LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 5. júní 2020. Mál nr. 475/2019 : Ákæruvaldið (Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir saksóknari ) gegn Daníel Arnar i Guðjónss yni (Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður) Lykilorð Ávana - og fíkniefni. Upptaka. Reynslulausn. Ákæra. Útdráttur D var sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa í 11 tilvikum haft ávana - og fíkniefni í vörslum sínum, þar af í eitt skipti 60,89 grömm af marijúana og 2,18 grömm af amfetamíni í sölu - og dreifingarskyni. Með hluta brotanna rauf hann s kilyrði reynslulausnar sem honum var veitt af eftirstöðvum 375 daga fangelsisrefsingar vegna sjö eldri dóma og var honum því gerð refsing í einu lagi vegna fíkniefnalagabrotanna og reynslulausnarrofsins, sbr. 1. mgr. 82. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 og 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar, sem ákvörðuð var á grundvelli 77. gr. laga nr. 19/1940 var auk þess litið til skýlausrar játningar og sakaferils D og þótti refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 14 mánuði. Þ á voru hin haldlögðu fíkniefni gerð upptæk. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson og Hjörtur O. Aðalsteinsson , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 20. júní 2019 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 5. júní 2019 í málinu nr. S - 56/2019 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd. 3 Ákærði krefst refsimildunar og að refsing hans verði alfarið bundin skilorði. Niðurstaða 4 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti kom fram sú leiðrétting að brot ákærða samkvæmt 5. lið ákæru var framið 2. október 2017 en ekki 22. desember sama ár svo sem þar greinir. Þá vantar ártal í til greiningu á verknaðarstund í 11. lið ákæru en það 2 brot sem þar er lýst framdi ákærði 9. september 2017. Hefur vörn ákærða ekki orðið áfátt af þessum sökum, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 5 Með brotum þeim sem verknaðarlýsing í li ðum 1 til 9 og 11 í ákæru tekur til rauf ákærði skilorð reynslulausnar eins og nánar greinir í héraðsdómi. Með þessari athugasemd verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með vísan til forsendna hans. 6 Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: H éraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Daníel Arnar Guðjónsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 167.6 11 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 137.640 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 5. júní 2019 Mál þetta, sem dómtekið var 29. maí sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 29. janúar 2019, á hendur Daníel Arnari Guðjónssyni, kt. , , Reykjavík, fyrir eftirgreind fíkniefnalagabrot, með því að hafa: 1. Þriðj udaginn 14. febrúar 2017 í Reykjavík haft í vörslum sínum 131,04 g af maríjúana sem lögregla fann við leit á honum við veitingastaðinn Viethouse að Hraunbergi 4 og lagði hald á. 2. Fimmtudaginn 23. mars 2017 í Reykjavík haft í vörslum sínum 116,65 g af ma ríjúana, 0,66 g af tóbaksblönduðu kannabisefni og 9 ml af hassolíu sem lögregla fann við leit á dvalarstað hans að Stórhöfða 17 og lagði hald á. 3. Fimmtudaginn 20. apríl 2017 í Reykjavík haft í vörslum sínum 9,59 g af maríjúana sem lögregla fann við lei t á dvalarstað hans að Stórhöfða 17 og lagði hald á. 4. Miðvikudaginn 12. júlí 2017 í Reykjavík haft í vörslum sínum 0,65 g af kókaíni og 31,22 g af maríjúana sem lögregla fann við leit á dvalarstað hans að Hraunbæ 80 og lagði hald á. 5. Föstudaginn 22 . desember 2017 í Reykjavík haft í vörslum sínum 9,42 g af ecstasy, 0,52 g af kókaíni, 7,54 g af maríjúana og 1,19 g af tóbaksblönduðu kannabisefni sem lögregla fann við leit á honum við veitingastaðinn Viethouse og lagði hald á. 6. Miðvikudaginn 31. janú ar 2018 í Reykjavík haft í vörslum sínum 55,11 g af maríjúana sem lögregla fann við leit á honum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu og lagði hald á. 7. Fimmtudaginn 29. mars 2018 í Reykjavík, rétt við veitinga - og skemmtistaðinn Moes bar við Jafnasel, haf t í vörslum sínum 20,87 g af amfetamíni og 0,97 g af maríjúana sem ákærði faldi í lögreglubifreið en lögregla fann skömmu síðar og lagði hald á. 8. Föstudaginn 30. mars 2018 í Reykjavík haft í vörslum sínum, í sölu - og dreifingarskyni, 60,89 g af maríjúa na og 2,18 g af amfetamíni sem lögregla fann við leit á ákærða rétt við veitingastaðinn Viethouse í Hraunbergi. 9. Þriðjudaginn 3. apríl 2018 í Reykjavík haft í vörslum sínum 3,07 g af maríjúana sem lögregla fann við leit á ákærða í kjölfar handtöku hans við Lóuhóla skammt frá veitingastaðnum Búálfurinn. 10. Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 í Reykjavík haft í vörslum sínum 0,85 g af maríjúana sem lögregla fann við leit á ákærða rétt við Æsufell 2 og lagði hald á. 3 11. Sunnudaginn 9. september í Reykjavík haft í vörslum sínum 3,69 g af maríjúana sem lögregla fann við leit á dvalarstað hans að Hraunbæ 80 og lagði hald á. Teljast öll brot í framangreindum liðum varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld e fni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002 og auglýsingu nr. 232/2001. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og að framangreind fíkniefni sem hald var lagt á, verði gerð upptæk samkvæmt 6. mgr. 5. gr. l aga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 23/2001. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í janúar 1986 og er í máli þessu sakfelldur fyrir að hafa ítrekað gerst sekur um vörslur ávana - og fíkniefna, samkvæmt framangreindum 11 ákærul iðum, sbr. og lög nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 25. janúar 2019, á ákærði langan sakaferil að baki sem nær allt aftur til ársins 2002 og hefur hann margsinnis verið dæmdur til fangelsisrefsingar, meðal annars fyrir vörslur ávana - og fíkniefna. Hinn 7. júní 2016 var ákærða veitt reynslulausn í tvö ár á 375 daga eftirstöðvum fangelsisrefsingar samkvæmt sjö dómum Héraðsdóms Reykjavíkur, upp kveðnum 11. janúar 2016, 1. október 2015, 12. nóvember 2014, 30. janúar 2014, 7. nóvember 2013, 21. maí 2012 og 20. desember 2011. Með brotum þeim sem ákærði er sakfelldur fyrir samkvæmt ákæruliðum 1 - 9 í þessu máli hefur hann rofið skilorð reynslulausnarinnar sem honum var veitt og verður hún því dæmd upp og refsing ákærða ák veðin í einu lagi, sbr. 1. mgr. 82. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði hefur svo sem fyrr greinir játað skýlaust þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og verður það virt honum til mál sbóta. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni málsins og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 14 mánuði. Að sakaferli ákærða virtum þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til lagaákvæða í ákæru skal ákærði sæta upptöku til ríkissjóðs á 420,62 g af maríjúana, 1,85 g af tóbaksblönduðu kannabisefni, 23,05 g af amfetamíni, 9 ml af hassolíu, 1,17 g af kókaíni og 9,42 g af ecstacy, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. En gan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 126.480 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Haukur Gunnarsson saksóknarfull trúi fyrir hönd Sigurðar Péturs Ólafssonar, aðstoðarsaksóknara. Þórhildur Líndal, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Daníel Arnar Guðjónsson, sæti fangelsi í 14 mánuði. Ákærði sæti upptöku á 420,62 g af maríjúana, 1 ,85 g af tóbaksblönduðu kannabisefni, 23,05 g af amfetamíni , 9 ml af hassolíu, 1,17 g af kókaíni og 9,42 g af ecstacy. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 126.480 krónur.