LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 3. mars 2021. Mál nr. 40/2021 : Eignarhaldsfélag ið Smáralind ehf. og (Óskar Sigurðsson lögmaður) Kópavogsbær ( Guðjón Ármannsson lögmaður ) gegn Norðurturn inum hf. ( Bjarni Aðalgeirsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Þinglýsing. Kvöð. Lóðarleigusamningur. Útdráttur Með ákvörðun þinglýsingarstjóra 22. mars 2019 hafnaði hann kröfu N hf., rétthafa samkvæmt lóðarleigusamningi um lóðina Hagasmára 3, um að rita athugasemd um kvöð um samnýtingu bílastæða á lóðunum Hagasmára 1 og 3 á lóðarleigusamning milli ES ehf. og K um Hagasmára 1 sem þinglýst var 30. október 2018 eða afmá samninginn úr þinglýsingabókum. Í síðargreinda lóðarleigusamningnum var vísað til þess að á lóðinni væru kvaðir samkvæmt viðfestum uppdrætti sem ekki til tók samnýtingu bílastæða á lóðunum tveimur eins og gert var í uppdrætti sem var hluti af stofnskjali sem áður hafði verið þinglýst á eignina. Í hinum kærða úrskurði var ákvörðun þinglýsingarstjóra felld úr gildi og lagt fyrir hann að rita athugasemd um kvö ðina á lóðarleigusamninginn. Landsréttur taldi að ósamræmi milli þess hvernig kvaðir væru tilgreindar í lóðarleigusamningnum og áður þinglýstu stofnskjali gæti skipt verulegu máli um þann rétt sem skjalinu væri ætlað að veita enda hætt við að óvissa skapað ist um umfang kvaðanna eins og skjalinu hefði verið þinglýst. Var því ekki talið að þinglýsingarstjóra hefði verið rétt að synja kröfu N hf. um að bæta úr mistökum við þinglýsinguna og rita athugasemd um kvöðina á lóðarleigusamninginn í því skyni að vekja athygli á framangreindu ósamræmi. Með vísan til þess var hinn kærði úrskurður staðfestur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Davíð Þór Björgvinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili Eignarhaldsfélag ið Smáralind ehf. skaut málinu til Landsréttar með kæru 20. janúar 2021 en sóknaraðili Kópavogsbær með kæru 21. sama mánaðar. Greinargerð varnaraðila barst réttinum 4. febrúar 2021. Kærður er úrskurður 2 Héraðsd óms Reykjaness 7. janúar 2021 í málinu nr. T - 3/2019 þar sem ákvörðun þinglýsingarstjóra frá 22. mars 2019 var felld úr gildi og lagt fyrir hann að geta kvaðar um samnýtingu bílastæða á lóðunum nr. 1 og 3 við Hagasmára í Kópavogi á lóðarleigusamningi um H agasmára 1, dagsettum 18. október 2018, sem fékk þinglýsingarnúmerið 441 - B - 12506/2018 og þinglýst var 30. október 2018. Kæruheimild er í 5. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. 2 Sóknaraðil ar kref jast þess , hvor fyrir sig, að hinum kærða úrskurði verði h rundið og að ákvörðun þinglýsingarstjóra 22. mars 2019 verði staðfest. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili krefst þess að kæru sóknaraðila Kópavogsbæjar verði vísað frá Landsrétti og að hinn kærði úrskurður verði staðfe stur auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik 4 Aðilar þessa máls deila um hvort mistök hafi orðið þegar lóðarleigusamningi um Hagasmára 1 í Kópavogi var þinglýst á fasteignina 30. október 2018. 5 Sóknaraðili Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. er handhafi lóðarréttinda að Hagasmára 1. Varnaraðili er rétthafi samkvæmt lóðarleigusamningi um lóðina að Hagasmára 3, sem var undirritaður og móttekinn til þinglýsingar 18. apríl 2008 og færður í þinglýsingab ók 2. maí sama ár. Í 1. gr. þess samnings segir að á lóðinni séu kvaðir samkvæmt viðfestum uppdrætti. Á uppdrættinum, sem dagsettur er 27. mars 2008, kemur fram að um sé að ræða kvöð um samnýtingu bílastæða á lóðum nr. 1 og 3, kvöð um samnýtingu fráveitula gna á lóðum nr. 1 og 3 og kvöð um gagnkvæman umferðarrétt. Með stofnskjali, útgefnu af sóknaraðila Kópavogsbæ 21. apríl 2008, var gerð breyting á lóðum við Hagasmára og var lóðinni að Hagasmára 1 þá skipt upp í tvær lóðir, Hagasmára 1 og Hagasmára 3. Í sto kemur fram á meðfylgjandi mæliblaði útgefnu af Kópavogsbæ þann 27.3.2008 og er 27. mars 2008, sem fylgdi lóðarleigusamningnum um Hagasm ára 3, með kvöðum um samnýtingu bílastæða og fráveitulagna og kvöð um gagnkvæman umferðarrétt. Þessu stofnskjali var þinglýst 2. maí 2008 á báðar eignir nar , Hagasmára 1 og Hagasmára 3, með þinglýsingarnúmerinu 437 - A - 002015/2008. 6 Nýr lóðarleigusamningur var gerður milli sóknaraðila, Kópavogsbæjar og Eignarhaldsfélagsins Smáralind ar ehf., um lóðina að Hagasmára 1, sem móttekinn var til þinglýsingar 19. október 2018 og færður í þinglýsingabók 30. sama mánaðar með þinglýsingarnúmerinu 441 - B - 012506/2018. Í 1. gr . hans Á uppdrættinum, sem er dagsettur 22. desember 2017, kemur fram að um sé að ræða kvöð um samnýtingu fráveitulagna á lóðum nr. 1 og 3 og kvöð um gagnkvæman umferðarrétt en þar er ekki tilgreind kvöð um samnýtingu bílastæða á lóðum nr. 1 og 3. 3 7 Með bréfi 14. janúar 2019 krafðist varnaraðili þess að þinglýsingarstjóri leiðrétti þinglýsingu lóðarleigusamningsins um Hagasmára 1 á grundvelli 1. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 m eð því að rita athugasemd um kvöð um samnýtingu bílastæða á lóðunum Hagasmára 1 og 3 eða afmá samninginn úr þinglýsingabókum. Þessari kröfu hafnaði þinglýsingarstjóri með bréfi 22. mars 2019 . Í rökstuðningi þinglýsingarstjóra segir að umrædd kvöð sé ekki t ilgreind í eldri lóðarleigusamningi vegna Hagasmára 1 og ekki tilgreind sérstaklega í lóðarleigusamningi um Hagasmára 3 eða stofnskjali vegna stofnunar þeirrar lóðar. Kvaðarinnar hafi hins vegar verið getið á uppdrætti sem fylgt hafi lóðarleigusamningi og stofnskjali vegna Hagasmára 3 og hafi sérstaklega verið vísað til kvaða samkvæmt uppdrættinum í lóðarleigusamningnum. Þinglýsingarstjóri vísar einnig í lagaákvæði um gerð deiliskipulags og ábyrgð sveitarstjórna þar að lútandi. Bæjarstjórn Kópavogs hafi set t umrædda skipulagskvöð á Hagasmára 3 en ekki á uppdrátt þann sem fylgdi nýjum lóðarleigusamningi vegna Hagasmára 1. Lóðarleigusamningurinn hafi uppfyllt ákvæði þinglýsingalaga og því hafi verið unnt að færa hann inn í þinglýsingabók án athugasemda. 8 Með br éfi til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 16. apríl 2019, sem móttekið var 17. sama mánaðar, tilkynnti varnaraðili að ákvörðun þinglýsinga r stjóra yrði borin undir héraðsdóm með vísan til 3. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga . 9 Líkt og greinir í hinum kærða úrskur ði hafa sóknaraðili Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. og varnaraðili átt í málaferlum um hvort framangreind kvöð um samnýtingu bílastæða taki til fasteignarinnar að Hagasmára 1. Með dómi Hæstaréttar 4. júní 2020 í máli nr. 39/2019 var staðfest niðurstaða L andsréttar um að viðurkenna að samkvæmt stofnskjali fyrir lóðirnar Hagasmára 1, Hagasmára 3 og Hagasmára 5 frá 21. apríl 2008 hvíli kvaðir á lóðunum Hagasmára 1 og Hagasmára 3 um samnýtingu bílastæða og fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt og að þær kvaðir veiti varnaraðila þessa máls, sem eiganda Hagasmára 3, rétt til nýtingar á bílastæðum á lóðinni við Hagasmára 1. Niðurstaða 10 Varnaraðili byggir frávísunarkröfu sína á hendur sóknaraðila Kópavogsbæ á því að kæra hans til Landsréttar sé of seint fram komin. Samkvæmt 5. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 sætir úrskurður héraðsdómara um úrlausn þinglýsingarstjóra kæru til Landsréttar samkvæmt almennum reglum um kæru í einkamáli. Skal úrskurður kærður áður en tvær vikur eru liðnar frá uppsögn hans ef kærandi eða umboðsmaður hans var við hana staddur en ella áður en tvær vikur eru liðnar frá þeim tíma er hann eða umboðsmaður hans fékk vitneskju um úrskurðinn. 11 Hinn kærði úrskurður var kveðinn upp 7. janúar 2021. Samkvæmt þingbók málsins í héraði var ekk i sótt þing af hálfu sóknaraðila við uppkvaðningu úrskurðarins. Ekki liggur fyrir hvenær sóknaraðilar eða umboðsmenn þeirra fengu vitneskju um úrskurðinn. Eins og fyrr greinir kærði sóknaraðili Kópavogsbær úrskurð héraðsdóms 4 fyrir sitt leyti með kæru sem barst héraðsdómi 21. janúar 2021, það er tveimur vikum eftir uppkvaðningu hins kærða úrskurðar. Kæran er stimpluð af Héraðsdómi - starfsmanns héraðsdóm stólsins til Landsréttar þann sama dag var upplýst um að kæran hefði borist dómstólnum deginum áður, 21. janúar 2021, en að greiðsla vegna kærunnar hefði ekki borist fyrr en morguninn eftir. Að því virtu er ekki fallist á að vísa kæru sóknaraðila Kópavogs frá Landsrétti á þeim grundvelli að hún sé of seint fram komin. 12 Eins og áður greinir deila aðilar um hvort mistök hafi orðið þegar lóðarleigusamningi um Hagasmára 1 í Kópavogi var þinglýst á fasteignina 30. október 2018 og, ef svo er, hvort fullnægt sé ski lyrðum 1. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga til að bæta þar úr. Málið er rekið á grundvelli 3. gr. sömu laga en með því ákvæði er þeim sem telur á sér brotið með ákvörðun sýslumanns um þinglýsingu veitt heimild til að leita, eftir sérstökum reglum, úrlausnar dó mstóla um þá ákvörðun. Í slíku máli verður ekki litið til efnisatriða að baki skjali sem þinglýst hefur verið heldur einungis leyst úr því hvort þinglýsing eða önnur úrlausn þinglýsingarstjóra hafi, eins og málið hafi legið fyrir honum, verið rétt eða ekki , sbr. til dæmis dóm a Hæstaréttar 22. ágúst 2012 í máli nr. 414/2012 og 9. október 2019 í máli nr. 32/2019. 13 Í 3. mgr. 7. gr. þinglýsingalaga er kveðið á um að ef í skjali eru atriði, orðuð eða óorðuð, sem ekki eru í samræmi við efni þinglýsingabóka en skja lið er þó tækt til þinglýsingar skal gerð athugasemd um það á skj alið ef telja verður að ósamræmið geti skipt verulegu máli um rétt þann sem skjalinu er ætlað að veita. Ákvæðið á meðal annars við þegar stofnað er til leiguréttar í eign án þess að annarra t akmarkaðra eignarréttinda í henni sé getið og er þá vakin athygli á ósamræmi í viðkomandi skjölum með því að rita athugasemd á þau. 14 Þega r lóðarleigusamningur inn milli sóknaraðila, Kópavogsbæjar og Eignarhaldsfélagsins Smáralind ehf., vegna fasteignarinnar að Hagasmára 1 var móttekinn til þinglýsingar 19. október 2018 hafði fyrrgreindu stofnskjali lóðar, útgefnu 21. apríl 2008, þegar verið þinglýst sem frumheimild á fasteignina, með þinglýsingarnúmerinu 437 - A - 002015/2008. Sem fyrr segir kemur fram í uppdrætt inum frá 27. mars 2008, sem er hluti framangreinds stofnskjals, að á lóðinni hvíli kvöð um samnýtingu bílastæða á lóðum nr. 1 og 3, kvöð um samnýtingu fráveitulagna á lóðum nr. 1 og 3 og kvöð um gagnkvæman umferðarrétt. Þá liggur fyrir að í 1. gr. umrædds lóðarleigusamnings , sem var móttekinn til þinglýsingar 19. október 2018, er vísað til þess að á lóðinni séu kvaðir samkvæmt viðfestum uppdrætti sem tilgreinir aðeins tvær af þremur framangreindum kvöðum, það er kvöð um samnýtingu fráveitulagna á lóðum nr. 1 og 3 og kvöð um gagnkvæman umferðarrétt. Af þeim sökum verður að telja að þegar sá lóðarleigusamningur var móttekinn til þinglýsingar hafi óorðuð atriði í honum ekki verið í samræmi við efni fasteignabókar þótt skjalið hafi verið tækt til þinglýsingar. Þ á er á það fallist að framangreint 5 ósamræmi geti skipt verulegu máli um þann rétt sem skjalinu er ætlað að veita enda hætt við að óvissa skapist um umfang kvaðanna eins og skjalinu hefur verið þinglýst. Verður því ekki talið að þinglýsingarstjóra hafi veri ð rétt að synja kröfu varnaraðila um að bæta úr mistökum við þinglýsingu lóðarleigusamningsins og rita athugasemd um kvöðina á samninginn í því skyni að vekja athygli á fyrrgreindu ósamræmi. Í því sambandi er til þess að líta að þegar þinglýsingarstjóri te kur afstöðu til þess hvort leiðrétting skuli framkvæmd samkvæmt 1. mgr. 27. gr. laganna ber honum einungis að huga að atriðum sem varða formleg réttindi samkvæmt þinglýstum skjölum. 15 Sóknaraðilar halda því báðir fram fyrir Landsrétti að þegar hafi verið gæt t að réttindum varnaraðila samkvæmt kvöðinni um samnýtingu bílastæða á lóðunum að Hagasmára 1 og 3 með þinglýsingu fyrrnefnds dóms Hæstaréttar í máli nr. 39/2019 á fasteignina að Hagasmára 1. Sóknaraðili Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. byggir meðal annar s á því að áritun á lóðarleigusamning inn um Hagasmára 1 um tilvist kvaðarinnar hafi þar af leiðandi ekki áhrif á lögvarða hagsmuni varnaraðila. Í málinu er ekki lagt fram nýtt veðbókarvottorð eða önnur skjöl sem sýna að dómi Hæstaréttar í máli nr. 39/2019 hafi verið þinglýst á fasteignina að Hagasmára 1. Þá er umræddur lóðarleigusamningur eftir sem áður ekki í samræmi við stofnskjalið sem áður var þinglýst á fasteignina. Að því virtu og með hliðsjón af því sem þegar hefur verið rakið verður varnaraðili tali nn hafa lögvarða hagsmuni af því að vakin sé athygli á tilvist kvaðarinnar um samnýtingu bílastæða á lóðunum að Hagasmára 1 og 3 með áritun athugasemdar á lóðarleigusamninginn um Hagasmára 1 sem þinglýst var 30. október 2018. 16 Með vísan til þess sem að fram an greinir verður hinn kærði úrskurður staðfestur og verður sóknaraðilum gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hin n kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. og Kópavo gsbær, greiði varnaraðila, Norðurturninum hf., hvor um sig 150.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. janúar 2021 Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 18. desember sl., barst dómnum með bréfi lögmanns sóknaraðila, dagsettu 7. m aí 2019 og mótteknu þann sama dag. Sóknaraðili er Norðurturninn hf., Hagasmára 3, Kópavogi. Varnaraðilar eru Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf., Hagasmára 1, Kópavogi, og Kópavogsbær, Digranesvegi 1, Kópavogi. Kröfur sóknaraðila eru þær aðallega að ákvörðun þinglýsingastjóra vegna þinglýsingar lóðarleigusamnings fasteignarinnar Hagasmára 1, Kópavogi, fastanúmer 222 - 7650, með þinglýsingarnúmer 441 - B - 012506/2018, verði felld úr gildi og að kvöð um samnýtingu bílas tæða á lóðum 6 nr. 1 og 3 við Hagasmára verði getið á þinglýstum lóðarleigusamningi um Hagasmára 1 með athugasemd. Til vara krefst sóknaraðili þess að lóðarleigusamningurinn verði afmáður úr þinglýsingabókum. Kröfur varnaraðila Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. eru að ákvörðun þinglýsingarstjóra frá 22. mars 2019 verði staðfest og varnaraðila úrskurðaður málskostnaður úr hendi sóknaraðila. Kröfur varnaraðila Kópavogsbæjar eru að kröfum sóknaraðila verði hafnað og úrslausn þinglýsingarstjóra frá 22. mars 2019 staðfest. Þá krefst varnaraðili Kópavogsbær málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. I Hinn 1. október 1996 voru gerðir lóðarleigusamningar um lóðirnar Hagasmára 1, 5, 11 og 13 í Kópavogi. Með yfirlýsingu byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar 1. júlí 1999 var síðan ákveðið að sameina lóðirnar að Hagasmára 1, 5, 11 og 13 og að hin sameinaða lóð bæri heitið Hagasmári 1. Varnaraðili Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. er handhafi lóðarréttinda að Hagasmára 1. Á lóðinni stendur verslunarmiðstöðin Smáralind. Sóknaraðili eig naðist lóðina að Hagasmára 3 með afsali 4. október 2013. Áður hafði Kópavogsbær 18. apríl 2008 gefið út lóðarleigusamning vegna leigu lóðarinnar að Hagasmára 3. Í 1. gr. samningsins sagði að á lóðinni væru kvaðir samkvæmt viðfestum uppdrætti. Á þeim uppdræ þannig að lóðinni Hagasmára 1 var skipt upp í tvær lóðir, Hagasm ára 1 og 3. Tekið er fram í stofnskjalinu að afmörkun lóðar komi fram á mæliblaði sem fylgi stofnskjalinu og sé hluti af því. Hinn 30. október 2018 fékk varnaraðili Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. þinglýst endurnýjuðum lóðarleigusamningi vegna Hagasmára 1, dagsettum 18. október 2018, sem fékk þinglýsingarnúmerið 441 - B - 012506. Með erindi 14. janúar 2019 krafðist sóknaraðili þess að þinglýsingarstjóri leiðrétti færslu í þinglýsingarbók, sbr. 27. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978, með þeim hætti að getið yrði um kvöð um samnýtingu bílastæða á lóðunum nr. 1 og 3 við Hagasmára á þinglýstum lóðarleigusamningi um Hagasmára 1 með athugasemd. Til vara krafðist sóknaraðili þess að lóðarleigu samningurinn yrði afmáður úr þinglýsingarbókum. Með ákvörðun 22. mars 2019 h afnaði þinglýsingarstjóri kröfum sóknaraðila. Sóknaraðili höfðaði mál fyrir dómi gegn varnaraðilum og krafðist þess að viðurkennt yrði að samkvæmt stofnskjali fyrir lóðirnar Hagasmára 1, Hagasmára 3 og Hagasmára 5, útgefnu 21. apríl 2008, hvíldu kvaðir á l óðunum Hagasmára 1 og 3 um samnýtingu bílastæða, samnýtingu fráveitulagna og gagnkvæman umferðarrétt og að kvaðirnar veittu sóknaraðila, sem eiganda Hagasmára 3, rétt til nýtingar á bílastæðum á lóðinni við Hagasmára 1. Varnaraðilar voru sýknaðir af kröfum sóknaraðila með dómi héraðsdóms 13. júlí 2018. Hinn 18. október 2018 gerðu varnaraðilar nýjan lóðarleigusamning vegna lóðarinnar að Hagasmára 1 sem kom í stað eldri samnings frá 1996 og gilti fyrir Hagasmára 1, 5, 11 og 13. Í samningnum er ekki getið um f yrrgreinda kvöð um samnýtingu bílastæða. Með dómi Landsréttar, uppkveðnum 7. júní 2019, var dómkrafa sóknaraðila tekin til greina og viðurkennt að samkvæmt stofnskjali fyrir lóðirnar Hagasmára 1, Hagasmára 3 og Hagasmára 5 hvíli kvaðir á lóðunum Hagasmára 1 og 3 um samnýtingu bílastæða og fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt. Jafnframt að kvaðirnar veiti sóknaraðila, sem eiganda Hagasmára 3, rétt til nýtingar á bílastæðum á lóðinni við Hagasmára 1. Varnaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar Íslands, sem veitti þeim leyfi til áfrýjunar. Með dómi Hæstaréttar 4. júní 2020 var dómur Landsréttar staðfestur. II Sóknaraðili vísar til þess að þegar félagið hafi eignast Hagasmára 3 með afsali 4. október 2013 hafi hvílt á Hagasmára 1 og 3, í samræmi við þinglýs t stofnskjal og lóðarleigusamning, kvöð um samnýtingu bílastæða og fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt. Sú kvöð hafi veitt sóknaraðila, sem eiganda Hagasmára 3, rétt til nýtingar á bílastæðum á lóðinni við Hagasmára 1. Með lóðarleigusamningi um Hag asmára 3 og stofnskjali um þá lóð hafi einnig verið gerð breyting á lóðarleigusamningi og stofnskjali Hagasmára 1 þannig að við uppskiptingu lóðarinnar að Hagasmára 1 í Hagasmára 1 og 3 væri tryggt að kvöðin hvíldi á báðum lóðunum. Hæstiréttur Íslands hafi með dómi 4. júní 2020, í máli nr. 39/2019, staðfest að umrædd kvöð hvíli á lóðinni að Hagasmára 1. 7 Af hálfu sóknaraðila er á því byggt að varnaraðila hafi skort heimild til þeirrar ráðstöfunar sem falist hafi í lóðarleigusamningnum, sbr. 1. mgr. 24. gr. þ inglýsingalaga nr. 39/1978. Vísar sóknaraðili einnig til 3. mgr. 7. gr. laganna þar sem á um það sé kveðið að í þeim tilvikum sem í skjali séu atriði, orðuð eða óorðuð, sem ekki séu í samræmi við efni þinglýsingabóka, en skjalið sé þó tækt til þinglýsingar , skuli gera athugasemd um það á skjölin ef telja verði að ósamræmið geti skipt verulegu máli um rétt þann sem skjalinu sé ætlað að veita. Sóknaraðili kveðst hafa mikla hagsmuni af því umrædd kvöð sé virt. Óheimilt hafi verið að þinglýsa nýjum lóðarleigusa mningi um Hagasmára 1 án þess að geta um kvöðina, sem að gengnum dómi Hæstaréttar Íslands sé nú óumdeild. Því krefjist sóknaraðili þess að ákvörðun þinglýsingarstjóra verði felld úr gildi og að kvaðar um samnýtingu bílastæða á lóðunum 1 og 3 við Hagasmára verði getið á lóðarleigusamningi. Til vara krefjist sóknaraðili þess að lóðarleigusamningurinn verði afmáður úr þinglýsingarbókum. Til stuðnings kröfum sínum vísar sóknaraðili til 3. mgr. 7., 24. og 27. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. III Varnaraðili Eig narhaldsfélag Smáralindar ehf. byggir á því að þinglýsingarstjóra hafi borið að þinglýsa hinum endurnýjaða lóðarleigusamningi vegna Hagasmára 1 án athugasemdar og því hafi þinglýsingarstjóra verið rétt að hafna kröfu sóknaraðila. Varnaraðili Eignarhaldsfél ag Smáralindar ehf. hafi undirritað endurnýjaðan lóðarleigusamning vegna Hagasmára 1 ásamt varnaraðila Kópavogsbæ, sem sé þinglýstur eigandi lóðarinnar. Skilyrði hafi því verið til þess að þinglýsa samningnum, sbr. 1. mgr. 25. gr. þinglýsingalaga nr. 39/19 78. Vísar varnaraðili Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. til þess að eftir málsskotsleið 3. gr. þinglýsingalaga verði ekki leyst úr efnisatvikum sem liggi að baki skjali, svo sem um eignarréttindi eða eignarhöft. Þá verði heldur ekki skorið úr því eftir þei rri málsskotsleið, hvort réttur sá, sem sagður sé standa þinglýsingu í vegi, sé fyrir hendi eða ekki. Engin efni hafi því verið til þess að leysa úr ágreiningnum um hina meintu kvöð í þinglýsingarmáli þessu. Það hafi verið gert í einkamáli aðila. Niðurstað a Hæstaréttar Íslands í málinu breyti hins vegar engu um það að þinglýsingarstjóra hafi ekki borið að taka kröfu sóknaraðila um leiðréttingu til greina, enda komi niðurstaða málsins ekki í veg fyrir þinglýsingu lóðarleigusamningsins. Kvaðar þeirrar sem hví li á Hagasmára 1 samkvæmt dómi Hæstaréttar hafi ekki verið getið í eldri lóðarleigusamningum vegna Hagasmára 1, 3, 5 og 11. Stofnskjalinu sé enn þinglýst á lóðina Hagasmára 1 og þá sé lóðarleigusamningi vegna Hagasmára 3 enn þinglýst á Hagasmára 3. Ekki ve rði því séð að þinglýsing hins endurnýjaða lóðarleigusamnings hafi breytt réttarstöðu sóknaraðila að umræddu leyti. IV Varnaraðili Kópavogsbær bendir á að hann sé eigandi lóðarinnar að Hagasmára 1 að grunneignarrétti. Varnaraðili Eignarhaldsfélag Smáralind ar ehf. sé lóðarhafi á grundvelli lóðarleigusamnings. Eldri lóðarleigusamningur um Hagasmára 1 hafi ekki getið um þá kvöð sem hvíli á lóðinni. Með þinglýsingunni 30. október 2018 hafi því ekki verið gerð nein breyting hvað það varðaði. Af hálfu varnaraðila Kópavogsbæjar er til þess vísað að það að einhver eigi á einkaréttarlegum grundvelli umferðarrétt í landi annars manns leiði að sjálfsögðu ekki til þess að afmá beri þinglýst réttindaskjöl leigutaka eða afsalshafa. Lóðarleigusamningur fjalli um fjölmörg ö nnur atriði en það hvort þriðji aðili kunni að eiga réttindi í formi umferðar - eða bílastæðaréttar. Varnaraðili segir að dómi Hæstaréttar Íslands gengnum engan ágreining uppi um að sóknaraðili eigi umrædd réttindi í lóðinni að Hagasmára 1. Eftir málskotsl eið 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 verði aðeins skorið úr um það hvort þinglýsing hafi verið formlega rétt á því tímamarki sem hún fór fram. Í slíku máli verði hins vegar ekki leyst úr efnisatvikum sem liggja að baki skjali. Við færslu lóðarleigusamnin gsins í dagbók hafi þinglýsingarstjóra borið að gæta þeirra atriða sem rakin séu í 6. gr. þinglýsingalaga. Ekkert þeirra atriða sem þar komi fram hafi átt við þegar þinglýsingarstjóri hafi fengið lóðarleigusamninginn til meðferðar. Þá hafi heldur ekkert þe irra atriða sem rakin séu í 2. mgr. 7. gr. laganna átt við. Engin efni hafi því verið til þess að vísa skjalinu frá þinglýsingu. V 8 Í 1. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 er á um það kveðið að verði þinglýsingarstjóri þess áskynja að færsla í fasteig nabók sé röng, eða mistök hafi orðið um þinglýsinguna ella, skuli hann bæta úr. Fyrir liggur að varnaraðili Kópavogsbær er eigandi lóðarinnar að Hagasmára 1 að grunneignarrétti. Varnaraðili Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. er lóðarhafi á grundvelli lóðar leigusamnings. Þinglýsingarstjóri gat því ekki með réttu vísað lóðarleigu samningi, dagsettum 18. október 2018, frá þinglýsingu, sbr. 1. mgr. 24. gr. og 1. mgr. 25. gr. þinglýsingalaga. Mælt er fyrir um það í 2. mgr. 7. gr. þinglýsingalaga að ef í skjali eru atriði, orðuð eða óorðuð, sem ekki eru í samræmi við efni þinglýsingabóka, en skjalið er þó tækt til þinglýsingar, skal gerð athugasemd um það á skjölin, ef telja verður að ósamræmið geti skipt verulegu máli um rétt þann, sem skjalinu er ætla ð að veita. Í stofnskjali varnaraðila Kópavogsbæjar 21. apríl 2008 vegna breytinga á lóðunum við Hagasmára kom fram að þar nefndur uppdráttur með kvöðum á lóðunum væri hluti stofnskjalsins. Skjalinu var þinglýst 2. maí 2008 á lóðina Hagasmára 1. Með því var kvöðinni um sameiginleg afnot bílastæða á þeirri lóð og lóðinni Hagasmára 3 aflað réttarverndar gagnvart síðari viðsemjendum Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. Að því gættu bar þinglýsingarstjóra að gera athugasemd á lóðarleigusamninginn frá 18. októbe r 2018, endar verður að fallast á það með sóknaraðila að hann hafi mikla hagsmuni af því umrædd kvöð sé virt. Samkvæmt því verður fallist á aðalkröfu sóknaraðila og ákvörðun þinglýsingarstjóra felld úr gildi og lagt fyrir þinglýsingastjóra að geta kvaðar u m samnýtingu bílastæða á lóðunum 1 og 3 við Hagasmára á lóðarleigusamningnum frá 18. október 2018, sem fékk þinglýsingarnúmerið 441 - B - 12506/2018 og þinglýst var á lóðina Hagasmára 1 hinn 30. október 2018. Samkvæmt úrslitum málsins verður varnaraðilum gert að greiða sóknaraðila málskostnað óskipt, sem hæfilega þykir ákveðinn svo sem í úrskurðarorði greinir. Úrskurð þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. Dómarinn fékk málið til meðferðar 9. október sl. en fram að þeim tíma hafði hann engin afsk ipti haft af meðferð þess. Úrskurðarorð: Ákvörðun þinglýsingarstjóra frá 22. mars 2019 er felld úr gildi og fyrir þinglýsingarstjóra lagt að geta kvaðar um samnýtingu bílastæða á lóðunum nr. 1 og 3 við Hagasmára í Kópavogi á lóðarleigusamningi um Hagasmára 1, dagsettum 18. október 2018, sem fékk þinglýsingarnúmerið 441 - B - 12506/2018 og þinglýst var 30. október 2018. Varnaraðilar, Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. og Kópavogsbær greiði sóknaraðila, Norðurturninum hf., óskipt 700.000 krónur í málskostnað.