LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 6. febrúar 2025 . Mál nr. 83/2025 : Ákæruvaldið (Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Elimar Hauksson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Ákæra. Frávísunarúrskurður felldur úr gildi. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem ákæru á hendur X var vísað frá dómi þar sem verknaðarlýsing í henni þótti óskýr, sbr. c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í úrskurði Landsréttar var talið að eins og málið horfði við þegar ák vörðun var tekin um saksókn og þegar litið væri til þess brots sem X væri gefið að sök væri réttlætanlegt að látið hafi verið við það sitja að lýsa ætlaðri háttsemi X í ákæru sem margþættu ofbeldi, þar sem atlaga hans beindist að höfði, hálsi og líkama A, taka því næst dæmi um háttsemi sem X hafði sjálfur lýst að hafa beitt gegn A, en gera að lokum grein fyrir afleiðingum atlögunnar. Með kröfu um nákvæmari lýsingu á ætlaðri framgöngu X væri hætta á að ákærandi yrði settur í þá stöðu að þurfa að geta um of í eyðurnar um þær verknaðaraðferðir sem X hafi beitt. Þá var ekki talið að framangreind lýsing í ákæru væri svo óljós að það gerði X erfitt fyrir að átta sig á sakargiftum á hendur sér, enda væri þar lýst atlögu hans meðal annars að höfði A, en í ákæru komi fram að hann hafi látist af heilaáverka. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Jóhannes Sigurðsson og Kjartan Bjarni Bj örgvinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 29. janúar 2025 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 29. janúar 2025 í málinu nr. S - /2024 þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í t - lið 1. mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt verði fyri r héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. 2 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði hefur sóknaraðili gefið út ákæru 15. nóvember 2024 þar sem varnaraðili er sakaður um að hafa laugarda ginn 20. apríl 2024, í sumarhúsi að í , veist að A A hlaut bana af, en atlagan beindist að höfði, hálsi og líkama A , þar á meðal með því að slá hann tvisvar í andlitið þar sem hann sat á stól, þannig að hann féll í tilgreindum afleiðingum sem nánar er í lýst í ákærunni. Í niðurlagi þeirrar lýsingar kemur fram að A hafi látist af völdum heilaáverka. Fram kemur í ákærunni að þessi háttsemi varði við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5 Með hinum kærða úrskurði er komist að þeirri niðurstöðu að verknaðarlýsing ákærunnar lýsi ekki með fullnægjandi hætti hvernig og með hvaða athöfnum ákærði eigi að hafa valdið þeim áverkum, sem tilgreindir eru í ákærunni og leiddu til andláts brotaþola, þ annig að varðað geti við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Var talið að ákæran uppfyllti ekki að þessu leyti skilyrði 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 og því yrði ekki hjá því komist að vísa málinu frá dómi. 6 Samkvæmt c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 skal í ákæru greina svo glöggt sem verða má hver sú háttsemi er sem ákært er út af, hvar og hvenær brot er talið framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu og loks heimfærslu þess til laga eða stjórnvaldsfyrirmæla, ef því er að skipta. Í dómaframkvæmd hefur verið litið svo á að lýsing á háttsemi, sem ákærða er gefin að sök í ákæru, verði samkvæmt ákvæðinu að vera svo greinargóð og skýr að hann geti ráðið af henni hvaða refsiverðu háttsemi hann er sakaður um og hvaða ákvæði refsilaga hann er talinn hafa brotið. Hefur þá verið vísað til þess að ekki megi vera slík tvímæli um sakargiftir að það sannanlega torveldi ákærða að taka afstöðu til þeirra og halda uppi vörnum gegn þeim. 7 Í þessu efni hefur þó verið gengið út frá því að krafan til skýr leika ákæru geti verið breytileg eftir atvikum máls, brotategund og eðli brots. Má um það meðal annars vísa til dóma Hæstaréttar 4. apríl 2014 í máli nr. 206/2014 og 16. desember 2021 í máli nr. 31/2021. Fær það enn fremur stoð í því að í fyrrgreindu ákvæð i 152. gr. laga nr. 88/2008 er við það miðað að efnisatriði ákæru skuli vera svo glögg sem verða má. Verður af framangreindum dómum meðal annars ráðið að þegar gögn, sem aflað hefur verið við rannsókn máls, styðja að brot hafi verið framið af ákærða, án þe ss að taka megi af skarið með hvaða hætti eða hvenær það hafi nákvæmlega gerst, geti verið réttlætanlegt að lýsa sakargiftum almennar en ella. Eftir sem áður verður sú lýsing að vera eins skýr og frekast er kostur miðað við það sem álykta má af rannsóknarg ögnum. Þá verður allt að einu að gæta þess að ákæra sé nægjanlega greinargóð svo ákærða sé kleift að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi viðhlítandi vörnum, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 og a - lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, s br. lög nr. 62/1994. 3 8 Enginn sjónarvottur mun hafa verið að því hvernig andlát A bar að eða ætluðum átökum milli hans og ákærða. Ákærði hefur við lögreglurannsókn neitað að hafa veist að A umræddan dag, nema með því að slá hann tvisvar sinnum utan undir með flötum lófa þannig að hann féll í gólfið. Auk þessa varð við mat á því hvort sækja skyldi sakborning til sakar eða ekki, sem og við samningu ákæru, að líta til niðurstöðu réttarkrufningar og annarra gagna sem urðu til við lögreglurannsókn um hvað kynni að hafa valdið andláti A . 9 Í hinum kærða úrskurði er gerð grein fyrir því sem segir í skýrslu um útvíkkaða réttarkrufningu frá 29. júní 2024. Í niðurstöðu skýrslunnar eru dregnar ályktanir af þeim fjölda áverka, sem voru á höfði, hálsi og annars staðar á lík ama A , um þá krafta skýrslunni segir að rannsóknarniðurstöður bendi sterklega til þess að dánarorsök hafi verið heilaáverkar. Í niðurlagi hennar kemur síðan fram að sömu niðurstöður bendi sterklega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing áv erka sem annar maður hafi veitt hinum látna. 10 Framangreind skýrsla um réttarkrufningu veitir ekki einhlít svör við því hvernig sá maður bar sig að, sem ætlað er að veitt hafi A þá áverka sem þar er lýst, þótt þar sé á köflum vikið að því að líkur séu á því að þeir hafi hlotist af höggum eða spörkum, meðal annars í höfuð. Önnur gögn sem lágu fyrir við útgáfu ákæru gáfu heldur ekki tilefni til að taka þar upp afdráttarlausari lýsingu á ætlaðri atlögu ákærða gegn A . 11 Eins og málið horfði við þegar ákvörðun var t ekin um saksókn og þegar litið er til þess brots sem ákærða er gefið að sök verður samkvæmt framansögðu að telja réttlætanlegt að í ákæru hafi verið látið við það sitja að lýsa ætlaðri háttsemi ákærða sem margþættu ofbeldi, þar sem atlaga hans beindist að höfði, hálsi og líkama A , taka því næst dæmi um þá háttsemi sem ákærði hafði sjálfur lýst að hafa beitt gegn hinum látna, en gera að lokum grein fyrir afleiðingum atlögunnar. Með kröfu um nákvæmari lýsingu á ætlaðri framgöngu ákærða er hætt við að ákærandi hefði verið settur í þá stöðu að þurfa um of að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur um hvaða verknaðaraðferðum kunni að hafa verið beitt við atlöguna, án þess að hann teldi gögn málsins veita þeim næga stoð. Framangreind lýsing í ákæru er heldur ekki svo óljós að það geri ákæ rða erfitt fyrir að átta sig á sakargiftum á hendur sér og taka til varna í málinu, enda er þar lýst atlögu að tilgreindum stöðum á líkama A , þar á meðal höfuð, en í ákæru segir að hann hafi látist af heilaáverka. Þá er verknaðarlýsing 2. mgr. 218. gr. alm ennra hegningarlaga þannig úr garði gerð að lýsing ákærunnar á ætlaðri háttsemi ákærða og afleiðingum atlögunnar rúmast innan refsiákvæðisins. 12 Það er því niðurstaða réttarins að ekki sé nægilegt tilefni til að vísa ákæru í máli þessu frá dómi á þeim grunn i að hún uppfylli ekki kröfur c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 4 88/2008. Hinn kærði úrskurður verður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsd óm að taka málið til efnismeðferðar. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 29 . janúar 2025 I. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 10. janúar 2024, var höfðað með útgáfu ákæru héraðssaksóknara 15. nóvember 2024 á hendur X , kt. , til heimilis að í Rey kjavík. 20. apríl 2024, í sumarhúsi að í , veist að A , kt. með margþættu ofbeldi, þannig að A hlaut bana af, en atlagan beindist að höfði, hálsi og líkama A , þar á meðal með því að slá hann tvisvar í andlitið þar sem að hann sat á stól, þannig að hann féll í gólfið, allt með þeim afleiðingum að A hlaut af fjölþætta áverka, þar á meðal leðurhúðar - og húðbeðsblæðingar á vinstra gagnauga, hvirfil - og hnakkasvæði með undirliggjandi útbreiddri blæðingu í höfuðleðrið og vinstri gagnaugavöðvann, auk umtalsverðra blæðinga í vinstri hluta hálsins og á vinstra eyrnasvæðinu með undirliggjandi mjúkvefjarblæðingum og broti á efra vinstra horni skjaldbrjósksins, skrámur á höfði, undirhúðablæðingar á augnsvæðum og vinstri kinn, mar á framhluta nefs, slímhúðarblæðingar innanvert á neðri vör og aftarlega í slímhúð hægri kinnar, blæðingar í hægra ennisblaði og hægra gagnaugablaði og mikla og útbreidda áverka á heilav ef í heila, litla heila og heilastofni, en A Í ákæru er háttsemin talin varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið var þingfest hinn 12. desember síðastliðinn. Sótti ákærði þing ásamt Elimar Haukssyni, lögmanni, sem skipaður var verjandi ákærða að hans ósk. Við þingfestingu málsins neitaði ákærði sök, en gerði kröfu um að málinu yrði vísað frá dómi á þeim grundve lli að ákæran sé ekki nægjanlega skýr eftir áskilnaði c - og d - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt framansögðu gerir ákærði kröfu um að málinu verði vísað frá dómi og að þóknun verjanda verði greidd úr ríkissjóði. Af hálfu ákæruvalds er kröfu um frávísun málsins hafnað. II. Upphaf málsins má rekja til þess að skömmu fyrir klukkan 14 þann 20. apríl 2024 barst lögreglu tilkynning um að maður væri meðvitundarlaus í sumarhúsi að í . Fljótlega eftir komu viðbragðsaðila á vettvang hafi einn einstaklingur verið úrskurðaður látinn. Hinn látni hafi reynst vera A , kt. , ríkisborgari, búsettur hér á landi. Fram kom að þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang voru fjórir menn þar staddir, auk hins látna, allir frá . Samk væmt fyrirliggjandi upplýsingum hafi tveir þeirra dvalið í sumarhúsinu frá deginum áður, ásamt hinum látna, en hinir tveir munu hafa komið þangað skömmu áður en tilkynning til lögreglu barst. Fulltrúi frá tæknideild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, auk r éttarmeinafræðings, hafi verið kvaddir á vettvang til rannsóknar og skoðunar á líki hins látna. Við 5 rannsókn á vettvangi og skoðun á líki hins látna hafi vaknað grunur lögreglu um að andlátið kynni að hafa borið að með saknæmum hætti. Allir framangreindir fjórir menn sem á vettvangi voru hafi því verið handteknir í þágu rannsóknar málsins, og var ákærði þeirra á meðal. Lögregla taldi ákærða og annan mann hafa verið þá einu sem staddir hefðu verið í sama húsnæði og hinn látni og að líkindum hafi þeir síðast haft samskipti við hinn látna. Ákærði sætti gæsluvarðhaldi frá 21. apríl 2024. Með úrskurði Landsréttar frá 27. maí 2024 var staðfestur úrskurður héraðsdóms frá sama mánuði um að ekki væru uppfyllt skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð saka mála til að ákærði sætti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Fallið hafa úrskurðir um heimild lögreglu til að afla upplýsinga um síma og netnotkun sem og innihald rafrænna gagna hins látna. Í málinu liggja fyrir umfangsmikil gögn um rannsókn málsins. Teknar vor u skýrslur af ákærða 21. og 23. apríl 2024 og í maímánuði það ár. Þá voru teknar skýrslur af öðrum sem nutu réttarstöðu sakborninga, meðal annarra B , sem hafði verið á vettvangi á þeim tíma sem andlát A bar að. Frekari skýrsla voru teknar af ákærða 22. ágú st 2024. Þá liggja fyrir skýrslur af vitnum sem ekki þykir ástæða til að reifa. Ítarlegar rannsóknar um annað liggja fyrir, meðal annars á fötum ákærða, fjarskipti og aðrar greiningar. Í skýrslum af ákærða hjá lögreglu kom meðal annars fram að hann ásamt hinum látna og öðrum manni hefðu borðað saman og verið við drykkju um föstudagskvöldið en kvaðst ekki muna glöggt atburði frekar enda farið að sofa. Mundi hann ekki glöggt hvort ósætti hefði komið upp enda undir áhrifum áfengis. Hann hefði ekki komið að A látnum en lögregla fundið sig sofandi í rúmi. Skýrsla var tekin af ákærða 23. apríl sama ár en þá bætti ákærði við fyrri framburð með því að hann hefði að morgni laugardagsins slegið A flötum lófa einu sinni eða tvisvar í andlitið í kjölfar rifrildis og þe ss að A hefði öskrað á sig. A hafi dottið í gólfið og gæti hafa meitt sig í höfði. Ákærði hafi farið að reykja en síðar komið til baka og hjálpað A á fætur og leitt hann í rúmið. Ákærði hafi síðan farið í herbergi sitt og sofnað. Síðan hafi hann vaknað þeg ar lögregla kom og vakti sig. A hafi verið á lífi þegar ákærði sá hann síðast. Þetta rifrildi hafi átt sér stað í eldhúsinu. Hann hafi slegið A með hægri hendi aðspurður en var þó ekki viss. A hafi kannski dottið og skallað höfuðið í gólfið. Gat ákærði ekk i sagt um hversu kröftuglega hann hefði slegið. Kvað hann þá báða hafa verið drukkna, en B , sem var með þeim í húsinu, líklegast ekki. Skýrsla var tekin af ákærða 2. maí 2024 þar sem meðal annars var farið yfir bráðabirgðaskýrslu réttarmeinafræðings og áve rka á hinum látna. Kannaðist ákærði ekki við annað en að hafa slegið A einu sinni eða tvisvar með flötum lófa, en ekki sparkað eða trampað í skóm eða tekið um háls. Neitaði ákærði að hafa veist með öðrum hætti að A með þeim afleiðingum sem getið er um í skýrslunni. Þá hefði hann ekki kyrkt A aðspurður um áverka sem samræmst gætu því. Þann 8. maí var að nýju tekin skýrsla af ákærða og honum sýndar myndir af hinum látna. Einnig var tekin skýrsla af ákærða 21. sama mána ðar og atburðir settir á svið. Skýrði ákærði fyrri frásögn um að hafa slegið A einu sinni eða tvisvar og sýndi hvernig A hefði eftir það legið í gólfinu. Lýsti ákærði því einnig hvernig hann hefði reist A við og stutt hann inn í rúm. Skýrslutaka fór fram a f ákærða 22. ágúst 2024. Voru ákærða kynntar frekari rannsóknarniðurstöður meðal annars um að blóð hefði fundist á fatnaði hans og skóm en ákærði bar við aðspurður að A hefði skorið sig á hendi og ákærði búið um sárin. Skýrslur voru teknar af B sem verið hafði í húsinu ásamt ákærða og hinum látna. Kvað hann hafa heyrt rifrildi milli ákærða og A og séð A liggjandi á gólfi um morguninn og lýsti hann hvernig. Kvaðst hann ekki vita nánar hvað hefði gerst, en hafa spurt ákærða sem gefið hafi þá skýringu að A væ ri líklegast bara ölvaður. Hann hefði hringt til að láta vita. Vitni kvaðst hafa fengið símtal frá B um að A hefði dottið niður stiga. Eru frekari framburðir vitna sem ekki er ástæða til að reifa nánar. Bráðabrigðaskýrsla um krufningu á líki hins látna lá fyrir 26. apríl 2024. Skýrsla liggur fyrir um útvíkkaða réttarkrufningu á líki hins látna sem fram fór 22. apríl 2024. Í skýrslunni, sem undirrituð er 20. júní sama ár, er ítarleg lýsing á áverkum og öðrum ummerkjum á líki hins látna. Eru niðurstöður dreg nar saman og getið um áverka sljórra krafta gegn höfði og hálsi, bol auk efri og neðri útlima. Um tilurð áverka er tekið 6 fram að það sem fram hafi komið við sviðsetningu 21. maí 2024 skýri ekki áverkamyndina sem fram hafi komið við rannsóknina. Segir í nið urstöðu skýrslunnar að útlit, staðsetning og eðli áverkanna í hvítu hjarnans, heilastofninum og litla heilanum bendi sterklega til þess að þeir hafi komið til fyrir sljóa krafta gegn höfðinu og að þeir hafi, fyrir náttúrulega en ósamleita hreyfitregðu miðt augakerfisvefjarins, hlotið útrás djúpt í vefnum sem snörp hröðun á fáeinum stöðum með kjölfarandi staðbundinni vefjaraflögun sem yfirstigið hafi teygjanleg mörk vefjarins og viðnám hans gegn sundrungu og orsakað vefjarof. Með hliðsjón af ytri áverkunum á vinstra gagnauga - , hvirfil - og hnakkasvæði höfuðsins og áverkunum á vinstra eyrnasvæðinu og niður á vinstri hlið andlitsins og hálsins tali þetta samantekið fyrir því að hann hafi móttekið mörg hliðarhögg í höfuðið og að snöggt bragð sumra þeirra hafi haft magn til að orsaka téðar innri hröðunarbreytingar. Útlit marsins á neðanverðum heilaberkinum á vinstra ennis - , gagnauga - og hnakkasvæðinu bendi sterklega til þess að það hafi komið til við beinan steyt gegn höfðinu og í ljósi áverkanna á höfðinu sé að ætl a að það hafi komið til vegna þeirra högga. Hinar staðbundnu, fíngerðu innan skúmsblæðingar hafi staðsetningu og útlit sem nærtækast skýrist af sömu kröftum og heilahvítuáverkarnir. Eðli, staðsetning og útbreiðsla nefndra áverka bendi sterklega til þess að annar maður hafi veitt honum þá, t.d. í formi endurtekinna sparka í höfuðið. Sagt er um mótaðar leðurhúðablæðingu að í áverkanum felist að hluta mynd þess yfirborðs sem hafi steytt á höfðinu og útlit hans tali fyrir því að um sé að ræða eina ákomu að hi ð minnsta partur af yfirborðinu sé upphleyptur með minnst þremur til fjórum gleiðum, bogadregnum, upphleyptum hryggjum, tveimur um 0,7 cm breiðir og einn 0,3 cm, nærri samsíða. Vikið er að vinstri hlið hálsins þar sem sjáist einnig mótuð leðurhúðarblæðing þar sem gera mætti ráð fyrir að ákomuyfirborð hafi þá eiginleika að skilja eftir sig fíngerðar línur og þröngt einfalt horn. Einnig er vikið að skrámu fremst á hvirfilsvæðinu með undirliggjandi mjúkvefjablæðingu og undirliggjandi staðbundinni innanskúmsbl æðingu á hægra hvirfilsvæði sem bendi sterklega til að áverkinn hafi komið fyrir sljóan kraft í formi steyts gegnt hörðu eða tregeftirgefanlegu yfirborði með ákomu á hægra fremra hvirfilsvæðið. Útlit og staðsetning áverkans geti bent til að hann hafi verið veittur af öðrum manni í formi höggs með sljóu áhaldi eða eigin limum. Í skýrslunni er útlit slímhúðaráverkanna í munnslímhúð sagt benda sterklega til að þeir hafi komið til við sljóan kraft gegnt munnvæði. Útlit og eðli geti bent til þess að áverkarnir h afi verið veittir af öðrum manni í formi þrýstings eða högga yfir munnsvæði. Samhengi við blæðinga í mjúkvef í hægri hluta háls, punktblæðinga í slímhúð munns og augna, og á augnlokum vinstra auga og yfirþans á lungum gefi til kynna þann möguleika að teki ð hafi verið um munn og/eða háls í ferlinu og haldið um stund, þótt einnig sé þekkt að kviðarlega í dauðanum eða skömmu eftir hann kunni hjá sumum að valda fíngerðum blæðingum í vöðvum fremra hólfs hálsins og punktblæðingum í andliti. Fjallað er um skrámur í hægri hluta ennis og augnsvæði og undirhúðarblæðingu. Bendi það sterklega til að það hafi komið til fyrir sljóa krafta. Útlit skrámu á vinstri augnsvæði bendi til að hún hafi komið til fyrir sljóan og skáhallan eða skrapandi kraft. Útlit skrámanna á hæg ri hluta ennis geti skýrst af falli móti hörðu, kyrrstæðu yfirborði sem höggum annars manns. Útlit skráma á augnsvæðum og undirhúðarblæðingar og staðsetningar geti bent til að þær hafi orðið fyrir virkan kraft, sem högg veitt af öðrum manni. Í skýrslunni er einnig vikið að undirhúðarblæðingum á nefi sem bendi sterklega til að hafi komið til fyrir steyt eða þrýsting og geti skýrst af eigin falli eða steyt mót hörðu yfirborði, sem höggi veittu af öðrum manni. Blæðing í hægri höfuðfeðmingsvöðva bendi sterkleg a til að hafa komið til fyrir sljóan kraft í formi steyts mót hörðu yfirborði og hafi staðsetningu sem skýrst geti af falli mót hörðu undirlagi. Blæðingar í vinstri sjalvöðva, mjúkvefjablæðing á brjósthrygg og lendhrygg og í hægri síðu bendi sterklega til að hafa komið til fyrir sljóan kraft í formi steyta. Útlit leðurhúðarmars á vinstri hluta brjóstkassa og brotanna gegnum vinstri rif sjö og ellefu bendi sterklega til að þau hafi komið til fyrir þrýsting eða steyt gegnt vinstri hluta brjóstkassans. Ekki sé hægt að útiloka að þessir áverkar hafi komið til við einn og sama kraftatburðinn. Brotið gegnum sjöunda rifið vinstra megin hafi staðsetningu og umfang sem gæti einnig skýrst af tilraun til endurlífgunar í formi hjartahnoðs. Leðurhúðarmar á hægri úlnlið o g undirhúðar - blæðingar þar hafi útlit og staðsetningu sem bendi sterklega til að þær hafi komið til fyrir þrýsting gegnt svæðunum. Staðsetning og eðli áverkanna gæti skýrst að af því að annar maður hefði valdið þrýstingi, t.d. í formi taks með eigin höndum . Undirhúðarblæðingar á handarbökum bendi sterklega til að þær hafi komið 7 til við þrýsting eða steyta. Þess konar áverkar á þessum stað geti skýrst af því að reynt hafi verið að bera hendur fyrir höfuð til að verjast höggum sen séu ekki hásértækir fyrir ei ngöngu þá tilurð. Útlit áverka á utanverðum og innanverðum hægri olnboga, utanverðum vinstri upphandleggnum, innanverðum og utanverðum vinstri olnboga, í hægri þríhöfðavöðva bendi sterklega til að þeir hafi komið til fyrir steyta eða þrýsting gegnt höfðinu eða tregeftirgefanlegu yfirborði og geti skýrst af jafnt höggum veittum af öðrum manni eða eigin slysni. Útlit blæðinga djúpt á hægra mjaðmarsvæði og á vinstra læri bendi til að þær hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi steyta gegnt svæðinu. Útlit und irbúðarblæðingar á vinstra nárasvæði bendi sterklega til að hún hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi steyts eða þrýsting gegnt framanverðu vinstra mjaðmarbeini. Útlit sársins á réttihluta vinstri þumals bendi sterklega til að það hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi skröpunar gegnt hrjúfu yfirborði eða hörðum kanti. Í skýrslunni segir að ofantaldir áverkar séu ferskir og hafi útlit sem samræmist því að þeir hafi komið til skömmu fyrir dauðann að undanskildum áverkum sem hafi útlit sem bendi til a ð þeir hafi komið til einum eða fleiri sólarhringum áður. Um þá síðasttöldu er vísað til númera sem vísa til áverka á efri vör, skrámur á hægra þumli, í húð og undir nögl vinstri þumals, skrámu á vinstri vísifingri og undirhúðarblæðingar á hægra læri. Samandregið eru rannsóknarniðurstöður sagðar benda til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing áverka sem annar maður hafi veitt (manndráp) og að þær bendi sterklega til að dánarsorsökin hafi verið heilaávekrar. III. Af hálfu ákærða er krafa um frávísun byggð á því að ákæran uppfylli ekki áskilnað c - og d - liða 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. Í því sambandi er einkum bent á orðalag ákærunnar um að ákærði hafi veist að A hlaut bana af, en atlagan beindist að höfði, hálsi og líkama A , þar á meðal með því að slá hann tvisvar í andlitið þ arms hann sat á stól, þannig að hann féll í gólfið, allt með þeim afleiðingum að A fyrr greinir. Verknaðarlýsi ng sé takmörkuð og ófullnægjandi varðandi ætlaðar athafnir ákærða umrætt sinn. Skorti nánast alfarið að verknaðarlýsing brots í ákæruskjali verði felld undir efnislýsingu refsiákvæðis, þ.e. 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, ef frá séu ta ldar alvarlegar afleiðingar. Kröfur ákvæða 152. gr. nefndra laga um skýrleika varði möguleika ákærða til að halda uppi vörnum er varði sakargiftir í ákæru. Tvö slög sem vísað sé til í ákæru geti aldrei leitt til slíkra áverka sem raktir séu í verknaðarlýsi ngu. Þá er vísað til þess að ef ákæruvaldið telji að meintir áverkar á handarbaki ákærða séu tilkomnir vegna högga af hálfu hans verði að vísa til þeirra hnefahögga í verknaðarlýsingu ákæru en í því efni vísar ákærði til vottorðs heimilislæknis og matsgerð ar Landspítala sem fyrir liggja í málinu. Þá er einnig vísað til þess að rannsakari hafi borið undir ákærða niðurstöðu réttarmeinafræðings um að hinn látni hafi verið kyrktur. Ef byggt sé á að áverkar hafi komið til fyrir spörk eða traðk vegna blóðs undir skóm og á belti náttslopps þá beri ákæruvaldinu að lýsa þeim meintu spörkum eða stöppum í verknaðarlýsingu ákæru. Telji ákæruvaldið fyrrgreind gögn málsins ekki styðja nægilega við högg eða spörk eða aðrar athafnir sem fallið geti undir verknaðarlýsingu 2 . mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þá beri ákæruvaldinu að fella málið niður, sbr. 145. gr. laga nr. 88/2008. Af hálfu ákærða er einnig vísað til þess að hann hafi neitað sök frá upphafi en þó hafi honum aldrei verið kynnt sakarefni málsins með afdráttarlausum hætti, þ.e. með hvaða athöfnum og hvenær nákvæmlega þær athafnir eigi að hafa átt sér stað. Lögreglu sé það skylt ef unnt er, sbr. 70. gr. stjórnarskrár og 28. gr. laga nr. 88/2008, sbr. einnig 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evróp u, sbr. lög nr. 62/1994. Þótt rannsóknarskyldu lögreglu samkvæmt 53. gr. laga nr. 88/2008 hafi e.t.v. verið fullnægt hafi ákærða hvorki undir rannsókn málsins né í verknaðarlýsingu ákæru verið gerð grein fyrir því hvaða háttsemi nákvæmlega honum sé gefin a ð sök, eingöngu sé vísað til refsiákvæða. 8 Af hálfu ákæruvalds hefur frávísunarkröfu verið mótmælt enda uppfylli ákæran skilyrði 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. Í ákæru sé ekki alltaf hægt að lýsa verknaði eða háttsemi fullkomlega heldur svo glöggt sem verða má eins og ákvæðið gerir ráð fyrir. Verði í því efni að horfa til rannsóknargagna og hversu nákvæmlega hafi tekist að upplýsa um brot, sbr. dóma Hæstaréttar í málunum nr. 703/2012 og nr. 206/2014. Þá þurfi lýsing í ákæru að samsvara því refsiákvæði s em ákært er vegna eins og unnt sé hverju sinni. sbr. hrd. 31/2021. Ganga verði út frá að lýsa þeirri háttsemi eins glöggt og verða má, þ.e. þeirri háttsemi sem rannsókn hafi leitt í ljós. Í ákæru sé því lýst að ofbeldi hafi leitt til þeirra áverka sem dreg ið hafi A til dauða. Miðað við aðstæður sé lýsing í ákæru svo glögg sem verða megi. IV. Samkvæmt c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal í ákæru greina svo glöggt sem verða má hver sú háttsemi er sem ákært er út af, hvar og hvenær brotið er talið framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu og loks heimfærslu þess til laga og stjórnvaldsfyrirmæla, ef því er að skipta. Í d - lið sömu málsgreinar skulu einnig koma fram röksemdi r sem málsóknin er byggð á, ef þörf krefur, svo sem ef mál er flókið eða umfangsmikið, en röksemdafærslan skal þá vera gagnorð og svo skýr að ekki fari á milli mála hverjar sakargiftir eru. Verknaðarlýsing ákæru verður að vera það greinargóð og skýr að á kærði geti ráðið af henni hvaða refsiverðu háttsemi honum er gefin að sök og hvaða lagaákvæði hann er talinn hafa gerst brotlegur við. Verður ákærða að vera fært að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum gegn þeim. Dómara verður einnig að vera fæ rt að gera sér grein fyrir um hvað ákærði er sakaður og hvernig megi telja þá háttsemi refsiverða. Ákæra verður að leggja fullnægjandi grundvöll að máli þannig að fella megi dóm á það samkvæmt því sem í henni segir enda verður ákærði ekki sakfelldur fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Atvik máls og eðli ætlaðs brots hafa áhrif á þá kröfu sem gera verður til skýrleika ákæru samkvæmt 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. Er hér meðal annars að líta til dóms Hæstaréttar í málinu nr. 206/2014 og úrskurðar Landsréttar í málinu nr. 290/2023 en krafa um skýrleika ákæru getur horft mismunandi við ólíkum brotaflokkum. Getur t.d. verið munur á því hvernig ætluðum brotum er lýst eftir því hvort þau eru talin varða við 218. gr. b almennra hegningarlaga eða 2. mgr. 218. gr. sömu laga. Í fyrra tilvikinu getur verið um að ræða ógnandi hegðun eða ofbeldi sem lýst er með því orði almennt og þar sem athafnir eru metnar í heild og jafnvel á löngu tímabili. Í hin u síðarnefnda má gera kröfu til þess að tiltekinni háttsemi sé lýst eins nákvæmlega og verða má með því að um líkamsárás hafi verið að ræða og með hvaða og hvers konar athöfnum. A og að atlagan hafi beinst að höfði, hálsi og líkama hans, þar á meðal með því að hann hafi verið sleginn tvisvar í andlit þar sem hann hafi setið á stól og þannig fallið í gólfið. Er síðan lýst afleiðingum þeim að hann hafi hlotið af fjölþætta áverka. Eru þeir tilgreindir á vinstra gagnauga, hvirfil - og hnakkasvæði, höfði, á vinstri hluta háls og eyrnasvæði, vinstri kinn, framhluta nefs og neðri vör. Er þessum áverkum nánar lýst tengt þessum svæðum á líkama og að A hafi látis t af heilaáverkum. Lýsing háttseminnar í ákæru verður ekki skilin öðru vísi en svo að áverkar hafi ekki aðeins hlotist af því að hinn látni hafi verið sleginn tvisvar í andlitið heldur einnig vegna annarra athafna ákærða með því að atlaga hans hafi beinst að hálsi og líkama. Möguleikar ákærða á að halda uppi vörnum í málinu ráðast af því hvernig verður leitt í ljós undir rekstri málsins hvort og með hvaða hætti hann kann að hafa beitt margþættu ofbeldi gegn höfði, hálsi og líkama A . Samkvæmt 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga varðar það allt að 16 ára fangelsi ef stórfellt líkams - eða heilsutjón hlýst af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ. á m. t ækja, sem 9 notuð eru, svo og þegar sá, er sætir líkamsárás, hlýtur bana af atlögu. Eins og fyrr segir verður að skilja ákæru þannig að fleiri athafnir en þær að slá hinn látna tvisvar hafi valdið áverkum þeim sem leiddu til dauða. Verður í því efni að ætla að lýsing ákæru um margþætt ofbeldi skírskoti ekki aðeins til þeirrar háttsemi sem ákærði lýsti við skýrslutökur heldur einnig annarra sem í ákæru eru taldar af hans völdum og niðurstöður réttarkrufningar gætu bent til. Ákæran lýsir því hins vegar ekki nák væmlega hvaða athafnir hins margþætta ofbeldis hafi verið meginorsök andlátsins en það verður að teljast lykilatriði í málinu eins og verknaðarlýsing í 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga er sett fram. Af öllu framansögðu er það mat dómsins að verknað arlýsing ákæru lýsi ekki með fullnægjandi hætti hvernig og með hvaða athöfnum háttsemi ákærða á að hafa valdið þeim áverkum sem tilgreindir eru í ákæru og leiddu til andláts A þannig að varðað gæti við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þ ar sem ákæran uppfyllir við svo búið ekki skilyrði 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá dómi. Í ljósi þessa verður sakarkostnaður felldur á ríkissjóð, sbr. 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008. Hefur skipaður verjan di lagt fram tímaskýrslu vegna starfa sinna við rannsókn málsins og fyrir dómi. Með hliðsjón af henni og umfangi málsins þykir þóknun til handa verjanda ákærða hæfilega ákveðin 6.900.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Einar Karl Hallvarðsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Þóknun skipaðs verjanda ákærða, Elimars Haukssonar, lögmanns, að fjárhæð 6.900.000 krónur greiðist úr ríkissjóði.