að umhverfismati væri lokið. Í bréfinu segir einnig að Skipulagsstofnun hafi ekki lagst gegn neinum þeirra kos ta sem metnir voru við umhverfismat. Hafi umhverfismat allra leiðanna verið talið verulega neikvætt, þótt yrði minna en leiðar 3b vegna fjölda vegtenginga. Áréttað var að skipulagsvaldið væri í höndum Sveitarfélagsins Hornafjarðar, en þar hefði verið ákveðið að fara leið 3b, sbr. gildandi skipulag sveitarfélagsins. Bent var á að aðrar leiðir sem skoðaðar hefð u verið skertu óhákvæmilega á sama hátt eignarréttindi annarra einkaaðila. Liti stefnda svo á að engin rök stæðu til þess að skerða eignarréttindi þeirra fremur en landeigenda sem ættu land þar sem vegur samkvæmt leið 3b færi yfir. Ekki yrði hjá því komist að skerða eignarréttindi landeigenda í tengslum við hina fyrirhuguðu framkvæmd. 22 Í framangreindu bréfi stefndu var við það miðað að það land sem skipta þyrfti út úr landi í óskiptri sameign Árnaness, Árnaness 2, Árnaness 3, Árnaness 4 og Hríseyjar, sbr. up pdrátt sem fylgdi bréfinu, yrði 112.286 m². Land í óskiptri sameign Árnanessjarðanna eingöngu væri 28.599 m². Ráðgert væri að eignarhald þessa vegsvæðis yrði fært til stefnda með samningum við landeigendur og var óskað eftir því að ganga til samninga við þ á og þeim gert tiltekið tilboð þar að lútandi. Næðist ekki samkomulag milli landeigenda og stefndu um bætur kom fram að þær yrðu ákveðnar með mati í samræmi við ákvæði laga nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms, sbr. 2. mgr. 38. gr. vegalaga. 23 Stefnda sótti 2 1. júní 2016 um framkvæmdaleyfi til að leggja nýjan Hringveg um Hornafjörð samkvæmt veglínu 3b. Sveitarfélagið Hornafjörður samþykkti umsókn stefndu 1. desember sama ár. Í greinargerð sveitarfélagsins með framkvæmdaleyfinu kemur fram að leitað hafi verið u msagna Umhverfisstofnunar og umhverfisnefndar sveitarfélagsins í samræmi við lög nr. 60/2013, auk þess sem óskað var umsagnar skipulagsnefndar sveitarfélagsins. Bæði umhverfisnefnd og skipulagsnefnd hefðu lagt til að bæjarstjórn samþykkti umsókn stefndu um framkvæmdaleyfi, en lagaskilyrðum til þeirrar ákvörðunar væri fullnægt. 8 24 Í greinargerðinni er farið yfir það sem lá fyrir sveitarfélaginu um áhrif fyrrgreindra leiða á þá þætti sem metnir voru í matsskýrslu. Þar er meðal annars vikið að áhrifum framkvæmdar innar á landslag og ásýnd. Í þeirri umfjöllun kemur fram að með nýrri útfærslu á vegi frá Hafnarnesi að Skarðshólum hefði verið dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum að því leyti sem unnt hefði verið. Við frekari undirbúning framkvæmda hefði stefnda jafnfra mt minnkað talsvert umfang efnistöku, sem dragi úr áhrifum framkvæmda á landslag og ásýnd. Verulega hefði verið dregið úr fyrirhugaðri efnistöku úr námu við Friðsæld, auk þess sem athafnasvæðið þar væri afmarkað við þegar raskað svæði. Þá segir í greinarge rðinni að bæjarstjórn hafi lagt sérstaka áherslu á að kanna hvort unnt væri að draga enn frekar úr neikvæðum áhrifum á votlendi, sem mikil áhersla hefði verið lögð á í matsskýrslu og áliti Skipulagsstofnunar. Kemur þar fram að með aðgerðum til að endurheim ta votlendi, sem og að stofna samráðshóp til að fylgja þeim eftir, með réttu efnisvali og ræsagerð á viðkvæmum stöðum, væri hægt að draga talsvert úr neikvæðum áhrifum á gróður og votlendi. Þá var vikið að því að Náttúrufræðistofnun Íslands hefði komist að þeirri niðurstöðu í skýrslu árið 2006 að leið 3 færi ekki að marki yfir viðkvæman sjávarfitjagróður. Samkvæmt 61. gr. laga nr. 60/2013 nytu leirur og sjávarfitjar sérstakrar verndar og beri að forðast röskun þeirra. Sömuleiðis nytu mýrar og flóar yfir til greindri stærð sérstakrar verndar samkvæmt sömu grein. Kemur fram að stefnda hafi lagt áherslu á að sneiða framhjá þessum vistkerfum þar sem það væri mögulegt. Það hafi til dæmis verið gert með því að færa veglínu norður fyrir Flóa og út fyrir Skarðsfjörð. Efni í vegfyllingu yrði einnig valið með tilliti til lektar svo að vatnabúskapur sjávarfitja, mýra og flóa raskaðist sem minnst. Þá væri lögð áhersla á að tryggja full vatnsskipti með hönnun brúaropa og ræsa. Nánar er þar vikið að upplýsingum frá stefndu um virkni á gegndræpu undirlagi og niðurstöðu rannsóknar Landbúnaðarháskóla Íslands um áhrif vegalagningar um votlendi. Gæfu þær vísbendingu um að með réttu verklagi væri hægt að ná settu markmiði með leku undirlagi. Þá telur bæjarstjórn að þær aðgerðir se m ætlunin væri að ráðast í, til að draga úr áhrifum á votlendi og aðgerðir til að endurheimta votlendi, hefðu í för með sér að dregið yrði úr neikvæðum áhrifum á fuglalíf, þar sem ný fæðuöflunarsvæði yrðu mynduð. Telur bæjarstjórn að það sé raunhæf niðurst aða miðað við gögn sem lögð hefðu verið fram í mati á umhverfisáhrifum og að teknu tilliti til nýlegrar rannsóknar Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þá er í greinargerðinni vikið að áhrifum framkvæmdarinnar með tilliti til Ramsarsamningsins og Bernarsamningsi ns, en bent er á að framkvæmdin kunni að hafa áhrif á fæðuöflunarsvæði brandandar. 25 Í greinargerðinni kemur eftirfarandi hagsmunamat fram í niðurstöðum sveitarfélagsins: Bæjarstjórn er sammála um að stytting vegalengda og þar með bætt aðgengi að þjónustukja rna sveitarfélagsins, bætt umferðaröryggi og greiðfærni eru grundvallarmarkmið fyrir sveitarfélagið. Þeim markmiðum verður best náð með því að fara leið 3b. Þrátt fyrir að leið 1 hafi á heildina minni neikvæð umhverfisáhrif en leið 3b, 9 þá er sú stytting á vegalengdum innan sveitarfélagsins, sem leið 3b skilar umfram leið 1, það mikil að bæjarstjórn telur að þau jákvæðu samfélagslegu áhrif, sem hljótast af leið 3b með bættu aðgengi að þjónustukjarnanum á Höfn, vegi þyngra en minni neikvæð umhverfisáhrif á le ið 1. Þess vegna hefur leið 3b verið í Aðalskipulagi Hornafjarðar frá árinu 2009. Bæjarstjórn telur að með leið 3b hafi verið dregið talsvert úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá fyrstu áformum Vegagerðarinnar og að hún hafi minni neikvæð áhrif í för með sér en leið 3. 26 Með bréfi 4. janúar 2017 kærðu Hollvinir Hornafjarðar og Landvernd til úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála þá ákvörðun sveitarfélagsins að veita framangreint framkvæmdaleyfi. Sama dag kærðu 11 eigendur landa og lóða, sem fyrirhugað vegs tæði kæmi til með að liggja um, einnig áðurgreinda ákvörðun, en meðal þeirra var áfrýjandi. Með úrskurði úrskurðarnefndarinnar 20. nóvember 2017 var röksemdum og kröfum kærenda hafnað. Varð það niðurstaða nefndarinnar að fyrirhuguð framkvæmd hefði verið me tin með fullnægjandi hætti í mati á umhverfisáhrifum. Þá hefðu sjónarmið sem réðu mati sveitarfélagsins verið málefnaleg og á það fallist að sveitarstjórn hefði bæði tekið upplýsta ákvörðun um umrædda leyfisveitingu og rökstudda afstöðu til álits Skipulags stofnunar í skilningi ákvæða skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 106/2000. Tekið var fram að sveitarstjórn hefði meðal annars borið að fylgja ákvæði 61. gr. laga nr. 60/2013 við ákvörðunartökuna. Í niðurlagi úrskurðarins segir eftirfarandi: Svo sem fram hefur komið raska allar þær leiðir er sættu mati á umhverfisáhrifum votlendi. Í lögskýringargögnum með gildandi náttúruverndarlögum er lögð áhersla á að einungis mjög ríkir hagsmunir geti réttlætt röskun náttúrufyrirbæra, sem vernduð eru skv. 61. gr. laganna, og þá fyrst og fremst brýnir almannahagsmunir. Áður hefur verið rakið í niðurstöðukafla þessum að bæjarstjórn hafi tekið rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum umþrættrar framkvæmdar og metið það svo að sa mfélagslegur ávinningur af vali á leið 3b vægi þyngra en neikvæð umhverfisáhrif hennar umfram leið 1. Að mati úrskurðarnefndarinnar telst aukið umferðaröryggi til almannahagsmuna og verður að telja þá brýna ef sýnt þykir að ein veglína leiði til meira umfe rðaröryggis umfram aðra, en rökstuðningur bæjarstjórnar var á þann veg og studdur gögnum, svo sem áður hefur verið rakið. Með hliðsjón af því sem rakið hefur verið má fallast á að rökstutt hafi verið að brýn nauðsyn hafi legið að baki leiðarvali bæjarstjó rnar og að með því hafi verið uppfyllt skilyrði 61. gr. náttúruverndarlaga, að teknu tilliti til verndarmarkmiða laganna. Að framangreindu virtu verður að telja að áskilnaði 4. mgr. 13. gr. skipulagslaga hafi verið fullnægt. 27 Með bréfi 20. desember 2017 ti l lögmanns áfrýjanda skoraði lögmaður stefndu á áfrýjanda að ganga til samninga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. Í því efni var vísað til framangreindrar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála og þess 10 að framkvæmdir væru þegar hafnar. E kki verður ráðið af gögnum málsins að þessu bréfi hafi verið svarað. 28 Með bréfi lögmanns stefndu 27. september 2018 til lögmanns áfrýjanda var boðað að eignarnám yrði gert á grundvelli 1. mgr. 37. gr. vegalaga vegna fyrirhugaðrar lagningar vegar um óskipt l and er tilheyrði meðal annars Árnanesi 4. Kæmu ekki fram athugasemdir, sem breytt gæti þessari fyrirætlan innan fjögurra vikna, var tekið fram að búast mætti við ákvörðun um eignarnám án frekari fyrirvara. 29 Með bréfi lögmanns áfrýjanda 24. október 2018 til stefndu var upplýst að áfrýjandi og aðrir umbjóðendur lögmannsins legðust gegn fyrirhuguðum framkvæmdum og eignarnámi vegna þeirra. Í bréfinu er meðal annars áréttað að við val á endanlegri vegleið beri stefndu að velja þá leið sem skerti eignarréttindi la ndeigenda sem minnst. Hefði þessa ekki verið gætt í málinu. 30 Í tölvuskeyti 5. nóvember 2018 til lögmanns áfrýjanda segir lögmaður stefndu að Hrísey sé samkvæmt veðbandayfirliti eign Akurnesbúsins ehf. Í ljósi fyrri lýsinga áfrýjanda var óskað upplýsinga um hvort eignarhaldið væri rangt skráð eða hvort ágreiningur væri um það. Þá var óskað upplýsinga um hvort í bréfi lögmannsins 27. september 2018 væri að öðru leyti farið rangt með eignarhald á jörðum áfrýjanda. Erindið var ítrekað með tölvupósti til lögmann s áfrýjanda 18. desember 2018, en ekki verður séð af gögnum málsins að því hafi verið svarað. 31 Með bréfi 6. júní 2019 tilkynnti stefnda áfrýjanda um eignarnám í óskiptu landi sem tilheyrði meðal annars Árnanesi 4. Í bréfinu var farið ítarlega yfir aðdragand a eignarnámsins, auk þess sem athugasemdum áfrýjanda og annarra landeigenda var svarað. Þar er meðal annars vikið að því að gætt hafi verið málefnalegra sjónarmiða við val á veglínu. Allar leiðirnar hefðu óhjákvæmilega í för með sér skerðingu á eignarrétti ndum landeigenda. Ekki væri mögulegt að leggja nýjan Hringveg um Hornafjörð um land í ríkiseigu þar sem engin samfella næðist með því. Meiri hluti landeigenda væri sáttur við leiðarval stefndu og hefði þegar samið um leið 3b. Helstu ókostir við leið 1 væru að hún lægi nálægt þéttbýli og vegtengingar væru óvenju margar. Hvort tveggja drægi úr umferðaröryggi og yki slysahættu. Þá segir í bréfinu að nýr vegur um Hornafjörð sé stofnvegur af vegtegundinni C8 sem þýði samkvæmt veghönnunarreglum að það skuli vera að lágmarki 400 metrar á milli vegamóta. Vegleið 1 kalli því á gerð hliðarvega til að fækka vegtengingum með tilheyrandi eignaskerðingu hjá eigendum nærliggjandi jarða. Samkvæmt mælingum stefndu yrðu eignaskerðingar austan Hornafjarðarfljóts um 443.000 m² samkvæmt leið 1 með hliðarvegum, en um 418.000 m² samkvæmt leið 3b. Fyrir liggi að áhrif leiðar 1 á umhverfið yrðu óveruleg til talsvert neikvæð, en áhrif leiðar 3b talsvert neikvæð. Áhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar á umferðaröryggi yrðu verulega jákvæð, sa ma hvaða leið yrði valin, að leið 1 undanskilinni, en þar séu áhrifin talsvert jákvæð. Þá kemur fram að leið 3b stytti Hringveg um 11,8 kílómetra en leið 1 um 11 kílómetra. Skipti sá munur verulegu máli fyrir fækkun slysa. Leið 1 sé ódýrari framkvæmd en 11 þa ð sé á kostnað umferðaröryggis. Þá er þar einnig vísað til þess að vegir skuli lagðir í samræmi við skipulagsáætlanir. Viðkomandi sveitarfélög ráði því miklu um legu vega innan marka þeirra. Fyrir liggi að Sveitarfélagið Hornafjörður hafi viljað fara leið 3b fremur en leið 1 og sé sú leið í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. 32 Samhliða framangreindri ákvörðun óskaði stefnda eftir því að matsnefnd eignarnámsbóta mæti bætur til handa áfrýjanda vegna framkvæmdanna. Í beiðni stefndu var honum gert tiltek ið tilboð sem var reist á framangreindum forsendum um eignarhlut hans í þeirri landspildu sem að framan er lýst. 33 Undir rekstri málsins fyrir matsnefndinni varð samkomulag um að gera ákveðnar breytingar á lýsingu eignarhalds á því óskipta landi sem tekið h afði verið eignarnámi. Í kjölfarið fór formaður nefndarinnar þess á leit við stefndu að tilboð vegna mála nr. 6/2019: Vegagerðin gegn Hjalta Egilssyni og Eiríki Egilssyni, nr. 7/2019: Vegagerðin gegn Ásgeiri Núpan Ágústssyni, og nr. 8/2019: Vegagerðin gegn Akurnesbúinu ehf. yrðu uppfærð í samræmi við það. Í uppfærðu tilboði stefndu 8. október 2019 er gert ráð fyrir að áfrýjandi eigi 5% hlut í Hrísey. 34 Matsnefnd eignarnámsbóta kvað upp úrskurð í málinu 10. október 2019 þess efnis að greiða skyldi áfrýjanda 3. 419.155 krónur í eignarnámsbætur. Stefnda greiddi 5. desember 2019 eignarnámsbætur í samræmi við úrskurð matsnefndar eignarnámsbóta inn á fjárvörslureikning lögmannstofu áfrýjanda með ákveðnum fyrirvara. Lögmaður áfrýjanda tilkynnti stefndu í kjölfarið að eignarnámsbæturnar yrðu geymdar á fjárvörslureikningnum þar til skorið yrði úr lögmæti eignarnámsákvörðunarinnar fyrir dómi. 35 Mál þetta höfðaði áfrýjandi 21. júlí 2020. Stefnda gagnstefndi honum með gagnstefnu 29. september 2020. Eins og nánar er rakið í hé raðsdómi krafðist stefnda þar að tiltekinn hluti úrskurðar matsnefndar eignarnámsbóta yrði felldur úr gildi, en til vara að bætur sem þar voru ákveðnar yrðu lækkaðar verulega. Í þinghaldi 12. nóvember 2020 var sakarefninu skipt þannig að fyrst yrði tekinn fyrir ágreiningur aðila í aðalsök. 36 Undir rekstri málsins í héraði aflaði áfrýjandi matsgerðar dómkvadds matsmanns, dr. Haraldar Sigþórssonar samgönguverkfræðings, en í matsbeiðni var óskað svara við því hvort hægt væri að slá því föstu að umferðaröryggi á leiðunum og síðari tíma útfærslum væri þeim til að dreifa. Í matsgerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að báðar leiðir séu hættulitlar hvað varðar planlegu (boga), en leið 3b sé aðeins betri hvað það varði. Ekki sé þó hægt að gera upp á milli þeirra hvað þennan þátt varðar með tölfræðilegri vissu. Þá megi búast við örlítið lægri slysatíðni á leið 3b en leið 1 vegna langhalla. Munurinn sé þó það lítil l að ekki sé hægt að setja hann fram vegna tölfræðilegrar óvissu. Þá segir í matsgerðinni að varla sé eðlilegt að telja fjölda tenginga á leiðunum leiða til mismunandi umferðaröryggis. Til útskýringar á þessu er í matsgerðinni bent á að hliðarvegir yrðu la gðir og þeir leiddir að 12 leiðir 1 og 3b að jöfnu að þessu leyti. Um áhrif styttinga vegalenda er tekið fram að það skipti máli hvort Hringvegur styttist um 11,8 kílómetra, eins og raunin verði með leið 3b, eða 11 kílómetra, líkt og leið 1 stytti hann. Kemur fram að stytting vegarins sé í samræmi við það markmið vegalaga að stuðla að greiðum og öruggum samgöngum. Í matsgerðinni er jafnframt vikið að sjónlengd, en niðurstaða matsm anns er að hún sé góð á báðum leiðum. Þá sé hæð yfir landi eðlileg á þeim báðum. Matsmaður tekur því næst til skoðunar fjarlægð vegar frá vatni og hliðarhindranir. Fram kemur að nánast ekkert sé um hliðarhindranir á leiðunum. Hins vegar sé vatn eða sjór ví ða nálægt leiðunum og nær á leið 3b en leið 1. Bendir matsmaður á að fylgjast verði gaumgæfilega með þeirri leið sem verði fyrir valinu vegna ísingar - og flóðahættu, en ekki sé mikið til um íslenskar rannsóknir á því atriði við sjó. Um halla á fláa og vegr ið segir að ekki sé unnt að gera upp á milli leiðanna í umferðaröryggislegu tilliti varðandi þá þætti. Sama gildi um veggrip á leiðunum, en áréttað er að rannsóknir á Íslandi vanti á tengslum umferðaröryggis og ísingar ef sjór eða vatn er nálægt. Í kafla s em ber heitið Skoðunarferð segir eftirfarandi: Segja má, að báðar veglínurnar nú, 1 og 3b séu nýir greiðfærir láglendisvegir og hljóti eða tilbrigða við þær umfram núveran di vegstæði er verulegt hvað umferðaröryggi framkvæmdaraðila var að leið 3b komi ti l með að auka umferðaröryggi verulega, en leið 1 talsvert. Fjöldi vegtenginga sé talsvert meiri á leið 1 en leið 3b. Hafi framkvæmdaraðili leitað leiða til að fækka vegtengingum á leið 1, en ekki getað lagt fram tillögu sem sé hagkvæm eða raunhæf. Ég tel þ ó hægt að leysa tengingar á leið 1 og ekki sé rétt að gera upp á milli líklegs umferðaröryggis til framtíðar, hvað þennan þátt varðar. 37 Nokkur gögn hafa verið lögð fyrir Landsrétt í málinu til viðbótar þeim sem lágu fyrir við meðferð málsins í héraði. Áfrýj andi lagði meðal annars fram loftmynd sem Sigurgeir Skúlason landfræðingur hefur unnið. Hún sýnir þær veglínur sem um ræðir og hvernig eignarhald á því landi sem leiðirnar fara um skiptist í land í opinberri eigu og einkaeigu. Enn fremur gögn er fjalla um útboð á leið 3b, auk nokkurra ljósmynda frá svæðinu. Stefnda lagði meðal annars fram yfirlitsmynd sem sýnir með hvaða hætti hún telji að skerða hefði þurft eignarhald á landi vegna lagningar hliðarvega ef leið 1 hefði verið valin, auk nokkurra fleiri gagna . Málsástæður aðila Málsástæður áfrýjanda 38 Áfrýjandi reisir kröfu sína um ógildingu eignarnámsákvörðunar stefndu á sömu málsástæðum og í héraði. Röksemdir áfrýjanda lúta í aðalatriðum að því að stefnda hafi við töku ákvörðunarinnar ekki gætt að skyldu sin ni til að líta til sjónarmiða um meðalhóf við val á vegleið. Vísar áfrýjandi í því sambandi til þess að eignarréttindi njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar, auk þess sem þeir byggja á fyrirmælum 13 stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og fleiri laga. Þegar taka þu rfi land eignarnámi í þágu vegagerðar leiði af því að óheimilt sé að velja leið sem er meira íþyngjandi fyrir landeigendur ef kostur er á annarri leið sem er minna íþyngjandi og tæk. Við samanburð á leiðum 1 og 3b telur áfrýjandi að skylt hafi verið að vel ja fyrrnefndu leiðina. Því til stuðnings vísa þeir til þess að neikvæð umhverfisáhrif þeirrar leiðar sé minni en annarra kynntra kosta. Þá liggi einnig fyrir að með vali á vegleið 1 yrði gengið mun skemur á réttindi landeigenda, enda yrði ný vegalagning sa mkvæmt þeirri leið miklu minni, auk þess sem hún færi að mun meira leyti í gegnum land í opinberri eigu. Þá sé kostnaður af leið 1 töluvert minni en af leið 3b. Telur áfrýjandi að vegleið nn, eins og stefnda hafi sjálf talið í öndverðu. 39 Áfrýjandi vísar til þess að stefnda hafi fært þau rök fyrir vali á vegleið 3b að 28. gr. vegalaga geri ráð fyrir því að ósk sveitarfélags geti ráðið því að önnur vegleið verði farin en stefnda leggi til. Í þ ví sambandi hafi verið vísað til þess að sú vegleið sé öruggari en vegleið 1. Áfrýjandi telur að sveitarfélag verði að rökstyðja það sérstaklega ef það fellst ekki á tillögu stefndu. Telur hann að rökstuðningur sveitarfélagsins fyrir þessu standist ekki. U mferðaröryggi beggja leiða sé mjög mikið og í raun ekki hægt að gera upp á milli þeirra. Um þetta vísar áfrýjandi meðal annars til mats dómkvadds matsmanns. Munur á styttingu Hringvegarins samkvæmt leiðunum sé sáralítill. Þá sé hægt að útfæra leið 1 þannig að umferðaröryggi þar yrði enn betra, til dæmis með því að nota fjármagn sem sparist við að fara þá leið. Þá vísar áfrýjandi til þess að upplýst hafi verið við skýrslugjöf í héraði að ætlunin væri að fjármagna vegalagninguna með veggjöldum. Ekki hafi veri ð lagt mat á áhrif þess á umferðaröryggi í ljósi þess að vegfarendur gætu þá fremur kosið að fara gamla veginn um Hornafjörð. Samkvæmt öllu framangreindu telur áfrýjandi ekki hægt að slá því föstu að umferðaröryggi á leið 3b sé meira en á leið 1. 40 Áfrýjand i telur rökstuðning Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir vali sínu á leið 3b ófullnægjandi. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 22/2009 leggi ekki blessun yfir val á þeirri vegleið, enda sé þar ekki fjallað um endanlegt leiðarval. Ófært sé að við það val hafi stef nda og sveitarfélagið fullkomið vald til þess að velja vegleið eftir eigin geðþótta óháð hagsmunum landeigenda. Samanburður milli valkosta verði að vera heildstæður, með tilliti til gildandi lagareglna, svo sem um eignarréttindi landeigenda og umhverfisáhr if. 41 Ekki skipti hér máli þótt sveitarfélagið hafi sett vegleið 3b inn á aðalskipulag. Ef ráðast þurfi í eignarnám, til þess að veglína samkvæmt aðalskipulagi verði að veruleika, beri að gæta eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Komi slík skerðing á eig narrétti aðeins til álita að ekki sé með öðrum úrræðum unnt að ná þeim tilgangi sem hún miði að. Væri stefndu ekki stætt á því að velja ákveðna leið af þessum sökum, yrði sveitarfélagið að gera upp við sig hvort það setti aðra vegleið inn á aðalskipulag í stað hinnar, eða una við óbreytt ástand. Aðalskipulag geti aldrei haft áhrif á mat á 14 því hvort meðalhófs hafi verið gætt við val á vegleið. Þvert á móti verði skipulagsyfirvöld að sæta því ef ekki er hægt að taka lönd eignarnámi til vegagerðar vegna þess a ð það gangi gegn stjórnarskrárvörðum réttindum eigenda. 42 Eins og í héraði byggir áfrýjandi einnig á því að mat stefndu á umhverfisáhrifum framkvæmdanna sé úrelt. Vísar áfrýjandi í því sambandi til þess að eftir að matsskýrslan lá fyrir árið 2009 hafi ný lög um náttúruvernd, lög nr. 60/2013, tekið gildi, en þau hafi að geyma ítarlegri ákvæði um ýmis atriði og geri ríkari kröfur sem taka hafi átt mið af í matsvinnunni. Bendir áfrýjandi sérstaklega á að ríkari aðgæsluskylda sé lögð á framkvæmdaraðila samkvæmt á kvæðum nýju laganna, auk þess sem þau geri auknar kröfur um vandaða málsmeðferð stjórnvalda og að ákvarðanir sem varði náttúruna verði eins og kostur sé byggðar á vísindalegum grunni. Telur áfrýjandi að val stefndu á vegleið sé í andstöðu við þessi sjónarm ið, þar sem önnur leið, sem hefði talsvert minni áhrif á náttúru og umhverfi, hafi verið í boði. Þá séu ýmsar aðrar forsendur breyttar, þar á meðal atriði er lúta að umferðaröryggi. Vísar áfrýjandi meðal annars til þess sem nú liggi fyrir um fjármögnun fra mkvæmdanna. Málsástæður stefnda 43 Stefnda byggir á því að eignarnámsákvörðun hennar styðjist við skýra heimild 1. mgr. 37. gr. vegalaga. Hún hafi í hvívetna fylgt málsmeðferðarreglum VII. kafla vegalaga og laga nr. 11/1973. Áfrýjandi hafi fengið rækilega k ynningu á málinu í aðdraganda eignarnámsins og gefist tækifæri til að gera athugasemdir. Stefnda hafi tekið ákvörðun um að fara leið 3b í samráði við sveitarfélagið sem hafi sett þá leið í aðalskipulag. Leiðarvalið hafi verið reist á málefnalegum sjónarmið um. Þar sem áfrýjandi hafi ekki viljað ganga til samninga um aðra leið hafi stefnda ekki átt annan kost en að taka ákvörðun um eignarnám. Matsferlið hafi einnig verið í samræmi við þágildandi lög nr. 106/2000. Fram komi í áliti Skipulagsstofnunar að hún te lji að matsskýrsla stefndu hafi uppfyllt skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum. Telur stefnda að engar forsendur séu til að ógilda eignarnámsákvörðun hennar. 44 Stefnda kveður áfrýjanda byggja á því að fara beri þá leið sem skerði minnst eig narréttindi landeigenda og hafi minnst umhverfisáhrif. Stefnda bendir í þessu sambandi á að allar vegleiðirnar sem til greina hafi komið hafi óhjákvæmilega haft í för með sér skerðingu eignarréttinda áfrýjanda eða annarra sem eigi land á svæðinu. Ekki sé m ögulegt að leggja nýjan Hringveg um land í ríkiseigu, enda sé það í lítilli samfellu. Mikill meiri hluti landeigenda sé sáttur við leiðarvalið og hafi þegar samið við stefndu um leið 3b. Nýr Hringvegur um Hornafjörð sé svokallaður stofnvegur af vegtegundin ni C8 sem þýði samkvæmt veghönnunarreglum að það skuli að lágmarki vera 400 metrar á milli vegamóta. Vegleið 1 kalli á gerð hliðarvega til að fækka vegtengingum með tilheyrandi eignaskerðingu hjá eigendum nærliggjandi jarða. 45 Áhrif leiðar 3b á umhverfið séu vissulega neikvæðari en leiðar 1. Áhrif fyrrgreindu leiðarinnar á umferðaröryggi verði aftur á móti jákvæðari en ef leið 1 hefði orðið fyrir valinu. Stytting akstursleiðar á Hringveginum verði meiri með leið 3b, en sá munur 15 skipti máli og stuðli að fækkun slysa, sbr. matsgerð dómkvadds matsmanns. Leið 1 sé ódýrari kostur en á kostnað umferðaröryggis. 46 Stefnda leggur áherslu á að hvorki álit Skipulagsstofnunar né niðurstaða matsskýrslu um umhverfisáhrif framkvæmdar bindi hendu r þess stjórnvalds sem fari með útgáfu leyfis til framkvæmda. Þá leiði lög nr. 106/2000 ekki til þess að bannað sé að ráðast í framkvæmdir sem hafi neikvæð umhverfisáhrif. Þar þurfi að meta fleiri þætti. 47 Vegna röksemda áfrýjanda er lúta að hlut sveitarféla gsins í vali á vegleið tekur stefnda fram að sveitarstjórnir fari með skipulagsvald innan sveitarfélags og veiti framkvæmdarleyfi, sbr. 3. mgr. 3. gr. skipulagslaga. Hafi þær í raun úrslitavald um val á vegleið að öðrum skilyrðum uppfylltum, sbr. 2. og 3. mgr. 28. gr. vegalaga. Stefnda mótmælir því að rökstuðningur sveitarfélagsins fyrir vali á vegleið hafi verið ófullnægjandi. Þau sjónarmið sem sveitarfélagið hafi teflt fram hafi verið málefnaleg og hafi varðað tilgang og markmið framkvæmdarinnar. Því til stuðnings vísar stefnda meðal annars til dóma Hæstaréttar í máli nr. 22/2009 og í máli nr. 671/2008. Sveitarstjórn hafi vegið og metið ávinning af framkvæmdinni og talið að jákvæð samfélagsleg áhrif yrðu mest af leið 3b, sbr. 2. mgr. 28. gr. vegalaga. Þar hafi vegið þyngst sjónarmið um umferðaröryggi, styttingu vegleiða og að draga sem mest úr áhrifum á hefðbundin landbúnaðarafnot. Stefnda hafnar því að munur á styttingu leiða sé svo lítill að hann skipti ekki máli. Bendir stefnda í því sambandi meðal annar s á að munur á styttingu að þéttbýlinu Höfn séu 3,5 kílómetrar. 48 Stefnda tekur fram að það liggi í eðli vegagerðar að skerða eignarréttindi landeigenda. Án þess yrðu samgöngur svipur hjá sjón. Ef eignarréttindi áfrýjanda hefðu ekki verið skert hefði óhjákvæ milega þurft að skerða eignarréttindi annarra landeigenda. Kveður stefnda atvik þessa máls vera að þessu leyti önnur en fjallað var um í dómi Hæstaréttar í máli nr. 425/2008. Stefnda kveðst enn fremur mótmæla uppdrætti Sigurgeirs Skúlasonar landfræðings se m röngum og ósönnuðum, en hans hafi verið aflað einhliða og án aðkomu stefndu. Þá áréttar stefnda að ef leið 1 hefði verið farin hefði verið nauðsynlegt að fækka vegtengingum með hliðarvegum. Stefnda hafi látið reikna út nauðsynlega eignaskerðingu vegna þe irra, en þær séu um 61.420 m² eða 2.047 metrar. Bætist það við aðrar eignaskerðingar hjá landeigendum sem óhjákvæmilega hefðu orðið ef leið 1 hefði verið valin. 49 Stefnda mótmælir enn fremur ályktun áfrýjanda um að ekki sé hægt að gera upp á milli umferðarör yggis vegleiðanna. Telur stefnda að með vali á leið 3b sé umferðaröryggi aukið. Tilvísun áfrýjanda til áhrifa veggjalda í þessu efni er mótmælt sem of seint fram kominni málsástæðu. Þá vísar stefnda til þess að möguleg sniðganga vegfarenda vegna veggjalda taki til beggja leiðanna. 50 Stefnda telur að tilhögun á fjármögnun framkvæmdarinnar samkvæmt nýrri lagaheimild í lögum nr. 80/2020 breyti ekki forsendum umhverfismatsins. Þá geti ný lög um náttúruvernd ekki ógilt það ferli sem þegar hafði farið fram þegar l ögin tóku 16 gildi. Fullt tillit hafi verið tekið til nýrrar löggjafar við útgáfu framkvæmdaleyfis. Þá sé ekki eðlismunur á fyrirmælum eldri og yngri náttúruverndarlaga. Niðurstaða 51 Í máli þessu greinir aðila á um lögmæti eignarnáms á landi sem áfrýjandi á, e ins og lýst er í ákvörðun stefndu 6. júní 2019. Eignarréttur áfrýjanda í landinu nýtur verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þar segir að eignarrétturinn sé friðhelgur og að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þurfi til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. 52 Stefnda hefur heimild í 37. gr. vegalaga til að taka land úr eigu landeigenda sem þarf til þjóðvegagerðar og hvers kyns veghalds, svo sem breytinga, breikkunar eða viðhalds, enda komi fullar bætur fy rir, eins og segir í 1. mgr. greinarinnar. Landeiganda ber jafnframt að leyfa efnistöku í landi sínu til vegagerðar hvort heldur er grjót, möl eða önnur jarðefni, enda bætist það að fullu. Löggjafinn hefur þannig ályktað að til að ná markmiðum vegalaga um greiðar og öruggar samgöngur, sbr. 1. gr. laganna, geti almenningsþörf krafist þess að stefnda taki land í eigu landeigenda eignarnámi. 53 Ákvörðun stefndu um að taka land áfrýjanda eignarnámi á grundvelli heimildar í 37. gr. vegalaga var stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt 12. gr. þeirra laga skal stjórnvald því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í s akirnar en nauðsyn ber til. Reglan mælir því almennt fyrir um að stjórnvöldum beri að gæta meðalhófs við töku íþyngjandi stjórnvaldsákvarðana, eins og ákvarðana um eignarnám. Hefur reglan sérstaka þýðingu við töku slíkra ákvarðana í ljósi þess að eignarrét turinn er friðhelgur samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og eignarnám því aðeins mögulegt að almenningsþörf krefji. 54 Við nýlagningu vega koma jafnan fleiri leiðir en ein til greina sem tækir kostir til að ná markmiðum viðkomandi framkvæmdar. Bæði vi ð ákvörðun um hvaða kostir séu til þess fallnir að ná því markmiði og við endanlegt val á þeirri leið sem fara á, hefur verið gengið út frá því að málefnalegt sé að líta meðal annars til kostnaðar, umferðaröryggis, vegalengda og áhrifa framkvæmdar á umhver fið. Má um það meðal annars vísa til dóma Hæstaréttar 19. mars 2009 í máli nr. 425/2008, 22. október 2009 í máli nr. 22/2009 og 5. nóvember 2015 í máli nr. 173/2015. Ólíkt vægi þessara málefnalegu sjónarmiða kann þó að leiða til mismunandi niðurstöðu. Alme nnt verður að ganga út frá því að við þær aðstæður hafi viðkomandi stjórnvald, sem tekur ákvörðun um eignarnám, nokkurt svigrúm til að ákveða vægi sjónarmiðanna innbyrðis við endanlegt leiðarval, nema annað leiði af lögum. 55 Af dómaframkvæmd má ráða að við á kvörðunartöku við þessar aðstæður geti skyldan til að gæta meðalhófs við skerðingu eignarréttinda gert útslagið við þetta mat. Í 17 fyrrgreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 425/2008 var það talið eiga við ef unnt var Í dómi í máli nr. 173/2015 var vægi kröfunnar um að gæta skuli meðalhófs orðað sé með öðrum úrræðum unnt þessum málum lagði Hæstiréttur síðan mat á hvort gildar ástæður, sem réttlætt gætu þá skerðingu sem fólst í eignarnámi beinna eignarréttinda eignarn ámsþola, lægju til grundvallar leiðarvalinu, í stað þess að fara aðra leið sem ekki kallaði á eignarnám slíkra réttinda. Í fyrrgreinda málinu var komist að þeirri niðurstöðu að leiðarvalið stæðist ekki framangreindar kröfur og var því talið að skilyrði stj órnarskrárinnar um almannaþörf væri ekki uppfyllt. Ákvörðun um eignarnám var á þeim grunni fellt úr gildi. Í síðargreinda málinu var komist að sömu niðurstöðu, en með vísan til þess að alhófs 56 Áfrýjandi byggir kröfu sína um ógildingu ákvörðunar stefndu um eignarnám á landi þeirra einkum á því að þeim verði ekki gert að þola að umrædd eignarréttindi verði tekin af þeim í ljósi þess að leið 1 var tæk leið, en hún sk erti eignarréttindi landeigenda í Hornafirði minna en leið 3b. Þeir benda á að stefnda hafi ætlað að fara leið 1, en horfið frá því vegna afstöðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Telur áfrýjandi að við þær aðstæður sem uppi voru hafi stefndu verið skylt að f ara þá leið og vísa í því sambandi til þess sem ráða megi af fyrrgreindri dómaframkvæmd um þýðingu meðalhófsreglunnar. 57 Í málsvörn sinni hafnar stefnda því að þær aðstæður séu uppi að henni hafi borið að velja leið 1 vegna þeirrar skyldu sem hvíli á henni á grundvelli meðalhófsreglu. Bendir stefnda í því sambandi á hagsmuni annarra landeigenda á þeirri leið, en með því virðist skírskotað til þess að með því að velja hana hefði þurft að grípa til skerðingar á beinum eignarrétti þeirra. Þá vísar stefnda einni g til þess að fjöldi vegtenginga á leið 1 kalli á gerð hliðarvega sem auki á umfang eignaskerðingar. 58 Miðað við framlögð gögn í málinu og niðurstöðu Hæstaréttar í fyrrgreindu máli nr. 22/2009 verður að leggja til grundvallar að báðar þær leiðir sem um ræði r, leið 1 og leið 3b, hafi verið tækar með tilliti til þeirra almennu sjónarmiða sem geta legið til grundvallar vali á leið til vegalagningar og lýst er hér að framan. Verður þannig að ganga út frá því að báðar leiðirnar hafi náð að mæta þeim markmiðum með framkvæmdinni að auka umferðaröryggi, draga úr slysahættu, stytta vegalengdir og tryggja góðar samgöngur á svæðinu. 59 Fyrir liggur að við val á vegleið 1 hefði þurft að skerða beinan eignarrétt annarra landeigenda en áfrýjanda, hvort sem það hefði gerst með samningum eða eignarnámi. Að þessu leyti virðast aðstæður í þessu máli vera frábrugðnar því sem fjallað var um í fyrrgreindum dómum Hæstaréttar. 18 60 Eins og rakið hefur verið hefði þurft að leggja 11,1 kílómetra af nýjum vegi ef leið 1 hefði orðið fyrir valin u en 18 kílómetra samkvæmt leið 3b. Af framlögðum gögnum verður ekki annað ráðið en að báðar leiðir liggi að öllu leyti um land sem háð er beinum eignarrétti ýmissa landeigenda á svæðinu. Vegsvæðið er í báðum tilvikum 40 metra breitt, en samkvæmt því er lj óst að um 440.000 m² af eignarlandi færu undir veginn samkvæmt leið 1 en um 720.000 m² undir veg samkvæmt leið 3b, án tillits til hliðarvega og vegtenginga. Í nýju dómskjali sem stefnda hefur lagt fyrir Landsrétt kemur fram að vegtengingar og hliðarvegir á leið 1 hefðu kallað á að 61.420 m² af landi færu undir slíka vegi. Ekki hafa verið lagðar fram sambærilegar upplýsingar um leið 3b, en miðað við aðstæður má ætla að talsvert minni þörf sé á nýlagningu hliðarvega og tenginga á þeirri leið. Hvað sem því líð ur er ótvírætt að umtalsvert minna af eignarlandi hefði í heildina farið undir veg samkvæmt leið 1 en leið 3b, en sá munur nemur að minnsta kosti um 220.000 m². Val á leið 3b leiðir jafnframt til meiri efnisnotkunar og því til aukinnar töku jarðefna af jör ðum landeigenda í samanburði við leið 1. 61 Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður að álykta að með vali á leið 1 hefði eignarréttindum landeigenda verið síður raskað en með leiðarvali stefndu. Þar sem þessi munur er ekki óverulegur verður í ljó si 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og meðalhófsreglu að leggja til grundvallar að stefndu beri, eins og hér stendur á, að sýna fram á að gildar ástæður, sem réttlæti meiri skerðingu stjórnarskrárvarinna eignarréttinda en leiðir af öðrum tækum kosti, haf i legið til grundvallar leiðarvalinu. Við mat á þeim ástæðum verður eftir sem áður að taka tillit til þess að báðar leiðir kalla á skerðingu beinna eignarréttinda landeigenda þótt munur sé á umfangi hennar eftir því hvor leiðin er farin. 62 Um ástæðu fyrir l eiðarvali sínu hefur stefnda annars vegar vísað til þess að Sveitarfélagið Hornafjörður hafi sett leið 3b á aðalskipulag, en samkvæmt 1. mgr. 28. gr. vegalaga skuli vegir lagðir í samræmi við gildandi skipulagsáætlun. Hins vegar byggir stefnda á því að með vali á leið 3b verði umferðaröryggi betur tryggt en með leið 1. 63 Ákvæði 28. gr. vegalaga er ætlað að stuðla að samráði stefndu og sveitarfélaga um legu þjóðvega samkvæmt skipulagi. Fyrirmæli laganna í þessu efni eða einstakar skipulagsákvarðanir sveitarfé laga geta engu breytt um þær skorður sem 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar setur við eignaskerðingu landeigenda. Sjálfstjórn sveitarfélaga, sbr. 78. gr. stjórnarskrárinnar, og skipulagsvald sem þau hafa samkvæmt lögum getur ekki aukið svigrúm stjórnvalda til að skerða þau réttindi. Framangreind lagaatriði geta því ekki komið til álita við mat á því hvort gildar ástæður séu fyrir því að fara þá leið sem stefnda hefur ákveðið. Með tilvísun stefndu til afstöðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar má þó ætla að hún h afi fallist á efnisleg rök sveitarfélagsins fyrir því að fara leið 3b sem koma þá til skoðunar með tilliti til þess hvort almannahagsmunir réttlæti leiðarvalið. 19 64 Meginmarkmið framkvæmdar á Hringvegi um Hornafjörð voru samkvæmt matsskýrslu stefndu að auka um ferðaröryggi, draga úr slysahættu, stytta vegalengdir og tryggja betri samgöngur á svæðinu. Sveitarfélagið Hornafjörður lagði í þessu sambandi áherslu á þau samfélagslegu áhrif sem stytting vegalengda að þjónustukjarna sveitarfélagsins á Höfn hefði, eins o g fram kemur í greinargerð með framkvæmdaleyfi. Framangreind sjónarmið eru eins og áður segir öll málefnaleg og lúta að almannahagsmunum sem geta réttlætt leiðarval stefndu. Leggja verður til grundvallar að þessir þættir hafa vegið þyngra í endanlegu leiða rvali stefndu en meira umfang og þar með aukinn kostnaður er hlytist af því að fara leið 3b en leið 1 og neikvæðari áhrif leiðarvalsins á umhverfið. 65 Í rökstuðningi stefndu fyrir leiðarvali sínu vísar hún öðrum þræði til þess að fjöldi vegtenginga á leið 1 dragi úr umferðaröryggi. Í því efni verður þó að líta til þess að koma má í veg fyrir hættu sem af því leiðir með því að leggja hliðarvegi og þar með fækka vegtengingum, eins og vísað er til í matsgerð dómkvadds matsmanns um umferðaröryggi. Kemst matsmaður inn að þeirri niðurstöðu að vegna þessa megi leggja leiðir 1 og 3b að jöfnu hvað þetta varðar. Hvað sem því líður verður ekki fram hjá því litið að leið 1 liggur um þéttbýlla svæði austan Hornafjarðarfljóts með fleiri vegtengingum, þótt þeim megi fækka með hliðarvegum, meðan leið 3b liggur um langan veg sunnan þess svæðis án vegtenginga þar til komið er að Hafnarvegi, en þar er í matsskýrslu ráðgert að gera fjögurra arma hringtorg. Í málinu liggur jafnframt fyrir að með því að fara leið 3b styttist ferðatím i á Hringveginum um Hornafjörð meira en ef leið 1 hefði orðið fyrir valinu og enn frekar þegar horft er til akstursvegalengdar úr vestri til Hafnar. Matsgerðin styður þá ályktun, sem vísað er til í rökstuðningi stefndu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar, að með styttingu ferðatíma á þessum leiðum sé stuðlað að meira öryggi í umferðinni í samræmi við markmið vegalaga, auk þess sem leiðarvalið hafi jákvæðari samfélagsleg áhrif innan sveitarfélagsins en ef leið 1 hefði verið valin. 66 Með vísan til þess sem hér he fur verið rakið hefur stefnda fært fyrir því viðhlítandi rök að leiðarval hennar falli betur en leið 1 að meginmarkmiðum framkvæmdarinnar um að auka umferðaröryggi, draga úr slysahættu, stytta vegalengdir og tryggja betri samgöngur á svæðinu. Ekki er á það fallist að nýjar upplýsingar um hvernig staðið verði að fjármögnun framkvæmdarinnar breyti þessu, enda standa ekki rök til þess að önnur aðferð hefði verið notuð ef leið 1 hefði orðið fyrir valinu. 67 Á þeim tíma sem leyfi var veitt fyrir lagningu vegar um l eið 3b voru í gildi lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, sbr. nú lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Fyrrgreindu lögin miðuðu einkum að því að upplýst yrði um þau áhrif sem framkvæmd, sem kynni að hafa umtalsverð umhverfisáhrif, hefði á umhverfið áður en fjallað væri um hvort veita skyldi leyfi fyrir henni og þá með hvaða skilmálum. Með matsskýrslu er með öðrum orðum tryggt, eftir því sem kostur er, að fyrir liggi áreiðanleg gögn og upplýsingar um þessi atriði sem nýst geta við 20 ák vörðunartöku um leyfisveitingu, þar á meðal hvort unnt sé með mótvægisaðgerðum að draga úr eða bæta fyrir neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdar. Um þennan tilgang með mati á umhverfisáhrifum má meðal annars vísa til dóms Hæstaréttar 22. janúar 2004 í máli nr. 280/2003. Eins og þar greinir var það aftur á móti ekki tilgangur fyrrgreindra laga að leggja bann við framkvæmdum vegna umhverfisáhrifa þeirra. Fyrirmæli annarra laga geta þó reist skorður við því að leyfi sé veitt til framkvæmda sem sýnt þykir að raski umhverfinu. 68 Eins og rakið hefur verið lagði stefnda mat á umhverfisáhrif þeirra fjögurra leiða sem fjallað er um í matsskýrslu árið 2009, eins og rakið er í efnisgreinum 7 til 14. Skipulagsstofnun fjallaði síðan um matsskýrsluna í áliti sama ár, eins og ge rð er grein fyrir í efnisgrein 15. Ekki verður annað ráðið en að matið hafi verið unnið í samræmi við þágildandi lög. Þótt ný löggjöf um náttúruvernd, lög nr. 60/2013, hafi tekið gildi 15. nóvember 2015, verður ekki á það fallist að gildistaka þeirra hafi með einhverjum hætti rýrt áreiðanleika þeirra upplýsinga sem fram koma í matsskýrslunni eða grafið undan því mati á þeim sem lýst er í skýrslunni. Ekki verður heldur séð að önnur nýleg löggjöf sem áfrýjandi hefur vísað til valdi því að matsskýrslan hafi ve rið úrelt þegar afstaða var tekin til framkvæmdarinnar við útgáfu framkvæmdaleyfis. 69 Sveitarfélagið Hornafjörður tók efni skýrslunnar til skoðunar við úrlausn á umsókn stefndu um framkvæmdaleyfi árið 2016, eins og vikið er að í efnisgreinum 20 til 22. Ekki verður annað séð en að við þá yfirferð hafi meðal annars verið litið til þess hvort fyrirmæli laga nr. 60/2013 reistu skorður við því að veita leyfið. Litið var til mótvægisaðgerða og leitast við að meta hversu raunhæfar þær væru. Að því loknu var komist a ð þeirri niðurstöðu að jákvæð samfélagsleg áhrif og meira umferðaröryggi, sem leið 3b hefði í för með sér, vegi þyngra en minni neikvæð umhverfisáhrif leiðar 1. Því hafi verið fallist á að veita leyfið. Nánar var fjallað um þetta mat sveitarfélagsins í úrs kurði úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála 20. nóvember 2017. Þar er því hafnað að leyfisveitingin hafi farið gegn lögum, þar á meðal fyrirmælum laga nr. 60/2013. 70 Framangreindri niðurstöðu um leiðarval stefndu með tilliti til áhrifa hennar á umhver fið hefur ekki verið hnekkt fyrir dómi. Ekkert er fram komið í máli þessu sem gefur tilefni til að ætla að áhrif leiðanna á umhverfið hafi þar verið of - eða vanmetin í einstökum atriðum þannig að máli skipti við úrlausn um gildi eignarnáms á landi áfrýjand a. Fyrir liggur að val á leið 3b hefur neikvæðari áhrif að því leyti en leið 1. Það útilokaði aftur á móti ekki endanlegt leiðarval stefndu að teknu tilliti til þess að leið 3b fellur betur að meginmarkmiðum framkvæmdarinnar um að auka umferðaröryggi og tr yggja betri samgöngur á svæðinu, einkum með styttingu á leiðinni til Hafnar og á Hringvegi. Játa verður stefndu svigrúm til að láta þau málefnalegu sjónarmið vega þyngra en meiri umhverfisáhrif og aukinn kostnaður sem hlýst af þeirri leið. 21 71 Með vísan til þe ss sem hér hefur verið rakið er á það fallist að gildar ástæður hafi legið til grundvallar leiðarvali stefndu sem réttlæti þann mun á umfangi eignaskerðingar er hlýst af því að fara þá leið í samanburði við leið 1. Því er á það fallist að við eignarnám á l andi áfrýjanda á grundvelli leiðarvals stefndu hafi meðalhófs verið gætt við mat á almannahagsmunum samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. 72 Til stuðnings kröfum sínum vísar áfrýjandi einnig til þess að mat stefndu á umhverfisáhrifum framkvæmdanna sé ófullnægjandi eða úrelt vegna breyttra forsendna. Áður hefur verið vikið að röksemdum áfrýjanda hvað þetta varðar, sem skírskota til löggjafar er tók gildi eftir að matsskýrsla stefndu lá fyrir, en þeim röksemdum hefur þegar verið hafnað. Að öðru leyti hefur áfrýjandi vísað til þess að umhverfisáhrif leiðar 3b á vatnafar á svæðinu með tilliti til flóða séu vanmetin hjá stefndu og að mat á því atriði hafi í raun verið ófullnægjandi, eins og lýst er í héraðsdómsstefnu. Enn fremur að rökstuðningur í matsskýrslu stefndu fyrir umferðaröryggi byggi á gögnum sem séu úrelt og að nýjar upplýsingar um fjármögnun framkvæmdanna breyti forsendum fyrir mati á umfe rðaröryggi. 73 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest niðurstaða hans um að mat á vatnafari á svæðinu, sem stuðst var við í matsskýrslu, hafi hvorki verið ófullnægjandi né sé það úrelt í ljósi nýrra upplýsinga. Þá hafa ekki verið færð fyrir þ ví viðhlítandi rök að forsendur stefndu er lúta að umferðaröryggi á umræddum leiðum sé rangt eða að þær hafi breyst þannig að ekki sé unnt að byggja á umfjöllun um það atriði í matsskýrslunni. 74 Með vísan til þess sem að framan er rakið er ekki tekið undir með áfrýjanda að með eignarnámsákvörðun stefndu hafi verið brotið gegn meðalhófsreglu við mat á almannahagsmunum samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þá hefur öðrum málsástæðum áfrýjanda fyrir ógildingu ákvörðunarinnar einnig verið hafnað. Því ber að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um sýknu stefndu af kröfum áfrýjanda. 75 Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað staðfest. Með sömu rökum þykir einnig rétt að aðilar beri hver um sig sinn kostnað af rekstri málsins fyrir Landsrétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 1. a príl 2022 1. Mál þetta var höfðað með birtingu stefnu þann 21. júlí 2020 og þingfest 1. september sama ár. Stefnandi er Ásgeir Núpan Ágústsson, [...] . Stefndi er Vegagerðin, [...] , Reykjavík. 22 2. Stefnandi gerir þær dómkröfur að að felld verði úr gildi ákvörðun stefnda fr á 7. mars 2019, um að taka úr hans hendi eignarnámi land sem í ákvörðuninni er lýst svo: Hlutdeild Árnaness 4 ( [...] ) í Hornafirði, í 112.286 m² landi milli vegstöðva 9390 og 12200, en landið er talið í óskiptri sameign jarðanna Árnaness 1, 2, 3, og 4 auk Hríseyjar og hlutdeild Árnaness 4 í 28.599 m² landi milli vegstöðva 12820 og 13527, en landið er talið í óskiptri sameign Árnaness 1, 2, 3, og 4, sbr. það Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu. 3. Stefndi krefst sýknu auk málskostnaðar. 4. Með gagnstefnu sem birt var stefnanda í þessu máli 29. september 2020 var þess krafist að felldur yrði úr gildi sá hluti úrskurðar matsnefndar eignarnámsbóta í málinu nr. 2/2019 sem varðar greiðslu bóta til framkvæmdatíma. B stefnda verði ekki gert að greiða gagnstefnda bætur vegna þessa og til vara að bæturnar verði lækkaðar verulega. 5. Við rekstur málsins var ákveðið að skipta sakarefni þannig að f yrst yrði ágreiningur í aðalsök tekinn til úrlausnar og að stefnanda yrði ekki gert að skila greinargerð um gagnsök fyrr en dómur gengi um aðalsök, ef þörf yrði á því. 6. Mál þetta var dómtekið um aðalsökina að lokinni aðalmeðferð 4. mars sl. I Málavextir 7. Árið 2006 kynnti stefndi drög að tillögu að matsáætlun um lagningu hringvegar um Hornafjarðarfljót. Í drögunum voru kynntir þrír kostir til vegalagningar, merktir 1 - 3. Stefnandi og fleiri landeigendur gerðu athugasemdir við mats áætlunina og lögðu fram tvo framkvæmdakosti til viðbótar. Skipulagsstofnun féllst á matsáætlunina með athugasemdum landeigenda og var stefnda gert að meta umhverfisáhrif samkvæmt þeim valkostum sem landeigendur höfðu sett fram. Stefndi kærði þá ákvörðun til umhverfisráðherra og féll st hann á að fella úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem meðal annars laut að því að meta fram - kvæmdakosti sem landeigendur höfðu lagt til. Stefnandi og aðrir landeigendur kröfðust þess að úrskurður umhverfisráðherra yrði ógiltur og höfðuðu mál gegn stef nda og íslenska ríkinu. Með dómi Hæstaréttar þann 22. október 2009, í máli nr. 22/2009 var kröfu landeigenda hafnað. 8. Matskýrsla stefnda um umhverfisáhrif vegna fyrirhugaðra framkvæmda lá fyrir í apríl 2009. Þá gaf Skipulagsstofnun út álit sitt um mat á um hverfisáhrifum þann 7. ágúst 2009. Í niðurstöðu álitsins kemur meðal annars fram að áhrif leiðar 3b, sem stefndi hefur í hyggju að hrinda í framkvæmd, yrðu óhjákvæmilega verulega neikvæð á landslag, ásýnd, jarðmyndanir og gróður. Þá myndi leiðin hafa talsv erð neikvæð áhrif á fugla og áhrifin á landslag, ásýnd og jarðmyndanir yrðu óafturkræf. Samkvæmt álitinu voru umhverfisáhrif leiðar 1 talin minni en annarra kosta og samrýmast best markmiðum laga um mat á umhverfisáhrifum. 9. Í bréfi stefnda til Sveitarfélag sins Hornafjarðar þann 6. júní 2011 kemur fram að stefndi hafi mælt með leið 1 í ljósi hagkvæmni og umhverfisáhrifa en sveitarfélagið hafi sett leið 3b inn í aðalskipulag. Í bréfinu kemur fram að stefndi sé reiðubúinn að endurskoða afstöðu sína gegn ákveðn um skilyrðum. Í kjölfarið var ákveðið að leið 3b yrði valin. 23 10. Á fundi hjá stefnda 22. janúar 2016 afhentu nokkrir landeigendur stefnda minnisblað þar sem fram kom að þeir myndu ekki sætta sig við leið 3b en væru tilbúnir til viðræðna og samninga um leið 11. Með bréfi stefnda dagsettu 29. febrúar 2016 var stefnanda og öðrum landeigendum tilkynnt um fyrirhugaðar framkvæmdir við lagningu hringvegar um Hornafjörð. Í bréfinu er rakið hvar vegurinn muni liggja og hverjir séu eigendur landsins sem þurfi að færa yfir á stefnda. Í niðurlagi bréfsins var óskað eftir skriflegum athugasemdum við fyrirhugaðar framkvæmdir innan fjögurra vikna frá dagsetningu bréfsins. 12. Með bréfi stefnda dagsettu 14. júlí 2016 var stefnanda og öðrum landeigendum kynnt að óhjákvæmilegt væri a ð skerða eignarréttindi þeirra í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir. Boðnar voru bætur fyrir vegsvæði og efni til vegagerðar. 13. Þann 25. apríl 2016 sendu landeigendur beiðni til Skipulagsstofnunar um að matsskýrsla stefnda vegna framkvæmdanna yrði endurskoðuð, í samræmi við ákvæði 2. mgr. 12. gr. laga nr. 106/2000. Í ákvæðinu er gert ráð fyrir endurskoðun ef forsendur hafa breyst verulega frá því að álit stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum lá fyrir. Í beiðninni er vísað til þess að eftir að áli tið lá fyrir hafi þann 15. nóvember 2015 tekið gildi ný lög um náttúruvernd nr. 60/2013, auk þess sem Ísland hafi gengist undir ýmsar alþjóðlegar skuldbindingar. Þá er gagnrýnt að ekki hafi verið metin nægjanlega áhrif framkvæmdanna á umfangsmikla kartöflu rækt sem sé starfrækt á svæðinu. Skipulagsstofnun vísaði beiðninni frá þann 4. júlí 2016 og var sú afgreiðsla kærð til úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindarmála. Kæru landeigenda var hafnað þann 13. nóvember 2017, með vísan til þess að hvorki skilyrði u m 10 ára framkvæmdatíma né að beiðni bærist frá leyfisveitanda væru uppfyllt, sbr. úrskurð nr. 77/2017. 14. Sveitarfélagið Hornafjörður samþykkti framkvæmdaleyfi til stefnda með ákvörð un 1. desember 2016. Með bréfi 4. janúar 2017 kærðu stefnandi og aðrir lan d eigendur ákvörðun sveitarfélagsins til úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlinda mála. Með úrskurði dagsettum 20. nóvember 2017 hafnaði úrskurðarnefndin sjónarmiðum land eigenda, sbr. mál nr. 1/2017. Í úrskurðinum er m.a. vísað til þess að kartöfluræktun s é þáttur í atvinnu manna en ekki spjöll á náttúru og umhverfi í skilningi laga nr. 106/2000. Var því ekki fallist á að ónóg umfjöllun væri um landbúnað við mat á umhverfisáhrifum. Þá var fallist á að brýn nauðsyn hefði legið til grundvallar við mat á leiða rvali sveitarstjórnarinnar með vísan til þess að veglína 3b hefði leitt til meira umferðaröryggis en aðrar leiðir. 15. Með bréfi stefnda dagsettu 3. febrúar 2017 var stefnanda tilkynnt um breytingu á áætlunum um efnistöku vegna vegagerðarinnar. Í bréfinu er vísað til þess að talið sé æskilegra út frá umhverfisáhrifum að taka efni úr grónum svæðum til hliðar við áreyrar í stað þess að nýta eyrarnar sjálfar. 16. Með bréfi stefnanda dagsettu 3. mars 2017 til stefnda, sem reyndar er fyrir mis ritun dagsett 2016, var fyrirætlunum stefnda um að fá afhent land til vegagerðar mót mælt og vali stefnda á vegleið hafnað. Í bréfinu er vísað til þess að gæta verði sjónarmiða um meðalhóf og velja þá leið sem skerði eignarréttindi landeigenda sem minnst og hafi minnst umhverfis áhrif. Hvorugt hafi verði gert í þessu tilviki. Þessi sjónarmið voru síðan ítrekuð í bréfi stefnanda til stefnda dagsettu 26. september 2017 og tekið fram að stefnandi og aðrir landeigendur myndu ekki ganga til samninga við stefnda um afsal á eignarréttind um vegna fyrirhugaðrar vegagerðar. 17. Stefndi sendi bréf til stefnanda þann 20. desember 2017 þar sem fram kom að fram kvæmdir væru þegar hafnar við fyrsta áfanga verksins samkvæmt leið 3b. Í bréfinu var vísað til framangreindra niðurstaðna úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála, þar sem beiðni landeigenda um ógildingu var hafnað. Í bréfinu var skorað á landeigendur að ganga til samninga á grundvelli fyrirliggjandi tilboða stefnda. Að öðrum kosti yrði undirbúið eignarnámsferli í samræmi við reglur VII. k afla vegalaga nr. 80/2007. 24 18. Með bréfi stefnda dagsettu 18. september 2018 til stefnanda og annarra land eig enda skýrði stefndi frá því að vegna afstöðu stefnanda og annarra landeigenda væri hann tilneyddur til að nýta sér eignarnámsheimild í 37. gr. vegal aga nr. 80/2007. Stefnandi og aðrir landeigendur sendu stefnda athugasemdir með bréfi 24. október 2018, þar sem fram kom að þau legðust öll gegn fyrirhuguðum fram kvæmd um og eignarnámi vegna þeirra. 19. Með bréfi stefnda dagsettu 6. júní 2019 var stefnanda o g öðrum landeigendum tilkynnt um eignarnám. Gerði stefndi kröfur um að að eftirfarandi eignarréttindi stefnanda yrðu tekin eignarnámi: Hlutdeild Árnaness 4, í landi undir vegsvæði milli vegstöðva, eins og nánar greinir í stefnukröfu. 20. Matsnefnd eignarnámsb óta kvað upp úrskurði í málinu 10. október 2019 þess efnis að stefndi skyldi greiða stefnanda 3.419.155 krónur í eignarnámsbætur. Þá fékk stefnandi 1.000.000 króna í bætur fyrir rask og ónæði vegna umsvifa eignarnema á framkvæmdatíma. Stefndi greiddi bætur nar inn á fjár vörslureikning lögmanns stefnanda, með fyrirvara um réttmæti einstakra bóta liða, og áskildi sér rétt til að gera kröfur um endurgreiðslu með bréfi 17. desember 2019. Stefndi hefur höfðað gagnsök á hendur stefnanda þar sem hann gerir kröfu u m að 1.000.000 króna bætur fyrir rask og ónæði verði felldar úr gildi. Með tölvuskeyti 19. desember 2019 tók lögmaður stefnanda fram að eignarnáms bæturnar yrðu geymdar á fjárvörslureikningi þar til skorið yrði úr um lögmæti eignarnámsins fyrir dómi. 21. Við aðalmeðferð málsins gáfu Bjarni Hákonarson, Snorri Zophoníasson, Guðni Þor grímur Þorvaldsson, Haraldur Sigþórsson og Erna Bára Hreinsdóttir skýrslu fyrir dóminum. Mál þetta var rekið samhliða málum nr. E - 5075/2020, E - 5066/2020, E - 5068/2020, E - 5074/2020 og E - 5076/2020. II. Málsástæður stefnanda 22. Stefnandi byggir kröfu sína á því að verulegir annmarkar séu á eignarnámsákvörðun stefnda sem leiða eigi til þess að fallist verði á dómkröfu hans. Stefnandi vísar til 72. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944, stjórnsýslulaga nr. 37/1993, laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, laga um náttúruvernd nr. 60/2013, laga um umhverfisábyrgð nr. 55/2012, laga um stjórn vatnamála nr. 36/2011 auk annarra meginreglna í stjórnsýslurétti til stuðnings kröfum sínum. 23. St efnandi vísar til þess að 37. gr. vegalaga nr. 80/2007 kveði ekki á um fortakslausan rétt eða skyldu stefnda til að öðlast beinan eignarrétt að landi til vegagerðar, sbr. t.d. dóma Hæstaréttar í málum nr. 583/2014, 425/2008 og 60/2012. Samkvæmt þeim sé m.a . skylt að líta til sjónarmiða um meðalhóf við val á vegleið og umhverfisáhrifa, sem ekki hafi verið gert í þessu tilviki. 24. Stefnandi mótmælir sérstaklega túlkun stefnda á dómi Hæstaréttar í máli nr. 22/2009. Dómurinn feli ekki í sér að stefnda sé heimilt að velja hvaða leið sem er af þeim framkvæmdakostum sem hafi verið til skoðunar, enda hafi verið gætt málefnalegra sjónar miða við val á þeim. Í dóminum sé einungis verið að heimila þá framkvæmdakosti sem komi til skoðunar hjá stefnda. Það leysi stefnda ek ki frá skyldum sínum við endan legt val á vegleið, heldur þurfi að fara fram annað mat hjá stofnuninni þar sem þeir fram kvæmda - kostir, sem til greina koma séu metnir hver gegn öðrum. Að mati stefnanda hafi slíkt mat ekki farið fram í samræmi við þær verkl agsreglur. 25. Stefnandi byggir á því að við endanlegt val hafi ekki verið horft til þess hvaða kostur skerðir eignarréttindi landeigenda minnst. Landeigendur á svæðinu hafi lýst sig reiðu búna til samninga við stefnda um vegleið 1, sem myndi gera eignarnám á landi stefnanda óþarft. Stefndi hafi því ekki gætt meðalhófsreglunnar við val á framkvæmdarkostum. 25 26. Stefnandi vísar til þess að margvíslegar ástæður standi til þess að leið 1 sé valin fremur en leið 3b. Í áliti Skipulagsstofnunar komi fram að hún telji að neikvæð umhverfisáhrif leiðar 1 séu minni en annarra kynntra kosta og að auki leiði veglagning samkvæmt þeirri leið til minnstrar efnistöku úr nærliggjandi námum. Áhrif leiðar 3b á landslag, ásýnd, jarð myndanir og gróður yrðu óhjákvæmilega verulega neikv æð og að hluta óafturkræf. Í álitinu segir að með vali á leið 1 yrði dregið eins og kostur er úr neikvæðum um hverfis - áhrifum framkvæmdarinnar. Um skyldur stefnda til að vernda umhverfið vísist auk annars til 41. gr. vegalaga nr. 80/2007. 27. Þá byggir stefna ndi á því að kostnaður af leið 3b samkvæmt matsskýrslu sé um milljarði króna hærri en af leið 1. Samkvæmt nýjustu vendingum í málinu virðist þessi um fram kostnaður svo ætla að verða töluvert hærri. 28. Stefnandi byggir á því að stefndi sé einungis að ganga e rinda sveitarfélagsins Horna fjarðar með vali á leið 3b. Þetta megi sjá af bréfi vegamálastjóra til sveitarfélagsins frá 6. júní 2011 þar sem fram kemur að stefndi hafi skilning á því sjónarmiði sveitarfélagsins að leið 3b sé heppilegust m.t.t. hagsmuna sv eitarfélagsins og því sé fallist á að fara aftur yfir alla kosti og endurmeta fyrri afstöðu. Stefnandi vísar til þess að stefndi hafi, að loknu inn byrðis mati á þeim valkostum sem voru fyrir hendi, komist að þeirri niðurstöðu að leið 1 væri hinn rétti kos hagsmuna sveitarfélagsins. Þetta sé óheimilt auk þess sem stefndi hafi ekki krafið sveitarfélagið um greiðslu þess umframkostnaðar sem felist í leið 3b miðað við leið 1, eins og heimild sé fyrir í lögum, sbr. 18. gr. og 3. mgr. 28. gr. vegalaga nr. 80/2007. 29. Stefnandi mótmælir þeim rökum að ósk sveitarfélags geti á grundvelli 28. gr. vegalaga nr. 80/2007 leitt til þess að önnur vegleið verði farin en stefndi hafi lagt til, með vísan til aukins umferðaröryggis. Þau rök að leið 3b stytti hringveginn um 800 metra miðað við leið 1, og auki umferðaröryggi séu fyrirsláttur að mati stefnanda. Það sem búi að baki séu þeir hagsmunir sveitarfélagsins að beina umferð um svæðið í áttina að Höfn til hags bóta fyrir íbúa og atvinnustarfsemi í bænum. Stefnandi vísar til þess að í matsskýrslu frá apríl 2009 komi fram að slysatíðni á núverandi hringvegi um Hornafjörð sé há miðað við lands meðal tal. Öryggi á veginum komi til með að aukast talsve rt með breiðari vegi, tví breiðum brúm og afnámi krappra beygja. Segi svo að áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á um ferðar öryggi séu verulega jákvæð, sama hvaða leið verði valin. Í bréfi stefnda til sveitar félagsins frá 6. júní 2011 segi að allar leiðir sem stefndi hafi lagt fram í mats skýrslu uppfylli þær kröfur sem stefndi geri til nýrra vega og séu álíka hvað varði veg tækni og umferðaröryggi. 30. Stefnandi vísar jafnframt til þess að stefnda sé skylt að líta til fleiri þátta en um ferðar öryggis við mat á v egleiðum, sérstaklega þegar munurinn á umferðaröryggi þessara tveggja leiða sé sáralítill eins og fram komi í fyrirliggjandi matsskýrslu. Sé litið til alls framan greinds sé ljóst að stefndi sé aðeins að þjóna sveitarfélaginu með vali sínu á veg leið undir því yfirskyni að málefnaleg sjónarmið ráði för. Þetta sé óheimilt skv. þeim lögum sem stefnda beri skylda til að fylgja við val á vegleið og leiðir til þess að fallast eigi á kröfu stefnanda. 31. Stefnandi byggir á að álit Skipulagsstofnunar á matsskýrslunni vegna framkvæmdanna sé frá árinu 2009 og hafi því verið unnið fyrir áratug síðan. Frá þeim tíma hafi orðið breytingar á lögum sem gefi tilefni til þess að matsskýrslan verði endurskoðuð í heild sinni. Stefnandi vísar til þess að þann 15. nóvember 2015 haf i tekið gildi ný lög um náttúru vernd nr. 60/2013, sem séu töluvert umfangsmeiri en eldri lögin nr. 44/1999. Í greinar gerð með lögunum kemur fram að aukin aðgæsluskylda sé lögð á fram kvæmdar aðila samkvæmt ákvæðum laganna, auk þess sem lögin geri auknar kröfur um vandaða máls með ferð stjórnvalda og að ákvarðanir sem varði náttúruna verði eins og kostur er byggðar á vísindalegum grundvelli. 26 32. Stefnandi vísar til þess að með nýju lögunum hafi verið sett ítarlegri markmiðsákvæði, þar á meðal sérstök verndarm arkmið fyrir vistkerfi, vatnasvæði og landslag, sbr. 2. og 3. gr. laganna og einnig 58 og 59. gr. Í II. kafla séu útfærðar nokkrar af helstu meginreglum um hverfis réttar, t.d. varúðarreglan og greiðslureglan. Leitast sé við að styrkja stjórnsýslu náttúru verndar á landsbyggðinni og lögð áhersla á vísindalegan grundvöll ákvarðana töku. Staða almannaréttar sé styrkt sbr. 29. gr. laganna, og lagt til að náttúruminjaskrá, þar á meðal framkvæmdaáætlun hennar, verði meginstjórntæki náttúruverndar á Íslandi, sbr. VI. kafla laganna. Gert sé ráð fyrir auknu samráði við hagsmunaaðila og almenning við gerð áætlana, sjá einkum 36. gr. og 81. gr. laganna. Lagðar séu til breytingar á undir búningi friðlýsinga og friðlýsingarflokkum fjölgað, sbr. VII. og VIII. og IX. kafl a laganna. Þá séu auknar heimildir fyrir stjórnvöld til að bregðast við brotum gegn ákvæðum laga og reglna, ekki síst með beitingu þvingunarúrræða, sjá XV. kafla laganna. Lagt sé til að sérstakur sjóður, náttúruverndarsjóður, verði settur á laggirnar til a ð stuðla að náttúruvernd, sbr. 94. gr. laganna og ákvæði gildandi náttúruverndarlaga um nám jarð efna verði færð í skipulagslög nr. 123/2010. 33. Stefnandi byggir á að Ísland hafi gengist undir alþjóðlegar skuldbindingar síðan Skipu lags stofnun gaf út álit s itt um mat á umhverfisáhrifum þann 7. ágúst 2009. Þar megi t.d. nefna vatnatilskipun ESB en ákvæði hennar hafa verið lögfest hér á landi með lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Markmið þeirra sé að vernda vatn og vistkerfi þess. Lögin taki til yfirborðs vatns og grunnvatns ásamt árósarvatni og strandsjó, til vistkerfa þeirra og til vistkerfa sem tengist þeim að vatnabúskap, sbr. 2. gr. laganna, og hafi töluverða þýðingu þegar meta þurfi áhrif framkvæmda, eins og þeirra sem um ræðir í máli þessu. 34. Stefnand i vísar jafnframt til þess að tekið hafi gildi lög nr. 55/2012 um umhverfisábyrgð. Í 1. gr. laganna komi fram að markmið þeirra sé að tryggja að sá sem beri ábyrgð á um hverfis tjóni af völdum atvinnustarfsemi eða yfirvofandi hættu á slíku tjóni komi í veg fyrir tjón eða bæti úr tjóni ef það hefur orðið og beri kostnað af ráðstöfunum sem af því leiði í samræmi við greiðslureglu umhverfisréttar. 35. Stefnandi byggir á að haustið 2017 hafi orðið mikil flóð á fyrirhuguðu svæði fram kvæmdanna, sem séu vanmetin í m atsskýrslu. Raunar virðist sem rannsókn stefnda á vatnafari svæðisins hafi verið ófullnægjandi með öllu. Stefnandi vísar til þess að í 15. kafla í matsskýrslu stefnda frá 2009 sé fjallað um vatnafar. Þar sé m.a. fjallað um brú yfir voginn á milli Hríseyjar og Árnaness sem fyrirhugað vegstæði liggi um. Beint norðan við voginn liggi ármót Hoffellsár og Laxár í Nesjum. Sé því ljóst að brúin verði að anna vatns flæði úr þessum ám. Geri hún það ekki muni vatnsborð norðan við brúna hækka og valda tilheyrandi skem mdum og breytingum á umhverfinu. Það sé því gríðarlega þýðingar mikið að áhrif leiðar 3b á vatnsborð Hoffellsár og Laxár séu metin með full nægjandi hætti. Stefnandi telur niðurstöður matskýrslunnar um þetta efni í meginatriðum rangar þar sem rennsli úr of angreindum ám sé stórlega vanmetið. 36. Stefnandi byggir á að sú aðferðafræði í matskýrslunni að áætla flóð í Laxá á grundvelli mælinga frá Fossá í Berufirði sé varasöm og beinlínis röng. Af athugasemdum fram kvæmda stjóra hjá Veðurstofu Íslands megi ráða að þótt vatnasvið þeirra sé svipað séu þau mjög misútsett fyrir úrkomuáttum. Gögn frá Veðurstofu sýni að þessi flóð séu ekki einsdæmi og að hámarksrennsli Laxár í Nesjum hafi oft mælst meira en þá frá árinu 2006. Þannig hafi orðið umfangsmeiri flóð í ánni á á runum 2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013 og 2014. Matsskýrsla stefnda um þetta efni sé því ómarktæk og veki upp spurningar um það hvort áhrif leiðar 3b á vatnsflæði Bergár, sem rennur norðan við voginn milli Árnaness og Dilksness/Hafnarness, hafi verið met in með fullnægjandi hætti, eftir að framan greindum upplýsingum hafði verið komið til stefnda. Það hafi ekki verið gert. Þá hafi stefndi ekki látið bera saman mælingarnar úr Fossá í Berufirði og Laxá í Nesjum til þess að ganga úr skugga um að óhætt sé að n ota mælingarnar úr fyrrnefndu ánni til flóða greiningar á hinni síðarnefndu, þrátt fyrir að sérstakur mælir hafi verið í Laxá í meira en áratug. 37. Stefnandi vísar til þess að ekki hafi verið tekið tillit til ísingarhættu milli vegleiða við mat á slysahættu. Leið 3b muni liggja að stórum hluta á svæði í eða við vatnsborð, en það sé þekkt að ísingarhætta er meiri 27 þar sem vegir liggja nálægt vatni. Þetta hafi ekki verið rannsakað af hálfu stefnda þrátt fyrir að hálka sé oft meðal áhrifaþátta banaslysa í umferði nni hér á landi. 38. Stefnandi byggir á því að framkvæmdin á vegleið 3b hafi breyst umtalsvert frá því að mats skýrsla um hana lá fyrir á árinu 2009. Hæð á brú sem til standi að reisa yfir Hoffellsá sé orðin rúmir fimm metrar samkvæmt nýrri teikningu og virði st því búið að hækka veg fyllinguna verulega frá því að matsskýrslan var unnin. Stefnandi telur þess vegna að mats skýrslan sé ekki aðeins úrelt vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á lagaumhverfi og náttúru, heldur einnig vegna breytinga á framkvæmdinni sem slíkri. Stefndi geti ekki viðhaft slík vinnubrögð og undirbúning við að taka land stefnanda eignarnámi. III. Málsástæður stefnda 39. Stefndi byggir á því að heimild hans til eignarnáms styðjist við skýra heimild í 1. mgr. 37. gr. vegalaga nr. 80/2007. Hann hafi við val á vegleiðum gætt málefnalegra sjónar miða, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 22/2009, og meðalhófs við val á vegleiðum. Allar veg leiðirnar hafi óhjákvæmilega í för með sér skerðingu á eignarréttindum landeigenda, en mikill meirihluti þeirr a sé sáttur við og hafi þegar samið um leið 3b við stefnda. 40. Stefndi vísar til þess að leið 1, sem sé sú eina sem stefnandi sé tilbúinn að semja um, hafi þá ókosti að hún sé nálægt þéttbýli og leiði til óvenju margra vegtenginga, sem dragi úr um ferðar öry ggi og auki slysahættu. Nýr hringvegur um Hornafjörð sé svokallaður stofn vegur af vegtegund C8 sem samkvæmt veghönnunarreglum þýði að þar skuli vera að lág marki 400 metrar á milli vegamóta. Vegleið 1 kalli á gerð hliðarvega til að fækka veg tengingum, me ð tilheyrandi eignaskerðingum hjá eigendum nærliggjandi jarða, sbr. kafla 21.5 í matsskýrslu frá apríl 2009 (dskj. 3, bls. 213) og umsögn vinnuhóps um mat á umferðaröryggi frá 2008. Samkvæmt mælingum stefnda yrðu eignaskerðingar austan Horna fjarðar fljóts um 443.000 m2 samkvæmt leið 1 með tilheyrandi hliðarvegum, en um 418.000 m2 samkvæmt leið 3b. Fullyrðingar stefnanda um að eignaskerðingar sam kvæmt leið 1 séu minni standist því ekki. 41. Stefndi vísar til þess að samkvæmt matsskýrslu séu áhrif leiðar 1 á umhverfið óveruleg til talsverð neikvæð en leiðar 3b talsverð neikvæð. Áhrif á umferðaröryggi yrðu verulega já kvæð, sama hvaða leið yrði valin, að leið 1 undanskilinni en þar yrðu áhrifin talsvert já kvæð. Leið 3b stytti hringveg um 11,8 km en leið 1 um 1 1 km. Sá munur skipti verulegu máli varðandi fækkun slysa. Leið 1 væri ódýrari í framkvæmd en á kostnað um ferðar öryggis. 42. Stefndi vísar til dóms Hæstaréttar í máli nr. 671/2008 þar sem fram komi að þættir eins og vegalengdir, ferðatími, slysahætta og um ferðaröryggi geti eðli máls samkvæmt verið grund vallar þættir í tilgangi og markmiði vegalagningar og séu á meðal þess sem líta megi til við mat á því hvort leyfi sé veitt fyrir framkvæmd. Í dóminum kemur fram að lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif um sé eingöngu ætlað að taka til mats á af leiðingum framkvæmdar fyrir umhverfið en ekki á kostum hennar sjálfrar og göllum. 43. Stefndi vísar til úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála nr. 1/2017 þar sem fram komi að álit Skipulagsstofnunar eð a niðurstaða matsskýrslu bindi ekki hendur þess stjórnvalds sem fari með útgáfu leyfis til framkvæmda. Það sé því rangt sem stefnandi haldi fram að stefndi hafi ekki átt aðra kosti í stöðunni en að fara leið 1. Engu breyti í því sambandi þótt leið 1 sé ódý rari í framkvæmd. 44. Stefndi byggir á því að viðkomandi sveitarfélag fari með skipulagsvaldið. Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. vegalaga nr. 80/2007 skuli vegir lagðir í samræmi við skipulagsáætlanir á hverjum tíma, sbr. 2. mgr. 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. S amkv. 2. mgr. 28. gr. vega laga skuli lega vega ákveðin í skipulagi að fenginni tillögu stefnda og að höfðu sam ráði hans og skipulagsyfirvalda. Þá komi fram að sveitarfélag skuli rökstyðja það sér stak lega fallist það ekki á tillögu stefnda. Óheimilt sé þó að víkja frá tillögu stefnda 28 ef það leiðir til minna umferðaröryggis en tillagan felur í sér. Samkvæmt 3. mgr. 28. gr. vega laga sé beinlínis gert ráð fyrir því að ósk sveitarfélags geti leitt til þess að önnur veg leið verði farin en stefndi hafi lagt til. Viðkomandi sveitarfélög ráði því miklu um legu vega innan marka þeirra. Fyrir liggi að Sveitarfélagið Hornafjörður hefur viljað fara leið 3b fremur en leið 1 og sé sú leið í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. Hafi sveitar félagið einkum vísað til umferðaröryggissjónarmiða í því sambandi. 45. Stefndi vísar til þess að í umsögn sveitarfélagsins í matsskýrslu komi fram að sú ákvörðun stefnda að taka leið 1 fram yfir aðrar leiðir sé með öllu óskiljanleg út frá um ferðar öryggi. Leið 1 liggi á sama sta ð og núverandi vegur en mikilvægt sé að nýtt veg stæði liggi eins og leið 3 geri ráð fyrir og sveigi frá núverandi hringvegi. Með því fækki veg tengingum stórlega og það auki öryggi íbúa og vegfarenda. Í svari stefnda við umsögn sveitar fé lags ins komi fr am að stefndi taki undir að leið 3 sé betri kostur en leið 1 sé ein göngu horft til umferðaröryggis. Orðalag í bréfi stefnda til sveitarfélagsins 6. júní 2011 sé ekki nákvæmt um þetta. 46. Stefndi vísar til að endurmat á stöðunni hafi leitt til þess að framkv æmdir á leið 3 yrðu með þeim hætti að fyrsti áfanginn að vestanverðu yrði samkvæmt leið 1. Sveitar fé lagið hafi hins vegar ekki breytt aðalskipulagi í samræmi við þá leið sem samkomulag náðist um. Hafi það leitt til þess að ákveðið var að framkvæmdin yrði samkvæmt veglínu 3b á aðalskipulagi, en tengivegi upp með Djúpá yrði sleppt. Vegleiðin hafi verið valin í sam ráði við sveitarfélagið og í samræmi við og með heimild í 28. gr. vegalaga. Sú ákvörðun hafi því verið byggð á traustum lagalegum grunni, á grund velli málefnalegra for sendna þar sem gætt hafi verið reglna um meðalhóf. Leið 3b sé mótvægisaðgerð við leið 3 þar sem reynt sé að draga enn frekar úr umhverfisáhrifum, m.a. með því að veg línan sé færð sunnar á Skógey, á þurrara svæði, og norður fyrir Fló a, utan svæðis á náttúruminjaskrá. 47. Stefndi vísar til þess að samkvæmt markmiðum stefnda í umferðaröryggismálum eins og þau birtast á heimasíðu þá sé sífellt verið að taka ákvarðanir sem geti haft áhrif á um ferðar öryggi. Þegar hagsmunir rekast á, svo sem milli kostnaðar, tíma, öryggis eða annarra þátta, sé rétt að Vegagerðin láti öryggið ráða við ákvarðanir, eftir því sem gerlegt er. Val á leið 3 hafi samræmst þessum markmiðum. 48. Stefndi byggir á að matsferlið hafi allt verið í samræmi við ákvæði laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á að matsferlið hafi verið í andstöðu við þau lög. Þannig liggi fyrir að Skipulagsstofnun vísaði frá beiðni nokkurra landeigenda um endurskoðun matsskýrslu um hringveg um Hornafjör ð. Sú niður staða hafi verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála og nefndin hafnað því með úrskurði í máli nr. 77/2017 að ógilda ákvörðun Skipulagsstofnunar. Þá liggi einnig fyrir að úrskurðarnefndin hafnaði því í máli nr. 1/2017 að ógilda ákvörðun bæjar stjórnar frá 1. desember 2016 um að veita framkvæmdaleyfi vegna vega fram kvæmdanna. Vísar stefndi til forsendna úrskurðarnefndarinnar og gerir þær að sínum. 49. Stefndi byggi á því að ný lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011 og lög nr. 55/2012 um umhverfisábyrgð, sem tóku gildi eftir að Skipulagsstofnun gaf út álit sitt um mat á um hverfis á hrifum, eyðileggi ekki eða ógildi það ferli sem þegar hafi farið fram, enda hafi verið tekið tillit til þeirra eftir því sem við á eftir að þau tóku gildi. Sama eigi við um lög nr. 60/2013 um náttúruvernd sem tóku við af eldri lögum nr. 44/1999 um sama efni, saman ber greinargerð með framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins. Stefndi vísar jafnframt til niður staðna úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála í máli n r. 1/2017 og tekur undir með úrskurðarnefndinni að fallast megi á að rökstutt hafi verið að brýn nauðsyn hafi legið að baki leiðarvali bæjarstjórnar og að með því hafi verið uppfyllt skilyrði 61. gr. náttúruverndarlaga, að teknu tilliti til verndarmarkmiða laganna. Áskilnaði 4. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hafi því verið fullnægt. 50. Þá vísar stefndi til að í tíð eldri laga nr. 44/1999 um náttúruvernd, sem núgildandi lög leystu af hólmi, hafi sömu svæði notið sérstakrar verndar, sbr. t.d. 37. gr. þ ágildandi laga. Ekki sé því um eðlismun að ræða á 29 eldri löggjöf og núgildandi löggjöf hvað þetta varðar. Þá bendir stefndi á að leið 3b sé mótvægisaðgerð við leið 3 þar sem reynt sé að draga enn frekar úr umhverfisáhrifum leiðar 3, sem hafi tekist að mati Um - hverfis stofnunar. 51. Stefndi mótmælir því að flóð séu vanmetin í matsskýrslu og vísar til þeirra forsendna sem fram koma í matsskýrslu vegna framkvæmdarinnar, m.a. varðandi flóðahættu og vatnafar. Þá hafnar stefndi því að hægt sé að túlka athugasemdir sérfræðings Veður stofunnar þannig að sú aðferðafræði sem notuð var við mat á kost Veðurfræðingurinn taki enda ekki afstöðu til aðferðarinnar eða fjalli um hana sem slík a. Um sé að ræða velþekkta að Miðað við fyrirliggjandi reynslu virðist vera ágætt samræmi á milli vatnasviðs Foss ár í Berufirði og Laxár í Nesjum þegar kemur a ð mati á flóðum, samanber minnis blað sérfræðings stefnda dagsett 10. október 52. Stefndi vísar til þess að samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar hafi verið gerð fullnægjandi grein fyrir vatnafari á svæðinu í matsskýrslu og hönnun mannvir kja miðuð við það. Þá taki stefndi undir það með úrskurðarnefnd umhverfis - og auðlindamála í úrskurði í máli nr. 1/2017 að rétt hafi verið af sveitarstjórn við útgáfu framkvæmdaleyfis að byggja á áliti Skipulagsstofnunar um vatnafar og þótt aftakaflóð hafi orðið á svæðinu haustið 2017 verði ekki séð að forsendur hafi breyst. 53. Þá er því mótmælt að rökstuðningur stefnda um umferðaröryggi byggist á röngum gögnum. Mikilvægt sé að hafa þjóðveginn utan mesta þéttbýlisins og það sé m.a. mark mið með framkvæmdinni. Samkvæmt því sem fram komi í matsskýrslu sé mest slysatíðni á kaflanum Nesjahverfi Hoffellsvegur 4,04, en kaflaskiptin séu austan við Nesjahverfi eða við vegamót við veginn að íbúðagötu Nesjahverfis. Því teljist stærsti hluti Nesja hverfis til þessa veg hluta. Meðalslysatíðni á hinum fjórum köflunum sem mynda hring - veg um Hornafjörð sé hins vegar 2,52. Þá vísar stefndi til yfirlitsmyndar í gögnum máls ins sem sýnir samanburð á vegtengingum samkvæmt leið 1 og 3b, en alkunna sé að færri veg tengingar við hr ingveginn dragi úr slysahættu. 54. vísar til kafla í matsskýrslu um áhrif veðurfars á umferðaröryggi. Þar komi fram að samkvæmt reynslu stefnda af þverun fjarða sé ekki aukin hætta á ísingu við að færa veg að sjávarmáli, svo sem við Gilsfjörð og Borgarfjörð. Þá kemur og fram að helsta hættan gæti verið þegar gæfi yfir veginn og frost væri í lofti, en þar sem ákvarðandi öldu hæð fyrir hæð grjótvarnar á utanv erðri vegfyllingu sé ekki nema 1,3 m í Hornafirði og vegurinn verður í að lágmarki kóta 3,5 m og lágmarkskóti á brúm verður 4,0 m, verði að - stæður sambærilegar og á fyrrgreindum stöðum. Að því er varðar brú yfir Hoffellsá, þá sé í drögum að útboðsgögnum ge rt ráð fyrir að brúin yfir Hoffellsá verði um 5,0 m. Breytingar frá matsskýrslu séu því litlar eða engar. Í besta falli mætti segja að brúin hefði hækkað um 1,0 m í hönnunarferlinu. 55. Stefndi vísar til þess að af framangreindu megi ráða að matsferlið hafi v erið í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Hafi eitthvað brugðið út af í því ferli þá geti það a.m.k. ekki leitt til ógildingar á ákvörðun stefnda um eignarnám, sem hafi verið í samræmi við ákvæði VII. kafla vegalaga nr. 80/2007 og lög um framkvæmd eignarnáms nr. 11/1973. Verði því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. IV Niðurstaða 56. Ágreiningur stefnanda og stefnda lýtur að því hvort verulegir annmarkar séu á eignarnámsákvörðun stefnda. Hvort rökstuðningur fyrir því að breyta um vegleið hafi v erið fullnægjandi, hvort gætt hafi verið meðalhófs við ákvörðunina og byggt hafi verið á fullnægjandi gögnum. 30 Ófullnægjandi rökstuðningur 57. Samkvæmt 1. mgr. 37. gr. vegalaga nr. 80/2007 er landeiganda skylt að láta af hendi land sem þarf til þjóðvegagerðar og hvers kyns veghalds, enda komi fullar bætur fyrir. Eignar réttur landeigenda er varinn af 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944, sem heimilar aðeins skerðingu þess réttar að almenningsþörf krefji, en við það mat verður að gæta meðal hófs. Samkvæmt 2. mgr. 28. gr. vegalaga nr. 80/2007 skulu þjóðvegir lagðir í sam ræmi við gildandi skipulagsáætlun að fenginni tillögu Vegagerðarinnar og að höfðu sam ráði Vegagerðarinnar og skipulagsyfirvalda. Fallist sveitarfélag ekki á tillögu Vega gerðar innar skal þ að rökstyðja það sérstaklega. Þó er sveitarfélagi óheimilt að víkja frá til lögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis en tillagan felur í sér. 58. Tilgangur og markmið með framkvæmdunum eins og því er lýst í matskýrslu frá 2009 er að bæta samgöngur á Suðausturlandi, styrkja byggðarlög á svæðinu, auka um ferðar öryggi, draga úr slysahættu, stytta vegalengdir og tryggja góðar samgöngur. Í mats skýrslu frá apríl 2009 er m.a. að finna umsögn sveitarfélagsins Hornafjarðar varðandi þær þrjár leið ir sem stefndi taldi koma til greina og hvers vegna sveitarfélagið er ó sam þykkt niðurstöðu um vegleið 1. Í umsögninni er vísað til þess að sveitarfélagið leggi til grund vallar auknar vegstyttingar, umferðaröryggi og það að draga sem mest úr áhrifum á he fðbundin landafnot. Leið 1 liggi nálægt afar þéttri byggð og yfir gróin tún, skeiðbraut hesta manna og ræktunarlönd. Vegtengingar á leið 1 verði jafnmargar og því muni um ferðar öryggi ekki aukast, á meðan leið 3 stytti vegalengdir og auk umferðaröryggi. Þ á hafi hún minni áhrif á landslag en leið 2. Þessi sjónarmið eru málefnaleg og varða tilgang og markmið framkvæmdarinnar sbr. einnig Hrd. 22/2009. Verður ekki fallist á að rökstuðningur sveitarfélagsins fyrir því að valin sé leið 3 í stað leiðar 1 sé ófull nægjandi og gangi gegn 28. gr. vegalaga nr. 80/2007. Skerðing eignarréttinda 59. Í matsskýrslu um hringveg við Hornafjörð frá apríl 2009 er að finna lýsingu á mis munandi framkvæmdarkostum. Allar tillögurnar gera ráð fyrir því að núverandi vegur verði nýttur sem innansveitarvegur. Nýframkvæmdir eða nýr vegur samkvæmt leið 1, er 11,1 km. langur, á meðan nýr vegur samkvæmt leið 2 er 17,1 km. langur. Nýr vegur er 17,6 km. langur samkvæmt leið 3, en 17,1 km. langur miðað við leið 3b. Skýringin á því er sú að leið 1 sveigir síðar en leiðir 2 og 3 frá núverandi hringvegi vestan Hornafjarðarfljóts milli bæjanna Holts og Tjarnar. Hún sameinast síðan núverandi hring vegi milli Seljavalla og Dýhóls austan Hornafjarðarfljóts. Leiðir 2 og 3 sveigja frá nú verandi hringvegi um 2,5 km áður en komið er að Hólmsá og sameinast síðan núverandi hring vegi norðan við Haga. Stefnandi hefur jafnframt bent á að á vegleið 1 eru fleiri jarðir í eigu ríkis og sveitarfélaga en á vegleið 3b. Samtals er um að ræða ríflega tvo kíló metra á v egleið 1 í eigu þessara aðila, en tæplega eins kílómetra á vegleið 3. Það er hins vegar útilokað að leggja veginn að einhverju verulegu leyti um eigið land þessara tveggja aðila. Í greinargerð stefnda er því haldið fram að eignaskerðingar austan Horna fjar ðar fljóts séu 443.000 fermetrar samkvæmt vegleið 1, en einungis 418.000 fermetrar sam kvæmt leið 3. Ekki verður séð að nein gögn liggi til grundvallar þessum út reikningum eða að stefndi hafi metið sérstaklega hvaða vegleið skerðir eignarréttindi land eig enda minnst. Verði vegleið 1 fyrir valinu er hins vegar fyrirsjáanlegt að nauð syn legar vegtengingar muni hafa í för með sér frekari eignaskerðingar. Miðað við fyrir liggjandi gögn málsins, og þá einkum upplýsingar um kílómetrafjölda á nýlagningu vega sem rakin er hér að framan, verður að miða við að vegleið 1 skerði eignarréttindi landeiganda minna en vegleið 3b. Umferðaröryggi 60. Allar vegleiðirnar hafa verulega jákvæð áhrif hvað varðar umferðaröryggi umfram nú verandi vegstæði hringvegarins. Þær gera all ar ráð fyrir því að flytja hringveginn út fyrir þétt býlið við Nesjahverfi, en þar er slysatíðni mjög há, auk þess sem fjölmargar veg tengingar við núverandi hringveg eru óásættanlegar út frá öryggissjónarmiðum. Sam kvæmt matsskýrslunni eru áhrif allra veg leiðanna á umferðaröryggi miðað við núverandi hring veg verulega jákvæð sama hvaða leið er valin að leið 1 undanskilinni en þar eru áhrifin talsvert jákvæð. Stafar það af því að fleiri tengingar eru á leið 1 en leið 3 og vega lengd á milli tenginga 31 sumstað ar í lágmarki. Ef leið 1 yrði valin þyrfti að sameina tengingar og gera hliðarvegi til þess að ná ásættanlegri fjarlægð á milli þeirra. Í skýrslunni eru gerðar athugasemdir við nálægð vegleiðar 1 við bæinn Holt en þar hefur myndast vísir að þéttbýli. Þar e r talið erfitt að fækka tengingum þannig að nægjanleg fjar lægð verði á milli og talsverðar líkur á að gangandi þveri veginn eða gangi í vegbrún. Í skýrslunni er einnig að finna athugasemdir við vegleið 1 út frá kartöflurækt, þar sem hún leiði til þess að það þurfi að fara tvisvar sinnum yfir þjóðveg til að komast til og frá ræktunar löndunum. Á uppskerutíma sé gríðarleg umferð en hann standi yfir á mesta anna tíma. Í matsgerð dómkvadds matsmanns kemur fram að umferðaröryggi beggja veg línanna 1 og 3b verði mjög hátt og mun meira en á þjóðvegakerfinu almennt. Matsmaður telur, eftir lauslega skoðun, að leysa megi fjölda tenginga á vegleið 1 með hliðarvegum, sem myndi fela í sér aukinn kostnað við leið 1. Leið 3b sé hins vegar 800 metrum styttri, en stytting v egleiða sé ein áhrifaríkasta aðferðin til að draga úr slysahættu. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður að líta svo á að leið 3b sé betri kostur Kostnaður og arðsemi 61. Í matsskýrslunni er farið yfir kostnað og arðsemi mismunandi vegleiða. Vegleið 1 er ódýrust og er áætlaður heildarkostnaður vegna hennar 3.422 milljónir miðað við vístölu frá janúar milljónir. Mismunurinn er 787 milljónir króna. Séu þessar tölur framreiknaðar miðað við vístölu febrúarmánaðar 2022 sem er 533,9 stig, þá er kost naður vegna veg leiðar 1 samtals 5.355 milljónir króna en vegna vegleiðar 3 er kostnaðurinn 6.586 milljónir króna. Mismunurinn er 1.232 milljónir króna. Vegtengingar og hugsanleg undir göng undir vegleið 1 munu hafa í för með sér viðbótarkostnað á vegleið 1, en engar kostnaðar áætlanir liggja fyrir af hálfu stefnda varðandi þessa þætti. Í matsskýrslunni er einnig að finna mat á áætlaðri arðsemi mismunandi vegleiða. Arðsemin við vegleið 1 er metin á 17%, en 11% af leið 3b. Þrátt fyrir að kostnaður muni fylgj a því að gera hliðar vegi vegna fjölda vegtenginga á leið 1 og hugsanleg undirgöng til að draga úr um ferðar - þunga á uppskerutíma er leið 1 hagkvæmari en leið 3b. Umhverfisáhrif 62. Í matsskýrslunni frá apríl 2009 eru einstakar vegleiðir bornar saman út frá u m hverfis áhrifum. Allar leiðirnar koma til með að valda raski á votlendi, en gert er ráð fyrir ákveðnum mótvægisaðgerðum til að endurheimta það. Leið 1 er talin hafa óveruleg til tals verð neikvæð áhrif á gróðurfar, en leið 3b er talin hafa talsverð neikv æð áhrif. Þá er leið 1 talin hafa óveruleg áhrif á fuglalíf á meðan leið 3b er talin hafa talsverð neikvæð áhrif. Báðar leiðirnar eru taldar hafa óveruleg áhrif á smádýralíf, vatnafar og fiskistofna. Leið 1 er talin hafa talsverð neikvæð áhrif á fornminjar en leið 3b óveruleg áhrif. Að því er varðar sjónræn áhrif og ásýnd vegar í landslagi þá er leið 1 talin hafa óveruleg til tals verð áhrif á landslag á meðan leið 3b hefur talsverð til veruleg neikvæð áhrif. Niður staða Skipulagsstofnunar er sú að neikvæð umhverfisáhrif vegleiðar 1 séu minni en annarra kynntra kosta og sú leið samræmist því best markmiðum laga um mat á um hverfis á hrifum. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður að miða við að leið 1 sé heppilegri en leið 3b út frá umhverfisáhri fum. Matsskýrsla 63. Lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sem leyst voru af hólmi með lögum nr. 111/2021, voru í gildi þegar matsferlið fór fram og hin umdeilda ákvörðun um eignarnám var tekin þann 6. júní 2019. Í 1. gr. laga nr. 106/2000 kemur fram að markmið laganna sé að tryggja að áður en leyfi sé veitt fyrir framkvæmdinni fari fram mat á um hverfis áhrifum, stuðlað sé að samvinnu þeirra sem eiga hagsmuna að gæta og umhverfisáhrifin séu kynnt fyrir almenningi. Markmiðið er ekki að banna almennt fram kvæmdir vegna um hverfis áhrifa sbr. Hrd. 280/2003 heldur upplýsa um afleiðingarnar. Eftir að lögum nr. 106/2000 var breytt með lögum nr. 74/2005 er hlutverk Skipulagsstofnunar ekki lengur að taka afstöðu til þess hvort fallist sé á eða lagst gegn framkvæm d, heldur einungis hvort endan leg matsskýrsla sé í réttu horfi og lýsi umhverfisáhrifum framkvæmdar á full nægjandi hátt. Matsskýrslan frá apríl 2009 gegnir því veigamiklu hlutverki í þessu sam bandi við mat á umhverfisáhrifum ólíkra framkvæmdakosta. Í ma tsskýrslunni er farið ítar lega yfir mat á áhrifum framkvæmdanna á gróðurfar, votlendi, leirur, fuglalíf, smá dýra líf, vatnafar, 32 fiskistofna, fornminjar, landslag og jarðmyndanir. Þá er einnig fjallað um efnistökur úr námum og mótvægisaðgerðir og áhrif fr amkvæmdanna á ferðaþjónustu á svæðinu. Loks er gerð grein fyrir fjölmörgum athugasemdum, m.a. frá landeigendum og íbúum sveitarfélagsins, og þeim svarað efnislega. 64. Gera verður þær kröfur að umhverfismat sem liggur til grundvallar framkvæmdum eigi enn við og þarfnist ekki endurskoðunar áður en leyfi er veitt. Það að langt sé um liðið síðan matið var gert leiðir ekki sjálfkrafa til þess að slík endurskoðun verði að fara fram. Við mat á því ræður úrslitum hvort forsendur hafi breyst verulega frá því að um hv erfis matið lá fyrir, s.s. vegna breytinga á náttúrufari eða landnotkun eða breytinga á lög gjöf og alþjóðlegum skuldbindingum sbr. til hliðsjónar 12. gr. laga nr. 106/2000 nú 28. gr. laga nr. 111/2021. Í matsskýrslunni kemur fram að matsvinnan sé byggð á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 með síðari breytingum, og horft sé til viðmiða í lögum og reglugerðum, svo sem lögum nr. 44/1999 um náttúruvernd, lögum nr. 61/2006 um lax og silungsveiði, þjóðminjalögum nr. 107/2001 og reglugerðar nr. 933/1999 um hávaða. 65. Þau ákvæði náttúrverndarlaga nr. 44/1999 sem vísað er til í matskýrslunni frá apríl 2009 eru 37. gr. og 38. gr. laganna. Í 37. gr. laganna, sem er ítrekað vísað til í matsskýrslunni, er fjallað um sérstaka vernd tiltekinna landslagsgerða og j arðminja. Í 38. gr. er mælt fyrir um að leita verði umsagnar Umhverfisstofnunar áður en framkvæmdaleyfi er veitt. Bæði þessi ákvæði eru tekin upp efnislega í 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 og njóta sömu svæði og fjallað er um í matsskýrslunni sér stakrar verndar samkvæmt því ákvæði með sama hætti og mælt er fyrir um í 37. gr. laga nr. 44/1999. Í framkvæmdaleyfi vegna vegarins frá 1. desember 2016 kemur fram að leitað hafi verið umsagna Um hverfis stofnunar og umhverfisnefndar í samræmi við lög nr. 60/2013. Þar kemur fram að um hverfis nefnd hafi með vísan til 4. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 gætt að því að fylgt sé ákvæðum laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Í skýrslunni segir jafnframt að Um hverfis stofnun hafi veitt umsögn um aðalskipulag Hornafjarðar og færslu hringvegar út frá lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd og lagt sérstaka áherslu á 2. gr., 3. gr. 9. gr. og 61. gr. laganna. Í ákvæðum 2. gr., 3. gr. og 9. gr. eru m.a. sett fram verndarmarkmið fyrir vist kerfi, jarðminjar, vatnasvæði, landslag og víðerni sem endurspegla skuldbindingar sem Íslendingar hafa gengist undir með aðild að alþjóðasamningum um að vernda líf fræði lega fjölbreytni landsins. Í 9. gr. er lögfest sérstök varúðarregla sem er byggð á ýmsum alþjóðlegum samþykktum um ná ttúruvernd. 66. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður ekki fallist á að ekki hafi verið farið eftir ákvæðum náttúruverndarlaga við mat á umhverfisáhrifum. Þau ákvæði eldri laga um náttúru vernd nr. 44/1999 sem vísað er til í matsskýrslunni eru e fnislega óbreytt í nú gildandi náttúruverndarlögum nr. 60/2013. Þá var sérstaklega horft til ákvæða laga nr. 60/2013 við útgáfu framkvæmdaleyfis í umsögn umhverfisnefndar og Um hverfis stofnunar. Verður ekki séð að það séu slíkir ágallar á fyrirliggjandi u mhverfismati vegna þess tíma sem er liðinn frá því að það var gert að ástæða sé til að endurskoða það. Þá verður ekki fallist á að slík óvissa sé um áhrif fyrirhugaðra vegframkvæmda eða að for sendur hafi breyst með þeim hætti að það kalli á að ráðist verð i í gerð nýrrar matsskýrslu. Á það einnig við um ný lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011 og umhverfisábyrgð nr. 55/2012. Vatnafar 67. Í matsskýrslunni er fjallað um vatnafar á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði og þau áhrif sem framkvæmdin kann að hafa þar á. Sjávarföll voru mæld í Hornafjarðarósi og í Horna fjarðar höfn og gert var straumlíkan af Hornafirði til að meta áhrif mannvirkja á leiðum 2 og 3 á vatnsborð Austurfljóta í flóðum. Brúarstæði á framkvæmdaleiðum var metið á grund velli flóðagreiningar með 1 00 ára endurkomutíma. Með endurkomutíma eru settar fram líkur þess að flóð af ákveðinni stærð verði á tilteknu tímabili. Almennt gildir að um er að ræða svipaðar brúarlengdir og á núverandi hringvegi með nokkurri lengingu þegar búið er að taka tillit til b reytinga á stærð vatnasviða þar sem um slíkt er að ræða. Hvað varðar brúna yfir Bergá á leiðum 2 og 3 ræðst stærð vatnsopsins af þeirri kröfu að mann virkið hafi óveruleg áhrif á sjávarföllin innan vegarins. Þá ræðst brúarlengdin ekki eingöngu af hönnunarf lóði árvatns í voginum á milli Hríseyjar 33 og Árnaness. Niðurstaðan er sú að 50 metra löng brú á vegleið 3 tryggi að mannvirkin hafi nánast engin áhrif á sjávar föll og vatnsskipti. Hins vegar verður að gera ráð fyrir því að set setjist fyrir í vogunum hraða r en ætti sér stað án mannvirkjanna. Í skýrslunni kemur fram að ekki sé talið að um sé að ræða sérstaka náttúruvá varðandi flóð í ám á þessu svæði umfram það sem almennt gerist á vegakerfinu. Þá er talið að litið til langrar framtíðar megi búast við því að hætta á sjávarflóðum fari minnkandi vegna aukins landriss samfara rýrnun Vatna jökuls. Niðurstaða skýrslunnar er sú að neikvæð áhrif framkvæmda á vatnafar séu óveruleg hvort heldur farin er vegleið 1 eða vegleið 3b. 68. Skipulagsstofnun telur í skýrslu sinni frá 7. ágúst 2009 að fullnægjandi grein sé gerð fyrir vatna fari á svæðinu og hönnun mannvirkja sé miðuð við það. Sérstaklega er tekið fram að mannvirki á leiðum 2, 3 og 3b komi til með að hafa nokkur áhrif í voginum á milli Hrís eyjar og Árnaness, nema í aftakaflóðum (flóð með 100 ára endurkomutíma) en þá geti áhrifin orðið talsverð. Með vísan til þess að matsskýrslan og álit Skipulagsstofnunar til greina sérstaklega að aftakaflóð geti haft talsverð umhverfisáhrif verður ekki séð að það þótt aftakaflóð ha fi orðið á svæðinu haustið 2017 leiði til þess að forsendur hafi breyst að þessu leyti frá því sem gert er ráð fyrir í matsskýrslunni. Í niðurstöðu dóm kvadds matsmanns kemur fram að áhrif fyrirhugaðra brúa og varnargarðs á vatnsskipti og sjávarhæð verði ó veruleg þar sem brýrnar séu langar og vatnið ekki mjög mikið. Jafn framt er talið að hætta á því að flóð nái á ræktunartíma upp á lægstu spildurnar þar sem kartöflur eru ræktaðar sé litlu sem engu meiri vegna vegfyllinganna og brúarinnar. Hættan sé minni n ú en áður vegna landhækkunar. Þá er í skýrslunni gerð grein fyrir ísingarhættu sem byggð er á reynslu af þverun fjarða og hættu af því að færa veg að sjávarmáli. Niðurstaðan er sú að ekki sé aukin hætta á ísingu. Verður ekki fallist á að áhrif framkvæmdann a á vatnafar séu ekki metin með fullnægjandi hætti og niðurstöður matsskýrslu um þetta efni séu ómarktækar. Ferðaþjónusta 69. Í matsskýrslunni kemur fram að almennt sé litið svo á að ferðaþjónustufyrirtæki njóti góðs af nálægð við hringveginn. Ferðaþjónusta á þessu svæði byggist þó fyrst og fremst á nálægð við vinsæla ferðamannastaði á Suðausturlandi. Í skýrslunni er fjallað um áhrif nýs vegar á ferðaþjónustu. Allar þær vegleiðir sem fjallað er um í skýrslunni hafa í för með sér að nokkur ferðaþjónustufyrirtæk i og gististaðir sem eru við núverandi hringveg koma til með að fjarlægjast hann með nýjum vegi. Vegleiðir 2 og 3 færa hringveginn hins vegar nær ferðaþjónustufyrirtækjum á Höfn. Fyrirsjáanlegt er að áfram verður um ferð um þann hluta núverandi hringvegar sem ekki verður áfram hluti af hringveginum, enda hefur orðið veruleg uppbygging á ferðþjónustu á þessu svæði. Það breytir því ekki að með fyrirhuguðum framkvæmdum verður dregið verulega úr umferð á þeim vegar hluta þar sem slysatíðnin hefur verið mest. Ve rður ekki fallist á að það skipti einhverju veru legu máli út frá umferðaröryggi á þessu svæði hvaða framkvæmdakostur verður fyrir valinu, enda koma allar vegleiðirnar í veg fyrir gegnumumferð á þessum vegarkafla. Hlutverk sveitarstjórna 70. Sveitarstjórnum e r tryggt ákveðið sjálfstæði í 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrár, m.a. gagnvart öðrum stjórnvöldum. Sveitarstjórnir fara með skipulagsvald innan sveitarfélagsins, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 123/2010, en skipulagsmál eru eitt af lögbundum hlutverkum sveitar st jórna. Samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 annast sveitarstjórnir gerð svæðis - , aðal - og deiliskipulagsáætlana. Samkvæmt 2. mgr. 28. gr. vegalaga nr. 80/2007 skulu þjóðvegir lagðir í samræmi við gildandi skipulagsáætlun á hverjum tíma, sbr. 2. mgr. skipul agslaga nr. 123/2010 að fenginni tillögu Vegagerðarinnar og að höfðu sam ráði Vegagerðarinnar og skipulagsyfirvalda. Fallist sveitarfélag ekki á tillögu Vega gerðar innar skal það rökstyðja það sérstaklega. Þó er sveitarfélagi óheimilt að víkja frá til lög u Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis en tillagan felur í sér. Allar framkvæmdir verða að samræmast skipulagi á því svæði sem um ræðir, sbr. til hlið sjónar 1. mgr. 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áform um framkvæmdir geta bein líni s stöðvast við það að þau sæti andstöðu sveitarfélagsins og falli utan skipulags. 34 71. Þeir þrír framkvæmdakostir sem voru kynntir þann 24. janúar 2008 í frummatsskýrslu voru ekki í samræmi við þáverandi aðalskipulag, sem gerði ráð fyrir því að hringvegurinn m yndi liggja sunnan flugvallar og nær Höfn í Hornafirði. Vegleiðin samkvæmt því aðalskipulagi var talin of dýr og hafa of neikvæð áhrif á umhverfið. Vegleiðir 1 og 2 voru þó í mun betra samræmi við það skipulag heldur en vegleið 1 sem gekk þvert á það skipu lag. Bæjarstjórnin samþykkti vegleið 3 sem nýja veglínu fyrir Hornafjörð. Í kjölfar matsskýrslunnar komu fram ýmsar ábendingar og athugasemdir frá sveitarfélaginu og almenningi sem leiddu til þess að stefndi breytti veglínu 3 í 3b. Vógu þar þyngst umhverfi ssjónarmið, en leið 3b raskar sjávarfitjum mun minna en leið 3 og sveigir framhjá flóa í Skarðsfirði sem er á náttúruminjaskrá. Þann 10. júlí 2009 voru gerðar breytingar á aðalskipulagi Hornafjarðar 1998 2018 sem fólu í sér breytingu á legu hringvegar samk væmt veglínu 3b. Í aðalskipulagi Hornafjarðar 2012 2030 hefur því verið gert ráð fyrir legu hringvegarins samkvæmt leið 3b. Verður að viðurkenna að sveitarfélag sem fer með skipulagsvald hafi töluvert svigrúm í þessu tilviki til að velja þá leið sem það te lur best þjóna hagsmunum sínum, enda um að ræða matskennda stjórnvaldsákvörðun þar sem stefnt er að lögmætu markmiði og varðar miklu fyrir stöðu sveitarfélagsins. Meðalhóf og mat á valkostum 72. Meginágreiningur stefnanda og stefnda lýtur að því hvort gætt ha fi verið meðalhófs við ákvörðunina, einkum með tilliti til skerðinga á eignarréttindum, umferðaröryggis, hagkvæmni og umhverfisáhrifa. Þá lýtur ágreiningur stefnanda og stefnda einnig að því hvort samanburður á öðrum valkostum hafi verið fullnægjandi. Við mat á því hvort gætt hafi verið meðalhófs og málefnalegra sjónarmiða við mat á vegleiðum verður að horfa heildstætt á þá þætti sem samanburðurinn tekur til með hliðsjón af þeim markmiðum sem stefnt er að með framkvæmdinni. Þá verður að horfa til þess hvern ig skipulagi á svæðinu er háttað. 73. Tilgangur og markmið framkvæmdanna er að bæta samgöngur og styrkja byggðarlög á Suðaustur - og Austurlandi, auka umferðaröryggi, draga úr slysahættu og tryggja góðar samgöngur á svæðinu, sbr. einnig 1. gr. vegalaga nr. 80/ 2007. Höfn er eini þéttbýliskjarninn með fjölbreytta þjónustu á mjög stóru svæði og því hefur leiðarval á nýjum hringvegi mikil áhrif á þjónustu innan sveitarfélagsins. 74. Samkvæmt 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 skulu sveitarfélög sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Í þessu birtist svonefnd sjálfstjórn sveitarfélaga, sem áréttuð er í 1. mgr. 1. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, en þar segir að landið skiptist í sveitarfélög sem sjálf ráði málefnum sínum á eigin ábyrgð. Í fr umvarpi því sem varð að sveitarstjórnarlögum kemur fram að það hafi verið meginsjónarmið við gerð frumvarpsins að tryggja bæri ríka sjálfstjórn sveitarfélaga hér á landi sem mikil söguleg hefð væri fyrir. Þá er meðal markmiða sveitarstjórnarlaga, sem talin eru upp í 3. gr. þeirra, að afskipti annarra stjórnvalda af málefnum sveitarfélaga taki ávallt mið af sjálfstjórn sveitarfélaga samkvæmt stjórnarskrá og sáttmála Evrópuráðsins um sjálfstjórn sveitarfélaga. Að þessu virtu hefur sveitarstjórnum verið játað ákveðið svigrúm þegar kemur að matskenndum stjórnvaldsákvörðunum og stefnt er að lögmætu markmiði, sbr. einnig Hrd. nr. 70/2002. 75. Með vegleið 3b tók stefndi ákvörðun um framkvæmdaleið sem byggðist á aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir 2012 2030 og var í mun meira samræmi við eldra skipulag en vegleið 1. Sveitarfélagið hafði um árabil lagt megináherslu á að lagning á nýjum hringvegi um Hornafjörð stuðli að auknu umferðaröryggi og styttingu leiða innan sveitarfélagsins að þjónustukjarna þess á Höfn. Styttin g vegarins sé í samræmi við markmið framkvæmdarinnar og 1. gr. vegalaga nr. 80/2007 um að tryggja greiðar og öruggar samgöngur og stytta hringveginn og leiðir að stærsta byggðarlaginu innan sveitarfélagsins. Við ákvörðun um val á vegleið var horft til sjón armiða varðandi umhverfi, umferðaröryggi, kostnað og styrkingu byggðarlags. Niðurstaða af þessu heildarmati eftir að farið hafði verið yfir kosti og galla einstakra vegleiða var sú að velja vegleið 3b. Vógu þar þyngst sjónarmið um umferðaröryggi og styttin gu vegalengda að þjónustusvæði sveitarfélagsins. Þessi sjónarmið eru málefnaleg eins og kemur m.a. fram í dómi Hæstaréttar í máli nr. 35 22/2009 og í samræmi við markmið framkvæmdarinnar, 1. gr. vegalaga nr. 80/2007 og samgönguáætlun 2011 2022 og fyrri samgön guáætlanir sem hafa lagt áherslu á styttingu leiða. Verður fallist á að framkvæmdaleið 1 geti ekki með sama hætti og vegleið 3b tryggt þau markmið sem lúta að auknu umferðaröryggi og styttingu vegleiða m.a. að mikilvægasta þjónustusvæði sveitarfélagsins. Þ essi samfélagslegi ávinningur af vegleið 3b og sjónarmið um aukið umferðaröryggi, sem eru almannahagsmunir, vega þyngra en röskun á eignarréttindum, umhverfi og kostnaði vegna framkvæmdanna. Þá er til þess að líta að við mat á ávinningi og neikvæðum áhrifu m framkvæmdarinnar koma fyrst og fremst til skoðunar almannahagsmunir fremur en hagsmunir einstaklinga, sem eru verndaðir með öðrum reglum, s.s. um eignarnám og bætur vegna þess. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður fallist á að ákvörðun um eignarnám vegna vegleiðar 3b uppfylli kröfur um meðalhóf og skilyrði 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. 76. Í málinu liggur fyrir ítarleg matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar um framkvæmdina frá árinu 2009 ásamt umsögnum og sérfræðiskýrslum sem hafa komið til síðar. Breytingar á aðalskipulagi hafa kallað á kynningar og afgreiðslu umhverfisnefndar bæði fyrir og eftir þann tíma. Mat á umhverfisáhrifum verður alltaf háð einhverri óvissu og erfitt að ná utan um alla þætti sem geta skipt máli. Niðurstaðan er allt að einu sú að málið hafi verið nægjanlega upplýst og rannsakað og ekki sé um að ræða slíka óvissu um áhr if fyrirhugaðra vegframkvæmda eða að forsendur hafi breyst með þeim hætti að það kalli á að ráðist verði í gerð nýrrar matsskýrslu. 77. Með vísan til þess sem að framan hefur verið rakið er kröfum stefnanda hafnað. Með hliðsjón af öllum atvikum málsins þykir rétt að aðilar beri hver um sig sinn kostnað af þessum þætti málsins, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 78. Af hálfu stefnanda flutti málið Hlynur Jónsson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Reynir Karlsson lögmaður. Helgi Sig urðsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 8. október 2021. DÓMSORÐ: Kröfum stefnanda, Ásgeirs Núpan Ágústssonar, á hendur stefnda, Vegagerðinni er hafnað. Málskostnaður fellur niður.