LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 24. október 2024 . Mál nr. 257/2023 : EOH ehf. ( Árni Helgason lögmaður ) gegn Húsasmiðj unni ehf. ( Marteinn Másson lögmaður , Smári Hilmarsson lögmaður, 3. prófmál ) og gagnsök Lykilorð Verksamningur. Krafa. Mannvirki. Byggingarstjóri. Útdráttur E ehf. höfðaði mál gegn H ehf. og krafðist endurgjalds fyrir vinnu stálvirkjameistara við byggingu stálgrindarhúss á grundvelli fimm reikninga. Málsatvik voru þau að H ehf. og D ehf. gerðu með sér verksamning um byggingu hússins þar sem meðal annars kom fram að D ehf. skyldi leggja til byggingarstjóra en H ehf. stálvirkjameistara. Á upphafsstigum verksins gerðu D ehf. og E ehf. með sér samkomulag um aðkomu E ehf. að húsbyggingunni og strax við umsókn um byggingarleyfi tók fyrirsv arsmaður þess félags að sér hlutverk stálvirkjameistara. Var ætlunin sú að skipt yrði um stálvirkjameistara þegar H ehf. kæmi að verkinu. Af gögnum málsins varð ráðið að H ehf. hefði ætlað starfsmanni sínum, I, að verða stálvirkjameistari en hann ekki reyn st hafa tilskilin réttindi. Þegar það lá fyrir hefðu E ehf. og H ehf. samið svo um að fyrirsvarsmaður E ehf. yrði áfram skráður stálvirkjameistari. Síðar hafði H ehf. uppi áform um að annar starfsmaður, G, tæki við sem stálvirkjameistari af fyrirsvarsmanni E ehf. Landsréttur taldi að þau áform H ehf. hefðu ekki raungerst, en samkvæmt málsgögnum var fyrirsvarsmaður E ehf. skráður stálvirkjameistari allan þann tíma sem reikningar E ehf. tóku til. Fyrir lá að E ehf. hafði gefið út tvo reikninga fyrir vinnu stá lvirkjameistara vegna júlí og ágúst 2018 sem H ehf. hafði greitt athugasemdalaust. H ehf. hafnaði aftur á móti að greiða þá reikninga sem E ehf. gaf síðar út. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að samkvæmt skýrslu byggingarstjóra hússins fyrir héraðsdóm i hefði H ehf. ekki gengið sérstaklega eftir því að skipt yrði um stálvirkjameistara eftir að áform félagsins um að G tæki við því hlutverki strönduðu haustið 2018. Þá rakti Landsréttur tilgreind ákvæði laga nr. 160/2010 um mannvirki og komst að þeirri nið urstöðu að það væri á valdi byggingarstjóra að hafna ráðningu iðnmeistara, eins og byggingarstjóri hússins hefði gert í tilviki G haustið 2018. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi upplýsti G að hann hefði samþykkt að taka að sér að vera stálvirkjameistari geg n greiðslu tiltekinnar þóknunar. Hann kvaðst aftur á móti ekki hafa gert kröfu um að fá þá þóknun greidda þar sem ekki hefði komið til þess að 2 hann tæki við sem stálvirkjameistari. Var það niðurstaða Landsréttar að leggja bæri til grundvallar að fyrirsvars maður E ehf. hefði ekki einungis verið skráður stálvirkjameistari verksins heldur hefði hann verið sá sem í raun gegndi þeirri stöðu allt það tímabil sem E ehf. krafðist greiðslu vegna í málinu. Við úrlausn þess hvort E ehf. hefði tekist að færa sönnur á f járhæð kröfu sinnar leit Landsréttur meðal annars til þess að H ehf. hefði greitt fyrstu tvo reikninga E ehf., án athugasemda, og jafnframt að síðari reikningsgerð E ehf., líkt og fyrstu reikningarnir tveir, hefði endurspeglað fyrir liggjandi óundirrituð d rög að þjónustusamningi milli málsaðila. Þá hefði H ehf. ekki freistað þess að hnekkja reikningunum með öflun matsgerðar dómkvadds matsmanns, sem honum hefði verið í lófa lagið að gera. Samkvæmt því, og þar sem Landsréttur taldi kröfu E ehf. ekki hafa fall ið niður fyrir tómlæti, var það niðurstaða réttarins að taka kröfu E ehf. að fullu til greina ásamt tilgreindum dráttarvöxtum. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristinn Halldórsson og Ragnheiður Bragadóttir og Maríus Þór Jónasson byggingatæknifræðingur og húsasmíðameistari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðalá frýjandi skaut málinu til Landsréttar 5. apríl 2023 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 10. mars 2023 í málinu nr. E - 4849/2021 . 2 Aðaláfrýjandi krefst þess að gagnáfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum 24.932.928 krónur, auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 2.999.908 krónum frá 19. desember 2018 til 16. júlí 2021, en af 24.932.298 krónum frá 16. júlí 2021 til greiðsludags. Þá krefst aðaláfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu fyrir sitt leyti 21. júní 2023. Gagnáfrýjandi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sýknu hans a f öllum kröfum aðaláfrýjanda en til vara að kröfur aðaláfrýjanda verði lækkaðar. Þá krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 4 Aðaláfrýjandi krefst sýknu af kröfu gagnáfrýjanda í gagnsök um málskostnað í héraði. Málsatvik , málsástæður aðila og sönnunarfærsla 5 Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi gerðu gagnáfrýjandi og Dalsnes ehf. með sér verksamning 28. nóvember 2017 um framleiðslu og uppsetningu á stálvirki, trapisu - plötum og klæðningum í húsbyggingu að Korngörðum 3 í Reykjavík. Var um að ræða 15.500 fermetra stálgrindarhús með steyptum stigakjörnum og steyptum vegg til afstífingar, klætt með samlokueiningum og glerklæðningu. 6 Samkvæmt 3. gr. verksamningsins bar Dalsnesi ehf. að leggja til byggingarstjóra verksins. Gagnáfrýjanda bar a ftur á móti að leggja til meistara fyrir stálvirki og klæðningu hússins. 3 7 Á upphafsstigum verksins gerðu Dalsnes ehf. og aðaláfrýjandi með sér samkomulag um aðkomu þess síðarnefnda að byggingu hússins og strax við umsókn um byggingarleyfi haustið 2017 tók f yrirsvarsmaður aðaláfrýjanda , Bjarni Guðjón Bjarnason, að sér hlutverk stálvirkjameistara. Fyrir liggur að aðaláfrýjandi hafði frekari aðkomu að verkinu fyrir hönd Dalsness ehf., einkum er laut að verkeftirliti og hönnun stálvirkis. 8 Samkvæmt gögnum málsins var ætlun in sú að skipt yrði um stálvirkjameistara þegar gagnáfrýjandi kæmi að verkinu. Í fyrstu ætlaði gagnáfrýjandi starfsmanni sínu m , Ingvari Skúlasyni, að vera stálvirkjameistari en þ egar til kom reyndist hann ekki hafa tilskilin réttindi til að gegna þeim starfa . Þegar það lá fyrir varð að samkomulagi milli aðila að fyrirsvarsmaður aðaláfrýjanda yrði áfram skráður stálvirkjameistari hússins, sbr. staðfestingu hans þess efnis í tölvupósti 22. júní 2018 sem send var að beiðni starfsmanns gagnáfrýjanda. 9 Af fundargerð verkfundar 6. september 2018 og tölvupóstsamskiptum fyrirsvarsmanns aðaláfrýjanda, áðurnefnds Ingvars Skúlasonar , og byggingarstjóra hússins , meðal annarra, má ráða að gagnáfrýjandi hafi í kjölfarið haft áform um að Guðbjartur Halldórsson tæk i við sem stálvirkjameistar i verksins af fyrirsvarsmanni aðaláfrýjanda. Þau áform að skrá Guðbjart sem stálvirkjameistara raungerðust aftur á móti ekki en s amkvæmt gögnum málsins var fyrirsvarsmaður aðaláfrýjanda skráður stálvirkjameistari allan byggingart íma hússins. 10 Aðaláfrýjandi gaf út tvo reikninga vegna vinnu stálvirkjameistara í júlí og ágúst 2018, hvorn um sig að fjárhæð 1.499.904 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Gagnáfrýjandi greiddi þá reikninga án athugasemda. Hinn 19. desember 2018 gaf aðalá frýjandi út tvo reikninga til viðbótar að sömu fjárhæð, sem samkvæmt efni sínu voru annars vegar vegna útseldrar þjónustu stálvirkjameistara í september og hins vegar í október. Gagnáfrýjandi hafnaði að greiða þ á reikninga og hefur í því sambandi vísað til bréfs lögmanns síns 3. janúar 2019 . Lögmaður aðaláfrýjanda sendi gagnáfrýjanda innheimtubréf vegna reikninganna 11. febrúar 2020. Bréfinu fylgdu óundirrituð drög að þjónustusamningi, dagsett 21. júní 2018. Skjalið er samkvæmt efni sínu tilboð um þjónustus amning frá fyrirsvarsmann i aðaláfrýjanda til gagnáfrýjanda. Í drögunum kom fram að fyrirsvarsmaðurinn tæki að sér lögbundna þjónustu stálvirkjameistara í tengslum við uppsetningu og frágang stálvirkis hússins og skyldi endurgjald fyrir þá þjónustu nema 1.4 99.904 krónum að meðtöldum virðisaukaskatti fyrir hvern mánuð. Miðað var við fasta viðveru þrjá daga í viku og að gjald fyrir hverja klukkustund næmi 12.000 krónum án virðisaukaskatts . Gagnáfrýjandi svaraði innheimtubréfi lögmanns aðaláfrýjanda 19. febrúar 2020 þar sem ítrekuð var sú afstaða hans að reikningunum væri hafnað. 11 Hinn 9. júlí 2021 gaf aðaláfrýjandi að endingu út þrjá reikninga og voru þeir vegna vinnu við verkið frá nóvember 2018 til september 2020. Reikningur vegna útseldrar vinnu í nóvember og desember 2018 nam 1.636.800 krónum, reikningur vegna janúar 4 til desember 2019 nam 12.008.160 krónum og reikningur vegna janúar til september 2020 nam 8.288.160 krónum. Fjórum mánuðum áður en aðaláfrýjandi gaf reikningana út hafði lögmaður hans sent gagnáf rýjanda bréf vegna óuppgerðrar vinnu og boðað útgáfu reikninga miðað við unna tíma en ekki fast mánaðarlegt verð. Bréfi lögmannsins fylgdu tímaskýrslur aðaláfrýjanda vegna vinnu fyrirsvarsmanns hans. Í svarpósti lögmanns gagnáfrýjanda 27. maí 2021 kom fram að kröfur aðaláfrýjanda hefðu komið gagnáfrýjanda í opna skjöldu þar sem honum hefði ekki verið kunnugt um að fyrirsvarsmaður aðaláfrýjanda hefði gegnt störfum fyrir gagnáfrýjanda á verkstað eftir að hann óskaði eftir því að stálvirkjameistari á hans vegu m yrði skráður á verkið. 12 Aðaláfrýjandi höfðaði mál þetta 6. október 2021 og krafðist þess að gagnáfrýjanda yrði gert að greiða honum 24.932.928 krónur, auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Er stefnufjárhæðin samtala fjárhæða þeirra fimm reikninga aðaláfrýjan da sem gagnáfrýjandi hefur hafnað að greiða samkvæmt framangreindu. 13 Um málsatvik að öðru leyti og málsástæður aðila vísast til hins áfrýjaða dóms. 14 Málsaðilar hafa lagt fram ný gögn fyrir Landsrétt. Meðal gagna sem aðaláfrýjandi hefur lagt fram er tölvupóst ur byggingarstjóra hússins að Korngörðum 3 til starfsmanns gagnáfrýjanda þar sem fram kemur að fyrirsvarsmaður aðaláfrýjanda sé verkið mun koma í ljós þið skoðið það síðar. hersluskýrslur Guðbjarts Halldórssonar fyrir hönd gagnáfrýjanda 8. mars 2019 og hersluskýrslu fyrirsvarsmanns aðaláfrýjanda 27. júní 2019, auk minnisblaðs byggingarstjóra vegna hersluskýrslna 30. september 2020. Aðaláfrýjandi hefur jafnframt lagt fram minnislista fyrirsvarsmanns aðaláfrýjanda frá 21. ágúst 2019 um ókláruð atriði, en í skjalinu tilgreinir fyrirsvarsmaðurinn sig ítrekað sem stálvirkjameistara verksins. Aðaláfrýjandi hefur enn fremur lagt fram verkfundargerðir veg na framkvæmdanna. Meðal gagna sem gagnáfrýjandi hefur lagt fram eru hersluskýrslur Guðbjarts Halldórssonar frá desember 2018. Niðurstaða 15 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest sú niðurstaða hans að aðaláfrýjandi sé réttur aðili að máli þessu til sóknar. 16 Fyrir liggur að aðaláfrýjandi og Dalsnes ehf. gerðu með sér samkomulag um aðkomu þess fyrrnefnda að byggingu hússins að Korngörðum 3 . Þannig var fyrirsvarsmaður aðaláfrýjanda strax við umsókn um byggingarleyfi haustið 2017 skráður stálvi rkjameistari hússins. Einnig er upplýst að ætlunin var að skipt yrði um stálvirkjameistara þegar gagnáfrýjandi kæmi að verkinu. 17 Svo sem áður var rakið ætlaði gagnáfrýjandi í upphafi starfsmanni sínu m , Ingvari Skúlasyni, að vera stálvirkjameistari verksins en þ egar til kom reyndist hann ekki hafa tilskilin réttindi til að gegna þeim starfa . Þegar það varð ljóst sömdu aðilar svo um að 5 fyrirsvarsmaður aðaláfrýjanda yrði áfram skráður stálvirkjameistari, sbr. tölvupóstsamskipti þess síðastnefnda og starfsmanns gagnáfrýjanda 22. júní 2018 og fyrrgreindan tölvupóst byggingarstjóra frá sama degi. Samkomulags þessa efnis er einnig getið í verkfundargerð 28. júní 2018. 18 Gögn málsins bera með sér að gagnáfrýjandi hafi í kjölfarið haft uppi áform um að annar starfsmaðu r hans, Guðbjartur Halldórsson , tæki við hlutverki stálvirkjameistara af fyrirsvarsmanni aðaláfrýjanda. Þau áform raungerðust aftur á móti ekki en s amkvæmt gögnum málsins var fyrirsvarsmaður aðaláfrýjanda skráður stálvirkjameistari verksins allan byggingar tíma nn. Jafnframt er fyrirsvarsmannsins getið sem stálvirkjameistara í öllum verkfundargerðum frá 10. október 2018, auk þess að vera þar skráður mættur fyrir hönd verkkaupa, en eins og fyrr var rakið hafði hann einnig aðkomu að verkinu fyrir hönd Dalsness ehf. Þá er til fyrirsvarsmanns aðaláfrýjanda vísað sem stálvirkjameistara verksins í minnisblaði byggingarstjóra 11. september 2020 varðandi undirritun hersluskýrslna. Í ljósi þess ágreinings málsaðila sem til úrlausnar er þykir enn fremur hafa hér þýðingu að samkvæmt vitnaskýrslu byggingarstjóra fyrir héraðsdómi virðist sem gagnáfrýjandi hafi ekki gengið sérstaklega eftir því að skipti yrðu á stálvirkjameistara eftir að áform hans um skráningu Guðbjarts strönduðu haustið 2018. 19 Samkvæmt 13. gr. laga nr. 160 /2010 um mannvirki er meðal skilyrða fyrir útgáfu byggingarleyfis að fyrir liggi yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð sína og að hann hafi afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum. Þessu til samræmis var fyrirsvarsmaður aðaláfrýjanda skráður stálvirkjameistari við umsókn um byggingarleyfi . 20 Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. laga nr. 160/2010 ber iðnmeistari ábyrgð á því gagnvart eiganda mannvirkis að þeir verkþættir sem hann tekur að sér séu í samræmi við viðurkennda verkhætti, samþykkta uppdrætti, verklýsingar og ákvæði laganna, laga um byggingarvörur og reglugerðir sem settar eru samkvæmt þeim. 21 Í hlutverki stálvirkjameistara felst að taka út þá verkþætti sem hann hefur tekið að sér sem meist ari og ábyrgjast að þeir séu í lagi. Til að rækja það hlutverk þarf stálvirkjameistari að sinna eftirliti við verkið. Stöðug viðvera á verkstað er ekki nauðsynleg en æskilegt verður að telja að meistari sé sýnilegur á verkstað og eigi þar í reglulegum sams kiptum. 22 Í 33. gr. laga nr. 160/2010 er fjallað um skipti á iðnmeisturum. Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar skal byggingarstjóri sjá um að nýr iðnmeistari taki við án tafar hætti iðnmeistari umsjón með verkþætti áður en verki er lokið og skrá það í gagnasafn Hú snæðis - og mannvirkjastofnunar. Þá segir í 1. mgr. 29. gr. sömu laga að byggingarstjóri ráði iðnmeistara í upphafi verks með samþykki eiganda eða samþykki ráðningu þeirra. Samsvarandi gildir um uppsögn iðnmeistara. Hér er enn fremur til þess að líta að í g reinargerð með frumvarpi til laganna sagði meðal annars í 6 athugasemdum við 29. gr. að með hliðsjón af ríkri ábyrgð byggingarstjóra hefði verið talið eðlilegt að hann hefði eitthvað um það að segja hvaða iðnmeistarar væru ráðnir til verksins. Þannig gæti ha nn gætt hagsmuna eigandans með því að samþykkja aðeins þá iðnmeistara sem hann treysti til að inna verkið faglega af hendi og í samræmi við lög. Samkvæmt öllu þessu var það á valdi byggingarstjóra að hafna ráðningu gagnáfrýjanda á iðnmeistara, svo sem hann gerði haustið 2018 í tilviki Guðbjarts Halldórssonar. 23 Guðbjartur Halldórsson staðfesti í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi að Ingvar Skúlason hefði innt hann eftir því hvort hann væri til í að taka að sér að vera stálvirkjameistari á verkinu. Guðbjartur kvað verkið. Samkvæmt framburði Gu 24 Upplýst er, og fjallað um í hinum áfrýjaða dómi, að við eftirlit með framkvæmd verksins, sem fyrirsvarsmaður aðaláfrýjanda innti meðal annarra af hendi, k om upp að hersla stálvirkis hússins var ófullnægjandi. Úr varð að fyrirtækið Suðulist ehf. var fengið til að herða stálvirkið með fullnægjandi hætti. Að þeirri vinnu lokinni fór fulltrúi verktaka yfir herslurnar og því næst fyrirsvarsmaður aðaláfrýjanda og staðfesti hann með undirritun sinni í framhaldinu að stálvirkið væri fullhert. 25 Þegar allt það er virt sem að framan er rakið verður ekki á það fallist með gagn - áfrýjanda að skipti hafi orðið á stálvirkjameistara á því verki sem hér um ræðir. Verður því la gt til grundvallar niðurstöðu í málinu að fyrirsvarsmaður aðaláfrýjanda hafi í raun verið sá sem gegndi stöðu stálvirkjameistara allt það tímabil sem aðaláfrýjandi krefst greiðslu vegna í málinu og hafi honum borið skylda til að sinna þeim verkefnum sem st öðunni fylgdu lögum samkvæmt. Að þessu gættu stoðar ekki fyrir gagnáfrýjanda að bera fyrir sig gagnvart aðaláfrýjanda að byggingarstjóra hafi borið að skrá Guðbjart Halldórsson sem stálvirkjameistara verksins þegar fyrir liggur að það gerði hann ekki eins og áður hefur verið rakið. 26 Kemur þá til skoðunar hvort aðaláfrýjand a hafi tekist að færa sönnur á fjárhæð dómkröfu sinnar. Í því sambandi er til þess að líta að a ðaláfrýjandi gaf út tvo reikninga vegna vinnu stálvirkjameistara í júlí og ágúst 2018, hvorn um sig að fjárhæð 1.499.904 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Reikningarnir voru greiddir af gagnáfrýjanda án athugasemda. Jafnframt þykir mega líta til þess að síðari reikningsgerð aðaláfrýjanda endurspeglar, eins og reikningarnir tveir sem gagnáfrýja ndi greiddi, efni þeirra óundirrituð u dr aga að þjónustusamningi sem dagsett eru 21. júní 2018 sem aðaláfrýjandi byggir á að leggja skuli til grundvallar niðurstöðu . Þá verða hvorki fyrrgreint tilboð, sem Guðbjartur Halldórsson kvaðst í vitnaskýrslu sinni f yrir héraðsdómi hafa gert gagnáfrýjanda, né matsgerð Hjalta Sigmundssonar, byggingatæknifræðings og húsasmíðameistara, í máli Héraðsdóms Reykjavíkur nr. 7 M - 2694/2021 frá september 2022, og varðar húsið að Korngörðum 3, talin vera til þess fallin að hnekkja reikningum aðaláfrýjanda. Hvað matsgerðina varðar sérstaklega verður ekki með nokkru móti litið framhjá því að aðaláfrýjandi hafði enga aðkomu að matsmálinu. Þá hefur gagnáfrýjandi ekki freistað þess að hnekkja reikningum aðaláfrýjanda með öflun matsgerðar dómkvadds matsmanns í máli sem aðaláfrýjandi á aðild að, svo sem honum var í lófa lagið að gera. Samkvæmt öllu því sem hér hefur verið rakið verður lagt til grundvallar að aðaláfrýjandi hafi eignast fjárkröfu á gagnáfrýjanda vegna vinnu fyrirsvarsmanns sí ns sem stálvirkjameistari er nemur samtölu þeirra reikninga sem aðaláfrýjandi hefur gert honum vegna verksins. 27 Af hálfu gagnáfrýjanda er á því byggt að verði fallist á það með aðaláfrýjanda að fjárkrafa hans hafi stofnast, þá hafi hún fallið niður fyrir tó mlæti. Í því sambandi verður fyrst að líta til þess, sem ítrekað hefur verið nefnt, að fyrirsvarsmaður aðaláfrýjanda var skráður stálvirkjameistari verksins allan þann tíma sem um ræðir í málinu. Einnig liggur fyrir framburður þess sem gagnáfrýjandi hugðis t ráða sem stálvirkjameistara í hans stað þess efnis að til þess hafi ekki komið og að hann hafi enga greiðslu fengið fyrir að gegna þeim starfa. Þá liggur fyrir að verkfundir voru haldnir reglulega og í fundargerðum var fyrirsvarsmaður aðaláfrýjanda skráð ur stálvirkjameistari. Enn fremur þykir mega horfa til þess að í samkomulagi gagnáfrýjanda og Dalsness ehf. í apríl 2019 var nefnt að eitt af því sem leysa þyrfti úr væru málefni stálvirkjameistara. Þessu til viðbótar kemur að á tímabilinu eftir að lögmaðu r aðaláfrýjanda sendi gagnáfrýjanda innheimtubréf í febrúar 2020 og fram til maí 2021 voru lögmenn málsaðila í reglulegum samskiptum sem voru þess efnis að gagnáfrýjanda gat ekki dulist að aðaláfrýjandi teldi sig eiga inni óuppgerða kröfu vegna vinnu stálv irkjameistara. Þegar alls þessa er gætt verður gagnáfrýjandi ekki talinn hafa verið í góðri trú um að hann væri skuldlaus við aðaláfrýjanda og verður að telja í ljósi allra atvika málsins að aðaláfrýjandi hafi haldið kröfu sinni nægjanlega fram gagnvart ho num. Verður því ekki á það fallist með gagnáfrýjanda að krafa aðaláfrýjanda sé fallin niður fyrir tómlæti. 28 Samkvæmt öllu framangreindu verður krafa aðaláfrýjanda um greiðslu 24.932.928 króna tekin til greina. Um dráttarvexti af kröfunni fer með þeim hætti sem greinir í dómsorði. 29 Eftir úrslitum málsins verður gagnáfrýjanda gert að greiða aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti sem ákveðst í einu lagi eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Gagnáfrýjandi, Húsasmiðjan ehf., greiði aðaláfrýjanda EOH ehf., 24.932.928 krónur, auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 2.999.908 krónum frá 19. desember 2018 til 16. júlí 2021 en af 24.932.298 krónum frá þeim degi til greiðsludags. 8 Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrý janda 3.500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 10. mars 2023 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1. 2. Dómkröfur stefnanda eru að stefnda verði gert að greiða stefnanda 24.932.928 krónur auk dr áttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 2.999.908 krónum frá 19. desember 2018 til 16. júlí 2021 og dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga af 24.932.928 krónum frá 16. júlí 2021 til greiðsludags. Þá krefst stefnan di málskostnaðar. 3. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar. Þá krefst stefndi málskostnaðar. Yfirlit málavaxta og ágreiningsefna 4. Stefnandi EOH ehf. er félag í eigu Bjarna Guðjóns Bjarnasonar stálvirkjameistara og starfar á sviði byggingaframkvæmda við hönnun og gerð stálgrindarhúsa og eftirlit við byggingu slíkra mannvirkja. Stefndi, Húsasmiðjan ehf., og félagið Dalsnes ehf. gerðu þann 28. nóvember 2017 með sér verks amning um framleiðslu og uppsetningu á stálvirki, trapizuplötum og klæðningum í húsbyggingu að Korngörðum 3 í Reykjavík. Um var að ræða byggingu stálgrindarhúss, 15.500 fermetrar að stærð, með steyptum stigakjörnum og steyptum vegg til afstífingar, klædd m eð samlokueiningum og glerklæðningu. Stálgrindar húsið skiptist í vöruhús á jarðhæð, millihæðir og skrifstofuhúsnæði. 5. Verksamningur stefnda og Dalsness ehf. tók til framleiðslu og uppsetningar á stálvirki byggingarinnar, þ.m.t. trapizu í þaki og í millig ólfum auk samlokueininga í útveggjum vöruhúsahluta og frysti - og kæliklefa, flóttahurða og reyklúga. Skyldi stefndi leggja til allt efni og öll verkfæri vegna verksins, útvega og setja upp verkpalla, sjá um alla aðstöðu sköpun, sjá um flutning efnis á stað inn og alla förgun á efnisafgöngum. Samkvæmt 3. gr. samningsins skyldi stefndi útvega meistara fyrir stálvirki og klæðningu vegna verksins en verkkaupi, Dalsnes ehf., leggja til byggingarstjóra. Samkvæmt 2. gr. samningsins skyldi verkkaupi hafa eftirlit me ð verkinu og ráða sérhæfða aðila til verksins. Í 7. gr. samningsins var gerð grein fyrir verktíma og skiladagsetningum með sundurliðuðum hætti en fram kemur að allar skiladagsetningar samningsins hafi miðast við að ekki yrðu tafir af völdum hönnunar og ákv arðana verkkaupa og útgáfu framkvæmdaleyfa. 6. Stefnandi og Dalsnes ehf. gerðu með sér samkomulag um aðkomu stefnanda að byggingu stálgrindarhússins á upphafsstigum verksins en stefnandi tók að sér að vera stálvirkja meistari strax við umsókn um byggingarle yfi. Var síðan ætlunin að skipt yrði um meistara þegar stefndi kæmi að verkinu. Varðaði aðkoma stefnanda að verkinu fyrir Dalsnes ehf. að öðru leyti einkum verkeftirlit og hönnun stálvirkis. 7. Í fyrstu hafði stefndi ætlað starfsmanni sínum, Ingvari Skúlasy ni, að vera stálvirkjameistari á byggingunni fyrir sína hönd en þegar til kom reyndist Ingvar ekki hafa tilskilin réttindi til starfans. Þurfti stefndi því að finna annan hæfan aðila til verksins. Samkvæmt óundir rituðum drögum þjónustusamnings, dags. 21. júní 2018, sem stöfuðu frá stefnanda, milli stefnda og Bjarna, eiganda og fyrirsvarsmanns stefnanda, skyldi 9 Bjarni taka að sér lögbundna þjónustu stálvirkjameistara í tengslum við reisningu og frágang stálvirkis að Korngörðum 3. Skyldi verðið fyrir hvern m ánuð, 1.499.904 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti, miðast við fasta viðveru þrjá daga í viku og væri tímagjaldið 12.000 kr. á klukkustund. Stefndi hefur mótmælt að hafa undirritað, samþykkt eða yfir höfuð séð þessi samkomulagsdrög. Þann 22. júní 2018 staðf esti Bjarni með tölvupósti til Júlíusar Jóhannessonar byggingarstjóra Dalsness ehf., að beiðni Ingvars Skúlasonar, þáverandi starfsmanns stefnda, að samkomu lag hefði orðið milli aðila um að Bjarni yrði áfram skráður stálvirkjameistari á bygging unni. Í tö lvupósti Bjarna segir að hann milli mín (EOH) og Húsasmiðjunnar um [að] uppáskrift mín sem meistari á verkinu við Korngarða 3 Nefnd óundi rrituð samningsdrög fylgdu þó ekki þessum tölvupósti. 8. Stefnandi gaf út tvo reikninga vegna vinnunnar, í júlí 2018 annars vegar og ágúst hins vegar, báða sömu fjárhæðar, þ.e. 1.499.904 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Stefndi greiddi báða reikningana. 9. Á verkfundi þann 6. september 2018 var bókað að hlutverk Bjarna sem stálvirkjameistara á grundvelli samnings við stefnda væri tímabundið og að stefndi hefði á verkfundinum upplýst að fyrirhugað væri að Guðbjartur Halldórsson yrði stálvirkjameistari verksin s. Til að svo mætti verða þyrfti að breyta skráningu stálvirkjameistara á verkinu í næstu viku þar á eftir. Samkvæmt fyrirliggjandi verkfundargerð þessa verkfundar voru mættir á fundinn meðal annarra fyrir hönd stefnda Ingvar Skúlason og Guðbjartur Halldór sson. Fyrir hönd verkkaupans Dalsness ehf. voru mættir á fundinn meðal annarra Bjarni, byggingarstjórinn Júlíus Jóhannesson, auk Ólafs Björnssonar, fyrirsvarsmanns Dalsness ehf. 10. Í málinu liggja fyrir tölvupóstsamskipti á tímabilinu 1. 6. september 2018 m illi Bjarna, Ingvars Skúlasonar, þáverandi starfsmanns stefnda, Júlíusar byggingarstjóra, Ólafs, fyrirsvarsmanns Dalsness ehf., Guðbjarts Halldórssonar og Finns Guðmundssonar, starfs manna stefnda, þar sem rætt var um fyrirhuguð skipti á stálvirkjameistara . Kemur fram í tölvupósti 1. september 2018 af hálfu Júlíusar byggingarstjóra að stefndi hefði tilkynnt á síðasta fundi aðila að Guðbjartur Halldórsson yrði stálvirkjameistari stefnda en að Bjarni Bjarnason, eftirlitsmaður Dalsness ehf., hefði leyst það hl utverk af hendi tímabundið fyrir stefnda. Óskaði Júlíus byggingarstjóri eftir að aðilar skiluðu greinargerð um stöðu verks og skil á því frá Bjarna til Guðbjarts og sagði að skrifa þyrfti undir eyðublað byggingarfulltrúa um meistaraskipti. Þann 6. septembe r 2018 barst annar póstur frá Júlíusi byggingarstjóra til sömu móttakenda þar sem fram kom að hann hefði átt samtöl við Mannvirkjastofnun þar sem fram hefði komið að Guðbjartur þyrfti að vera skráður stálvirkjameistari hjá stofnuninni, ekki dygði að vera s kráður sem vélvirkjameistari. Því gætu meistaraskipti ekki farið fram fyrr en að leiðréttum þessum skráningum Guðbjarts hjá Mannvirkjastofnun. Þessu svaraði Guðbjartur samdægurs og taldi réttindi sín fullgild og til jafns við réttindi Bjarna. Benti Guðbjar tur í póstinum á að hann hefði verið meistari á fjölda stálgrindarhúsa og bað Júlíus því um að undirbúa pappíra fyrir skiptin sem Guðbjartur og Bjarni myndu undirrita. Þá liggja fyrir í málinu tölvupóstar Guðbjarts og starfsmanns byggingarfulltrúa Reykjaví kur 28. september og 1. október 2018, þ.m.t. afrit úr færslubók þar sem fram kemur listi 18 fasteigna sem Guðbjartur hafði verið skráður járnsmíðameistari að, m.a. vegna stálvirkis. Fyrir liggur í málinu að réttindi Guðbjarts hafi verið uppfærð hjá Mannvir kjastofnun í stálvirkjameistara auk vélvirkjameistara árið 2018. 11. Samkvæmt gögnum málsins var Bjarni allan byggingartímann skráður sem stálvirkja meistari vöruhúsahluta byggingarinnar og ekki varð úr að Guðbjartur yrði skráður sem slíkur á bygginguna hvað sem framangreindum tölvupóstsamskiptum líður. 12. Í málinu liggja fyrir allnokkrar verkfundargerðir og var Bjarni viðstaddur alla verkfundi utan eins, og í hvert sinn skráður sem mættur á vegum verkkaupa, Dalsness ehf. Guðbjartur Halldórsson var ýmist skráð ur sem mættur fyrir hönd stefnda á verkfundina eða sem mót takandi fundargerða, frá og með 14. júlí 2018. Í 10 fyrstu fyrirliggjandi fundargerð verkfundar frá 30. maí 2018 má ráða að fyrst hafi verið fyrirhugað að Ingvar Skúlason yrði stálvirkja meistari á ve rkinu f.h. stefnda, líkt og áður greinir. Síðar kom í ljós að sú fyrirætlan gengi ekki eftir þar sem Ingvar skorti nauðsynleg réttindi. Þann 6. september 2018 var síðan haldinn verkfundur sem áður hefur verið frá greint, þar sem fram kom að það samkomulag aðila um að Bjarni sinnti stálvirkjameistarahlutverki hafi verið hugsað sem tímabundin lausn þar til Guðbjartur Halldórsson tæki við, svo sem áður er rakið. Samhljóða bókun er einnig að finna í seinni verkfundargerðum en fyrirkomulag ritunar verkfundargerð a í málinu var með þeim hætti að nýjar bókanir frá fundinum voru auðkenndar með bláum lit og eldri bókanir af fyrri fundum voru endurteknar með svörtum lit í seinni fundargerðum jafnvel þótt fundarefnið hafi ekki verið endurtekið rætt á fundunum. 13. Þann 19. desember 2018 gaf stefnandi út tvo reikninga á hendur stefnda. Sá fyrri, nr. 134, var að fjárhæð 1.499.904 kr. og segir í texta reikningsins að um sé að ræða útselda þjónustu stálvirkjameistara í september. Sá síðari, nr. 135, var sömu fjárhæðar fyrir úts elda þjónustu stálvirkjameistara í október. Fyrir liggur að stefndi hafnaði að greiða þessa reikninga. 14. Á verktíma kom upp ágreiningur um herslur stálgrindarinnar. Hafði Guðbjartur Halldórs son skilað í desember 2018 skýrslu um herslur stálgrindarinnar og talið þær fullnægjandi. Júlíus byggingarstjóri taldi hins vegar að prófanir eftirlitsmannsins Bjarna á herslunum hefðu sýnt fram á að skýrslan væri röng og herslurnar ófullnægjandi. Í kjölfarið fékk stefndi félagið Suðulist ehf. til að framkvæma herslurnar upp á nýtt, en Bjarni fyrirsvarsmaður stefnda var á umræddum tíma skráður eigandi og meðstjórnandi Suðulistar ehf. skv. skráningu í fyrirtækjaskrá. Suðulist ehf. gerði stefnda 10 reikninga vegna hersluverkefnisins ásamt fleiri verkefnum en herslurnar mun Suðulist ehf. hafa unnið við í janúar og fram í maí 2019. 15. Eins og áður greinir höfðu stefnandi og Dalsnes ehf. gert með sér samkomulag um ýmsa aðkomu stefnanda að verkinu fyrir hönd Dalsness ehf., einkum hvað varðar verkeftirlit og hönnun stálvirkis, þ.m.t. vinnu með erlendum stálvirkjahönnuðum byggingarinnar. St efnandi hefur upplýst að félagið hefði á tímabilinu 1. júlí 2018 til 31. október 2021 gefið út 31 reikning á hendur Dalsnesi ehf. vegna byggingar Korngarða 3. 16. Meðan á byggingu hússins stóð kom upp ýmis ágreiningur milli Dalsness ehf. og stefnda Húsasmiðj unnar ehf. og að einhverju leyti stefnanda um framkvæmd verksins. Sneru deilur aðila m.a. að töfum á verkinu. Vegna þessa gerðu Dalsnes ehf. og stefndi viðaukasamning þann 1. apríl 2019 þar sem skírskotað var til viðræðna sem þeir aðilar hefðu átt rna mánuði um ýmis vandamál og álitaefni sem hafa komið Deildu stefndi og Dalsnes ehf. þannig um ástæður, orsakir og afleiðingar þeirra tafa sem orðið höfðu á verkinu sem og um fr ágang og gæði þeirrar vinnu sem stefndi innti af hendi skv. verksamningnum. Með viðaukasamningi þessara aðila var ákveðið að stefndi myndi aðeins sjá um efnisþátt en hann var leystur undan skuldbindingum um reisningu stálvirkis og uppsetningu klæðningar í skrifstofuhluta. Í viðaukasamningnum voru m.a. talin upp álitamál sem komið höfðu upp við framkvæmd verksins og voru einkum tengd þeim hluta þess sem lyti að vöruhúsinu. Voru aðilar viðaukasamningsins, þ.e. stefndi og Dalsnes ehf., sammála um að reyna að l eysa ágreiningsmál með sérstöku samkomulagi og vinnuáætlun sem myndi fjalla um uppgjör á öllum ágreiningsatriðum sem síðan voru talin upp í punktalista. Í þeirri upptalningu kom fram 17. Í nóvember 2019 höfðu deilur stefnda og Dalsness e hf. magnast og vék stefndi frá verkinu á þeim tímapunkti. Er nú svo komið að deilur þessara aðila hafa ratað til dómstóla þar sem rekin hafa verið nokkur dómsmál vegna verksins. 18. Þann 11. febrúar 2020 sendi lögmaður stefnanda stefnda innheimtubréf vegna óg reiddra áðurnefndra reikninga nr. 134 og 135 sem útgefnir höfðu verið 19. desember 2018 og stefndi hafði neitað að greiða. Með innheimtubréfinu sendi lögmaður stefnanda m.a. afrit áðurnefnds óundirritaðs samnings aðila um 11 verkið. Lögmaður stefnda svaraði m eð tölvu pósti 19. febrúar 2020 og benti á að ástæða þess að Bjarni hefði áfram verið skráður stál virkjameistari á húsinu hefði verið sú að Júlíus byggingarstjóri verksins hefði neitað að samþykkja Guðbjart Halldórsson sem stálvirkjameistara stefnda. Reik ningum stefnanda hefði stefndi hafnað strax við útgáfu þeirra. 19. Stefnandi gaf ekki út fleiri reikninga vegna verksins fyrr en 9. júlí 2021 að gefnir voru út þrír reikningar vegna vinnu við verkið sem unnin hafi verið frá nóvember 2018 til september 2020, samtals að fjárhæð 21.933.120 kr. Að viðbættum framangreindum reikningum nr. 134 og 135 nemur heildarkrafa stefnanda á hendur stefnda vegna ógreiddra reikninga því 24.932.928 kr. sem er stefnufjárhæð máls þessa. 20. Þann 10. mars 2021, þ.e. fjórum mánuðum fyr ir útgáfu framangreindra síðustu þriggja reikninga stefnanda, hafði lögmaður stefnanda sent stefnda erindi vegna ógreiddu 2018 reikninganna og áskilið sér rétt vegna óuppgerðrar vinnu þar sem miðað yrði við tímafjölda en ekki fast mánaðarlegt verð. Fylgdu tímaskýrslur með bréfi lögmannsins. Fram kemur í svarpósti lögmanns stefnda þann 27. maí 2021 að kröfur stefnanda hafi komið stefnda í opna skjöldu og að stefnda hafi ekki verið kunnugt um að Bjarni væri að starfa fyrir stefnda á verkstað eftir að hann hef ði óskað eftir að skrá sinn stálvirkjameistara á verkið. 21. Við aðalmeðferð gaf Bjarni Guðjón Bjarnason, fyrirsvarsmaður stefnanda, aðilaskýrslu. Þá gáfu vitnaskýrslur Júlíus Jóhannesson, byggingarstjóri verksins, Þór Ólafsson, starfsmaður Suðulistar ehf., Steinunn Guðmundsdóttir, fjármálastjóri stefnanda, Guðbjartur Halldórs son og Magnús G. Jónsson, fjármálastjóri stefnda. Ingvar Skúlason gaf vitnaskýrslu gegnum fjarfundabúnað. Verður vitnað til framburðar þeirra eftir því sem þurfa þykir. Helstu málsástæð ur og lagarök stefnanda 22. Stefnandi byggir á samningi sínum við stefnda, dags. 21. júní 2018, sem staðfestur hafi verið með tölvupósti starfsmanns stefnda, og útgefnum en ógreiddum reikningum. Fyrstu tvo reikninga stefnanda, nr. 110 og 116, hafi stefndi grei tt án athugasemda. Bjarni Guðjón Bjarnason, fyrirsvarsmaður stefnanda, hafi verið skráður stálvirkjameistari verksins að Korngörðum 3 allt frá því sumarið 2018 og sé enn, án þess að stefndi hafi hreyft við því andmælum. 23. Stefndi hafi tekið að sér fyrir Da lsnes ehf. að reisa og sjá um byggingu á stálvirki við Korngarða 3. Sé það skilyrði fyrir veitingu framkvæmdaleyfis, sbr. m.a. 32. gr. mannvirkja laga nr. 160/2010 og grein 4.10.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, að stálvirkja meistari sé skráður á verk ið. Þar segi m.a. að stálvirkjameistari beri ábyrgð á að öll vinna við stál virki sé framkvæmd í samræmi við verklýsingar, önnur hönnunargögn og góða starfshætti. 24. Stefnda, einu stærsta byggingarfyrirtæki landsins með áratuga reynslu af slíkum verkefnum, hafi hlotið að vera ljóst að stálvirkjameistara þyrfti á verkið og að greiða þyrfti fyrir þjónustu hans, enda felist í þjónustunni veruleg ábyrgð og skyldur. Stefndi hafi því væntanlega tekið mið af þessu í samningum sínum um verkið og gert ráð fyrir útgjö ldum vegna þessa í kostnaðaráætlun sinni. 25. Stefndi gat innheimt kostnað af stálvirkjameistara hjá verkkaupa sjálfum og skoraði stefnandi á stefnda að upplýsa hvort hann hafi gert það eða áskilið sér rétt til þess. Stefnandi sé enn skráður stálvirkjameistari byggingarinnar þrátt fyrir breytingu á samningssambandi stefnda og Dalsness ehf. 26. Samningssamband aðila hafi hafist í júní 2018 og skyldi greiða fyrir vinnu stefnanda 12.000 kr. miðað við þrjá daga í viku og fast gjald, samtals 1.499.904 kr. með virðis auka skatti. Fyrstu tveir reikningar stefnanda, vegna vinnu í júlí og ágúst 2018, hafi endurspeglað þetta og verið greiddir af stefnda. Næstu tveir reikningar stefnanda, fyrir vinnu í september og október 2018, sem hafi verið eins uppbyggði r og fyrri reikningarnir tveir, hafi ekki fengist greiddir, án skýringa. 12 27. Upp hafi komið miklar deilur á milli stefnda og verkkaupa, Dalsness ehf. Upphaflega hafi aðilar samið svo um að stefnandi yrði tímabundið stálvirkjameistari verksins en tillögu stef nda að nýjum meistara hafi af einhverjum ástæðum verið hafnað af hálfu Dalsness ehf. Fyrir því geti stefnandi ekki verið ábyrgur þótt hann hafi reynt að sýna stöðunni skilning með því að bíða með frekari útgáfu reikninga um skeið, m.a. fyrir orð stefnda se m hafi sagt að Húsasmiðjan ehf. og Dalsnes ehf. væru að reyna að leysa úr málum. Á meðan hafi fallið til ýmiss konar vinna stálvirkjameistara og beri að greiða fyrir hana skv. samningssambandi aðila. 28. Með innheimtubréfi í febrúar 2020 hafi stefnandi krafi st greiðslu vegna hinna ógreiddu reikninga fyrir september og október 2018 og ítrekað að hann ætti inni talsverða vinnu óuppgerða vegna 2019, 2020 og 2021. Með öðru innheimtubréfi stefnanda, dags. 10. mars 2021, hafi fyrri krafa verið ítrekuð. Ítarlegar tí maskýrslur stefnanda sýni vinnu hans við verkefnið. Samkvæmt meginreglum samninga - og kröfuréttar skuli samninga halda og efna. Stefnandi krefst dráttarvaxta skv. vaxtalögum nr. 38/2001 frá gjalddaga reikninganna. Helstu málsástæður og lagarök stefnda 29. Stef ndi hafnar greiðsluskyldu skv. reikningum stefnanda og kveðst hafa verið búinn að upplýsa stefnanda um að reikningarnir sem gefnir hafi verið út í desember 2018 yrðu ekki samþykktir. Þeim hafi síðan verið hafnað og þeir endursendir stefnanda. Stefnanda haf i verið fullkunnugt um að sá samningur sem hann vísi til hafi aldrei borist til stefnda þegar rætt hafi verið um að Bjarni Guðjón Bjarnason héldi tímabundið áfram störfum sem stál virkjameistari. 30. Stefndi mótmælir fram lögðum samningi enda sé hann óundirr itaður. Þeir tölvupóstar sem stefnandi vísi til varði samskipti starfsmanns stefnda, starfsmanns Dalsness ehf. og Bjarna, þar sem upplýst hafi verið að Bjarni hafi samþykkt að starfa áfram sem stálvirkjameistari, enda hafi hann þá þegar verið skráður sem s líkur. Ekki hafi verið vísað í neinn samning þetta varðandi og enginn samningur fylgt póstinum. Fram lagður samningur hafi ekki borist stefnda á þessum tíma og hafi ekkert gildi. Stefnandi beri sönnunarbyrðina fyrir því að téður samningur hafi komist á en ekkert í málinu styðji það. Engin þörf hafi verið á að gera samning enda ljóst að stefndi hafi átt að útvega stálvirkjameistara á sínum vegum. 31. Reikningar stefnanda, dags. 9. júlí 2021, séu tilhæfulausir. Stefndi hafi ekki óskað eftir vinnuframlagi af hálf u Bjarna þann tíma sem vinnuskýrslur og reikningarnir taka til, sem er tæpum þremur árum áður en reikningarnir voru gefnir út. 32. Stefndi byggir á aðildarskorti stefnanda. Réttindi stálvirkjameistara séu persónubundin réttindi, sbr. nefndan samning, en þar s é aðili þess samnings Bjarni Guðjón Bjarnason, kt. 020660 - 2019. Stefnanda EOH ehf. sé hvergi getið í þeim samningi. Þar sem stefnandi byggi á nefndum samningi og stefnandi sé ekki aðili þess samnings telji stefndi að um aðildarskort sóknarmegin sé að ræða og beri því að sýkna stefnda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. 33. Yrði talið að einhver fótur væri fyrir kröfum stefnanda í málinu séu þær niður fallnar vegna tómlætis. Kröfuhafa beri að setja fram kröfur án ástæðulauss dráttar í öllum tilvikum. Krafa stefnanda sé umdeild og henni hafi verið hafnað strax af hálfu stefnda þegar tveir reikningar bárust í desember 2018. Sé krafa umdeild, um grundvöll hennar eða fjárhæð, leggi slíkt ríkari skyldur á kröfuhafann að láta reyna á réttmæti kröfunnar við fyrsta tækifæri. 34. Kröfur stefnanda séu, vegna aðgerðaleysis hans eftir höfnun reikninganna frá desember 2018, fallnar niður fyrir tómlæti. Innheimtubréf vegna þeirra reikninga hafi verið sent í febrúar 2020 og stefndi ítrekað höfnun krafnanna. Ekkert hafi gerst af hálfu stefnanda í framhaldinu fyrr en í mars 2021. Í því bréfi hafi fyrst verið 13 gerður áskilnaður um enn frekari kröfur. Reikningar stefnanda séu síðan að stærstum hluta dagsettir í júlí 2021 og mál þetta þingfest í október 2021. Því hafi liðið tæp þrjú ár frá því að kröfum hafi verið hafnað uns málið hafi verið þingfest. Kröfur skulu settar fram tímanlega og af réttum aðila og þeim skal fylgja eftir með forsvaranlegum hætti. Stefnanda mátti vera ljóst að reikning um yrði hafnað þar sem stefndi hafði þeg ar tilkynnt stálvirkjameistara í stað Bjarna. 35. Stefnandi hefði getað gefið út reikninga í rauntíma í stað algers tómlætis hans. Stefndi hafi meðan á verkframkvæmdum stóð verið í góðri trú um að samningssambandi hans og stefnanda væri lokið þegar stefndi t ilkynnti sinn stálvirkjameistara á verkið. Hafi Bjarni verið ósáttur við framkvæmd og vinnu Guðbjarts sem stálvirkjameistara hafi honum borið að halda uppi mótmælum og krefja stefnda um greiðslu þá þegar. Stefndi hafi tilkynnt þegar í ágúst 2018 hver yrði stálvirkjameistari á verkinu og þar með hafi Bjarna verið ljóst að ekkert samningssamband hafi verið til staðar lengur. 36. Þá hafi Bjarna verið ljóst að starf sem stálvirkjameistari á vegum stefnda hafi aldrei getað samræmst starfi Bjarna sem eftirlitsmanns verkkaupa á verkinu. Þá hafi fyrirtæki í eigu Bjarna tekið að sér herslur og suður við stálvirkið fyrir stefnda. Háttsemi Bjarna og stefn anda geti því ekki talist forsvaranleg sem hafi meira vægi þegar tómlætisáhrif séu metin. Með dómkröfum sínum sé stef nandi beggja megin borðsins og gæti hagsmuna Dalsness ehf. sem standi í deilumálum við stefnda. Stefnandi hafi ekki getað búist við að stefndi myndi greiða kröfur hans í ljósi málsatvika allt frá því að stefndi hafði tilkynnt Guðbjart Halldórsson sem stálv irkjameistara að verkinu. 37. Þá byggir stefndi á því að stefnandi eða Bjarni hafi þegar fengið greitt fyrir hlutverk sitt sem stálvirkjameistari þar sem Dalsnes ehf. hafi einnig gert tilhæfulausar kröfur á hendur stefnda vegna vinnu stálvirkjameistara þrátt fyrir aðkomu Guðbjarts Halldórssonar. Dals nes ehf. hafi þegar óskað dómkvadds mats á kostnaði við stálvirkjameistara á þeim tíma sem kröfur stefnanda taki til. Stefndi telji það samantekin ráð af hálfu Júlíusar, byggingar stjóra verksins, og Bjarna að ha fna Guðbjarti sem stálvirkjameistara án málefnalegra forsendna. 38. Stefndi vísar til þess að Bjarni hafi starfað sem eftirlitsmaður Dalsness ehf. vegna sömu framkvæmda. Dalsnes ehf. og stefndi eigi nú í dómsmálum sín á milli, m.a. um starf stálvirkjameistar a. Verði talið að stefnandi eigi kröfur á hendur stefnda í máli þessu sé ljóst að stefndi geti haft uppi gagnkröfur vegna starfa stálvirkjameistara nái kröfur Dalsness ehf. fram að ganga gagnvart stefnda. 39. Verði fallist á kröfur stefnanda á hendur stefnda beri að lækka þær verulega. Skorar stefndi á stefnanda að leggja fram yfirlit um alla útgefna reikninga á hendur Dalsnesi ehf., Innnesi ehf. og tengdum félögum frá júlí 2018 til og með október 2021 og upplýsa hvort virðisaukaskattur hafi verið greiddur af þeim reikningum sem stefnt er fyrir eða hvort reikningarnir hafi verið bakfærðir í bókhaldi eftir útgáfu þeirra og virðisaukaskatturinn innskattaður með því móti. Stefndi upplýsir að hann hafi ekki gert sérstakar kröfur vegna kostnaðar stálvirkjameistara í dómsmáli á hendur Dalsnesi ehf. Niðurstaða 40. Í máli þessu er deilt um greiðsluskyldu stefnda á fimm reikningum stefnanda vegna vinnu fyrirsvarsmanns stefnanda sem stálvirkjameistari við byggingu hússins að Korngörðum 3. Ágreiningur aðila varðar einkum það hvort samkomulag hafi verið með aðilum um hvort Bjarni, fyrirsvarsmaður stefnanda, skyldi áfram starfa sem stálvirkjameistari að byggingunni eftir að stefndi hafi óskað eftir því við byggingarstjóra verksins að Guðbjartur Halldórsson yrði skráður stálvirkj ameistari stefnda á verkinu í stað Bjarna. Þá hafnaði stefndi að greiða tvo reikninga stefnanda vegna vinnu Bjarna sem útgefnir voru í desember 2018. Næstu þrjá reikninga vegna verksins gaf stefnandi út tveimur og hálfu ári síðar eða þann 9. júlí 2021. Þes s skal getið að óumdeilt er að Bjarni, fyrirsvarsmaður stefnanda, var eftirlitsmaður verkkaupa á verkstað og sinnti að auki fleiri verkum fyrir verkkaupann, sem sneru að byggingu hússins. 14 41. Stefnandi ber sönnunarbyrðina fyrir staðhæfingum sínum um tilvist og efni hins umþrætta samkomulags hans við stefnda, þar með talið um að óundirrituð samningsdrög stefnanda hafi í reynd verið samþykkt af stefnda. Ekki hefur verið sýnt fram á að stefndi hafi móttekið þau samningsdrög um vinnu Bjarna sem stálvirkjameistara við bygginguna fyrr en drögin voru send stefnda sem fylgiskjal með innheimtubréfi þann 11. febrúar 2020, sem er sá dagur sem stefndi gengst við að hafa móttekið drögin. Stefnandi ber sönnunarbyrði fyrir að hafa afhent drögin fyrr og hefur ekki axlað hana gegn mótmælum stefnda. Verður þannig ekki fallist á að samkomulag aðila sé þess efnis sem greinir í nefndum óundirrituðum samningsdrögum. 42. Á hitt ber að líta að með tölvupóstsamskiptum aðila og bókunum í verkfundargerðir þykir fram komin sönnun þess að að ilar hafi gert samkomulag um að Bjarni skyldi áfram skráður tíma bundið sem stálvirkjameistari á verkið fyrir hönd stefnda. Hér lítur dómurinn einkum til tölvupósts frá Júlíusi byggingarstjóra til Bjarna og Ingvars Skúlasonar, þáverandi starfsmanns stefnda , o.fl. þann 1. september 2018 þar sem segir að á síðasta fundi hafi stefndi tilkynnt að Guðbjartur Halldórsson yrði stálvirkjameistari stefnda en að Bjarni, eftirlitsmaður verkkaupa, hefði Að þessu virtu ásamt öðrum gögnum málsins er lagt til grundvallar að báðir aðilar hafi haft þær væntingar um samningssamband sitt að það væri til bráðabirgða og því tímabundið sem og að fyrirsvarsmanni stefnanda hafi verið tilkynnt á fundi aðila fyrir 1. september 2018, svo sem fram kemur í tölvupósti Júlíusar byggingarstjóra þann dag, að stefndi hefði ákveðið að ljúka samningssambandi þeirra og að Guðbjartur Halldórsson myndi leysa hann af hólmi sem stálvirkjameistari. Þá vekur athygli að hluti reikninga stefnanda á hen dur stefnda varðar vinnu stefnanda eftir það tímamark er stefndi vék síðan frá reisningu skrifstofuhluta byggingarinnar. 43. Þó svo að meistararéttindi séu persónubundin réttindi, sbr. 9. og 10. gr. iðnaðarlaga nr. 42/1978 og grein 4.10.1. í byggingarregluger ð nr. 112/2012, er ekki fallist á það með stefnda að um aðildarskort til sóknar sé að ræða í málinu. Fyrirsvarsmanni stefnanda er heimilt að lögum að haga reikningagerð vegna vinnu sinnar sem stálvirkjameistari með þeim hætti að reikningar séu útgefnir af einkahlutafélagi hans, líkt og hér háttar til. Engin rök standa heldur til annars en að lagaleg ábyrgð stálvirkjameistara á verkinu sé allt að einu bundin við persónu meistarans, ótengt því hvernig hann kjósi að haga reikningagerð sinni í hvert sinn. Í þes su sambandi er einnig litið til þess að stefndi greiddi fyrstu tvo reikninga stefnanda vegna vinnu Bjarna, án athugasemda. Loks skiptir hér máli að fyrir liggur að í tölvupósti Bjarna til Ingvars Skúlasonar, starfsmanns stefnda, og Júlíusar byggingarstjóra þann 22. júní 2018 kemur fram að Bjarni staðfesti að aðilar hafi gert með sér samkomulag um uppáskrift Bjarna sem meistara á verkinu en þar tiltók Bjarni einnig nafn stefnanda (EOH) innan sviga. Ekki liggur neitt fyrir um að athugasemdir hafi verið gerðar við þá tilkynningu af hálfu fyrrgreinds starfsmanns stefnda, sem þó móttök sannarlega umræddan tölvupóst. 44. Stefndi hefur ekki mótmælt því að Bjarni hafi haft viðveru á verkstað, bæði fyrir og eftir að stefndi hafnaði að greiða reikningana tvo sem stefnan di gaf út í desember 2018. Verður því sérstaklega að skoða hvort viðvera Bjarna á verkstað hafi gefið stefnda tilefni til að ætla að hann væri áfram að sinna vinnuskyldum sem stál virkjameistari á verkinu, sem sinnt væri á kostnað stefnda og stefndi hefði þá átt að gera athugasemdir við, eða hvort stefndi hafi mátt ætla að viðvera Bjarna á verkstaðnum ætti sér aðrar skýringar. 45. Fyrir liggur að Bjarni, fyrirsvarsmaður stefnanda, átti nokkuð fjölþætta aðkomu að bygg ingu hússins að Korngörðum 3 en óumdeilt e r að hann sinnti verkeftirliti með verkinu hvað varðar stálvirki byggingarinnar fyrir hönd verkkaupans Dalsness ehf. frá upphafi verks. Þá átti hann einnig aðkomu að hönnun stálvirkis hússins, ásamt öðrum. Einnig mun hann vera skráður eigandi félagsins Suð ulistar ehf. sem sinnti m.a. framangreindu hersluverkefni í byrjun árs 2019, enda þótt hann hafi í skýrslu sinni fyrir dómi lýst því að hann hefði í reynd ekki átt aðkomu að rekstri þess félags um langa hríð. Samkvæmt framansögðu, einkum með tilliti til þe ss verkeftirlits sem Bjarni sinnti í þágu Dalsness ehf., verður að álykta sem svo að viðvera 15 Bjarna á verkstað hafi ekki gefið stefnda sérstakt tilefni til að ætla að stefnandi liti svo á að hann ætti enn í samningssambandi við stefnda um að veita þjónustu sem stálvirkjameistari eftir að stefndi hafði tilkynnt að hann hefði samið við Guðbjart Halldórsson um að gegna því hlutverki. 46. Í málinu hafa verið lagðar fram fjöldamargar eftirlitsskýrslur Bjarna vegna verksins. Sam kvæmt efni skýrslnanna voru þær afhentar byggingarstjóra og stefnda en í aðilaskýrslu sagðist Bjarni hafa gert skýrslurnar sem verkeftirlitsmaður og sem stálvirkjameistari. Dómurinn, sem skipaður er sérfróðum meðdómara, lítur til þess að hefðbundið hlutver k stálvirkjameistara sé m.a. að gefa starfsmönnum verktaka í sínu daglega starfi við byggingu húss fyrirmæli um rétt vinnubrögð og vekja athygli á frávikum í rauntíma. Hins vegar lúti gerð skýrslna, líkt og þeirra sem fyrir liggja í málinu, að því að gera athugasemdir við verklag eftir að búið sé að inna tiltekna verkþætti af hendi og ástæða sé til að gera athugasemdir við afrakstur verksins. Slík skýrslugerð sé að jafnaði framkvæmd af verkeftirlitsmönnum og lögð fyrir bæði verkkaupa og verktaka. Samsvarand i skýrslugerð sem er hluti af innra gæðakerfi stálvirkjameistara er að jafnaði eingöngu lögð fyrir verktaka til úrbóta frávika sem koma upp í rauntíma til að tryggja gæði verksins og fyrirbyggja að upp komi svo víðtæk frávik sem hér um ræðir. Fyrirliggjand i skýrslur beri þannig skv. efni sínu að mati dómsins með sér að vera hefðbundnar skýrslur verkeftirlitsmanns en beri þess ekki sérstaklega merki að skýrsluhöfundur, þ.e. Bjarni, hafi til viðbótar við hlutverk eftirlitsmanns sinnt skyldum stálvirkjameistar a við gerð þeirra. 47. Þá lítur dómurinn til þess að eftir að bókað hafði verið um fyrirhugaða aðkomu Guðbjarts sem stálvirkjameistara í verkfundargerð 6. september 2018, sem og til samræmis við áðurnefndan tölvupóst Júlíusar byggingarstjóra 1. september 201 8, hafi Guðbjartur framkvæmt verkefni sem teljist hefðbundin verkefni stálvirkjameistara. Má hér nefna að Guðbjartur mun í desember 2018 hafa skilað skýrslu um herslur stálgrindarinnar og talið herslurnar fullnægjandi. Skýrslan sjálf liggur ekki fyrir í má linu og getur dómurinn ekki fjallað um hvers eðlis sú skýrsla var en fram kom í máli vitnanna Júlíusar byggingarstjóra, Guðbjarts og Ingvars Skúlasonar sem komu fyrir dóminn að í kjölfar þeirrar skýrslu Guð bjarts hafði Bjarni gert prófanir og úttektir á h erslum stálgrindarinnar og talið þær ófullnægjandi. Nefndi Júlíus byggingarstjóri fyrir dómi að hersluskýrsla, líkt og sú sem Guðbjartur skilaði í desember 2018, sé að jafnaði mikilvægasta skýrsla stálvirkjameistara í hverju verki og að nefnd skýrsla Guðbj arts hefði verið alls ófullnægjandi. Þó svo að skýrslan liggi ekki fyrir í málinu er óumdeilt og staðfest með framburði vitna að þessi skýrsla hafi verið unnin af Guðbjarti og að athugasemdir Bjarna í kjölfar verkeftirlits hans hafi síðan leitt til framang reindrar aðkomu Suðulistar ehf. að hersluverkinu. Þá hafa í mál inu verið lagðir fram tölvupóstar á tímabilinu 23. janúar til 27. mars 2019 milli Guðbjarts Halldórssonar og starfsmanns Suðulistar ehf. um framkvæmd hersluverkefnisins. Að mati dómsins þykir með þessu sýnt að Guðbjartur hafi þar með sinnt verkefnum sem öllu jöfnu er sinnt af stálvirkjameisturum. Athygli vekur að Bjarni, fyrirsvarsmaður stefnanda, fékk afrit af a.m.k. hluta þessara póstsamskipta og var því ljóst eða mátti vera ljóst að Guðbjart ur var að sinna störfum sem eðli málsins skv. tilheyra stálvirkjameistara byggingar. Gat Bjarni ekki verið í vafa um að stefndi liti svo á að annar aðili væri að sinna því hlutverki fyrir sína hönd. 48. Að þessu virtu verður lagt til grundvallar að ekki hafi verið sýnt fram á að Bjarni, fyrirsvarsmaður stefnanda, hafi, hvað sem liði formlegri skráningu hans á verkið sem stálvirkjameistara, sinnt eiginlegum verkefnum stálvirkjameistara eftir að tilkynnt var um aðkomu Guðbjarts að verkinu. 49. Framangreindu til v iðbótar er litið til þess að Bjarni var skráður mættur á alla verkfundi sem fyrir liggja í málinu og í hvert sinn var bókað að hann væri mættur á vegum verkkaupa, þ.e. á vegum Dalsness ehf. Í engu tilviki var viðvera Bjarna á verkfundunum bókuð á vegum ste fnda. Í sömu verkfundargerðum var að finna nafn Guðbjarts sem ýmist var skráður viðstaddur eða sem móttakandi fundargerðanna fyrir hönd stefnda frá og með verkfundi 14. júlí 2018. 16 50. Óháð álitaefnum um hlutverk byggingarstjóra og heimild hans til að hafna Gu ðbjarti, sem stefndi ákvað að tæki við hlutverki stálvirkjameistara á verkinu, var Bjarna, fyrirsvarsmanni stefnanda, ekki skylt að halda þá áfram sem stálvirkjameistari verksins. Gat hann ekki vænst þess, þótt hann væri með viðveru á verkstað, m.a. sökum hlutverks síns sem verkeftirlitsmaður fyrir verkkaupann, að hann nyti samningsbundins réttar til að samkomulag við stefnda, sem átti eins og áður segir að vera tímabundið, myndi vara áfram eftir að stefndi hafði sérstaklega tilkynnt Bjarna síðsumars 2018 a ð Guðbjartur tæki við hlutverki stálvirkjameistara, eins og staðfest er m.a. með tölvupósti 1. september 2018 og bókun á verkfundi 6. september sama ár. 51. Þá verður að líta til þess að í málinu hefur verið lagt fram afrit bréfs Bjarna, fyrirsvarsmanns stefn anda, til lögmanns Dalsness ehf. vegna ágreinings milli stefnanda og Dalsness ehf. Í bréfi Bjarna kemur fram að það hafi verið að ósk byggingarstjóra f.h. verkkaupa að Bjarni sæti áfram sem stálvirkjameistari á vöruhúsahluta byggingarinnar vegna þess að by ggingarstjóri hefði aldrei samþykkt stálvirkjameistara stefnda. Fyrir liggur að byggingarstjórinn starfaði ekki á vegum stefnda og var ekki bær til að skuldbinda stefnda í þessum efnum. 52. Að öllu framangreindu virtu telst sú staðhæfing stefnanda ósönnuð að hann hafi starfað sem stálvirkjameistari á grundvelli samnings við stefnda eftir 1. september 2018. Þá er áður rakið að gögn um vinnu fyrirsvarsmanns stefnanda á verkstað í kjölfarið beri þess ekki merki að hafa byggst á hlutverki stálvirkjameistara heldu r staðið í tengslum við verkeftirlit, en stefnandi gegndi síðarnefnda hlutverkinu í þágu verkkaupa á grund velli samkomulags við hann. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. 53. Rétt þykir í ljósi atvika málsins og allra aðstæðna að málsk ostnaður falli niður, sbr. 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 54. Af hálfu stefnanda flutti málið Árni Helgason lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Smári Hilmarsson lögmaður. Dóm þennan kveður upp Sigríður Rut Júlíusdóttir, dómsformað ur. Meðdómendur voru Arnaldur Hjartarson héraðsdómari og Jón Ágúst Pétursson bygginga tæknifræðingur og húsasmíðameistari. DÓMSORÐ Stefndi, Húsasmiðjan ehf., er sýkn af kröfum stefnanda, EOH ehf. Málskostnaður fellur niður.