LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 24. mars 2023 Mál nr. 97/2022 : Guðrún María Valgeirsdóttir, R3 ehf., Bryndís Jónsdóttir, Sigurður Jónas Þorbergsson, Sigurður Baldursson, Garðar Finnsson, Hilmar Finnsson og Gísli Sverrisson ( Jónas A. Aðalsteinsson lögmaður ) gegn íslenska ríki nu ( Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir lögmaður) Lykilorð Friðun. Eignarnámsbætur. Stjórnsýsla. Matsnefnd eignarnámsbóta. Ómerkingarkröfu hafnað. Útdráttur G o.fl., eigendur 76,5625% hluta af jörðinni Reykjahlíð, kröfðu Í um bætur á grundvelli 3. mgr. 42. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd vegna friðlýsingar umhverfis - og auðlindaráðherra 10. ágúst 2019 á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum. Matsnefnd eignarnámsbóta komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að ákvar ða G o.fl. bætur vegna óvissu um fjárhagsleg áhrif friðlýsingarinnar á ætlaða framtíðarnýtingu G o.fl. á landsréttindum þeirra og hafnaði því bótakröfu þeirra. Höfðuðu G o.fl. þá mál gegn Í til ógildingar á úrskurði matsnefndarinnar. Í dómi Landsréttar var fallist á þá niðurstöðu matsnefndarinnar að þegar til friðlýsingarinnar kom hefðu verið til staðar takmarkanir á landsréttindum G o.fl. sem hefðu gert það að verkum að framtíðarnýting til orkuöflunar hefði hvorki verið raunhæf né líkleg. Því væri ekki upp fyllt ákvæði 1. mgr. 42. gr. laga nr. 60/2013 um að skerðingin sem fólst í friðlýsingunni hefði falið í sér skerðingu landsréttinda umfram það sem teljast mætti til almennra takmarkana eignarréttar. Var fallist á þá niðurstöðu matsnefndarinnar að ekki væru skilyrði til að ákvarða G o.fl. bætur. Var hinn áfrýjaði dómur staðfestur um sýknu Í af kröfum G o.fl. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Jóhannes Sigurðsson . 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýj e nd ur skut u málinu til Landsréttar 24. febrúar 2022 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 11. febrúar 2022 í málinu nr. E - 585/2021 . 2 Áfrýjendur krefjast þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Til vara krefjast áfrýjendur þess að úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta 17. desember 2020 í máli nr. 1 7/2019 verði ógiltur að því leyti sem þar var hafnað kröfu áfrýjenda um bætur úr hendi umhverfis - og auðlindaráðherra vegna þess að með auglýsingu ráðherrans 10. ágúst 2019 nr. 740/2019 hafi áfrýjendur verið sviptir rétti sínum til orkurannsókna og orkuvin nslu fallvatna með uppsett rafafl 10 MW eða meira fyrir landi þeirra, Reykjahlíðar, innan marka verndarsvæðis samkvæmt auglýsingunni. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og mál skostnaðar fyrir Landsrétti en til vara að málskostnaður verði látinn falla niður. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Atvikum málsins er í megindráttum lýst í hinum áfrýjaða dómi. Svo sem þar kemur fram eru áfrýjendur eigendur l ögbýlanna Reykjahlíðar I, Reykjahlí ðar II, Reykjahlíðar II - IV og Víðihlíðar , en þær jarðir telja til 76,5625% eignarhluta í jörðinni Reykjahlíð sem er í óskiptri sameign. Jörðin liggur að Jökulsá á Fjöllum að austanverðu, en landamerki hennar í norðaustri er við Dettifoss. 5 Dettifoss ásamt Selfossi og Hafragilsfossi, sem eru skammt sunnan og norðan við Dettifoss, voru friðlýstir með auglýsingu nr. 457/1996 og svæði innan þar tilgreindra marka austan árinnar lýst náttúruvætti. Friðlýsingin var gerð á grundvelli 22. gr. þágildandi laga nr. 47/ 1971 um náttúruvernd. Jörðin Reykjahlíð liggur að hluta að hinu friðlýsta svæði, en bæði Dettifoss og Selfoss eru á austurmerkjum jarðarinnar. 6 Í samræmi við 1. mgr. 3. gr. laga nr. 48/2011 um verndar - og orkunýtingaráætlun lagði ráðherra fram tillögu til þ ingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Í tillögunni er virkjunarkostum á mismunandi landsvæðum skipað í þrjá flokka samkvæmt 4. til 6. gr. laganna, það er orkunýtingarflokk, biðflokk og verndarflokk. Tillagan var samþykkt á Alþingi 14. janúar 2013 . Samkvæmt tillögunni var vatnasviði Jökulsár á Fjöllum og virkjunarkostunum Arnardalsvirkjun og Helmingsvirkjun skipað í verndarflokk. 7 Með auglýsingu umhverfis - og auðlindaráðherra 10. ágúst 2019 nr. 740/2019, var verndarsvæði á Norðurlandi - vatnasvið Jökulsár á Fjöllum í verndarflokki verndar - og orkunýtingaráætlunar friðlýst á grundvelli heimildar í 53. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Í 2. gr. auglýsingarinnar kemur fram að tilgangurinn með friðlýsingunni sé að vernda vatnasvið Jökulsá r á Fjöllu m , Arnardalsvirkjun og Helmingsvirkjun, gegn orkuvinnslu. Samkvæmt 4. gr. auglýsingarinnar er orkuvinnsl a fallvatna með uppsett rafafl 10 MW eða meira á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum óheimil. 3 8 Með bréfi 4. nóvember 2019 fóru áfrýjendur þess á leit við matsnefnd eignarnámsbóta, að hún ákvæði bætur þeim til handa á grundvelli 3. mgr. 42. gr. laga nr. 60/2013 vegna síðastnefndrar friðlýsingar. Byggðu áfrýjendur á því að þeir sem landeigendur hefðu með friðlýsingunni verið sv iptir rétti sínum til orkurannsókna og orkuvinnslu fallvatna með uppsett rafafl 10 MW eða meira fyrir landi jarðar þeirra Reykjahlíðar innan marka verndarsvæðis samkvæmt framangreindri auglýsingu. Matsnefndin ákvað að taka málið fyrir og lagði til grundval lar í úrskurði sínum að með friðlýsingunni hefðu landsréttindi áfrýjenda varanlega verið skert. Nefndin vísaði til þess að aðeins fallréttindi Dettifoss og Selfoss heyrðu til matsandlaginu en ekki virkjunarkostirnir Arnardalsvirkjun og Helmingsvirkjun. Svo sem nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi var niðurstaða matsnefndarinnar sú að ekki væri unnt að ákvarða áfrýjendum bætur vegna óvissu um fjárhagsleg áhrif friðlýsingarinnar á ætlaða framtíðarnýtingu áfrýjenda á landsréttindum þeirra. Bótakröfu áfrýjenda fyrir matsnefndinni var hafnað með úrskurði 17. desember 2020 í máli nr. 17/2019. 9 Áfrýjendur hafa lagt fram ýmis gögn í málinu sem þeir telja sýna að kannaðir hafi verið ýmsir virkjanakostir á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum sem hægt hefði verið að hrinda í framkvæmd og snúa að hagsmunum þeirra sem landeigenda. Þar á meðal er s kýrsla Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen sf. fyrir Orkustofnun um A usturlandsvirkjun og virkjun Jökulsár á Fjöllum frá marsmánuði 1979. Í skýrslunni er öðrum þræði fjallað um virkjun D ettifoss í Jökulsá á Fjöllum . Þá kemur fram í n iðurstöðu m verkefnahóps 1. áfanga rammaáætlunar að vegna stærðar yrði miki ll heildarhagnað ur af virkjun Jökulsár á Fjöllum og hún sé vel arðsöm. Þar kemur einnig fram að sá virkjunarkostur falli í umhverfisflo kk e , sem hafi mest umhverfisáhrif. Þá hafa áfrýjendur lagt fram gögn um Helmingsvirkjun og Arnardalsvirkjun sem áðurnefnd friðlýsing tekur til. Þar er annars vegar um að ræða s kýrsl u Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. frá desember 2005 fyrir Orkustofn un um Helmingsvirkjun þar sem gert er ráð fyrir virkjun á grunnrennsli Jökulsár á Fjöllum og hins vegar ó dagsett drög að skýrslu fyrir Orkustofnun um Arnardalsvirkjun sem virkjunarkost í 3. áfanga rammaáætlunar . 10 Auk þessara gagna styðja áfrýjendur kröfur s ínar um að þau eigi rétt á eignarnámsbótum við v erðmætamatskýrsl u sem þeir hafa aflað frá Þróunarfélag i Íslands ehf. á vatnsréttind um Jökulsár á Fjöllum 28. júlí 2020. Samkvæmt þeirri skýrslu er mat á núvirði virkjunar í Jökulsá á Fjöllum , þegar fylgt er a ðferðarfræði IRENA , 14,9 milljarðar króna , en 3,4 milljarðar króna ef miðað er við sömu forsendur og gert var við mat á bótum til landeigenda vegna Kárahnjúkavirkjunar. 11 Áfrýjandi lagði ný gögn fyrir Landsrétt, meðal annars yfirlit yfir málflutningsræðu lög manns í héraði og tilvísanaskrá. Stefndi lagði fyrir Landsrétt ný gögn um friðlýsingu vatnasviðs Hólmsár, Jökulfalls, Hvítár og Tungnaár, sem gerðar voru í ágúst og september 2021, og upplýsingar um ástæður þess að fallið var frá virkjunarkostunum Arnardal svirkjun og Helmingsvirkjun. 4 12 Í hinum áfrýjaða dómi var talið að mat matsnefndar eignarnámsbóta á því hvort skilyrði væru til að ákvarða bætur hefði verið forsvaranlegt og að áfrýjendur hefðu ekki fært fram á aðrar röksemdir sem gætu leitt til þess að úrsku rður nefndarinnar yrði ógiltur. Niðurstaða Ómerkingarkrafa 13 Ómerkingarkrafa áfrýjenda byggir á því að hinn áfrýjaði dómur hafi ekki tekið rökstudda afstöðu til krafna þeirra og helstu málsástæðna, sbr. f - lið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í dóminum sé ekki getið málsástæðna áfrýjenda sem lutu að því að matsnefndin hefði vanrækt skyldur sínar samkvæmt ákvæðum 10., 11. og 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 72. gr. stjórnarskrárinnar um rannsóknarskyldu, jafnræði og meðalhóf. Lá tið sé nægja að fallast á rökstuðning matsnefndarinnar. Þá hafi dómurinn ekki fjallað um skýrslu Þróunarfélags Íslands hf. um fjárhagslegt tjón áfrýjenda af friðlýsingunni. 14 Stefndi byggir á því að hinn áfrýjaði dómur útlisti skilmerkilega allar málsástæður áfrýjenda í héraði. Í héraðsdómsstefnu sé ekki fjallað um neinar málsástæður er lúta að ófullnægjandi rannsókn, broti á jafnræðisreglu eða að meðalhófs hafi ekki verið gætt. Við aðalmeðferð málsins í héraði hafi ekkert verið fjallað um málsástæður sem sne ru að ófullnægjandi rannsókn matsnefndarinnar eða að nefndin hafi ekki gætt meðalhófs. Við málflutning í héraði hafi fyrst verið byggt á því að nefndin hafi brotið gegn jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Þar sem sú málsástæða hafi fyrst komið fram við málflut ning í héraði sé henni mótmælt sem of seint fram kominni. 15 Í hinum áfrýjaða dómi er málsástæðum áfrýjenda samkvæmt héraðsdómsstefnu gerð greinargóð skil. Þar kemur fram að áfrýjendur byggi mál sitt fyrst og fremst á því að ákvörðun og forsendur úrskurðar ma tsnefndar eignarnámsbóta séu efnislega rangar og ólögmætar. Þótt í lagarökum stefnunnar sé vísað til þess að áfrýjendur styðji mál sitt við 10. og 13. gr. stjórnsýslulaga er engin grein gerð fyrir þeim atvikum eða málsástæðum sem áfrýjendur byggja mál sitt á að þessu leyti. Verður dómur því ekki reistur á þessum málsástæðum, sbr. 2. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991. Málsástæða áfrýjenda um brot á jafnræðisreglu við meðferð málsins fyrir matsnefnd kom fyrst fram við málflutning í héraði. Samkvæmt 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 skulu m álsástæður og mótmæli koma fram jafnskjótt og tilefni verður til. Að öðrum kosti má ekki taka slíkar yfirlýsingar til greina nema gagnaðili samþykki eða aðili hefur þarfnast leiðbeininga dómara en ekki fengið þær. Stefndi hefur mótmælt því að málsástæða byggð á jafnræðisreglu komist að í málinu þar sem hún sé of seint fram komin og verður úrlausn málsins því ekki byggð á henni. 16 Í málinu er til úrlausnar hvort úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta sé rangur og ólögmætur. Kemur því einkum til skoðunar hvort uppfyllt séu skilyrði fyrir greiðslu eignarnámsbóta samkvæmt ákvæði 1 . mgr. 42. gr. laga nr. 60/2013 . Í hinum áfrýjaða dómi er fjallað um forsendur í úrskurði matsnefndarinnar og lagt mat á hvort þær séu 5 í samræmi við lagaskilyrði um skyldu til greiðslu bóta. Af forsendum hins áfrýjaða dóms verður ráðið að lagt hafi verið sjálfstætt mat á forsendur úrskurðarnefndarinnar, þótt farin hafi verið sú leið að taka undir þær án mikils viðbótarrökstuðnings. Svo sem áður er rakið komst mats nefndin að þeirri niðurstöðu að landsréttindi áfrýjenda hefðu verið varanlega skert með friðlýsingunni þar sem komið væri í veg fyrir tiltekna nýtingu á vatnasviðinu til orkuvinnslu. Að fenginni þeirri niðurstöðu héraðsdóms að mikil óvissa væri um fjárhags leg áhrif friðlýsingarinnar, meðal annars vegna stöðu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum og möguleika á orkunýtingu í verndarflokki, voru ekki efni til að fjalla sérstaklega um skýrslu Þróunarfélag s Íslands ehf. 28. júlí 2020 um mat á verðmætum vatnsréttind a Jö kulsár á Fjöllum í dóminum og hvort þær fjárhæðir sem þar eru nefndar gætu verið grundvöllur bótaútreiknings . 17 Að öllu framanrituðu virtu verður ómerkingarkröfu áfrýjenda hafnað. Ógildingarkrafa 18 Að framan er rakið að áfrýjendur byggja ógildingarkröfu sína á því að úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta sé ekki efnislega réttur og ekki í samræmi við ákvæði 1. mgr. 42. gr. laga nr. 60/2013. Telja áfrýjendur að miðað við gögn málsins verði að leggja til grundvallar að þeir hafi getað nýtt landsréttindi sín til o rkunýtingar með virkjun Dettifoss og Selfoss sem eru fyrir landi þeirra og öðrum virkjunarmöguleikum á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum, þótt þau mannvirki liggi ekki beint að landi þeirra. Nefndin hafi hins vegar gengið of langt í forsendum sínum og gert óeð lilega miklar kröfur til áfrýjenda um sönnun á fyrirhugaðri nýtingu á landsréttindum til orkuvinnslu. Fyrir liggi að mikil þörf sé á vistvænni orku í náinni framtíð og því mjög líklegt að vatnsréttindin verði nýtt til virkjana. Þá hafi nefndin ekki lagt ma t á fjárhagsleg áhrif friðlýsingarinnar þótt henni hafi borið að leggja sjálfstætt mat á þau. Matsnefndin staðfesti að landsréttindi áfrýjenda hefðu verið varanlega skert með friðlýsingunni og hefði henni því borið lagaskylda til að ákvarða bætur vegna þes s. 19 Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta sé ekki haldinn neinum ágöllum, hvorki að formi til né efni. Ekki séu uppfyllt þrjú skilyrði bótaréttar samkvæmt 1. mgr. 42. gr. laga nr. 60/2013. Samkvæmt þeim þurfi áfrýjendu r að sýna fram á að fyrirhuguð hafi verið nýting á réttindum þeirra til orkuvinnslu, að hindrunin sem fælist í friðlýsingunni væri umfram það sem telja mætti til almennra takmarkana á eignarrétti og að tjónið sem sýnt væri fram á væri verulega umfram þær t akmarkanir sem er að finna í sambærilegum friðlýsingum. Áfrýjendur hefðu ekki sannað að neitt þessara skilyrða væri uppfyllt. Þar sem nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð nýting sem áfrýjendur byggðu mál sitt á væri ekki raunhæf eða líkle g hvíldi ekki skylda á henni að ákvarða bætur eins og áfrýjendur byggja málatilbúnað sinn á. Stefndi byggir sérstaklega á því að horfa þurfi til þess að vatnasviði Jökulsár á Fjöllum hafi þegar verið skipað í verndarflokk og eignarráð landeigenda því takmö rkuð með almennum hætti. 6 20 Í 1. mgr. 53. gr. laga nr. 60/2013 er mælt fyrir um að friðlýsa skuli svæði sem Alþingi hefur samþykkt að skipa í verndarflokk í verndar - og orkunýtingaráætlun. Þá er mælt fyrir um það í 2. mgr. ákvæðisins að friðlýsing feli í sér að orkuvinnsla sé óheimil á viðkomandi svæði. 21 Í 1. gr. laga nr. 48/201 1 kemur fram að markmið laganna sé að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið sé tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Sú skylda er lögð á ráðherra í 1. mgr. 3. gr. laganna að leggja fram tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Í verndar og orkunýtingaráætluninni skal mótuð stefna um það hvort landsvæði þar sem fyrir hendi eru virkjunarkostir megi nýta til orkuvinnslu eða hvort á stæða sé til að friðlýsa þau eða kanna þau frekar, sbr. 2. mgr. 3. gr. laganna. Í samræmi við þetta er virkjunarkostum skipað í þrjá flokka, orkunýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk, en nánar er fjallað um hvern þessara flokka í ákvæðum 4. til 6. gr. l aganna. Þá kemur fram í 4. mgr. 3. gr. að í verndar - og orkunýtingaráætlun sk uli í samræmi við markmið laga nna lagt mat á verndar - og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar, þar með talið verndunar. Að auki skuli í áætlun inni tekið mið af vatnaáætlun samkvæmt lögum um stjórn vatnamála. 22 Í 1. mgr. 6. gr. laga n r. 48/2011 er kveðið á um að í verndarflokk fall i virkjunarkostir sem ekki er talið rétt að ráðast í og landsvæði sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu , að teknu tilliti til sjónarmiða sem fram koma í 4. mgr. 3. gr. Þá segir í 2. mgr. ákvæðisins að s tjórnvöldum sé ekki heimilt að veita leyfi tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu vegna virkjunarkosta sem eru í verndarflokki eða eru á svæðum sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þá eru aðrar orkurannsóknir sem ekki eru leyfisskyldar einnig óheimilar. 23 Þegar Alþingi hefur samþykkt verndar - og orkunýtingaráætlun skulu stjórnvöld h efja undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar , sbr. 4. mgr. 6. gr. laga nr. 48/2011 . Tekið er fram í ákvæðinu að u m friðlýsingu vegna náttúruverndar f ari samkvæmt lögum um náttúruvernd en um friðlýsingu vegna menningarsögulegra minja f ari samkvæmt þjóðminjalögum. Þá er kveðið á um það í 7. gr. laga nna að verndar - og orkunýtingaráætlun sé bindand i við gerð skipulagsáætlana. 24 Í 1. mgr. 42. gr. laga nr. 60/2013 segir : 37. gr. fyrirhugaða nýtingu landeiganda eða rétthafa lands á landinu eða geri hana til muna erfiðari, umfram það sem teljast má til almennr a takmarkana eignarréttar, skal landeigandi eða rétthafi lands eiga rétt á bótum fyrir fjárhagslegt tjón sem hann verður fyrir og getur sýnt fram á að sé verulega umfram þær takmarkanir sem má finna í 7 sambærilegum friðlýsingum eða ákvörðunum. mgr. ákvæðisins skal ákveða bætur með eignarnámsmati e f ekki næst samkomulag um bætur. 25 Í úrskurði sínum 17. desember 2020 í máli nr. 17/2019 komst matsnefnd eignarnámsbóta að þeirri niðurstöðu að friðlýsingin hafi skert landsréttindi áfrýjenda varanlega. N efndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að þar sem áfrýjendur hefðu verið sviptir rétti sínum til orkurannsókna og orkuvinnslu fallvatna með uppsett rafafl 10 MW eða meira væru sterk rök fyrir því að sú eignarskerðing kunni, óháð öðrum þáttum, að valda þe im tjóni í framtíðinni. Samkvæmt þessari niðurstöðu nefndarinnar er í grunninn uppfyllt það skilyrði 1. mgr. 42. gr. laga nr. 60/2013 um að friðlýsingin hafi skert landsréttindi áfrýjenda. 26 Í niðurstöðu sinni miðar matsnefndin við að það séu einungis fallr éttindi sem tengjast Dettifossi og Selfossi sem séu undir í matsmálinu. Áfrýjendur byggja á hinn bóginn á því að aðrir virkjunarkostir, svo sem Arnardalsvirkjun og Helmingsvirkjun, tengist hagsmunum landeigenda. Samkvæmt gögnum liggja þessir tveir virkjuna rkostir talsvert langt sunnan við land Reykjahlíðar. Ekki verður ráðið af gögnum eða málatilbúnaði áfrýjenda að öðru leyti að þeir geti haft beina hagsmuni af þeim virkjunarkostum. Hefði þeim áformum verið hrint í framkvæmd hefði mögulegur bótaréttur áfrýj enda einskorðast við þá takmörkun sem þær framkvæmdir hefðu haft á nýtingu vatnsréttinda fyrir landi Reykjahlíðar. Í þessu ljósi verður að leggja til grundvallar þá niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta að einungis komi til skoðunar mögulegir virkjunarkost ir tengdir fallorku Dettifoss og Selfoss þegar bótaréttur áfrýjenda er metinn. 27 Áður er rakið að samkvæmt 1. mgr. 42. gr. laga nr. 60/2013 er það einnig skilyrði fyrir bótarétti að skerðing landsréttinda sé umfram það sem teljast má til almennra takmarkana eignarréttar. Fyrir liggur að ráðherra lagði fram tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða í s amræmi við 1. mg r . 3. gr. laga nr. 48/2011 og að með samþykkt tillögunnar á Alþingi var vatnasviði Jökulsár á Fjöllum skipað í vernd arflokk. Með þeirri skipan voru tækifæri áfrýjenda til þess að nýta landsréttindi sín til orkuöflunar takmörkuð. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að samkvæmt 1. mgr. 53. gr. laga nr. 60/2013 er skylt að friðlýsa svæði sem falla í verndarflokk. Með k röfugerð sinni og málsástæðum hafa áfrýjendur markað málinu þann farveg að til úrlausnar sé hvort niðurstaða og forsendur úrskurðar matsnefndar eignarnámsbóta , sem byggir á ákvæðum 42. gr. laga nr. 60/2013 , sé efnilega röng og ólögmæt. Í málinu kemur því e kki til sérstakrar skoðunar hvort skipan vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í verndarflokk hafi uppfyllt skilyrði laga. Auk framangreindra takmarkana á eignarráðum áfrýjenda liggur fyrir að Dettifoss og Selfoss og svæði austan árinnar voru áður friðlýst með auglýsingu nr. 457/1996 og lýst náttúruvætti. Þessi friðlýsing var gerð á grundvelli 22. gr. þágildandi laga nr. 47/1971. 28 Að þessu virtu er fallist á þá niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta að þegar til friðlýsingarinnar kom hafi verið til staðar takmarka nir á landsréttindum áfrýjenda sem 8 hafi gert það að verkum að framtíðarnýting til orkuöflunar hafi hvorki verið raunhæf né líkleg. Ekki er því uppfyllt ákvæði 1. mgr. 42. gr. laga nr. 60/2013 um að skerðingin sem fólst í friðlýsingunni hafi falið í sér ske rðingu landsréttinda umfram það sem teljast má til almennra takmarkana eignarréttar. 29 Að öllu framangreindu virtu verður fallist á þá niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta að ekki séu skilyrði til að ákvarða áfrýjendum bætur og verður niðurstaða hins áfrýja ða dóms um sýknu stefnda af kröfu áfrýjenda og málskostnað staðfest. 30 Rétt þykir að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af rekstri málsins fyrir Landsrétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Dóm ur Héraðsdómur 11. febrúar 2022 Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð, 27. janúar sl., var höfðað með stefnu, birtri 25. janúar 2021, af stefnendum, eigendum lögbýlanna Reykjahlíðar I, Reykjahlíðar II, Reykjahlíðar II - IV og Víðihlíðar, Guðrúnu Maríu Valgeirsdóttur , R3 ehf. Reykjavík, Bryndísi Jónsdóttur Reykjavík, Sigurði Jónasi Þorbergssyni Reykjavík, Sigurði Baldurssyni , Garðari Finnssyni , Hilmari Finnssyni Kópavogi og Gísla Sverrissyni Akur eyri, sem eigendum alls 76,5625% í jörðinni Reykjahlíð, í óskiptri sameign, á hendur stefnda, umhverfis - og auðlindaráðherra, f.h. íslenska ríkisins. Stefnendur gera í máli þessu þær dómkröfur, hver fyrir sig, að úrskurður mats nefndar eignarnámsbóta í matsmáli nefndarinnar nr. 17/2019, upp kveðinn 17. desember 2020, verði ógiltur að því leyti sem þar var hafnað kröfu stefnenda um bætur úr hendi umhverfis - og auðlindaráðherra vegna þess að með auglýsingu ráðherrans 10. ágúst 2019 nr. 740/2019 hafi stefnendur verið sviptir rét ti sínum til orkurannsókna og orkuvinnslu fallvatna með uppsett rafafl 10 MW eða meira fyrir landi jarðar þeirra Reykjahlíðar innan marka verndarsvæðis samkvæmt auglýsingunni. Þá krefjast stefnendur að stefndi verði dæmdur til að greiða þeim málskostnað. Stefndi, íslenska ríkið, krefst sýknu af kröfu stefnenda. Þá krefst stefndi þess að stefnendur verði dæmdir til greiðslu málskostnaðar, en til vara að málskostnaður verði látinn niður falla. Ágreiningsefni og málsatvik Ágreiningsefnið er skýrt afmarkað o g málsatvik liggja í megindráttum ljós fyrir. En eins og rakið er í kröfugerð stefnenda, þá er hér af þeirra hálfu farið fram á það að felldur verði úr gildi úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 17/2019, sem kveðinn var upp 17. desember 2020, að öðru leyti en um málskostnað. En fyrir liggur að stefnendur, landeigendur, töldust matsþolar í matsbeiðni, dags. 4. nóvember 2019, í umræddu máli fyrir matsnefndinni, en stefndi, þ.e. ráðherra, taldist þar matsbeiðandi. Krafa stefnenda um bætur í málinu fyrir matsnefndinni byggði á þeim grunni að með friðlýsingu í auglýsingu ráðherrans, dags. 10. ágúst 2019 nr. 740/2019, um verndarsvæði á Norðurlandi - vatnasvið Jökulsár á Fjöllum í verndarflokki verndar - og orkunýtingaráætlunar, hafi stefnendur verið svi ptir rétti sínum til orkurannsókna og orkuvinnslu fallvatna með uppsett rafafl 10 MW eða meira fyrir landi jarðar 9 þeirra Reykjahlíðar innan marka verndarsvæðis samkvæmt framangreindri auglýsingu. En niðurstaða matsnefndarinnar varð sú að hafna kröfu stefne nda þessa máls um bætur. Tildrög máls eru annars þau að með auglýsingunni, 10. ágúst 2019, var vatnasvið Jökulsár á Fjöllum friðlýst gegn nánar tilgreindri orkuvinnslu, en í 1. gr. segir m.a. að ráðherra hafi ákveðið, á grundvelli verndarflokks þingsályktu Arnardalsvirkjun og 13 Helmingsvirkjun á Fljótsdalshéraði, í Norðurþingi, Skútustaðahreppi og Jökulsár á Fjöllum hafði, sem þar segir, fram að friðlýsingu verið í svokölluðum verndarflokki. Með bréfi, 4. nóvember 2019, fóru meirihluti eigenda jarðarinnar Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi, stefnendur þess máls, sem eru eigendur lögbýlanna Reykjahlíðar I, Reykjahlíðar II, Reykjahlíðar III, Reykjahlíðar IV og Víðihlíðar, þess á leit við mats nefnd eignarnámsbóta, að hún ákvæði bætur þeim til handa á grundvelli 3. mgr. 42. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd, vegna fyrrgreindrar friðlýsingar ráðherra á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum, í samræmi við auglýsinguna, dags. 10. ágúst 2019 nr. 740/2019, um verndarsvæði á Norðurlandi vatnasvið Jökulsár á Fjöllum í verndar - flokki verndar - og orkunýtingaráætlunar, sem birt var í B - deild Stjórnartíðinda 26. s.m. Um heimild til ákvörðunar bóta með mati nefndarinnar vísuðu landeigendur til 3. mgr. 42. gr. laga nr. 60/2013, en matsnefndin vísaði til þess að heimildin væri í því lagaákvæði, sbr. enn fremur 6. gr. laga nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms. Svo sem rakið er í umræddum úrskurði matsnefndarinnar þá skiptist eignarhald þessa 76,5625% hluta jarðarinnar Reykjahlíðar þannig á milli eftirgreindra matsþola í óskiptri sameign: Í fyrsta lagi er þá Guðrún María Valgeirsdóttir, eigandi jarðarinnar Reykjahlíð ar I og 25% hluta jarðarinnar Reykjahlíðar. Í öðru lagi eru félagið R3 ehf. og Bryndís Jónsdóttir, eigendur jarðarinnar Reykjahlíðar III og hvort um sig eigendur að 8,3333% hluta Reykjahlíðar (samtals 16,6666%). Í þriðja lagi er Sigurður Jónas Þorbergsson, eigandi jarðarinnar Reykjahlíðar II og 17,7778% hluta Reykjahlíðar. Í fjórða lagi eru þá Sigurður Baldursson, Garðar Finnsson og Hilmar Finnsson, eigend ur jarðanna Reykjahlíðar II - IV og 7,7778%, 3,8889% og 3,8889% hluta Reykjahlíðar í áðurgreindri röð (a lls 15,5556%). Í fimmta lagi er þá síðan Gísli Sverrisson, eigandi jarðarinnar Víðihlíðar og 1,5625% hluta Reykjahlíðar. Matsandlagið var nánar tiltekið landsvæði jarðarinnar Reykjahlíðar í Skútustaða - hreppi á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum sem samkvæmt la ndeigendum tekur til um 35% af heildarlengd árinnar og friðlýst var með auglýsingunni 10. ágúst 2019. En í 4. gr. hennar er tiltekið að orkuvinnsla fallvatna með uppsett rafafl 10 MW eða meira innan marka svæðisins sé óheimil, ekki sé heimilt að veita leyf i tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu á verndarsvæðinu vegna virkjunar fallvatna með uppsett rafafl 10 MW eða meira, en að fengnu samþykki Umhverfisstofnunar og umsögn Náttúrufræði - stofnunar Íslands sé heimilt að stunda yfirborðsrannsóknir á verndarsvæðin u. Eins og rakið verður nánar, þá hafa stefnendur lýst áformum sínum um nýtingu vatnsfalla sem þau telja að snerti umrætt landsvæði þeirra og því beri þeim ótvírætt eignarnámsbætur m.t.t. þessa vegna friðlýsingarinnar, en stefndu telja að skilyrði til bóta séu hér ekki fyrir hendir eins og málið liggur fyrir og taka að því leyti undir með matsnefndinni sem hefur sem fyrr segir hafnað kröfu stefnenda um slíkar bætur og það er sú ákvörðun sem hér er um deilt. Um málsmeðferð fyrir matsnefndinni fjallar í úrsku rði hennar, auk þess sem þar gefur að líta sjónarmið málsaðila og forsendur og niðurstöðu nefndarinnar, en að því verður vikið frekar hér í eftirfarandi umfjöllun. Málsástæður og lagarök stefnenda Stefnendur vísa til þess að í upphafi 5. liðar VII. kafla úrskurðar nefndarinnar, niðurstöðukafla, lagi sama kafla taki nefndin þá ákvörðun að hafna kröfu matsþola um bætur þeim til handa, vegna þess að með auglýsingu 10. ágúst 2019 hafi matsþolar verið sviptir rétti til orkurannsókna og orkuvinnslu fallvatna með uppsett rafafl 10 MW eða meira fyrir landi matsandlagsins og þar með að bætur verði ákveðn ar með eignarnámsmati sam kvæmt ákvæðum 10 3. mgr. 42. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Sé þetta sú ákvörðun matsnefndarinnar er stefnendur krefjist að verði ógilt og leiti dómsúrlausnar á í þessu máli á grundvelli ákvæða 17. gr. laga nr. 11/1973. Málsás tæður stefnenda fyrir umræddri kröfu um ógildingu þeirrar ákvörðunar matsnefndarinnar að hafna kröfu stefnenda um bætur úr hendi umhverfis - og auðlindaráðherra sé byggð á því að sú ákvörðun og forsendur hennar séu efnislega rangar og ólögmætar. Það sé grun nregla íslensks réttar að þegar landeigandi sé sviptur umráðum lands síns með eignarnámi þá leiði það til fjárhagslegs tjóns landeigandans. Það sé þá einnig grunnregla að réttur eignarnámsþola til bóta takmarkist ekki við tjón á landgæðum sem þeir hafi þeg ar byrjað að hagnýta, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 233/2011. Stefnendur hafi lagt til nefndarinnar gögn sem staðfesti að virkjun fallréttinda stefnenda í Jökulsá á Fjöllum væri tæknilega séð auðleyst verkefni. Þá hafi þeir lagt til nefndarinnar gögn sem sýnt hafi að fjármögnun virkjunarframkvæmda Jökulsár á Fjöllum væri auðleyst verkefni, virkjun árinnar í dag væri fýsilegur fjárfestingarkostur sem auðvelt væri að fjármagna. Þá hafi þeir gert nefndinni grein fyrir þeim breytingum er séu að verða um þessa r mundir í raforkumálum Íslendinga í framhaldi af gildistöku raforkulaga nr. 65/2003. Nefndin taki þessar málsástæður stefnenda upp í samanteknu formi í úrskurði sínum, neðst á bls. 13 og áfram á bls. 14 - 15. Í þeirri röksemdafærslu stefnenda vegi sú breyti ng umtalsvert að framleiðsla og sala raforku sé felld undir ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005. Stefnendur hafi gert nefndinni grein fyrir því að þeir hafi þegar hafið undirbúningsaðgerðir til nýtingar fallréttinda árinnar sem og því að einmitt nú væru komn ar upp þær aðstæður í raforkumálum þjóðarinnar sem gerðu virkjun fallréttinda Jökulsár á Fjöllum fýsilegan kost frá fjárhagslegu sjónarmiði. Þeir hafi þá gert nefndinni grein fyrir því að hin fyrirhugaða nýting þeirra á fallréttindum árinnar fælist í því a ð hlutast til um virkjun alls mögulegs afls árinnar þeim til fjárhagslegs ávinnings eins fljótt og kostur væri. Stefnendur hafi kynnt nefndinni andmælabréf sitt til Umhverfisstofnunar, dags. 22. janúar 2019, og tvö andmælabréf þeirra til ráðherra, það fyrr a dags. 18. ágúst 2019, það síðara dags. 18. september 2019. Stefnendur hafi sent nefndinni rökstuðning kröfugerðar sinnar með bréfi, dags. 11. mars 2020, en höfðu áður sent nefndinni kröfubréfið dags. 4. nóvember 2019. Stefnendur hafi sent greinargerð m eð ítarlegum rökstuðningi í málinu til nefndarinnar hinn 3. júlí 2020 ásamt átta tölusetum fylgiskjölum um áætlanir um virkjun Jökulsár á Fjöllum og þróun raforkumála í framhaldi af setningu raforkulaga nr. 65/2003. Stefnendur hafi sent nefndinni athugasem dir við greinargerð ráðherra 7. ágúst 2020. Þróunarfélag Íslands ehf. hafi metið verðmæti þeirra vatnsréttinda sem umrædd friðlýsing hafi meinað stefnendum alfarið að nýta á að minnsta kosti 10 15 milljarða króna og sú matsgerð var kynnt nefndinni. Stefnen dur hafi þá sent nefndinni bréf hinn 17. ágúst 2020 um afstöðu sína til þess hvort og þá hvaða áhrif ákvæði laga nr. 48/2011 hefðu á úrlausn þessa máls. Því bréfi hafi fylgt endurrit dóms Hæstaréttar í máli nr. 220/1982, en sá dómur hafi mikil fordæmisáhri f varðandi það hvernig meta skuli þá hagsmuni til verðs sem um sé fjallað í þessu máli. Að endingu hafi síðan farið fram munnlegur flutningur málsins fyrir matsnefndinni þann 2. október 2020. Tilvitnanir stefnenda í dóma, raforkulög og lög nr. 48/2011 og m arkmið með þeirri lagasetningu, þróun raforkumála með tilvitnunum í skrifleg samtímagögn, ýmist blaðagreinar og stefnuyfirlýsingar stjórnvalda, matsgerð sérfróðs aðila á verðmæti matsandlagsins, hafi ekki nægt til að vega upp á móti þeirri óvissu sem nefnd in hafi talið vera til staðar um fjárhagsleg áhrif friðlýsingarinnar á ætlaða framtíðarsýn stefnenda um nýtingu hinna friðlýstu landgæða. Sú afstaða nefndarinnar hafi einkum byggt á því að skipun matsandlagsins í verndarflokk samkvæmt ákvæðum laga nr. 48/2 011 á árinu 2013 hafi komið í veg fyrir að áætlanir stefnenda um virkjun árinnar væru raunhæfar og líklegar. Forsendum fyrir niðurstöðu matsnefndarinnar í VII. kafla úrskurðarins sé annars af hálfu nefndarinnar skipt í eftirtalda sex undirliði: Í 1. lið fj alli nefndin um mörk lands Reykjahlíðar að matsandlaginu, fallréttindum þeim sem friðlýsingin beinist að. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að þau mörk séu skilgreind með fullnægjandi hætti. Í 2. lið fjalli hún um meginreglur við ákvörðun um fjárhæð eign arnámsbóta og vitni einkum til dóms Hæstaréttar í máli nr. 233/2011 um Kárahnjúkavirkjun og til álitaefna sem ráðið hafi verið til lykta með þeim dómi. Í 3. lið hafi nefndin fjallað um og hafni kröfu ríkisins um frestun 11 meðferðar matsmálsins vegna dómsmáls sem rekið hafi verið fyrir Héraðsdómi Austurlands. Í 4. lið fjalli nefndin um og hafni frávísunarkröfu ríkisins. Í 5. lið, næstsíðustu málsgrein þess liðar, séu síðan meginforsendur niðurstöðu matsnefndarinnar í samanteknu máli þessar: a) Nefndin byggi á því að virkjanaframkvæmdir á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum, aðrar en Arnardalsvirkjun og Helmingsvirkjun, hafi ekki komið til tals. b) Að aðeins fallréttindi Dettifoss og Selfoss heyri til matsandlaginu. c) Að eignarnámsbótum sé ætlað að gera tjónþola eins settan og ef tjónið hefði aldrei orðið. d) Að matsþolar hafi ekki getað vænst þess að hrinda í framkvæmd fyrirhugaðri nýtingu á matsandlaginu, m.a. vegna stöðu matsandlagsins í verndarflokki samkvæmt lögum nr. 48/2011. e) Þótt sú skipan mála, samkvæmt næs ta tölulið hér að framan, sæti reglulega endurskoðun segi nefndin að ekki sé unnt að leggja til grundvallar að framtíðarnýting með þeim hætti sem matsþolar hafi haldið til streitu sé raunhæf eða líkleg. f) Nefndin byggi á því að ekkert liggi fyrir um að ha ndhafar opinbers valds hafi aðhafst nokkuð í fortíð eða nútíð sem gefi matsþolum tilefni til að vænta þess að fast væri í hendi að ráðgerð framtíðarnýting gæti komið til framkvæmda þeim til tekna. g) Niðurstaðan sé þá sú að slík óvissa sé um fjárhagsleg áh rif friðlýsingar á ætlaða framtíðarnýtingu að ófært sé að ákveða bætur fyrir ætlað tjón af þessum völdum. Stefnendur vísa með hliðsjón af framangreindu til þess, varðandi staflið a, að í framangreindum gögnum stefnenda og í málflutningi hafi verið gerð íta rleg grein fyrir umfjöllun fjölmargra aðila um virkjun Jökulsár á Fjöllum á liðnum árum. Fullyrðing matsnefndarinnar um að það hafi ekki verið gert eigi því ekki við rök að styðjast. Samkvæmt staflið b segi nefndin að aðeins fallréttindi Dettifoss og Sel foss heyri undir matsandlagið. Stefnendur byggi á því að fallréttindi árinnar nái til landsvæðis jarðarinnar Reykjahlíðar á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum svo sem því sé lýst í niðurlagsmálsgrein II. kafla úrskurðar og skilgreining nefndarinnar sé því ónákv æm. Af hálfu stefnenda sé fallist á lögskýringu nefndarinnar sem tekin sé upp undir staflið c. Nefndin virðist þó vitna til þessarar grunnreglu til þess að byggja undir það álit sitt að stefnendur yrðu betur settir eftir friðlýsinguna en þeir hafi verið fy rir hana ef þeir myndu fá tjónbætur metnar, en það væri alröng ályktun í þessu máli. Undir stafliðum d, e og f sé vitnað orðrétt til þess er matsnefnd nefni fyrirhugaða nýtingu matsandlagsins án nánari skilgreiningar á því við hvaða fyrirhuguðu nýtingu nef ndin eigi. Nefndin segir einfaldlega að stefnendur hafi ekki getað vænst að hrinda í framkvæmd fyrirhugaðri nýtingu á matsandlaginu vegna stöðu þess í verndarflokki samkvæmt lögum nr. 48/2011. Síðan segi í úrskurðinum að þótt sú skipan mála sæti reglulega endurskoðun sé ekki unnt að leggja til grundvallar að framtíðarnýting með þeim hætti sem matsþolar hafi haldið til streitu sé raunhæf og líkleg. Umfjöllun nefndarinnar undir staflið f sé af sama toga. Þar segi nefndin að athafnir opinberra aðila í fortíð e ða nútíð gefi stefnendum ekki tilefni til að vænta þess að fast væri í hendi að ráðgerð framtíðarnýting matsþola gæti komið til framkvæmda þeim til tekna vegna stöðu matsandlagsins í verndarflokki samkvæmt ákvæðum laga nr. 48/2011. Nefndin byggi á því að sú ákvörðun opinberra aðila að setja matsandlag þessa máls í verndarflokk samkvæmt lögum nr. 48/2011 feli í sér að stefnendur hafi ekki getað vænst að hrinda áætlunum um fyrirhugaða nýtingu á matsandlaginu, virkjun Jökulsár á Fjöllum, í framkvæmd. Þó svo að sú ákvörðun að skipa virkjun árinnar í verndarflokk sæti endurskoðun lögum samkvæmt sé framtíðarnýting árinnar sam kvæmt áætlunum stefnenda hvorki raunhæf né líkleg. Þessar lögskýringar á ákvæðum laga nr. 48/2011 séu ekki réttar. Þær stangist t.d. beint á við þá málsgrein úr frumvarpi til laganna er tekin sé orðrétt upp í úrskurði á bls. 22, þar sem löggjafinn geri grein fyrir því að það sé einmitt tilgangur laganna að ákvæði þeirra feli ekki í sér bótaskyldar takmarkanir á þeim réttindum sem varin séu a f 72. og 75. gr. stjórnarskrár. Nefndin rökstyðji þessa lögskýringu sína einnig með því að það komi skýrt fram í málinu að ekkert liggi fyrir um að handhafar opinbers valds hafi aðhafst nokkuð í fortíð eða nútíð sem gæti gefið 12 matsþolum tilefni til þess að vænta þess að fast væri í hendi að ráðgerð framtíðarnýting matsþola gæti komið til framkvæmda þeim til tekna. Þetta sé ekki rétt en stefnendur hafi sent matsnefndinni gögn sem staðfesti umfjöllun opinberra aðila um ný viðhorf til virkjanakosta landsins, g ögn sem staðfesti það að handhafar opinbers valds beinlínis hvetji eigendur fallvatna til virkjunar þeirra nú þegar og staðfesti að virkjun fallvatna landsins sé vissulega æskileg og tímabær í dag. Það vilji svo til að þegar þessi stefna hafi verið í vinn slu hafi birst grein í áramótablaði Viðskiptablaðsins 2021 eftir Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, undir fyrirsögninni Orkuauðlindir tryggja bjarta framtíð. En þar setji forstjórinn fram alveg sömu rök og stefnendur hafi gert hér í málatilbúnaði sín um fyrir matsnefndinni. Það hafi verið 10. ágúst 2019 sem ráðherra, sem handhafi opinbers valds, hafi gefið út auglýsingu nr. 740/2019 um friðun vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Það hafi fyrst verið við birtingu þeirrar auglýsingar sem stefnendur hafi verið sviptir öllum rétti til virkjunar vatnasvæðisins og allar áætlanir þeirra um þá framkvæmd þeirra hafi þar með orðið að engu. Stefnendur dragi ekki í efa að ráðherra hafi haft formlegan rétt til að taka ákvörðun um friðlýsingu. Ágreiningur hér beinist eing öngu að því að stefnendur geri kröfu um fullt verð fyrir þau réttindi sem af þeim séu tekin með friðlýsingunni. Sú krafa sé gerð á grunni 72. gr. stjórnarskrár. Viðbrögð ríkisins séu þau að ríkið geti tekið umrædd réttindi stefnenda til sín bótalaust. Frið lýsing árinnar sé sú athöfn opinbers valds í nútíð sem varði grundvöll umrædds matsmáls. Stefnendur hafi látið meta verðmæti þeirra réttinda sem þeir hafi verið sviptir með friðlýsingunni. Hagsmunir stefnenda hafi verið metnir á a.m.k. 10 - 15 milljarða króna er sýni að hagsmunir þeirra séu mjög miklir. Matsgerðin sýni núvirði réttindanna og glö ggt þá möguleika sem stefnendur hafi haft til nýtingar þeirra, sölu eða leigu í dag, en nefndin fjalli ekkert um efnislega niðurstöðu þess mats í forsendum úrskurðarins. Sú röksemdafærsla í niðurstöðukafla úrskurðarins að óvissa sé um fjárhagsleg áhri f friðlýsingarinnar á framtíðarnýtingu stefnenda á auðlindinni eigi ekki við rök að styðjast en það sé engin óvissa um þau áhrif auglýsingarinnar. Ljóst sé að fjárhagsleg áhrif auglýsingarinnar á framtíðaráætlanir stefnenda geri þær allar að engu. Það álit að slík óvissa sé um fjárhagsleg áhrif friðlýsingar á ætlaða framtíðarnýtingu stefnenda að ófært sé að ákveða þeim bætur fyrir ætlað tjón af hennar völdum sé hvorki efnislega né lögfræðilega rétt niðurstaða. Hlutverk matsnefndarinnar sé að ákveða fjárhæð tjónabóta til stefnenda með eignarnámsmati, sbr. 3. mgr. 42. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Það lögákveðna hlutverk og umbeðna verkefni nefndarinnar hefur hún hins vegar ekki framkvæmt með þeim úrskurði er krafist sé ógildingar á í þessu máli. Að öl lu framangreindu athuguðu telji stefnendur að þeir hafi sýnt fram á að ógilda beri þá ákvörðun matsnefndarinnar að hafna kröfu stefnenda um mat á bótum vegna tjóns sem þeir verða fyrir vegna auglýsingar um friðlýsingu nr. 740/2019. Vísist hér til 72. gr. s tjórnarskrár nr. 33/1944, laga um framkvæmd eignarnáms nr. 11/1973, 10. og 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, laga nr. 48/2011 um verndar - og orkunýtingaráætlun, 10. og 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, raforkulaga nr. 65/2003, og laga um meðferð einka mála nr. 91/1991, einkum til f - liðar 114. gr. þeirra. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi vísi til þess að málatilbúnaði stefnenda og málsástæðum sé mótmælt sem röngum og þá ýmist órökstuddum eða ósönnuðum nema hvort tveggja sé. Úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta í matsmálinu nr. 17/2019 sé ekki haldinn neinum slíkum annmörkum, hvorki að formi né að efni til, að leitt geti til ógildingar hans með dómi. Stefndi geri engar athugasemdir við málsatvikalýsingu eins og hún sé sett fram í stefnu málsins að því er varði lýsingu á rekstri og framgangi málsins fyrir matsnefnd eignarnámsbóta. Hins vegar sé mótmælt efnislegum lýsingum á inntaki þeirra gagna sem stefnendur hafi lagt fyrir matsnefndina undir rekstri málsins, að því leyti sem fjallað sé um þau í st efnu eins og þau feli í sér óumdeilda sönnun ýmissa staðhæfinga. 13 Sé því sérstaklega mótmælt að stefnendum hafi tekist fyrir nefndinni að sýna fram á: Að virkjun fallréttinda í Jökulsá á Fjöllum sé tæknilega auðleyst verkefni er auðvelt sé að fjármagna, að undirbúningsaðgerðir til nýtingar fallréttinda séu hafnar, að hin fyrirhugaða nýting fallréttinda felist í því að hlutast til um virkjun alls mögulegs afls árinnar til fjárhagslegs ávinnings eins fljótt og kostur sé og að breyttar aðstæður séu í raforkumál um, m.a. í framhaldi af gildistöku raforkulaga nr. 65/2003, sem geri virkjun fallréttinda Jökulsár á Fjöllum að fýsilegum kosti út frá fjárhagslegu sjónarmiði. Málsástæður stefnenda fyrir kröfu um ógildingu úrskurðarins byggi aðallega á því að hann og for sendur hans séu efnislega rangar og ólögmætar. Stefndi byggi hins vegar á því að niðurstaðan í úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 17/2019 sé efnislega rétt að lögum og því lögmæt að því er varði þau atriði sem ráðið hafi niðurstöðu um bótaleysi stefnenda og því beri að sýkna stefnda af kröfum stefnenda. Þrátt fyrir að það hafi ekki áhrif á úrlausn þessa máls sérstaklega telji stefndi rétt að taka fram að ekki sé af hans hálfu fallist á niðurstöðu matsnefndarinnar að því leyti sem ekki hafi verið tekið undir sjónarmið hans fyrir nefndinni. Þessu sé rétt, að mati stefnda, að halda til haga fyrir úrlausn síðari ágreiningsmála sem kunni að koma til. Fyrir matsnefndinni hafi stefnendur byggt kröfu um eignarnámsbætur á bótareglu 1. mgr. 42. gr. laga nr . 60/2013 um náttúruvernd. Þar segi m.a. að hindri friðlýsing fyrirhugaða nýtingu landeiganda eða rétthafa lands á landinu eða geri hana til muna erfiðari, umfram það sem teljast megi til almennra takmarkana eignarréttar, skuli landeigandi eða rétthafi lan ds eiga rétt á bótum fyrir fjárhagslegt tjón sem hann verði fyrir og geti sýnt fram á að sé verulega umfram þær takmarkanir sem finna megi í sambærilegum friðlýsingum eða ákvörðunum. Stefndi hafi byggt varnir fyrir nefndinni á því að skilyrðum bótaréttar samkvæmt ákvæðinu væri ekki fullnægt. Í fyrsta lagi, þá hafi eignarréttindi stefnenda ekki takmarkast við friðlýsinguna heldur við gildistöku verndar - og orkunýtingaráætlunar, sbr. lög nr. 48/2011 um verndar - og orkunýtingaráætlun. Þar hafi sú ákvörðun ver ið tekin að setja virkjunarkostina Arnardalsvirkjun og Helmingsvirkjun í verndarflokk og stjórnvöldum skylt að hefja undirbúning friðlýsinga í kjölfarið, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 48/2011. Engin bótaskylda hafi því stofnast vegna friðlýsingarinnar sem s líkrar. Í öðru lagi sé, með ákvörðun um að setja virkjunarkostina í verndarflokk og friðlýsingunni í kjölfarið, um að ræða almenna takmörkun eignarréttar sem stefnendur verði að þola bótalaust. Í þriðja lagi, sé ekki uppfyllt það skilyrði að fyrirhuguð nýt ing stefnenda hafi verið raunhæf og fjártjónið þannig raunverulegt. Í fjórða lagi, hafi stefnendur ekki getað sýnt fram á tjón er sé umtalsvert meira en leiði af sambærilegum friðlýsingum. Loks hafi verið á því byggt, varðandi bótakröfu stefnenda, að ákvör ðun bóta væri ómöguleg þar sem ekki hafi tekist sönnun um umfang hins meinta tjóns. Í úrskurði sínum hafi matsnefndin fallist á það með stefnendum að það hafi verið með friðlýsingunni sem landsréttindi stefnenda hafi verið varanlega skert og að sterk rök v erði að því leidd að sú eignarskerðing geti óháð öðrum þáttum valdið stefnendum tjóni í framtíðinni. Hins vegar kunni margar aðrar orsakir en friðlýsingin í framtíðinni að hindra að sama marki hina fyrirhuguðu nýtingu stefnenda. Þá hafi verið fallist á það með stefnda, að ekki væri unnt að leggja til grundvallar að framtíðarnýting með þeim hætti sem stefnendur hafi haldið til streitu væri raunhæf eða líkleg og ekkert sem gæfi þeim tilefni til þess að vænta að fast væri í hendi að ráðgerð framtíðarnýting gæt i komið til framkvæmda þeim til tekna. Slík óvissa væri fyrir hendi um fjárhagsleg áhrif friðlýsingarinnar að ófært væri að ákveða bætur fyrir ætlað tjón. Stefndi byggi á því að framangreind niðurstaða nefndarinnar sé efnislega rétt að svo miklu leyti sem hún samræmist sjónarmiðum stefnda fyrir nefndinni. Stefnendur byggi á því að það sé grunnregla íslensks réttar að þegar landeigandi sé sviptur umráðum lands með eignarnámi leiði það til fjárhagslegs tjóns landeiganda. Þá sé einnig grunnregla að réttur eign arnámsþola til bóta sé ekki takmarkaður við tjón á landgæðum sem þeir hafi þegar byrjað að hagnýta. Um hið síðarnefnda vísi þeir til dóms Hæstaréttar frá 18. október 2012 í máli nr. 233/2011. Stefndi bendi á það að í framangreindu máli höfðu landeigendur s elt vatnsréttindi sín í vatnsföllum Jökulsár á Dal (Jökulsá á Brú), Jökulsár í Fljótsdal og Kelduá, auk vatnsfalla sem í þær renna. Virkjunarframkvæmdir hafi þegar verið hafnar og séu umrædd vatnsföll nýtt af Landsvirkjun til 14 framleiðslu raforku í Kárahnjú kavirkjun. Forsendur í því máli séu þar af leiðandi ólíkar fyrirliggjandi máli þar sem Alþingi hafi þegar ákveðið það að virkjunarkostirnir Arnardalsvirkjun og Helmingsvirkjun í Jökulsá á fjöllum skuli falla í verndarflokk verndar - og orkunýtingaráætlunar. Virkjunaráform séu því alls ekki til staðar hér eins og var staðan í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar. Stefndi byggi á því, sem fram komi í umfjöllun í 5. lið VII. kafla úrskurðarins, um að þrátt fyrir að réttur eignarnámsþola til eignarnámsbóta sé ekki takma rkaður við tjón á verðmætum landgæðum er þeir hafi þegar byrjað að hagnýta, verði eignarnáms - bætur einungis ákveðnar fyrir fjárhagslegt tjón eignarnámsþola á grunni sjónarmiða skaðabótaréttar sem í því samhengi áskilji að lágmarki sönnun um tjón, fjárhæð þess og orsakatengsl milli tjónsins og eignarnámsins. Stefndi telji niðurstöðu úrskurðarins, um að stefnendur hafi ekki sýnt fram á slíkt tjón, rétta og skuli hann standa óhaggaður. Í stefnu sé því lýst að stefnendur hafi lagt fyrir nefndina gögn sem staðf esti að virkjun fallréttinda þeirra í Jökulsá á Fjöllum væri tæknilega séð auðleyst verkefni og að fjármögnun væri auðleyst. Virkjun árinnar í dag væri fýsilegur fjárfestingarkostur er auðvelt væri að fjármagna. Þá hafi stefnendur þegar hafið undirbúningsa ðgerðir til nýtingar fallréttinda sinna og hin fyrirhugaða nýting felist í því að virkja allt mögulegt afl árinnar þeim til fjárhagslegs ávinnings eins fljótt og kostur væri. Þegar núgildandi verndar - og orkunýtingaráætlun hafi verið samþykkt, 14. janúar 2 013, hafi þeir virkjunarkostir sem hér um ræðir á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum, þ.e. Arnardalsvirkjun og Helmingsvirkjun, verið settir í verndarflokk áætlunarinnar. Samkvæmt 6. gr. laga nr. 48/2011 falli í verndarflokk þeir virkjunarkostir sem ekki sé tal ið rétt að ráðast í og landsvæði sem ástæða sé talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu, að teknu tilliti til sjónarmiða sem fram komi í 4. mgr. 3. gr. laganna. Réttaráhrif þeirrar flokkunar séu af tvennum toga: Annars vegar sé stjórnvöldum ekki heimilt að veita leyfi tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu vegna virkjunarkosta sem séu í verndarflokki eða séu á svæðum sem ástæða sé talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þá séu aðrar orkurannsóknir sem ekki séu leyfisskyldar óheimilar. Hins vegar sé stjó rnvöldum skylt, þegar Alþingi hafi samþykkt verndar - og orkunýtingar - áætlun, að hefja undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar. Með vísan til framangreinds byggi stefndi á því, sem fram komi í greinargerðum stefnda til matsnefndarinnar, og rakið sé aðallega á bls. 5 og 8 - 9 í úrskurðinum, að landeigendur hefðu ekki getað nýtt fallréttindi sín með þeim hætti sem þeir haldi fram í stefnu eftir að verndar - og orkunýtingaráætl un hafi verið samþykkt á Alþingi. Stefndi leggi áherslu á það að stjórnvöldum sé skylt að hefja undirbúning að friðlýsingu landsvæða er ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki rammaáætlunar er Alþingi hafi samþykkt hana. En durskoðuð flokkun virkjunarkosta sé vissulega heimil þar sem gert sé ráð fyrir því að áætlunin sæti reglubundinni endurskoðun eftir þörfum. Stefndi bendi hins vegar á það er komi fram í athugasemdum við frumvarp það er orðið hafi að lögum nr. 48/2011 um að - kostir og svæði kunna að færast á milli flokka á grundvelli nýrra upplýsinga eða tillagna um breytingu á útfærslu sem eru í biðflokki áætlunarinnar sem færast í annan flokk þótt ekki sé útilokað að virkjunar - kostir í öðrum flokkum geti færst á milli Helmingsvirkjunar eða borist beiðni um mat á öðrum virkjunarkosti í Jökulsá á Fjöllum. Fleira komi síðan til en flokkun virkjunarkostanna í verndarflokk í verndar - og orkunýtingaráætlun Alþingis hvað varði mat á því hvort fyrirhuguð nýting stefnenda teljist raunhæf. Þannig sé l jóst að ekkert þeirra sveitarfélaga sem Jökulsá renni um, eða þar sem nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir við Arnardalsvirkjun eða Helmingsvirkjun, geri ráð fyrir þessum virkjunarkostum í aðalskipulagsáætlunum sínum. Virkjunarkostirnir séu þegar af þe irri ástæðu ekki raunhæfir. Raunar sé svo að aldrei hafi verið gert ráð fyrir þeim á skipulagsáætlunum viðkomandi sveitarfélaga og þeir hafi því aldrei verið raunhæfir. Þá liggi ekki fyrir umhverfismat framkvæmda vegna virkjunarkostanna og því alveg óljóst hvort þeir séu raunhæfir af þeirri ástæðu. Friðlýsingin hafi engu breytt um þessa stöðu. Stefnendur hafi því aldrei mátt gera ráð fyrir að leyft yrði að ráðast í slíkar 15 virkjanaframkvæmdir og aldrei getað haft réttmætar væntingar um að þær yrðu leyfðar. E ngin réttindi hafi því verið tekin af landeigendum með friðlýsingunni þar sem réttindi til að virkja Jökulsá á Fjöllum hafi aldrei verið til. Með vísan til alls framangreinds sé ljóst að öll umfjöllun stefnenda um mögulega fyrirhugaða nýtingu á fallréttind um sé ekki á rökum reist og niðurstaða úrskurðar matsnefndar eignarnámsbóta um ndir þá niðurstöðu á bls. 24 í eða nútíð sem gæti hafa gefið [stefnendum] tilefni til að vænta þess að fast væri í hendi að ráðgerð framtíðarnýting [stefnend áhrif friðlýsingarinnar á ætlaða framtíðarnýtingu matsþola að ófært sé að ákveða bætur fyrir ætlað tjón Sjónarmið stefnda um mat á vatnsréttindum hafi verið raki n í þriðju greinargerð umhverfis - og auðlindaráðherra til matsnefndarinnar. Þar hafi sjónarmiðum stefnenda um verðmat vatnsréttinda aðallega verið hafnað með vísan til dóms Hæstaréttar í máli nr. 233/2011. Hann staðfesti að virkjunarhugmyndir af stærðargrá ðu sem stefnendur boði séu háðar því að framkvæmdaraðili hafi í hyggju að ráðast í framkvæmdirnar og að tiltekinn kaupandi (stórnotandi) sé að þeirri raforku sem framleidd yrði með virkjun fallvatns. Forsendur þessa séu þær að fyrir liggi tæknilega möguleg ir og fjárhagslega hagkvæmir virkjunarkostir, en sýnt hafi verið fram á hvorugt þessa af hálfu stefnenda. Þá séu virkjunarkostir Arnardalsvirkjunar og Helmingsvirkjunar ekki á færi annars en stórfyrirtækis. Stefndi telji það vera alveg ljóst að stefnendur geti ekki hlutast til um þær virkjunarframkvæmdir sem málatilbúnaður þeirra fyrir nefndinni hafi byggt á. Stefnendur hafi lagt fyrir nefndina skýrslu Þróunarfélags Íslands ehf., frá 28. júlí 2020, um mat á verðmætum vatnsréttinda Jökulsár á Fjöllum. Skýrs lan hafi verið lögð fram til stuðnings sjónarmiðum stefnenda um verðmæti ætlaðra réttinda. Í stefnu sé því lýst að matsgerðin sýni fram á núvirði vatnsréttinda stefnenda og þá möguleika er stefnendur hefðu til nýtingar þeirra, sölu eða leigu, í dag, en ste fndi mótmælir þessu. Stefndi telji matsgerðina í fyrsta lagi ekki hafa getað haft þýðingu í málinu þar sem hennar hafi verið einhliða aflað af stefnendum. Verði hún hins vegar þrátt fyrir það talin hafa getað haft þýðingu hvað varði sönnun um fjárhagslegt tjón stefnenda af völdum friðlýsingarinnar þá sé henni efnislega mótmælt með sömu rökum og fram komi í þriðju greinargerð umhverfis - og auðlindaráðherra til matsnefndarinnar, en sjónarmið stefnda þessu aðlútandi séu að auki tekin saman á bls. 9 - 11 í úrskur ðinum. Í skýrslu Þróunarfélags Íslands ehf. séu athugaðar þrjár leiðir við það að verðmeta fallréttindi Jökulsár á Fjöllum; 1) mat á núvirði virkjunar út frá vegnum kostnaði og tekjuliðum LCOE (Levelized Cost of Energy), 2) mat á mögulegu tekjuflæði og sam ræmi við nýlega samninga og í tengslum við Geitdalsárvirkjun og 3) mat á verðmætum út frá samningum um Kárahnjúkavirkjun og dómi Hæstaréttar í máli nr. 233/2011, sem heimfært sé yfir á Arnardalsvirkjun (en ekki Helmingsvirkjun). Stefndi haldi því fram að t veimur fyrrgreindu aðferðunum hafi verið hafnað með tilvitnuðum dómi Hæstaréttar. Hvað varði þriðju aðferðina þá sé hún ekki heldur í samræmi við dóminn, svo sem nánar greini í samantekt málsástæðna stefnda í úrskurðinum, bls. 10. Stefnendur hafi ekki lagt fram nein sjónarmið fyrir matsnefndinni sem styðji það að líta beri til annarra viðmiða við mat á fallréttindum vegna virkjana en hingað til hafi verið gert í réttarframkvæmd, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 233/2011 og úrskurð matsnefndar frá 10. ágúst 1 992 um mat vegna Blönduvirkjunar. Þá sé sá grundvallar munur á að í tilviki Kárahnjúka - sem og Blönduvirkjunar hafi virkjunar framkvæmdir verið hafnar og engin óvissa verið um virkjunaráformin þegar komið hafi til mat á verðmæti vatnsréttindanna en sú sé h ins vegar ekki raunin í þessu tilviki. Frekari málsástæður fyrir ógildingarkröfu setji stefnendur fram í fimm stafliðum er taldir séu upp á bls. 4 í stefnu. Þar séu taldar til fullyrðingar úr úrskurðinum sem stefnendur telji efnislega rangar. Til 16 að gæta samræmis muni stefndi nú leitast við að svara hverjum staflið fyrir sig, ýmist sérstaklega eða með vísun í umfjöllun að framan. a) Matsnefndin byggi á því að virkjanaframkvæmdir á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum, aðrar en Arnardalsvirkjun og Helmingsvirkjun, hafi ekki komið til tals. Stefnendur byggi á því í stefnu að framangreind fullyrðing á bls. 24 í úrskurði sé röng. Stefndi mótmælir þessu. Í úrskurðinum segi orðrétt ð af undir málsmeðferð fyrir matsnefndinni hafi stefnendur vísa ð til ritgerða og skýrslna frá 7. og 8. áratug síðustu aldar. Þær heimildir eigi varla við hér enda úreltar. Stefnendur geri engan reka að því að rökstyðja þetta nánar eða vísa með skýrum hætti til þess hvaða nýlegu umfjöllun sé átt við og með hvaða hætti ætlunin sé að sýna fram á hana. Stefnendur tiltaki heldur ekki með hvaða hætti fullyrðingin, þó röng væri, geti leitt til ógildingar úrskurðar. Málsástæðan sé því vanreifuð, ósönnuð og illmögulegt fyrir stefnda að bregðast við henni með öðrum hætti en þeim að vísa henni á bug. Stefnendur byggi á því að fallréttindi árinnar nái til landsvæðis jarðarinnar Reykjahlíðar á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum. Skilgreinin g nefndarinnar sé því ónákvæm. Stefndi mótmælir þessu með vísan til niðurstöðu úrskurðarins (aðallega 1. liður VII. kafla, bls. 15 - 17) og þeirra sjónarmiða sem reifuð séu í seinni greinargerð umhverfis - og auðlindaráðherra, kafla 3.1, og tekin séu saman í úrskurði á bls. 6 - 8. Skýrt sé af auglýsingunni um hina umdeildu friðlýsingu og af korti og hnitaskrá er henni hafi fylgt til hvaða svæðis friðlýsing taki. Skilgreining nefndarinnar á matsandlaginu sé því rétt. Stefnendur tiltaki heldur ekki með hvaða hætti fullyrðing nefndarinnar, þó röng væri, geti leitt til ógildingar úrskurðar. Ekki liggi fyrir að önnur skilgreining matsandlagsins hefði haft áhrif á niðurstöðu matsnefndarinnar um þá óvissu sem fyrir sé um fyrirhugaða nýtingu fallréttinda. Málsástæðan sé því vanreifuð, ósönnuð og illmögulegt að bregðast við með öðrum hætti en þeim að vísa henni á bug. c) Matsnefndin segi að eignarnámsbótum sé ætlað að gera tjónþola eins settan og ef tjónið hefði aldrei orðið. Í úrskurði komi fram að skaðabótum, þ. á m. eig narnáms bótum, sé ætlað að gera tjónþola eins settan og ef tjónið hefði aldrei orðið. Þessi grunnregla bótaréttarins sé óumdeild meðal aðila málsins. Nefndin byggi niðurstöðu sína m.a. á því að fengju stefnendur tjónsbætur eftir friðlýsinguna yrðu þeir bet ur settir en þeir hafi verið fyrir hana. Stefndi telji þessa ályktun nefndarinnar rétta, enda hafi sú framtíðarnýting sem þeir haldi fram að þeir hafi ætlað að hafa ávinning af hvorki verið raunhæf ð er álit matsnefndarinnar að þegar til friðlýsingarinnar kom hafi matsþolar hvað sem henni líður ekki getað vænst þess að hrinda í framkvæmd fyrirhugaðri nýtingu sinni á matsandlaginu, meðal annars vegna stöðu þess í verndarflokki samkvæmt lögum nr. 48/20 d) Matsnefndin byggi á því að matsþolar hafi ekki getað vænst þess að hrinda í framkvæmd fyrirhugaðri nýtingu á matsandlaginu, meðal annars vegna stöðu matsandlagsins í verndarflo kki samkvæmt lögum nr. 48/2011. e) Matsnefndin segi að ekki sé unnt að leggja til grundvallar að framtíðarnýting með þeim hætti sem matsþolar hafi haldið til streitu sé raunhæf eða líkleg. Stefnendur byggi á því í stefnu að lögskýringar nefndarinnar varðan di túlkun ákvæða laga nr. 48/2011 séu ekki réttar. Þessu sé mótmælt. Markmið laga nr. 48/2011 sé að tryggja að nýting landsvæða þar sem sé að finna virkjunarkosti byggi á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið sé tillit til verndargil dis náttúru - og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varði þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýti þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, sbr. 1. gr. laganna. Lögin taki til landsvæða þar sem sé að finna virkjunarkosti til orkuvinnslu innan eignarlanda og þjóðlenda, sbr. 1. mgr. 2. gr. Í 3. gr. laganna segi, að ráðherra leggi, í samráði og samvinnu við þann ráðherra sem fari með orkumál eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti, fram á Alþing i tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Í slíkri áætlun skuli í samræmi við markmið laganna lagt mat á verndar - og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, 17 umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar, þ.m.t. verndunar, svo og tekið mið af vatnaáætlun samkvæmt lögum um stjórn vatnamála, sbr. 4. mgr. 3. gr. Á grundvelli framangreindra sjónarmiða sé í verndar - og orkunýtingaráætlun mótuð stefna um það hvort landsvæði þar sem sé að finna virkjunarkosti megi nýta til orkuvinn slu eða hvort ástæða sé til að friðlýsa þau eða kanna frekar. Samkvæmt því séu virkjunarkostir á viðkomandi svæðum flokkaðir í orkunýtingarflokk, verndarflokk eða biðflokk, sbr. 1. mgr. 3. gr. En samkvæmt 1. mgr. 6. gr. þá falli í verndarflokk virkjunarkos tir sem ekki sé talið rétt að ráðast í og landsvæði sem ástæða sé talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu að teknu tilliti til sjónarmiða er fram komi í 4. mgr. 3. gr. Stjórnvöldum sé óheimilt að veita leyfi tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu vegna vi rkjunarkosta og landsvæða sem falli í verndarflokk og aðrar orkurannsóknir sem ekki séu leyfisskyldar séu einnig óheimilar þar, sbr. 2. mgr. 6. gr., þótt unnt geti verið, að nánar tilgreindum skilyrðum uppfylltum, að heimila yfirborðsrannsóknir á svæðum í verndarflokki, sbr. 3. mgr. sömu greinar. Í 4. mgr. 6. gr. segi meðal annars að stjórnvöld skuli þegar Alþingi hafi samþykkt verndar - og orkunýtingaráætlun hefja undirbúning að friðlýsingu landsvæða sem ástæða þyki til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samk væmt verndarflokki áætlunarinnar og um slíka friðlýsingu vegna náttúruverndar fari samkvæmt lögum um náttúruvernd. Virkjunarkostunum nr. 12 Arnardalsvirkjun og nr. 13 Helmingsvirkjun í Jökulsá á Fjöllum hafi með þingsályktun, þann 14. janúar 2013, nr. 13/1 41, verið skipað í verndarflokk. Í samræmi við ákvæði laganna hafi ráðherra í kjölfarið hlutast til um friðlýsingu á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum: Það sé varðandi nr. 12 Arnardalsvirkjun og nr. 13 Helmingsvirkjun á Fljótsdalshéraði, í Norðurþingi, Skútust aðahreppi og Þingeyjarsveit, gagnvart orkuvinnslu á grundvelli 53. gr. laga nr. 60/2013. Stefndi telji ljóst að líta verði svo á að friðlýsing svæða sem falli í verndarflokk verndar - og orkunýtingaráætlunar sem Alþingi hafi samþykkt njóti þeirrar sérstöðu að skylt sé að friðlýsa á þeim grunni og leiði friðlýsing beinlínis af flokkun landsvæðanna í verndarflokk samkvæmt lögum nr. 48/2011. Því sé rétt sú niðurstaða úrskurðarins að þegar til friðlýsingarinnar hafi komið hafi stefnendur ekki getað vænst að hrin da í framkvæmd fyrirhugaðri nýtingu á matsandlagi. Ekki sé unnt að leggja til grundvallar að framtíðarnýting með þeim hætti er stefnendur haldi til streitu sé raunhæf og líkleg. Framangreind túlkun nefndarinnar á ákvæðum laga nr. 48/2011 sé rétt og í samræ mi við lögskýringargögn en öndverðum fullyrðingum í stefnu sé mótmælt sem röngum. Matsnefndin byggi á því að ekkert liggi fyrr um að handhafar opinbers valds hafi aðhafst nokkuð í fortíð eða nútíð er gefi matsþolum tilefni til að vænta að fast væri í hendi að ráðgerð framtíðarnýting matsþola gæti komið til framkvæmda þeim til tekna. Í stefnu sé á því byggt að sú fullyrðing sé ekki rétt. Stefnendur hafi sent matsnefndinni gögn sem staðfesti umfjöllun opinberra aðila um ný viðhorf til virkjanakosta landsins. Stefndi mótmælir því að þau gögn sem stefnendur hafi lagt fram fyrir nefndinni sýni fram á breytt viðhorf til virkjunar fallréttinda Jökulsár á Fjöllum. Þá sé því mótmælt að fyrir liggi umfjöllun opinberra aðila um ný viðhorf til virkjanakosta landsins er staðfesti að fyrirhuguð nýting stefnenda á matsandlaginu sé raunhæf og líkleg. Stefndi telji framlagða blaðagrein forstjóra Landsvirkjunar eða önnur framlögð gögn, þar sem almennt sé fjallað um sjálfbærar orkulindir, ekki geta þjónað slíkum tilgangi, enda taki hún ekki sérstaklega til matsandlagsins í þessu tiltekna máli eða til annarra svæða sem sett hafi verið í verndarflokk í samræmi við lög nr. 48/2011. Stefnendur vísi undir þessari málsástæðu ekki með skýrum hætti til þess hvaða nýlegu umfjöllun eða að gerðir handhafa opinbers valds átt er við og með hvaða hætti ætlunin sé að sýna fram á þær. Stefndi telji málsástæðuna því verulega vanreifaða, ósannaða og að illmögulegt sé að bregðast við henni með öðrum hætti en að vísa henni á bug. g) Niðurstaða nefnd arinnar sé sú að slík óvissa sé til staðar um fjárhagsleg áhrif friðlýsingarinnar á ætlaða framtíðarnýtingu matsþola að ófært sé að ákveða bætur fyrir ætlað tjón. Stefndi mótmælir því er haldið sé fram í stefnu, að framangreind fullyrðing sé röng og að fjá rhagsleg áhrif friðlýsingarinnar á framtíðarnýtingu stefnenda séu ljós. Telji stefndi þá niðurstöðu nægjanlega rökstudda í forsendum úrskurðarins, sbr. aðallega bls. 24. Bætur á grunni 42. gr. laga nr. 60/2013 verði einungis ákvarðaðar 18 að vissum skilyrðum uppfylltum. Stefndi taki undir að þeim skilyrðum sé ekki fullnægt og nefndinni því ófært að ákveða bætur fyrir ætlað tjón af völdum friðlýsingarinnar. Stefndi telji ljóst af öllu framangreindu, með vísan til forsendna úrskurðarins, að svo miklu leyti sem h ann samræmist sjónarmiðum stefnda, og með vísan til þess rökstuðnings sem fram komi í greinargerðum stefnda til nefndarinnar og fylgiskjölum, að engar forsendur séu til þess að ógilda úrskurðinn og hann skuli því halda gildi sínu. Niðurstaða Stefnendur gera í máli þessu kröfu um að úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta í matsmáli nefndarinnar nr. 17/2019, upp kveðinn 17. desember 2020, verði felldur úr gildi, þá að öðru leyti en hvað varðar málskostnað. Stefndi telur hins vegar ekki vera þá annmarka á umr æddum úrskurði að fallast beri á kröfu stefnenda og krefst sýknu. Umræddur úrskurður matsnefndarinnar nr. 17/2019 fól í sér að hafnað var kröfu stefnenda þessa máls, þá sem matsþola, um bætur úr hendi umhverfis - og auðlinda ráðherra, vegna þess að með aug lýsingu ráðherrans, 10. ágúst 2019 nr. 740/2019 um verndarsvæði á Norðurlandi vatnasvið Jökulsár á Fjöllum í verndarflokki verndar - og orkunýtingaráætlunar, hafi matsþolar verið sviptir rétti sínum til orkurannsókna og orkuvinnslu fallvatna með uppsett r afafl 10 MW eða meira fyrir landi þeirra Reykjahlíðar innan marka verndarsvæðis samkvæmt auglýsingunni. Umrædd krafa stefnenda um bætur byggir óumdeilt efnislega á heimild í 1. mgr. 42. gr. laga nr. 60/2013 um náttúrvernd og með síðari breytingum, þar sem segir: lands á landinu eða geri hana til muna erfiðari, umfram það sem teljast má til almennra takmarkana eignarréttar, skal landeigandi eða rétthafi lands eiga rétt á bótum fyrir fjárhagslegt tjón sem hann verður fyrir og getur sýnt fram á að sé verulega umfram þær takmarkanir sem má finna í sambærilegum Sé litið til úrskurðarins þá er þar vísað til þess að slíkt mat sem hér um ræðir lúti þeim viðmiðunum sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 233/2011. En þar hafi m.a. verið vísað til þess að slík vatnsréttindi væru réttindi sem nytu verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrár og skuli fullt verð koma fyrir slík réttindi sem væru yfirtekin í þágu virkjunar og bætur tækju mið af fjárhagslegu tjóni rétthafanna. Þá er þar einnig vísað til þess að friðlýsing sé jafnan talin til þeirra viðamiklu almennu takmarkana sem eignaréttur fasteignaeigenda sætir og kann að skerða eignarétt þeirra á þann hátt að á honum bitni svo að jafnað verði til eignarnáms og á þessu grundvallist heimildin er hér að framan er vikið og byggt er hér á í 1. mgr. 42. gr. laga nr. 60/2013. Hlutverk matsnefndarinnar sé hér að framkvæma umrætt mat samkvæmt kröfu, það er þá mat á því hvort matsþola beri bætur, og þá hverrar fjárhæðar það sé ef svo er. Við mat sitt vísar matsnefndin til þess að til bótaábyrgðar á grundvelli 1. mgr. 42. gr. laga nr. 60/2013 geti komið ef tjónþoli sýnir fram á að fr iðlýsing hindri fyrirhugaða nýtingu hans eða geri hana til muna erfiðari, í báðum tilvikum umfram það sem teljast megi til almennra takmarkana. Tjónþoli þurfi þá einnig að sýna fram á fjárhagslegt tjón sitt af völdum friðlýsingarinnar og þá jafnframt að tj ónið sé verulega umfram þær takmarkanir er finna megi í sambærilegum friðlýsingum eða ákvörðunum. Ákvörðun bóta taki svo annars mið af almennum reglum, þar á meðal á sviði skaðabótaréttarins. Felst í því að lágmarki áskilnaður um sönnun á tjóni, fjárhæð þe ss og orsakatengslum og eigi þessi sjónarmið að breyttu breytanda við í því máli sem hér um ræðir. Þá þurfi möguleg framtíðarnýting í senn að vera raunhæf og líkleg svo að metin verði til verðs. Matsnefndin víkur þá að lögum nr. 48/2011 um verndar - og orku nýtingaráætlun og því að framangreindum virkjunarkostum í Jökulsá á Fjöllum hafi verið skipað í verndarflokk með þingsályktun frá 14. janúar 2013 og ráðherra síðan hlutast til um umrædda friðlýsingu á vatnasviði jökulsárinnar, sem þar er nánar skilgreint, gagnvart orkuvinnslu á grundvelli 53. gr. laga nr. 60/2013, með auglýsingunni 10. ágúst 2019. Einnig að í lögskýringargögnum með lögum nr. 48/2011 komi efnislega fram að ekki verði séð að ráðstafanir samkvæmt þeim feli í sér bótaskyldar takmarkanir á 19 rétti ndum sem varin séu af 72. og 75. gr. stjórnarskrárinnar, þótt ekki verði útilokað að endanleg ákvörðun um friðlýsingu á þeim grunni kunni að leiða til bótaskyldu gagnvart landeiganda, en þá því aðeins að hann geti sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni . Við mat á þessum grunni vísar matsnefndin svo til þess að fallist sé á með stefnendum þessa máls að það hafi verið með friðlýsingunni, sbr. auglýsingu frá 10. ágúst 2019, sem umrædd landsréttindi stefnenda hafi verið varanlega skert og að sterk rök verði að því leidd að sú eignaskerðing geti, óháð öllu öðru, valdið þeim tjóni til framtíðar. Að mati dómsins verður fallist á allt hér framangreint sem matsnefndin byggir á, en krafa stefnenda í málinu byggir einkum á því, út frá þeim gögnum sem liggja fyrir, að nefndin hafi síðan ekki sinnt því hlutverki sínu að meta skerðingar þeirra til bóta. Að mati dómsins er hins vegar fallist á með stefnda að þótt umrædd eignaskerðing verði ekki varanleg fyrr en með friðlýsingunni þá feli það alls ekki í sér að draga ber i þá ályktun af úrskurðinum að það ferli sem leiddi loks til hennar hafi hér ekki þýðingu. Liggur þannig skýrt fyrir í úrskurði nefndarinnar, að þegar til friðlýsingar hafi komið hafi stefnendur þessa máls ekki getað vænst þess að hrinda í framkvæmd fyrirh ugaðri nýtingu sinni á matsandlaginu m.a. vegna stöðu þess í verndarflokki samkvæmt lögum nr. 48/2011 og ekki sé þá heldur unnt að leggja til grundvallar að framtíðarnýting með þeim hætti sem stefnendur hafi haldið til streitu í málinu sé raunhæf eða líkle g. Þá vísar matsnefndin enn fremur til þess að ekkert liggi fyrir í málinu um að handhafar opinbers valds hafi aðhafst nokkuð í fortíð eða nútíð sem gæti hafa gefið stefnendum þessa máls tilefni til þess að vænta þess að fast væri í hendi að ráðgerð framtí ðarnýting þeirra gæti komið til framkvæmda þeim til tekna, eins og þeir byggi þó á í málinu. Framangreint mat sitt byggir matsnefndin, sé tekið mið af úrskurðinum, meðal annars á þeim fyrirliggjandi gögnum sem stefnendur hafa lagt fram í þeirri viðleitni sinni að færa sönnur á tjón sitt með hliðsjón af áskilnaði 1. mgr. 42. gr. laga nr. 60/2013, en að þeim er frekar vikið hér í málsástæðum stefnenda í málinu, auk þess sem fyrir liggur um feril málsins í heild. Kemst matsnefndin þá að þeirri niðurstöðu að s lík óvissa sé um fjárhagsleg áhrif friðlýsingarinnar á ætlaða framtíðarnýtingu matsþola að ófært sé að ákveða bætur fyrir ætlað tjón af þessum völdum, eins og segir. Að mati dómsins er fallist á það með stefnda, að líta verði svo á að umrætt mat matsnefndarinnar verði að teljast forsvaranlegt, og þar með rétt, með hliðsjón af öllu því sem liggur hér fyrir, bæði hvað varðar efnislega niðurstöðu í úrskurðinum, sem og hvernig að henni er komist með hliðsjón af áskilnaði 1. mgr. 42. gr. laga nr. 60/20 13, en mat nefndarinnar er að stefnendur hafi sem matsþolar að öllu virtu ekki getað sýnt fram á tjón sitt, sem áskilið sé, óháð þeirri erfiðu sönnunarstöðu sem stefnendur séu í. En sem fyrr segir verður að líta svo á að hlutverk matsnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 42. gr. laga nr. 60/2013, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms, sé hér það að framkvæma umrætt mat samkvæmt kröfu, þá í fyrsta lagi mat á því hvort matsþola beri bætur, og þá því aðeins síðan hverrar fjárhæðar þær skuli vera e f svo er, og er mat dómsins að þetta hafi nefndin framkvæmt hér með forsvaranlegum hætti. Að öllu framangreindu virtu verður það því niðurstaða dómsins að ekki hafi verið sýnt fram á það að grundvöllur sé fyrir hendi til að fallast megi á dómkröfur stefnen da eins og þær liggja hér fyrir dómi og verður því stefndi sýknaður af dómkröfum þeirra. Með hliðsjón af öllu hér framangreindu verður að mati dómsins ekki talið að aðrar fram komnar röksemdir eða málsástæður hafi við svo búið sérstaka þýðingu í málinu eð a að þær geti leitt til annarrar niðurstöðu, sbr. e - lið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991. Eins og málið er vaxið þykir þó vera rétt að málskostnaður verði látinn niður falla. Mál þetta fluttu Sigmar Aron Ómarsson lögmaður, fyrir stefnendur, en Ásta Sólli lja Sigurðardóttir lögmaður, fyrir stefnda. Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kvað upp dóminn. 20 Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýknaður af dómkröfum stefnenda, Guðrúnar Maríu Valgeirsdóttur, R3 ehf., Bryndísar Jónsdóttur, Sigurðar Jónasar Þorbergssonar, Sigurðar Baldurssonar, Garðars Finnssonar, Hilmars Finnssonar og Gísla Sverrissonar, í málinu. Málskostnaður fellur niður.