LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 11. apríl 2023. Mál nr. 233/2023 : A (Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður ) gegn v elferðarsvið i Reykjavíkur borgar ( Anna Guðrún Árnadóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Nauðungarvistun. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem nauðungarvistun A á sjúkrahúsi var framlengd um allt að tólf vikur með heimild til rýmkunar samkvæmt mati yfirlæknis, sbr. 3. mgr. 29. gr. a lögræðislaga nr. 71/1997. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 28. mars 2023 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 5. apríl 202 3 . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. mars 2023 í málinu nr. L - /2023 þar sem nauðungarvistun sóknaraðila á sjúkrahúsi var framlengd um allt að tólf vikur, frá 23. mars 2023 að telja, með heimild til rýmkunar samkvæmt mati yfirlæknis, sbr. 3. mgr. 29. gr. a lögræðislaga nr. 71/1997. Kæruheimild er í 1 . mgr. 16 . gr. sömu laga. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann þóknunar fyrir Landsrétti til handa verjanda sínum. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Samkvæmt 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun verjanda sóknaraðila fyrir Landsrétti sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Þóknun verjanda sóknaraðila fyrir Landsrétti, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 150.600 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaví kur 23. mars 2023 1. Með kröfu, dagsettri 20. mars 2023 og móttekinni af héraðsdómi næsta dag, krefst sóknaraðili, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar , þess að nauðungarvistun A , , Reykjavík, í 21 sólarhring frá 3. mars 2023 verði framlengd um 12 vikur með heimild til rýmkunar samkvæmt mati lækna, sbr. 29. gr. a. lögræðislaga nr. 71/1997. Krafa um framlengingu nauðungarvistunar um 12 vikur kemur í framhaldi af nauðungarvistun til 21 dags sem samþykkt var af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 3. mars 2023 og rennur út í lok fimmtudagsins 23. mars 2023 . Um aðild sóknaraðila að málinu er vísað til 20. gr. lögræðislaga nr. 71/1997, með síðari breytingum. 2. Af hálfu varnaraðila er kröfu sóknaraðila mótmælt og þess krafist að henni verði hafnað. Þá er þess krafist að þóknun skipaðs verjanda hans, Inga Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns , verði greidd úr ríkissjóði, sbr. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997. 3. Málið var þingfest 23. mars 2023 og tekið til úrskurðar sama dag. Varnaraðili kom sjálfur fyrir dóminn og gaf þar skýrslu. Þá var tekin símaskýrsla af vitninu B , sérnámslækni í geðlækningum og skýrsla af vitninu C meðferðarlækni varnaraðila áður en málið var flutt munnlega en dóma ri og lögmenn aðila voru sammála að því loknu um að frekari gagnaöflunar og vitnaleiðslna væri ekki þörf. 4. Um helstu málsatvik segir í kröfu sóknaraðila til dómsins að v arnaraðili sé ára karlmaður, greindur með ótilgreint óvefrænt geðrof. Hann sé fráski lin og eigi börn. Hann hafi ekki starfað síðan í janúar 2023 þegar . Einnig kemur fram að v arnaraðili eigi ekki fyrri geðsögu en hann eigi langa sögu um kannabisneyslu. Þau einkenni sem varnaraðili sýni nú bendi til þess að hann sé að þróa með sér alvarlegan geðrofssjúkdóm og hugvilluröskun. Varnaraðili hafi mjög takmarkað innsæi í eigin veikindi og meðfer ð sé því nauðsynleg. Hann telji sig hvorki veikan né með geðrofseinkenni og telji sig ekki þurfa lyf, meðferð eða eftirfylgd eftir útskrift. Í aðdraganda núverandi innlagnar hafi varnaraðili verið með miklar ranghugmyndir og talið sig vera og að hann h afi alltaf vitað það svo væri. Hann telji að fylgst sé með sér og að hugmyndir hans verði að veruleika. Samkvæmt læknisvottorði B og D hafi verið áhyggjur af geðhag varnaraðili frá árinu 2016 þegar hann fór að einangra sig. Í vottorði lækna varnaraðila kem ur m.a . fram að án viðeigandi meðferðar megi búast við því að sjúkdómsástand hans fari versnandi og stefni heilsu varnaraðila og möguleikum á bata í voða. Að mati þeirra sé því nauðsynlegt að framlengja nauðungarvistina í allt að 12 vikur sem geti falið í sér rýmkun í samræmi við lögræðislög. R akið er í kröfu sóknaraðila að núverandi innlögn varnaraðila á geðdeild hafi hafist með því að borgarlæknir hafi metið hann í þörf fyrir innlögn á geðdeild og hafi hann komið í lögreglufylgd á bráðaþjónustu geðsviðs þann 1. mars 2023 . Varnaraðili hafi verið lagður inn gegn eigin vilja og í framhaldi nauðungarvistaður í 72 klst . Þá hafi velferðarsvið Reykjavíkurborgar staðið að nauðungarvistun í 21 dag, sbr. 3. mgr. 19. gr., sbr. 20. og 21. gr. lögræðislaga nr. 71/199 7, með beiðni, dags. 3. mars 2023 til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem hafi verið samþykkt samdægurs. 5. Í beiðni sóknaraðila kemur fram að krafan um framlengingu nauðungarvistunar styðjist við 29. gr. a., sbr. 2. og 3. mgr. 19. gr., lögræðislaga. Kra fan sé reist á því að varnaraðili eigi við alvarlegan geðsjúkdóm að stríða eða verulegar líkur séu á því að svo sé og að framlenging nauðungarvistunar sé óhjákvæmileg. Varnaraðili sé enn innsæislaus í veikindi sín og ekki hefur náðst samvinna varðandi áfra mhaldandi innlögn og lyfjagjöf að 21 degi loknum. 6. Með beiðni sóknaraðila fylgdi vottorð frá B , sérnámslækni í geðlækningum, og D , sérfræðingi í geðlækningum, dags. 16. mars 2023 , þar sem rakinn er aðdragandi og saga núveranda veikinda og gangur í legu á geðdeild. Þar kemur meðal annars kemur fram að sjúkdómsgreining varnaraðila sé ótilgreint óvefrænt geðrof (F29). Hann sé í sinni fyrstu innlögn vegna geðrofs og bendi einkennamynd, aðdragandi og gangur í legu sterklega til þess að hann sé að koma sér upp alvarlegum geðrofssjúkdómi, hugvilluröskun 3 (e. delusional disorder). Hann hafi auk þess verið í talsverðri kannabisneyslu í aðdraganda innlagnar. Hann sé í alvarlegu geðrofi, með umfangsmikið ranghugmyndakerfi sem hafi áhrif á atferli, félagsleg samskipti og færni. Hann virðist í dag stýrast af ranghugmyndum sínum og hafi engin framtíðaráform önnur en að vinna sem . Hann hafi ekki innsæi í að hann sé veikur og að hugmyndir hans eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Hann telji sig ekki hafa þörf fyrir ne ina meðferð eða aðstoð, hvorki innlögn á geðdeild né lyfjameðferð. Hann hafi tekið lyf á töfluformi ( og ) en sé óáttur við lyfjameðferðina og ætli ekki að taka lyf eftir útskrift eða að mæta í eftirfylgdarviðtöl. Í ljósi framangreinds sé fullljóst a ð hann myndi ekki sinna eftirliti eða nauðsynlegri lyfjameðferð ef hann útskrifast áður en hann hefur náð bata af veikindum sínum og innsæi í veikindin aukast. Því sé það mat meðferðaðila að það sé gífurlega mikilvægt að varnaraðili dvelji áfram á geðdeild svo hægt verði að veita honum viðeigandi meðferð. 7. Í vottorðinu kemur einnig fram að enginn vafi sé á að varnaraðili sé alvarlega veikur og að mati lækna þarfnist hann áframhaldandi meðferðar á sjúkrahúsi. Hann hafi ekki sjúkdómsinnsæi og án viðeigandi með ferðar megi búast við að sjúkdómsástand hans fari versnandi og stefni hann þannig heilsu sinni og möguleikum á bata í voða. Það virðist ljós að hann muni ekki ná fullnægjandi bata áður en 21 dags nauðungarvistun renni út. Að mati læknanna sé því nauðsynleg t að framlengja nauðungarvistun í allt að 12 vikur með rýmkun í samræmi við lögræðislög. 8. Með vottorðinu fylgir sérstök yfirlýsing, undirrituð af sömu læknum, þar sem fram kemur að reynt hafi verið að ná meðferðarsambandi við varnaraðila en án árangurs. Því styðji læknirinn eindregið beiðni um framlengingu nauðungarvistunar í allt að 12 vikur, með rýmkun sem háð er mati læknis. 9. Í skýrslu varnaraðila fyrir dómi kom m.a. fram að hann telji sig ekki veikan og mótmæli því sem og greiningum lækna og varnaraðili kvaðst ekki vilja vera á þeim lyfjum sem honum væru gefin. Varnaraðili kvaðst ekki vera en kvaðst og hafa sérstöku hlutverki að gegna. Þá fyndist sér rétt, miðað við hvað hefði verið hlustað á hugmyndir sínar, að taka upp nýtt nafn eins og páfinn sem tæki sér nýtt nafn. 10. Vitnið B , sérnámslæknir í geðlækningum, gaf skýrslu fyrir dómi í gegnum síma, staðfesti framangreint vottorð sitt frá 16. mars sl. og gerði nánari grein fyrir áliti sínu sem þar kemur fram. Fram kom að varnaraðili væri greindur í geðrofi en formlegri greining væri vinnslu, en varnaraðili væri líklega með alvarlegan geðsjúkdóm, mögulega hugvilluröskun. Þar sem varnaraðili hefði ver ið í vímuefnaneyslu þyrfti að gefa greiningunni lengri tíma, en vitnið kvað líklegt að bati væri farinn að sýna sig ef einkennin væru neyslutengd. Vitnið kvað varnaraðila ekki til samvinnu um lyfjatöku og hafa lítið sem ekkert innsæi í sjúkdómeinkenni sín. Engin vægari úrræði væru tæk sem stendur önnur en nauðungarvistun sem væri nauðsynleg þannig að meðhöndla mætti varnaraðila. Vitnið kvað hættu á að ella myndu sjúkdómseinkennin ágerast og varnaraðili s t jórnaðist frekar af ranghugmyndum sínum. Þá væru bata líkur minni ef geðrofið yrði ekki meðhöndlað en varnaraðili hefði einkenni sem samræmdust alvarlegu geðrofi. Aðspurt kvað vitnið að ástandi varnaraðila nú mætti jafna til alvarlegs geðsjúkdóms. 11. Vitnið C meðferðarlæknir kvað varnaraðila vera í geðrofi. Hann væri haldinn mikilmennskuranghugmyndum sem m.a. lýstu sér þannig að varnaraðili teldi sig , hafa tekið við hlutverki hans. Þá hefði borið á aðsóknarranghugmyndum einnig og þeim hugmyndum hefði varna raðili lýst fyrir vitninu. Hugmyndir varnaraðila væru enn óbreyttar frá því að varnaraðili lagðist inn. Mögulega væri um að ræða hugvilluröskun sem væri geðrofssjúkdómur. Vitnið kvað varnaraðila taka lyf en þau hefðu lítið sem ekkert virkað enn sem komið er og til stæði að breyta lyfjagjöf. Varnaraðili hefði ekkert innsæi í sjúkdóm sinn og önnur og vægari úrræði en nauðungarvistun væru ekki tæk að svo stöddu. Aðspurt kvað vitnið líklegt að geðrofið héldi áfram, fengi varnaraðili að útskrifast, það væri óút reiknanlegt og hættulegt ástand, hegðun sjúklingsins stýrðist af ranghugmyndum sínum. Þá væru möguleikar á bata minni því lengur sem geðrofsástandið vari. Aðspurt kvað vitnið að ástandi varnaraðila mætti jafna til alvarlegs geðsjúkdóms. 12. Við munnlegan mál flutning ítrekaði lögmaður sóknaraðila gerða kröfu og vísaði henni til stuðnings til fyrirliggjandi læknisvottorða og vitnisburðar geðlæknis. 13. Verjandi varnaraðila heldur fram mótmælum við kröfu sóknaraðila um framlengingu nauðungarvistunar, á þeim grundve lli að varnaraðili staðhæfi að hann sé ekki haldinn geðsjúkdómi og hugmyndir hans væri raunverulegar en ekki rangar. Ástandi hans sé því ekki svo farið að uppfyllt séu skilyrði 29. gr. a., sbr. 2. 4 og 3. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Niðurstaða: 14. Í 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 er fjallað um skilyrði þess að unnt sé að nauðungarvista mann á sjúkrahúsi. Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. getur læknir ákveðið að sjálfráða maður skuli færður og vistaður nauðungur á sjúkrahúsi ef viðkomandi er haldinn alvarle gum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé eða ástand hans er þannig að jafna megi því til alvarlegs geðsjúkdóms. Hið sama á við ef maður á við alvarlega áfengisfíkn að stríða eða ofnautn ávana - og fíkniefna. Frelsisskerðing samkvæmt þessu má ekki standa lengur en 72 klukkustundir nema til komi samþykki sýslumanns, en þá má vista sjálfráða mann sem þannig er ástatt um í allt að 21 sólarhring. 15. Heimild til framlengingar nauðungarvistunar var lögfest með 17. gr. laga nr. 84/2015 um breytingu á lögræðislögum, er varð að núgildandi 29. gr.a lögræðislaga nr. 71/1997. Samkvæmt því verður framlenging nauðungarvistunar afráðin með úrskurði dómara í eitt skipti í allt að 12 vikur að liðnum 21 sólarhring frá dagsetningu ákvörðunar sýslumanns samkvæmt 3 . mgr. 19. gr. s.l. Í athugasemdum með frumvarpi til laga um breytingu á lögræðislögum segir um nefnda 17. gr. meðal annars, að tilgangur breytingarinnar sé að tryggja að til staðar sé úrræði sem er vægara en lögræðissvipting. Forsenda framlengingar sé sú að læknir telji að framlenging nauðungarvistunar sé óhjákvæmileg til að meðferð skili árangri. Er það háð mati læknis hverju sinni hvort viðkomandi þurfi áframhaldandi meðferð ef samkomulag um áframhaldandi meðferð hefur ekki náðst og hvort óhjákvæmilegt s é að óska eftir framlengingu nauðungarvistunar með rýmkun í allt að tólf vikur eða sviptingu sjálfræðis. Þá er það háð mati læknis hversu lengi nauðungarvistun má standa innan þess tíma sem nauðungarvistun hefur verið samþykkt frá. 16. Með vísan til gagna mál sins og vitnisburðar B , sérnámslæknis í geðlækningum og C , meðferðarlæknis varnaraðila, er nægilega leitt í ljós að varnaraðili sé alvarlega veikur og þarfnist áframhaldandi meðferðar á sjúkrahúsi. Varnaraðili hafi mjög takmarkað sjúkdómsinnsæi og án viðeigandi meðferðar megi búast við því að sjúkdómsástand hans fari versnandi. Er ekkert fram komið er fær haggað því mati læknanna. Stefnir varnaraðil i þannig heilsu sinni og möguleika á bata í voða. Verður ekki talið að við þessar aðstæður dugi önnur eða vægari úrræði en nauðungarvistun til að tryggja heilsu og batahorfur hans . 17. Með velferð varnaraðila í huga er það niðurstaða dómsins að uppfyllt séu skilyrði 29. gr. a. lögræðislaga nr. 71/1997, sbr. 17. gr. laga nr. 84/2015, til að verða við kröfu sóknaraðila um framlengingu nauðungarvistunar varnaraðila í allt að 12 vikur, en með heimild til rýmkunar samkvæmt mati yfirlæknis. 18. Samkvæmt 1. mgr. 17. g r. laga nr. 71/1997, sbr. 5. mgr. 29. gr. a sömu laga, ber að greiða úr ríkissjóði allan kostnað málsins, þar með talda þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns , sem ákveðin er 198.400 krónur og hefur þá verið tekið tilli t til virðisaukaskatts. Bergþóra Ingólfsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Nauðungarvistun varnaraðila, A , kt. , á sjúkrahúsi er framlengd um tólf vikur, frá 23. mars 2023 að telja, með heimild til rýmkunar samkvæmt mati yfirl æknis, sbr. 3. mgr. 29. gr. a lögræðislaga nr. 71/1997. Allur kostnaður af málinu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns , 198.400 krónur krónur.