LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 12. nóvember 2024 . Mál nr. 882/2024 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Pétur Fannar Gíslason saksóknarfulltrúi ) gegn X (Snorri Sturluson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Ásgerður Ragnarsdóttir og Jón Höskuldsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 9. nóvember 2024 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. nóvember 2024 í málinu nr. R - /2024 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til þriðjudagsins 3. desember 2024, klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðfe rð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að honum verði gert að sæta farbanni og að því frágengnu að gæsluvarðhaldi verði markaður skem mri tími. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. nóvember 2024 Mál þetta var þingfest og tekið til úrskurðar 6. nóvember 2024. Sóknaraðili er Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Varnaraðili er X , kt. . Dómkröfur Þess er krafist að X , kt. , sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, til þriðjudagsins 3. desember 2024, kl. 16:00. Má lsatvik Í greinargerð sóknaraðila er atvikum lýst svo: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarið haft til rannsóknar mál er varðar meinta skipulagða brotastarfsemi sem talin er snúa að innflutningi á ávana - og fíkniefnum. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að kærði ásamt meintum samverkamönnum hefur staðið að innflutningi á bifreið sem kom hingað til lands föstudaginn 11. október s.l. með flutningaskipinu . Við skoðun Tollgæslu fannst mikið magn ætlaðra fíkniefna, sem tæknideild LRH hefur greint sem 5 .733,60 grömm af metamfetamín kristöllum. Greining rannsóknarstofu HÍ í lyfja - og eiturefnafræði liggur fyrir á styrkleika efnanna og reyndust styrkur metamfetamínbasa í öllum sýnum vera 81%, sem samsvarar 100% af metamfetamínklóíði. Lögregla skipti efnun um út fyrir gerviefni og fylgdist í kjölfarið með sakborningum í aðdraganda handtöku þeirra. Þann 24. október s.l. sóttu Y og Z bifreiðina í ásamt þriðja manni og fluttu bifreiðina með bílaflutningabíl að , þar sem X tók við bifreiðinni frá þeim. Sí ðar um daginn mætti X með tékk og gerði tilraun til að ná fíkniefnum undan bifreiðinni án árangurs. Þann 25. október sóttu þeir X og Þ bifreiðina og fluttu hana í . Þar fylgdist lögregla með er Þ losaði meint efni undan bifreiðinni og naut við það aðsto ð tveggja ætlaðra samverkamanna sinna. Í kjölfarið var kærði ásamt samverkamönnum sínum handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna til kl . 16:00 þann 6. nóvember með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R - [ /2024 sem staðfestur var með úrskurði Landsréttar nr. 846/2024. Kærði hefur gefið verulega ósannfærandi skýringar á tengslum sínum við bílinn, efnin og innflutninginn í skýrslutökum og hefur neitað að svara fjölda spurninga en hefur þó viðurkennt að hafa farið til þar sem gengið var frá kaupum á bifreiðinni. Hann hefur hins vegar neitað vitneskju um fíkniefni sem falin voru í honum. Rannsókn málsins er í fullum gangi en lögregla telur umfang málsins vera svo mikið að skilyrði til gæsluvarðhalds á gru ndvelli 2. mgr. 95. gr. sml. séu uppfyllt. Vísast nánar til meðfylgjandi rannsóknargagna. Lagarök Í greinargerð er krafa sóknaraðila rökstudd þannig: Samkvæmt rannsóknargögnum málsins liggur kærði nú undir sterkum grun um stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa, í félagi við a.m.k. 3 þekkta samverkamenn, flutt hingað til lands, í sölu - og dreifingarskyni, mikið magn fíkniefna og framið þar brot 3 sem varðað getur við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem getur varðað allt að 12 ára fan gelsi. Hið meinta brot kærða þykir mjög alvarlegt. Þá er einnig lagt til grundvallar kröfu um gæsluvarðhald að um mikið magn hættulegra fíkniefna er að ræða sem rannsóknarstofa HÍ hefur staðfest að séu mjög há að styrkleika. Með tilliti til almannahagsmuna þykir nauðsynlegt að kærði sæti gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar en telja verður að ef sakborningur, sem orðið hefur uppvís að jafn alvarlegu broti og kærði, gangi laus áður en máli lýkur með dómi þá valdi það hneykslun í samfélaginu og sæ ri réttarvitund almennings. Með vísan til alls framangreinds, gagna málsins, 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og 173. gr. a. og 175. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er þess krafist að krafan nái fram að ganga eins og hún er fr am sett. Niðurstaða Varnaraðili mótmælir kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald og krefst þess að henni verði hafnað. Til vara er krafist farbanns í stað gæsluvarðhalds og til þrautavara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Svo sem að framan g reinir hefur sóknaraðili til rannsóknar mál sem talið er varða skipulagða brotastarfsemi og snýr að innflutningi á 5.733,60 grömmum af metamfetamín kristöllum en efnið var falið í bifreið sem flutt var til landsins með flutningaskipi og fannst við skoðun t ollyfirvalda. Lögregla fylgdist með bifreiðinni og beitti rannsóknarheimildum sem aflað var með dómsúrskurðum. Leiddi það til þess að varnaraðili og þrír meintir samverkamenn hans voru handteknir 25. október sl., grunaðir um aðild að málinu. Við rannsókn m álsins hefur varnaraðili kannast við aðkomu sína að viðskiptum með bifreiðina en neitað að hafa haft vitneskju um fíkniefnin. Þann 26. október sl. var varnaraðila með úrskurði dómsins í máli nr. R - /2024 gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, og einangrun í gæsluvarðhaldsvistinni. Var sá úrskurður staðfestur með úrskurði Landsréttar 30. sama mánaðar í máli nr. 846/2024 Krafa sóknaraðila um áframhaldandi gæsluvarðhald varnaraðila er reist á 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt ákvæðinu má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald enda þótt skilyrði a - d - liða 1. mgr. sömu greinar séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Magn, tegund og styrkleiki efnanna er af þeim toga að fallist er á að meint brot teljist stórfellt og bendi allt til þess að efnin hafi átt að fara í sölu og dreifingu hér á landi. Æ tlað brot getur varðað við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en við slíku broti liggur allt að 12 ára fangelsi, sannist sök. Er þannig uppfyllt skilyrði 2. mgr. 95. gr. um þyngd refsingar sem brot getur varðað. Rannsóknin stendur enn yfir en virðist vel á veg komin og að sögn sækjanda er enn unnið að því að upplýsa hvort fleiri tengist málinu. Sé því enn ekki talið fært að veita verjanda varnaraðila aðgang að gögnum yngri en þriggja vikna. Á grundvelli fyrirliggjandi rannsóknargagna verður á það fallist að sterkur grunur leiki á um aðild varnaraðila að málinu og að þáttur hans sé ekki óverulegur. Er margdæmt í málum af þessum toga að þeir sem standa fyrir slíkum innflutningi og/eða taka að sér að flytja fíkniefni fyrir aðra til landsins og/ e ða móttaka þau teljist alla jafna vera aðalmenn í þess háttar broti. 4 Út frá því sem áður greinir um alvarleika á hinu meinta broti, sbr. magn, tegund, verknaðarþætti og ætluð sala og dreifing fíkniefna til ótiltekins fjölda manna hér á landi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, verða að teljast verulegar og raunverulegar líkur á því að það muni særa réttarvitund almennings og valda samfélagslegum óróa verði varnaraðili látinn laus á þessu stigi. Einnig ber að líta til þess að í æðri úrskurðar - og dóm aframkvæmd hefur almennt verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi jafnan til þess að maður sem sterklega er grunaður um alvarlegt fíkniefnalagabrot gangi ekki laus á meðan máli hans er ólokið, meðal annars með vísan til úrskurða Landsrét tar í máli nr. 570/2023 frá 31. júlí 2023, í máli nr. 664/2023 frá 25. september 2023 og í máli nr. 692/2023 frá 12. október 2023. Verður því að telja gæsluvarðhald yfir varnaraðila nauðsynlegt vegna almannahagsmuna. Þá er ljóst að brot af þessu tagi geta varðað þungri óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu. Standa hvorki 3. né 4. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 því í vegi að fallist verði á kröfu sóknaraðila í málinu. Ekki verður talið, með vísan til framanritaðs og gagna málsins, að vægari úrræði geti átt við, eins og hér stendur á. Þá þykir ekki ástæða til að marka gæsluvarðhaldi varnaraðila skemmri tíma en krafist er. Er vara - og þrautavarakröfum varnaraðila þannig hafnað. Með vísan til alls framanritaðs og þar sem skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 v erða talin uppfyllt, verður krafa sóknaraðila tekin til greina eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Hildur Briem héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð Varnaraðili, X , kt. , skal sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til þriðjudagsins 3. desember 2024, kl. 16:00.