1 LANDSRÉTTUR Dómur miðvikudaginn 19. desember 2018 . Mál nr. 507/2018 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður) gegn Lögskilum ehf. (Hilmar Magnússon lögmaður) Lykilorð Lögmenn. Þóknun verjanda. Stjórnarskrá. Útdráttur L ehf. krafði LH um greiðslu sex reikninga vegna starfa lögmanna L ehf. sem verjenda við skýrslutökur hjá LH. Aðila greindi á um hvort greiða skyldi lögmönnunum fyrir akstur innan höfuðborgarsvæðisins og hvort L ehf. skyldi að ósk LH gefa tvo af reikningunum út að nýju með annarri kennitölu greiðanda. Jafnframt hvort miða skyldi þóknun vegna starfa verjendanna við reglugerð nr. 715/2009 og viðmiðunarreglur dómstólaráðs eða gjaldskrá lögmannsstofunnar. Í dómi Landsréttar kom fram að L ehf. hefði e kki sýnt fram á að ekki hefði verið trygg ð sanngj örn og eðlileg þóknun fyrir verjendastörf in þótt ekki hefði verið greitt sérstaklega fyrir ak stur innan höfuðborgarsvæðisins. Auk þess hefði L ehf. verið rétt að verða við þeirri ósk að gefa tvo af reikningu num út að nýju . Þá þótti ekkert fram komið um að ákvarða ð tímagjald LH, um þóknun verjendanna á grundvelli reglugerðar nr. 715/2009 og viðmiðunarreglna dómstólaráðs, hefði verið óhæfilega lágt eða að ákvarðanir þar um hafi falið í sér ólögmæta skerðingu á aflahæfi verjendanna og þar með brotið gegn 72. gr. stjórnarskrárinnar . Á hinn bóginn hefði kröfum L ehf. á grundvelli þriggja af reikning unum ekki verið mótmælt að öðru leyti en að því er varðaði akstur. Hefði LH því borið að greiða þann hluta reikningsfj árhæðanna sem var óumdeildur, enda hefði viðtöku á greiðslu ekki verið hafnað að því leyti . Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir, Kristbjörg Stephensen, Sigurður Tómas Magnússon og Vilhjálmur H . Vilhjálmsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 7. maí 2018 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. apríl 2018 í málinu nr. E - 2425/2017. 2 2 Áfrýjandi krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnda. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms að öðru leyti en því að krafa um dráttarvexti taki þeirri breytingu til lækkunar að dráttarvextir reikni st af 157.503 krónum frá 9. júlí 2013 til 5. febrúar 2014, af 222.136 krónum frá þeim degi til 2. febrúar 2016, af 289.716 krónum frá þeim degi til 23. september 2016, af 356.676 krónum frá þeim degi til 25. maí 2017, en af stefnufjárhæðinni 868.176 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Loks krefst stefndi þess að áfrýjanda verði gert að greiða honum málskostnað fyrir Landsrétti. Málsatvik 4 Í máli þessu er deilt um greiðsluskyldu áfrýjanda á alls sex reikningum stefnda vegna verjendastarfa lögmanna, sem starfa hjá stefnda, í tengslum við rannsókn sakamála hjá lögregluembætti áfrýjanda. Um er að ræða eftirtalda reikninga: 1. Nr. 2752, útgefinn 9. júlí 2013 , að fjárhæð 92.870 krónur. 2. Nr. 2753, útgefinn 9. júlí 2013, að fjárhæð 64.633 krónur. 3. Nr. 2836, útgefinn 5. febrúar 2014, að fjárhæð 64.633 krónur. 4. Nr. 3148, útgefinn 2. febrúar 2016, að fjárhæð 67.580 krónur. 5. Nr. 3263, útgefinn 23. september 2016, að fjárhæð 66.960 krónur. 6. Nr. 3433, útgefinn 25. maí 2017, að fjárhæð 511.500 krónur. 5 Fyrstu fimm reikningarnir voru gefnir út vegna verjendastarfa lögmanna í þágu kærðra manna í fimm mismunandi sakamálum. 6 Í fyrstu þremur reikningunum er miðað við 10.000 króna tímagjald. Á fyrstu tveimur irvari er gerður varðandi það tímagjald, kr. 10.000, sem embættið notast við. Talið er að ákvörðun innanríkisráðuneytisins í reglugerð nr. 715/2009 með stoð í lögum nr. 88/2008 brjóti gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þjónustusala. Er áskilið að krefja em bættið síðar stefnda en þar kemur jafnframt fram að tímagjald stefnda sé 21.600 krónur. Á þessum þremur reikningum var jafnframt krafist greiðslu fyrir akstur samkvæmt einingaver ðum stefnda, ýmist 1.500 krónur eða 2.500 krónur á hverjum reikningi. Áfrýjandi féllst ekki á að greiða fyrir akstur og endursendi stefnda reikningana en fór þess jafnframt á leit að sendir yrðu nýir reikningar með þeim fjárhæðum sem samþykktar höfðu verið . Stefndi varð ekki við þeim óskum en gerði ítrekað kröfu um að reikningarnir yrðu greiddir. 7 Í næstu tveimur reikningum krafðist stefndi 52.000 króna greiðslu fyrir útkall. Á fyrri lkynningar ráðsins og venjur LRH um kostnaðarákvarðanir, sem lægri kunna að vera en skv. gjaldskrá Lögskila ehf. enda er talið að hvorugt hafi lagastoð gagnvart 3 stjórnarskrárvörðum réttindum þjónustusala. Er áskilið að krefja embættið síðar um réttmæta við fyrirvari. Á reikningunum tveimur var einnig gerð krafa um greiðslu vegna aksturs samkvæmt einingaverðum stefnda, 2.500 krónur á öðrum reikningnum en 2.000 krónur á hinum . Áfrýjandi hafnaði gre iðslu reikninganna þar sem uppgefin kennitala greiðanda á þeim var ekki í samræmi við tilkynningu sem áfrýjandi hafði sent lögmönnum 22. október 2015 um nýja kennitölu vegna málskostnaðar í tilefni af því að áfrýjandi hugðist skilja kostnað vegna sakamála, sem til rannsóknar væru hjá embættinu, frá viðskiptamannabókhaldi. Áfrýjandi óskaði eftir því að stefndi gæfi út nýja reikninga þar sem hin nýja kennitala kæmi fram. Stefndi varð ekki við þeim óskum en gerði ítrekað kröfu um að reikningarnir yrðu greiddir . 8 Sjötti og síðasti reikningur stefnda f ól í sér kröfu um greiðslu á mismun annars vegar fjárhæða tíu nánar tilgreindra, áður útgefinna reikninga stefnda til áfrýj a nda, og hins vegar fjárhæða sem stefndi t aldi sig eiga réttmæta kröfu til á grundvelli tíma gjalds samkvæmt gjaldskrá sinni á hverjum tíma. Umræddir tíu reikningar voru gefnir út á tímabilinu 19. apríl 2013 til 25. nóvember 2016 og voru ýmist greiddir eða ógreiddir. Níu fyrstu reikningarnir voru gefnir út í gildistíð reglugerðar nr. 715/2009 og f járhæð þeirra miðuð við 10.000 króna tímagjald . Tíundi reikningurinn var gefinn út eftir að umrædd reglugerð var numin úr gildi með reglugerð nr. 745/2014 og eftir að ákvæði 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hafði verið fær t til þess hor fs , með lögum nr. 78/2015, að dómstólaráð skyldi setja reglur um tímagjald sem tekið skyldi mið af við ákvörðun þóknunar skipaðs eða tilnefnds verjanda. Fjárhæð tíunda reikningsins tók mið af þágildandi tilkynningu dómstólaráðs nr. 1/2015 frá 27. janúar 20 15 en samkvæmt III. kafla hennar skyldi lágmarksþóknun verjanda fyrir að mæta við fyrirtöku hjá lögreglu eða dómara vera 52.000 krónur. Stæði fyrirtaka lengur en tvær klukkustundir skyldi greiða 16.500 krónur fyrir hverja byrjaða klukkustund fram yfir það. Á öllum tíu reikningunum voru gerðir sambærilegir fyrirvarar og áður eru nefndir og var fyrrgreindur mismunarreikningur gefinn út með vísan til fyrirvaranna. Niðurstaða 9 Aðila greinir á um hvort reikningar stefnda sem nefndir eru í töluliðum 1 - 5 í 4. efni sgrein hér að framan hafi skapað áfrýjanda greiðsluskyldu. Af hálfu áfrýjanda er þeim kröfum sem fram koma á reikningunum einungis mótmælt að því er varðar aksturskostnað. Þá telur áfrýjandi að honum sé jafnframt óskylt að greiða kröfur vegna tveggja af þe ssum reikningum þar sem þeir hafi ekki verið gefnir út á rétta kennitölu. 10 Þegar fyrstu þrír reikningarnir voru gefnir út 9. júlí 2013 og 5. febrúar 2014 var í gildi reglugerð nr. 715/2009 um tímagjald við ákvörðun þóknunar verjenda og réttargæslumanna. Re glugerð þessi var sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála eins og ákvæðið hljóðaði eftir breytingar á þeim með 20. og 21. gr. laga nr. 70/2009 um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í 1. gr. þessarar 4 reglugerðar var kveðið á um að við ákvörðun þóknunar fyrir störf verjanda eða réttargæslumanns samkvæmt 38. og 48. gr. laga um meðferð sakamála skyldi miða við að fyrir hverja byrjaða klukkustund væru greiddar 10.000 krónur. 11 Í tilkynningu dómstólaráðs nr. 1/2010 frá 20. janúar 20 10, um viðmiðunarreglur fyrir héraðsdómstólana í sakamálum, var byggt á tímagjaldi samkvæmt reglugerðinni, þar á meðal í III. kafla um ákvörðun þóknunar verjanda á rannsóknarstigi. Fyrir liggur að þegar þóknun tilnefnds verjanda hefur verið ákveðin af lögr eglustjóra eða löglærðum starfsmanni hans í samræmi við 2. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008 hefur verið stuðst við viðmiðunarreglur dómstólaráðs. 12 Í 2. lið III. kafla fyrrnefndra viðmiðunarreglna kom fram að lágmarksþóknun væri 20.000 krónur fyrir að mæta við fyrirtöku hjá lögreglu eða dómara en stæði fyrirtaka lengur en tvær klukkustundir skyldi greiða 10.000 krónur fyrir hverja byrjaða klukkustund fram yfir það. Í 1. lið V. kafla viðmiðunarreglnanna sagði að þegar verjandi eða réttargæslumaður, sbr. liði I - IV , þyrfti vegna starfa sinna að ferðast lengur en hálfa klukkustund skyldi tekið tillit til þess við ákvörðun þóknunar og ákveðin á rannsóknarstigi, sbr. kafla III og IV. ákveð inn ferðakostnaður í samræmi við reglur ferðakostnaðarnefndar, nú auglýsing nr. 5/2008 um akstursgjald 13 Í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins frá 1. maí 2011 um færslu kostnaðar á fjárlagaliði í opinberum málum segir meðal annars í 10. gr., að kostnaður vegna aksturs verjanda og réttargæslumanns skuli miðast við kílómetragjald eins og ferðakostnaðarnefnd ákveður það. Jafnframt segir þar að akstur innan Stór - Reykjavíkursvæðisins, það er Reykjavíkur, Seltjarnarness, Hafnarfjarðar, Garðabæj ar, Kópavogs og Mosfellsbæjar sé innifalinn í þóknun. Af hálfu áfrýjanda er byggt á því að hann hafi fylgt framangreindum viðmiðunarreglum dómstólaráðs og leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins og þar af leiðandi hafnað því að greiða stefnda fyrir akstur sa mkvæmt einingaverðum hans sjálfs. Af hálfu stefnda er hins vegar á því byggt að viðmiðunarreglur dómstólaráðs hafi ekki verið birtar með þeim hætti sem mælt sé fyrir um í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað og hafi reglurn ar því ekki þau réttaráhrif sem þeim var ætlað að hafa. Þá hafi óbirtar leiðbeiningarreglur innanríkisráðuneytisins engin réttaráhrif. 14 Fyrir liggur að ákvarðanir áfrýjanda, um að hafna því að greiða stefnda sérstaka þóknun fyrir akstur samkvæmt einingaverð um stefnda sjálfs, voru byggðar á framangreindum viðmiðunarreglum dómstólaráðs og leiðbeiningarreglum innanríkisráðuneytisins. Ljóst má vera af reikningsgerð stefnda að umræddar viðmiðunarreglur dómstólaráðs voru lögmönnum sem störfuðu hjá stefnda kunnar. Í þeim viðmiðunarreglum dómstólaráðs, sem í gildi voru á þeim tíma sem umræddir þrír reikningar voru gefnir út, er ekki gert ráð fyrir að verjendur fái sérstaklega greitt fyrir akstur í og úr fyrirtökum ef ætla má að aksturinn taki styttri tíma en 30 mínút ur. 5 Á móti kemur að í viðmiðunarreglunum er gert ráð fyrir að verjanda sé að lágmarki greidd þóknun sem nemi tveggja klukkustunda vinnu vegna hverrar fyrirtöku þótt þær taki skemmri tíma. Þá er gert ráð fyrir að greidd sé þóknun fyrir hverja byrjaða klukku stund ef fyrirtaka tekur lengri tíma en tvær klukkustundir en það veitir líkur fyrir því að verjendur fái í slíkum tilvikum að meðaltali greitt fyrir allt að hálfri klukkustund umfram þann tíma sem fyrirtökur taka. 15 Samkvæmt framansögðu virðast viðmiðunarr eglurnar gera ráð fyrir því að verjendum sé bættur aksturstími og kostnaður við akstur innan höfuðborgarsvæðisins með ríflega áætlaðri þóknun. Með vísan til þess hefur stefndi ekki sýnt fram á að viðmiðunarreglur dómstólaráðs hafi ekki tryggt sanngjarna og eðlilega þóknun fyrir verjendastörf lögmanna hans þótt ekki væri greitt sérstaklega fyrir akstur innan höfuðborgarsvæðisins. Verður því ekki fallist á með stefnda að hann hafi í umrædd skipti átt rétt á sérstöku gjaldi vegna aksturs. Var áfrýjanda því rét t að fara fram á að stefndi gæfi út nýja og leiðrétta reikninga. 16 Kröfum stefnda á grundvelli umræddra þriggja reikninga hefur ekki verið mótmælt af hálfu áfrýjanda að öðru leyti en að því er varðar akstur. Bar áfrýjanda því að greiða stefnda þann hluta rei kningsfjárhæðanna sem var óumdeildur þegar fyrir lá að stefndi hugðist ekki gefa út nýja og leiðrétta reikninga, enda lá ekki fyrir að stefndi hefði hafnað viðtöku á greiðslu hluta reikningsfjárhæðanna. Samkvæmt því verður áfrýjandi dæmdur til að greiða st efnda fjárhæðir umræddra reikninga að frádreginni þóknun fyrir akstur. Rétt er að dráttarvextir reiknist að liðnum mánuði frá þeim tíma þegar stefndi hafnaði því að gefa út nýja reikninga. Áfrýjanda verður því gert að greiða stefnda 89.105 krónur með drátt arvöxtum frá 15. september 2013, 62.750 krónur með dráttarvöxtum frá 25. október 2013 og 62.750 krónur með dráttarvöxtum frá 27. mars 2014, eins og nánar greinir í dómsorði. 17 Sem fyrr segir hafnaði áfrýjandi því að greiða fyrrnefnda reikninga stefnda nr. 31 48, útgefinn 2. febrúar 2016 og nr. 3263, útgefinn 23. september 2016 með þeim rökum að þeir væru ekki gefnir út á rétta kennitölu. 18 Lögregla hefur það hlutverk samkvæmt 30. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála að tilnefna sakborningi verjanda við rann sókn máls ef lagaskilyrði eru fyrir hendi. Í 3. mgr. 38. gr. laganna er mælt fyrir um að þóknun tilnefnds verjanda greiðist úr ríkissjóði og teljist til sakarkostnaðar. Ríkissjóður leggur út fyrir sakarkostnaði en getur innheimt hann hjá sakborningi sem dæ mdur hefur verið til að greiða hann. Kostnaður vegna þóknunar verjenda telst ekki til embættiskostnaðar einstakra embætta réttarvörslukerfisins heldur fer á sérstakan safnlið í bókhaldi ríkisins. Óumdeilt er að í tilefni af athugasemdum ríkisendurskoðunar sendi áfrýjandi öllum lögmönnum tilkynningu 22. október 2015 um breytingu á kennitölu vegna málskostnaðar. Þar kom fram að aðeins væri verið að breyta kennitölu málskostnaðar þar sem aðskilja ætti kostnað vegna sakamála sem til rannsóknar væru hjá áfrýjand a frá viðskiptamannabókhaldi embættisins. Líta verður svo á að um hafi verið að ræða 6 eðlilega og sanngjarna ósk til verjenda um að haga reikningsgerð vegna verjandaþóknunar með tilteknum hætti. Með vísan til framangreinds var stefnda rétt að sýna áfrýjanda þá eðlilegu og fyrirhafnarlitlu tillitssemi að verða við óskinni. 19 Þegar umræddir tveir reikningar stefnda voru gefnir út voru í gildi viðmiðunarreglur dómstólaráðs fyrir héraðsdómstólana frá 27. janúar 2015, sbr. tilkynningu dómstólaráðs nr. 1/2015, en II I. kafli og 1. liður V. kafla hennar voru sama efnis og í viðmiðunarreglum dómstólaráðs frá 20. janúar 2010, sem að framan er getið. Kröfum stefnda sem fram komu á reikningunum um greiðslu þóknunar vegna aksturs var ekki mótmælt sérstaklega af hálfu áfrýja nda þegar reikningarnir voru sendir en hefur hins vegar verið hafnað í máli þessu. Með vísan til forsendna í 15. efnisgrein dómsins verður ekki fallist á með stefnda að hann hafi átt rétt á sérstöku gjaldi vegna aksturs sem krafa var gerð um með þessum tve imur reikningum. 20 Kröfum stefnda á grundvelli umræddra tveggja reikninga hefur ekki verið mótmælt af hálfu áfrýjanda að öðru leyti en að því er varðar ranga kennitölu á reikningum og þóknun fyrir akstur. Fyrir liggur að áfrýjandi er ein af þeim ríkisstofnun um sem hafa milligöngu um greiðslu þóknunar úr ríkissjóði vegna starfa verjenda og beindi stefndi reikningum sínum réttilega til áfrýjanda. Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á að hann hafi ekki haft tök á að færa verjandaþóknunina á réttan stað í bókhaldi rík issjóðs þrátt fyrir að kennitalan væri ekki í samræmi við framangreind tilmæli til lögmanna. Þegar fyrir lá að stefndi myndi ekki gefa út nýja reikninga með umbeðinni kennitölu var áfrýjanda, hvað sem öðru leið, rétt að greiða þann hluta reikningsfjárhæðan na sem var óumdeildur, enda lá ekki fyrir að stefndi hefði hafnað viðtöku hlutagreiðslu. Samkvæmt því verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda fjárhæðir umræddra reikninga, að frádreginni þóknun fyrir akstur, með dráttarvöxtum að liðnum mánuði frá þei m tíma þegar stefndi hafnaði því að gefa út nýja reikninga eða ítrekaði kröfu sína um greiðslu, nánar tiltekið 64.480 krónur með dráttarvöxtum frá 9. mars 2016 og 64.480 krónur með dráttarvöxtum frá 19. maí 2017, eins og nánar greinir í dómsorði. 21 Sem fyrr greinir sendi stefndi áfrýjanda reikning dagsettan 26. maí 2017, að fjárhæð 511.500 krónur, þar sem hann krafðist greiðslu mismunar þeirrar þóknunar sem hann áður hafði krafið áfrýjanda um, samkvæmt tíu fyrri reikningum hans á grundvelli tímagjald s samkvæmt reglugerð nr. 715/2009 og viðmiðunarreglum dómstólaráðs, og þóknun samkvæmt gjaldskrá sinni. Reikningur þessi var gefinn út í samræmi við fyrirvara sem stefndi hafði ritað á alla tíu reikningana. 22 Af hálfu stefnda er byggt á því að áfrýjanda beri að greiða fyrir verjendastörf lögmanna sem starfa hjá honum þar sem áfrýjandi hafi óskað eftir þjónustu þeirra og aldrei hafi verið samið um það fyrir fram hvað umbeðin þjónusta skyldi kosta. Því teljist re ikningurinn réttur nema áfrýjandi sýni fram á að hann sé bersýnilega ósanngjarn. Stefndi hafi neyðst til að haga reikningsgerð í upphafi í samræmi við vilja stefnda en sett fyrirvara. Stefndi byggir á því að aflahæfi lögmanna hans séu 7 eignarréttindi sem va rin séu af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Af hálfu stefnda er einnig vísað til verndar atvinnufrelsis samkvæmt 75. gr. stjórnarskrárinnar. Lögmanni sé skylt samkvæmt 20. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn að taka að sér verjendastörf í sakamálum. Af því leiði að takmarkandi ákvæði í settum lögum eða útgefnum reglugerðum og ákvörðun lægri þóknunar en gjaldskrá stefnda sem þjónustusala kveður á um, feli í sér brot á stjórnarskrárvörðum rétti hans til að ráðstafa aflahæfi sínu á þann veg sem hann sjálfur kýs og feli slík ákvörðun í sér valdníðslu. 23 Stefndi telur að sú breyting sem gerð var á 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008 með 20. gr. laga nr. 70/2009, sem heimilaði ráðherra í reglugerð að mæla fyrir um tímagjald sem taka skyldi mið af við ákvörðun þóknunar verjanda hafi falið í sér skýr brot gegn framangreindri stjórnarskrárvernd. Sama gildi um þá breytingu sem gerð var á sama ákvæði með 21. gr. laga nr. 78/2015, þess efnis að dómstólaráð skyldi setja reglur um tímagjald sem tekið skyldi mið af við ákvörðun þóknunar verjenda. Því beri að virða að vettugi ákvarðanir sem teknar hafi verið á grundvelli reglugerðar nr. 715/2009 og viðmiðunarreglna dómstólaráðs með stoð í framangreindum lagaákvæðum. Þess í stað beri að greiða lögmönnum það tímagjald sem þeir sjálfir hafi ákvarðað í rekstri sínum. 24 Stefndi þykir ekki hafa fært fram nægileg rök fyrir því í málinu að til greina komi að atvinnufrelsi lögmanna stefnda, sem varið sé af 75. gr. stjórnarskrárinnar hafi verið skert með ákvörðunum áfrýjanda og kemur það ekki til fre kari skoðunar. 25 Fallist er á með stefnda að aflahæfi lögmanna eins og annarra starfsstétta njóti verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar sem mælir fyrir um að eignarrétturinn sé friðhelgur og að engan megi skylda til að láta af hendi eign sí na nema almenningsþörf krefji. Þurfi til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. 26 Sú skylda, sem hvílir á lögmanni samkvæmt 20. gr. laga nr. 77/1998, að taka við skipun eða tilnefningu sem verjandi eða réttargæslumaður í sakamáli, er til þess fallin a ð geta leitt til skerðingar á aflahæfi lögmanna. Ekki verður fallist á með áfrýjanda að það að margir lögmenn sækist eftir slíkum verkefnum og að auðvelt virðist að komast hjá því að vera skipaður útiloki að til slíkrar skerðingar geti komið. 27 Með vísan ti l þess að þóknun verjanda getur orðið hluti af sakarkostnaði sem sakborningi verður gert að greiða svo og með vísan til jafnræðissjónarmiða verður fallist á með áfrýjanda að það sé í þágu almannaheilla að ákvarðanir um þóknun verjenda séu byggðar á regluve rki sem stuðli að samræmi. 28 Vegna framangreindrar skyldu lögmanns til að taka við skipun eða tilnefningu sem verjandi og með hliðsjón af stjórnarskrárvernd aflahæfis lögmanna, er nauðsynlegt að ákvarðanir um þóknun þeirra byggist á lagaheimild sem til þess er fallin að tryggja þeim hæfilegt og eðlilegt endurgjald fyrir verjendastörfin. 8 29 Eftir að 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008 hafði verið breytt með lögum nr. 70/2009 gaf innanríkisráðherra út reglugerð nr. 715/2009. Í 1. gr. hennar var kveðið á um að við ák vörðun þóknunar fyrir störf verjanda eða réttargæslumanns samkvæmt 38. og 48. gr. laga um meðferð sakamála skyldi miða við að fyrir hverja byrjaða klukkustund væru greiddar 10.000 krónur. 30 Fyrir liggur að umrædd lagabreyting var ei tt fjölm argra úrræða sem gripið var til í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 til að bregðast við þeim vanda sem þá skapaðist í fjármálum ríkisins. Í almennum athugasemdum í greinargerð með frumvarpi sem ríkis fjármála eru nauðsynlegar til að mæta því mikla tekjufalli og þeim útgjaldaauka sem ríkissjóður hefur orðið fyrir vegna efnahagshrunsins og þeirra miklu skulda sem það skilur eftir sig. Þær ráðstafanir sem frumvarp þetta fjallar um eru hluti víðtækrar áætl unar um jöfnuð í ríkisfjármálum sem ríkisstjórnin vinnur að og verður gerð opinber á næstu dögum. Óhjákvæmilegt var að bregðast við því ástandi sem myndast hafði með róttækum aðgerðum. 31 Í almennum athugasemdum við fyrrnefnt frumvarp sagði um breytinga r á lögum um meðferð sakamála að lagt væri til að ákvörðun um þóknun sem greidd væri úr ríkissjóði vegna verjenda og réttargæslumanna í sakamálum væri færð frá dómstólaráði til ráðherra þannig að hann gæti með reglugerð mælt fyrir um tímagjald sem tekið sk gaf löggjafinn í raun nákvæm fyrirmæli um að tímagjaldið skyldi samkvæmt reglugerðinni lækka úr 11.200 krónum í 10.000 krónur og varð sú raunin. 32 Áður hafði meðal annars verið gerð sú breyting á lögum nr. 47/2006 um kjararáð, með lögum nr. 148/2008, að við lögin bættist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem mælti fyrir um að kjararáð skyldi fyrir árslok 2008 kveða upp nýjan úrskurð sem fæli í sér 5 - 15% launalækkun embættismanna og ráðherra frá 1. janúar 2009. 33 Ekkert er fram komið í málinu um að það viðmiðunartímagjald dómstólaráðs sem í gildi var þegar umrædd reglugerð kom til framkvæmda hafi verið grundvallað á nákvæm ri úttekt á rekstrarkostnaði lögmannsstofa eða greiningu á hæfilegum launum lögmanna. Að viðmiðunartímagjaldið var umtalsvert lægra en tímagjald samkvæmt gjaldskrá lögmanna felur hins vegar ekki í sér að það hafi byggst á ómálefnalegu mati dómstólaráðs eða að það hafi verið óhæfilega lágt. Þótt ekki verði séð að viðmiðunartímagjald það sem ákveðið var í fyrrnefndri reglugerð hafi grundvallast á öðru en flötum niðurskurði á fyrra viðmiðunartímagjaldi er ekki unnt, í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi voru í ríki sfjármálum og samfélaginu öllu og lýst er hér að framan, að líta svo á að það hafi verið óhæfilega lágt. 34 Framangreint viðmiðunartímagjald hélst óbreytt þar til reglugerð nr. 745/2014 um niðurfellingu fyrrnefndrar reglugerðar nr. 715/2009 öðlaðist gildi 1. september 2014. 9 Níu af tíu reikningum stefnda, sem mismunarreikningur hans 26. maí 2017 laut að, voru gefnir út meðan reglugerð nr. 715/2014 var í gildi. 35 Tíundi reikningurinn, sem mismunarreikningur stefnda grundvallaðist á, var gefinn út 25. nóvember 201 6. Þá hafði 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008 verið breytt til þess horfs, með 21. gr. laga nr. 78/2015, að dómstólaráð skyldi setja reglur um tímagjald sem tekið skyldi mið af við ákvörðun þóknunar til skipaðs eða tilefnds verjanda. Í nóvember 2016 voru í gildi viðmiðunarreglur dómstóla ráðs nr. 1/2015 en 2. liður III. kafla þeirra og V. kafli voru sama efnis og sömu ákvæði í eldri viðmiðunarreglum að öðru leyti en því að lágmarksþóknun hafði verið hækkuð í 52.000 krónur og tímagjald fyrir hverja byrjaða klu kkustund umfram tvær verið hækkað í 16.500 krónur. Samkvæmt inngangskafla viðmiðunarreglnanna sóttu þær lagastoð í 4. tölulið 14. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla. Frá 1. ágúst 2015 sóttu þessar viðmiðunarreglur einnig lagastoð, hvað tímagjaldið varðaði, í fyrrnefnda 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008. 36 Með vísan til framangreindra sjónarmiða um að þóknun verjanda get i orðið hluti af sakarkostnaði sem sakborningi er gert að greiða , svo og með vísan til jafnræðissjónarmiða , var starfsmönnum áfrýjanda rétt að f ylgja viðmiðunarreglum dómstóla ráðs í ákvörðunum sínum um þóknun til tilnefndra verjenda en þær höfðu samkvæmt framansögðu skýra lagastoð og voru í þágu almannaheilla. 37 Ekki er annað fram komið í málinu en að dómstólar hafi án athugasemda stuðst við tímagja ld samkvæmt viðmiðunarreglum dómstólaráðs, nú dómstólasýslunnar, hvað tímagjald varðar við ákvörðun þóknunar til tilnefndra og skipaðra verjenda og þannig staðfest í reynd að gjaldið teldist hæfilegt. Enda þótt umrætt tímagjald sé lægra en almennt tímagjal d samkvæmt gjaldskrá stefnda og ekki liggi fyrir að tímagjald samkvæmt viðmiðunarreglum dómstólaráðs hafi verið grundvallað á nákvæmri rannsókn á kostnaði við rekstur lögmannsstofa og hæfilegum launum lögmanna fyrir störf þeirra þykir ekkert fram komið í m álinu um að tímagjaldið hafi verið óhæfilega lágt. 38 Með skírskotun til þess sem að framan greinir verður ekki talið að ákvarðanir áfrýjanda um þóknun til lögmanna sem störfuðu hjá stefnda hafi falið í sér ólögmæta skerðingu á aflahæfi þeirra og þar með brot ið gegn 72. gr. stjórnarskrárinnar. Er þá jafnframt litið til þess að af hálfu stefnda hefur ekki verið upplýst um hversu umfangsmikil verjendastörf lögmanna hans voru á umræddum tíma og með hvaða hætti þau takmörkuðu möguleika þeirra til að sinna öðrum st örfum. Á frýjandi verður því sýknaður af kröfu stefnda um greiðslu reiknings 26. maí 2017 að fjárhæð 511. 5 00 krónur. 39 Samkvæmt öllu framangreindu verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda samtals 343.565 krónur með dráttarvöxtum eins og nánar greinir í d ómsorði. 40 Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda hluta málskostnaðar hans fyrir héraðsdómi og Landsrétti, eins og nánar greinir í dómsorði. 10 Dómsorð: Áfrýjandi, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, greiði stefnda, Lögskilum ehf., 343.565 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 89.105 krónum frá 15. september 2013 til 25. október 2013, af 151.855 krónum frá þeim degi til 27. mars 2014, af 214.605 krónum frá þeim degi til 9. mars 2016, af 279.085 k rónum frá þeim degi til 19. maí 2017, en af 343.565 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Áfrýjandi greiði stefnda samtals 500.000 krónur í málskostn að í héraði og fyrir Landsrétti . Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 16. apríl 2018 1. Mál þetta var höfðað 6. júlí 2017 og dómtekið 20. mars 2018. Stefnandi er Lögskil ehf., Suðurlandsbraut 48 í Reykjavík og stefndi er embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Hverfisgötu 115 í Reykjavík. Dómari tók við málinu 10. janúar 2018 en hafði fram að þeim tíma ekki h aft nein afskipti af meðferð þess. 2. Dómkröfur stefnanda eru að stefnda verði gert að greiða stefnanda 868.176 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 6. gr. vaxtalaga af 157.503 krónum frá 9. júlí 2013 til 5. febrúar 2014, en af 222.136 krónum frá þeim degi til 1. febrúar 2016, en af 286.616 krónum frá þeim degi til 2. febrúar 2016, en af 354.196 krónum frá þeim degi til 23. september 2016, en af 421.156 krónum frá þeim degi til 25. maí 2017 en af stefnufjárhæðinni 868.176 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þ á krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða honum málskostnað að skaðlausu að mati dómsins. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og stefnanda gert að greiða honum málskostnað að mati dómsins en til vara að krö fur stefnanda verði lækkaðar verulega og málskostnaður látinn niður falla. 3. Stefnandi er lögmannsstofa. Starfsmenn stefnanda hafa á undanförnum árum sinnt verjendastörfum við rannsóknir stefnda. Vegna þeirrar vinnu hefur stefnandi gert stefnda reikninga se m hafa tekið mið af tímagjaldi samkvæmt gildandi viðmiðunarreglum um þóknun lögmanna. Við reikningsgerðina hefur verið gerður fyrirvari við tímagjaldið og áskilinn réttur til að krefja stefnda síðar um mismun á gerðum reikningum og tímagjaldi samkvæmt gjal dskrá stefnanda. Þá hefur við reikningsgerðina verið gerð krafa um greiðslu vegna aksturs. Stefndi hefur endursent reikningana með athugasemdum um að ekki væri greitt fyrir akstur innan höfuðborgarsvæðisins og vísað til viðmiðunarreglna sem í gildi hafa ve rið á hverjum tíma. Ekki hafa komið fram athugasemdir um réttmæti reikninganna að öðru leyti. Við endursendingu reikningana hefur stefndi óskað eftir að gefnir yrðu út nýir reikningar, sem tækju mið af ákvörðun stefnda. Jafnframt var í tveimur tilvikum ósk að eftir að reikningar yrðu gefnir út á aðra kennitölu vegna breytinga á fyrirkomulagi greiðslumála hjá stefnda. Stefnandi hefur hafnað tilmælum stefnda um útgáfu nýrra reikninga. Skömmu áður en mál þetta var höfðað, þann 26. maí 2017, gaf stefnandi svo út viðbótarreikning, með vísan til fyrrnefnds fyrirvara, fyrir mismun á fyrri reikningum sínum og fullri þóknun samkvæmt gjaldskrá sinni. 4. Ekki er ágreiningur með aðilum um að við útgáfu reikninga stefnanda var gerður fyrirvari sem laut að því að tímagjaldið væri of lágt og áskilinn réttur til að krefja stefnda síðar um viðbótarþóknun, sem næmi mismuni á greiddu tímagjaldi og gjaldskrá stefnanda. Þá er óumdeilt 11 að reikningar þessir voru endursendir stefnanda og hann beðinn um að gefa út nýja reikninga í samræ mi við það sem stefndi taldi vera rétt. Í greinargerð stefnda komu fram athugasemdir um að í einum af reikningum þeim sem ágreiningur aðila lýtur að væri fólgin endurtekning á fyrri reikningsgerð. Af hálfu stefnanda var á þetta fallist og kröfugerð hans læ kkuð til samræmis við það. Er því í málinu ekki framar ágreiningur um forsendur og fjárhæðir hinna umþrættu reikninga. Málsástæður stefnanda 5. Stefnandi telur að reikningar þeir sem hann hefur gefið út á hendur stefnda og sem um er deilt í máli þessu verði að skoðast sem ógreiddar vanskilakröfur á hendur stefnda. Þá telur stefnandi að með því lögmönnum sé samkvæmt 20. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998 skylt að taka við skipun eða tilnefningu sem verjandi eða réttargæslumaður í sakamáli geti stefndi ekki með hæ tti sem gert hefur verið veigrað sér hjá því að greiða stefnanda þóknun samkvæmt gjaldskrá hans. Vísar stefnandi til þess að slík ráðagerð sem ekki hefði verið afráðin á grundvelli samkomulags aðila fæli sér brot gegn stjórnarskrárvörðum rétti hans til að ráðstafa aflahæfi sínu eins og hann sjálfur kýs og bryti því gegn eignarrétti hans og atvinnufrelsi samkvæmt 72. gr. og 75. gr. stjórnarskrár. Þá áréttar stefnandi að ekkert hafi komið fram um að reikningar hans eða sú gjaldskrá sem þeir eru byggðir á séu ósanngjarnir eða óhóflegir eða úr takti við það sem tíðkast um sambærilega þjónustu. Vísar stefnandi til þess að í 20. og 21. gr. laga nr. 70/2009 sem heimilað hafi ráðherra með reglugerð að mæla fyrir um tímagjald sem tekið skyldi mið af við ákvörðun þókn unar verjenda og réttargæslumanna hafi falist óheimilt valdframsal. Þannig sé ekkert um það fjallað í nefndum lögum á hvaða forsendum eða með vísan til hvaða sjónarmiða ráðherra eigi að ákvarða þóknunina. Þá telur stefnandi að nefnd lagaákvæði sem heimiluð u ráðherra og síðar dómstólaráði (og nú dómstólasýslunni) að setja reglur um tímagjald lögmanna sem taka við skipun eða tilnefningu sem verjandi eða réttargæslumaður feli í sér brot gegn 72. gr. og 75. gr. stjórnarskrár og beri því að virða að vettugi. Þá telur stefnandi að sú þóknun sem lögmönnum hafi verið ákveðin á ofangreindum grundvelli sé alltof lág og taki ekkert mið af raunverulegum kostnaði við rekstur lögmannsstofu. Loks vísar stefnandi til þess að reglur dómstólaráðs (nú dómstólasýslunnar) sem nú séu taldar gildandi hafi aldrei verið birtar með lögformlegum hætti einsog gert sé ráð fyrir í lögum nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað og því þegar af þeirri ástæðu ógildar og að engu hafandi. Málsástæður stefnda 6. Stefndi hafnar því að krö fur stefnanda séu ógreiddar vanskilakröfur, sem ekki sé vitað til að neinn efnislegur ágreiningur sé um. Um sé að ræða reikninga sem gefnir hafi verið út með röngum hætti en sem stefnandi hafi neitað að breyta þannig að samrýmdist gildandi reglum. Stefndi telur að stefnanda hefði verið í lófa lagið að lagfæra reikningana í samræmi við áskoranir stefnda þar um, svo stefndi gæti greitt reikningana. Stefnandi hafi hins vegar ákveðið að hafna því að breyta reikningunum og því hafi reikningarnir ekki enn verið g reiddir. Stefndi telur ljóst að stefnanda hafi verið fullkunnugt um gildandi reglur um ákvörðun þóknunar verjenda í opinberum málum, enda hafi hann gefið reikningana út í samræmi við það tímagjald sem gilt hafi á hverjum tíma, þótt gerður hafi verið fyrirv ari við tímagjaldið. Því hafi stefnanda verið kunnugt um að efnislegur ágreiningur var á milli aðila um hina umdeildu reikninga. 7. Stefndi vísar til þess að með 20. og 21. gr. laga nr. 70/2009 hafi 3. mgr. 38. gr. og 3. mgr. 48. gr. laga nr. 88/2008 verið b reytt á þann veg að ráðherra væri heimilt í reglugerð að mæla fyrir um tímagjald sem tekið skyldi mið af við ákvörðun þóknunar verjenda og réttargæslumanna. Lagabreytingin hafi verið gerð í kjölfar efnahagshrunsins, þegar flestir sem störfuðu fyrir ríkið, sem og á almennum vinnumarkaði hafi þurft að sæta launaskerðingum. Stefndi vísar til 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála þar sem segir að þóknun skipaðs eða tilnefnds 12 verjanda greiðist úr ríkissjóði. Þá segi í síðari málslið 3. mgr., eins og ákvæðinu var breytt með 21. gr. laga nr. 78/2015, að dómstólaráð skuli setja reglur um tímagjald sem tekið skuli mið af við ákvörðun þóknunar. Stefndi telur sig því ekkert val hafa um að ákveða að taka ekki mið af viðmiðunarreglum dómstólaráðs þegar þó knun er ákveðin. Þá byggist ákvarðanir stefnda í þessum efnum á skýrri lagaheimild, birtum viðmiðunarreglum dómstólaráðs (nú dómstólasýslunnar) og áður reglugerð nr. 715/2009. Stefndi hafnar því alfarið að með framangreindum reglum hafi verið brotið gegn s tjórnarskrárvörðum rétti starfsmanna stefnanda til að ráðstafa aflahæfi sínu eða að eignarréttindi starfsmannanna séu skert þar sem þeir geti ekki ákvarðað þóknun sína í opinberum málum samkvæmt eigin gjaldskrá. Þó aflahæfi geti notið verndar 72. gr. stjór narskrárinnar sé heimilt að setja eignarréttindum takmarkanir, enda byggist þær á almennum efnislegum ástæðum og jafnræðis sé gætt. Telur stefndi að löggjafinn hafi mælt fyrir um að lögmönnum skuli ákveðin þóknun með ákveðnum hætti og að við þá framkvæmd h afi verið byggt á málefnalegum forsendum og lögmætum sjónarmiðum í samræmi við grundvallarreglur stjórnarskrár um meðalhóf og jafnræði. Reglurnar séu almennar og taki til allra í sömu stöðu og bitni ekki óeðlilega þungt á einum eða fáum. Þannig hafi stefna ndi ekki sýnt fram á að starfsmenn hans hafi hlotið annars konar afgreiðslu þóknunar en aðrir í sambærilegri stöðu, enda gildi reglurnar um ákvörðun þóknunar allra verjenda og réttargæslumanna. Þá geti ekki talist til eignarréttinda að taka að sér verjenda störf í sakamálum. Stefndi hafi ekki heldur sett atvinnufrelsi starfsmanna stefnanda neinar skorður og þeim sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir hafi gert árum saman. Í raun sé lögmönnum þrátt fyrir ákvæði 20. gr. lögmannalaga í sjálfsvald sett hvort þ eir taki að sér verjendastörf. Starfsmenn stefnanda hafi sjálfir kosið að sækjast eftir því að taka slík mál að sér, vitandi sem lögmenn um þau lagaákvæði og reglur sem gildi um ákvörðun þóknunar. Því eigi rök stefnanda um aflahæfi eða takmörkun atvinnurét tinda sér enga stoð. 8. Stefndi vísar til þess að með 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008 þar sem kveðið sé á um að þóknun verjanda greiðist úr ríkissjóði, sé tryggt að sakborningur eigi ávallt kost á að njóta aðstoðar löglærðs verjanda án tillits til efnahags. Í ljósi þess að sakbo rningi beri að endurgreiða verjandaþóknun og annan kostnað vegna varnar í málinu, sé hann sakfelldur fyrir það brot sem honum er gefið að sök sé mikilvægt að lögmönnum sé ekki í sjálfsvald sett hvaða þóknun þeir taka. Þannig telur stefndi að ákvörðun tímag jalds til handa lögmönnum vegna verjendastarfa, sé til almannaheilla. Stefndi telur með vísan til þessa að ekki eigi að öllu leyti við sömu sjónarmið um verjendastörf og önnur störf lögmanna, auk þess sem hafa verði í huga að verjendur fái ávallt greitt fy rir störfin vegna ábyrgðar ríkissjóðs á þeim greiðslum en þetta telur stefndi réttlæta lægra tímagjald en almennt tíðkast. Niðurstaða 9. Afstaða stefnda til reikninga stefnanda felur að mati dómsins í sér ákvörðun um þóknun í skilningi 2. mgr. 38. gr. eða e ftir atvikum 2. mgr. 48. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þegar stefnda varð ljóst að stefnandi hyggðist ekki una ákvörðun hans eða verða við tilmælum hans um útgáfu nýrra reikninga hefði stefnda verið rétt að láta greiða til stefnanda þann hluta reikninganna sem hann taldi sér skylt að greiða. Þetta kaus stefndi ekki að gera þrátt fyrir ítrekuð greiðslutilmæli stefnanda sem stefndi svaraði ekki. Dómurinn fellst ekki á að þó stefnandi hafi ákveðið að hafna því að breyta reikningunum hafi stefnda ve rið rétt að láta nefnda reikninga liggja ógreidda. Stefnanda hefði að sönnu verið í lófa lagið að leggja fyrir héraðsdóm ágreining aðila um þóknun hans eftir ákvæðum 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Hann kaus að gera það ekki en ekki verður séð að sú ákvörðun geti að lögum varðað hann réttarspjöllum á nokkurn hátt. 13 10. Með 20. og 21. gr. laga nr. 70/2009 um ráðstafanir í ríkisfjármálum var 3. mgr. 38. gr. og 3. mgr. 48. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála breytt. Með breytingunni v ar ráðherra veitt heimild til að ákveða með reglugerð við hvaða tímagjald dómstólar skyldu miða ákvörðun þóknunar fyrir verjendur og réttargæslumenn. Í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 70/2009 um ráðstafanir í ríkisfjármálum kemur fram þessi skýring á lagasetningunni; ákveða þóknun skipaðs verjanda í sakamáli. Dómari ákveður þóknun í einu lagi ef sá sem tilnefndur hefur verið verjandi sakbornings á rannsóknarstigi er síð ar skipaður til að gegna því starfi en að öðrum kosti skal lögreglustjóri ákveða þóknun tilnefnds verjanda. Í 48. gr. laganna er kveðið á um þóknun réttargæslumanns brotaþola og reglurnar samsvara þeim sem gilda um þóknun fyrir verjendur. Þóknun bæði verje nda og réttargæslumanna greiðist úr ríkissjóði. Dómstólaráð hefur sett viðmiðunarreglur fyrir dómara til að fara eftir við ákvörðun þóknunar bæði fyrir verjendur og réttargæslumenn. Hér er lagt til að ráðherra verði veitt heimild til að ákveða með regluger ð við hvaða tímagjald dómstólar skuli miða við ákvörðun þóknunar. Er þetta lagt til í ljósi þess að lækka þarf þann kostnað sem nú greiðist úr ríkissjóði vegna þóknunar verjenda og réttargæslumanna. Nefnd ákvæði laganna nr. 70/2009 öðluðust gildi þann 1. j úlí 2009 og þann 20. ágúst 2009 tók gildi reglugerð nr. 715/2009 um tímagjald við ákvörðun þóknunar til verjenda og réttargæslumanna. Í 1. gr. reglugerðarinnar var kveðið á um ákvörðun þóknunar fyrir störf verjenda og réttargæslumanna og skyldi miða við að greiddar yrðu kr. 10.000 fyrir hverja byrjaða klukkustund. Fyrir setningu reglugerðarinnar höfðu verið í gildi viðmiðunarreglur dómstólaráðs sem kváðu á um greiðslu kr. 11.200 fyrir hverja byrjaða klukkustund. Eftir gildistöku reglugerðar nr. 715/2009 tók u viðmiðunarreglur dómstólaráðs mið af þeirri fjárhæð sem ákveðin var í reglugerðinni. 11. Þann 1. september 2014 tók gildi reglugerð nr. 754/2014 sem felldi úr gildi reglugerð nr. 715/2009 um tímagjald við ákvörðun þóknunar til verjenda og réttargæslumanna e n tók enga afstöðu til þess hvaða fyrirkomulag um ákvörðun þóknunar skyldi koma í staðinn. Ákvæðum 3. mgr. 38. gr. og 3. mgr. 48. gr. laga nr. 88/2008 var svo breytt með 21. og 22. gr. laga nr. 78/2015 þannig að numið var úr gildi ákvæði um að ráðherra sk yldi kveða á um tímagjald í reglugerð, en í staðinn komu fyrirmæli um að dómstólaráð skyldi setja viðmiðunarreglur sem taka skyldi mið af við ákvörðun þóknunar. Síðastnefndu lögin tóku gildi 1. ágúst 2015. Í athugasemdum með frumvarpinu sem varð að lögum nr. 78/2015 var tekið fram að rétt þætti að breyta ákvæðinu til fyrra horfs og mæla fyrir um að ákvörðun þóknunar tæki framvegis mið af reglum dómstólaráðs um þetta efni. Frá 1. september 2014 er reglugerð nr. 715/2009 var felld úr gildi og fram að gildis töku laga nr. 78/2015 þann 1. ágúst 2015 voru því engin ákvæði í íslenskum lögum um það hvernig þóknun verjenda og réttargæslumanna skyldi ákveðin. 12. Samkvæmt núgildandi lögum um dómstóla nr. 50/2016 hefur ný stofnun, dómstólasýslan, tekið við af dómstólará ði. Dómstólasýslan er sjálfstæð stjórnsýslustofnun sem annast sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna. Hlutverki dómstólasýslunnar er lýst í lögunum og í 8. gr. er tekið fram Að setja starfsreglur um samræmda framkvæmd v ið héraðsdómstóla en stjórn dómstólasýslunnar getur ákveðið að slíkar reglur verði bindandi ef Á þessum grundvelli hefur stjórn stofnunarinnar sett reglur um málsvarnarlaun e ða þóknun til verjanda og þóknun til réttargæslumanna o.fl. nr. 11/2018 sem tekið er fram að séu leiðbeinandi. Í 3. mgr. 38. gr. og 3. mgr. 48. gr. laga nr. 88/2008 er svo tekið fram að dómstólasýslan skuli setja reglur um tímagjald sem tekið skal mið af v ið ákvörðun þóknunar. Í framkvæmd er látið við það sitja að hinar fyrrnefndu leiðbeinandi reglur þjóni um leið sem reglur þær sem sakamálalögin vísa til. 14 13. Ákvæði 3. mgr. 38. gr. og 3. mgr. 48. gr. laga nr. 88/2008 um að þóknun skipaðs eða tilnefnds verjand a og réttargæslumanns greiðist úr ríkissjóði verður að skoða í samhengi við grunngildi réttarríkisins og réttinn til réttlátrar málsmeðferðar samanber 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 70. gr. stjórnarskrár. Hugsjón stjórnarskrárgjafans er að stuðla að því og helst tryggja að sakaðir menn njóti fullnægjandi lögfræðilegrar aðstoðar. Ákvæði sakamálalaga miða að þessu. Þó játa megi ríkisvaldinu vald til að setja rétti verjanda og réttargæslumanns til greiðslna úr ríkissjóði mörk verður það aðeins gert að t eknu tilliti til hlutverks og inntaks ofangreindra grundvallarreglna. 14. Vafalaust er að löggjafanum væri heimilt að setja reglur um hvernig staðið skuli að ákvörðun um viðmiðun tímagjalds sem stjórnvöld og dómstólar skuli miða við ákvörðun þóknunar verjenda og réttargæslumanna í sakamálum. Slík reglusetning sýnist líka geta verið skynsamleg og til þess fallin að draga úr réttaróvissu, skapa festu um ákvarðanir þóknunar og koma í veg fyrir að lögmönnum héldist uppi að krefjast óhæfilegrar þóknunar. Setning sl íkra reglna eða stjórnvaldsfyrirmæla verður hins vegar einsog endranær að standast formreglur laga og kröfur þær sem stjórnskipun lýðveldisins setur slíkri reglusetningu. Þannig verða ekki settar reglur um viðmið þóknunar verjenda og réttargæslumanna án þe ss að lagður sé viðhlítandi grundvöllur að reglusetningunni með einhvers konar athugun á grundvelli ákvörðunar þóknunar. Reglur íslensks réttar um ákvörðun þóknunar verjenda og réttargæslumanna hafa að minnsta kosti frá setningu laga nr. 70/2009 um ráðstaf anir í ríkisfjármálum ekki staðist slíkar grunnreglur. Með setningu 20. og 21. gr. laga nr. 70/2009 var ákveðið að fela ráðherra vald til að setja reglur um ákvörðun þóknunar verjenda og réttargæslumanna en um leið ákveðið að tilgangur reglusetningarinnar skyldi vera að að lækka kostnað ríkissjóðs vegna þóknunar verjenda og réttargæslumanna. Þessi forskrift sem sett er fram sem eini tilgangur reglna sem ráðherranum var gert að setja felur í sér ómálefnalega ætlun eða tilgang lagasetningar og stenst því ekki að lögum. Löglegur tilgangur slíkrar reglusetningar getur í ljósi hlutverks reglna sakamálalaga um rétt sakaðra manna til málsvarnar á kostnað ríkisins aldrei verið sá einn að draga úr greiðslum úr ríkissjóði. Jafnvel þó litið sé til þess að lög nr. 70/20 09 voru sett í kjölfar efnahagshrunsins og ríkisvaldinu játað svigrúm til að draga úr kostnaði á grundvelli neyðarréttar getur það ekki undanþegið löggjafann frá því að setja fram viðhlítandi og málefnalegan grundvöll ákvarðanna sinna. Þá er heldur ekki by ggt á sjónarmiðum af þessum toga af hálfu stefnda. 15. Ákvæði reglugerðarinnar nr. 715/2009 sem sett var með heimild í lögum nr. 70/2009 um þóknun verjenda og réttargæslumanna virðist ekki hafa byggst ekki á neins konar könnun eða úttekt á þeim atriðum sem he fðu geta skapað málefnalegan grundvöll að slíkri ákvörðun. Engin kjarakönnun var gerð meðal lögmanna og yfirleitt engin tilraun til að ljá ákvörðun um þóknunina hlutlægan grundvöll. Til þess var heldur ekki stofnað þar sem yfirlýst markmið lagasetningarinn ar sem reglugerðarheimildin byggðist á var það eitt að draga úr útgjöldum ríkissjóðs. Í þessu samhengi verður að hafa í huga að þóknun verjanda eða réttargæslumanns er ekki aðeins ætlað að tryggja laun hans heldur einnig allan annan kostnað sem standa þarf að til að rekstur lögmannsstofu geti gengið. Þar á meðal laun annarra starfsmanna, aðföng, almennan skrifstofukostnað og svo framvegis. Í ljósi ofangreindra ágalla á reglugerðinni nr. 715/2009 verður ekki talið að hún hafi takmarkað rétt stefnanda til að krefjast sanngjarnrar þóknunar fyrir störf sín. Núgildandi reglur dómstólasýslunnar og áður dómstólaráðs eru leiðbeinandi reglur sem fyrst og fremst geta þjónað sem innanhúss samræmingar - og leiðbeiningarreglur fyrir dómstólanna. Þær reglur sýnast sama mar ki brenndar og reglugerðin nr. 715/2009 að því er varðar skort á hlutlægum grunni sem þær þyrftu að byggja á. Auk þess eru þær reglur á engan hátt bindandi fyrir stefnanda enda hafa þær ekki reglugerðargildi og hafa aldrei verið birtar sem slíkar. 15 16. Óumdeil t er að starfsmönnum stefnanda er að lögum skylt að taka að sér hlutverk verjenda og réttargæslumanna í sakamálum. Með þeirri skyldu takmarkar löggjafinn rétt þeirra til að ráðstafa aflahæfi sínu sem nýtur verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrár. Sá mála tilbúnaður stefnda að í raun sé lögmönnum þrátt fyrir ákvæði 20. gr. lögmannalaga í sjálfsvald sett hvort þeir taki að sér verjendastörf breytir þessu ekki. Þá er til þess að líta að þó lögmönnum í stærri kaupstöðum kynni að vera kleift að koma sér undan þ ví að gegna hlutverki verjenda og réttargæslumanna í sakamálum þá er alls ekki víst að hið sama gildi á fámennari stöðum þar sem ekki er kostur þjónustu margra lögmanna. 17. Með vísan til framangreinds verður ekki fallist á það með stefnda að mat á þóknun lög manna fyrir hagsmunagæslu í sakamálum sé byggt á skýrri lagaheimild eða málefnalegum forsendum. Reglurnar sem stefndi telur sig bundinn af geta því ekki haft þýðingu við úrlausn þessa máls. Ekkert er fram komið um að umkrafin þóknun stefnanda sé óhófleg eð a úr takti við það sem almennt gerðist um tímagjald lögmanna á þeim tíma er reikningar hans voru gerðir. Ekki er heldur á þessu byggt af hálfu stefnda. Í ljósi þessa verður fallist á kröfur stefnanda eins og nánar greinir í dómsorði. Eftir þessum úrslitum verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað. Ástráður Haraldsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð; Stefndi, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, greiði stefnanda, Lögskilum ehf., 868.176 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 6. gr. vaxtalaga af 157.503 krónum frá 9. júlí 2013 til 5. febrúar 2014, af 222.136 krónum frá þeim degi til 1. febrúar 2016, af 286 .616 krónum frá þeim degi til 2. febrúar 2016, af 354.196 krónum frá þeim degi til 23. september 2016, af 421.156 krónum frá þeim degi til 25. maí 2017 en af stefnufjárhæðinni 868.176 krónum frá þeim degi til greiðsludags og 1.000.000 - króna í málskostnað .